Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1992, Síða 22

Neytendablaðið - 01.12.1992, Síða 22
Þarf Neytendasamtök? Hin grýtta braut neytenda Nú oröiö spyrja fáir hvort þörf sé á samtökum neytenda. Spurningin átti hins vegar brýnt erindi viö almenning haustiö 1952, fyrir réttum 40 árum. Þá flutti Sveinn Ásgeirsson hagfræöingur tvö útvarpserindi þar sem hann fjallaði um nauösyn þess aö neytendur byndust samtökum um aö gæta hagsmuna sinna og veita framleiðendum og seljendum vöru og þjónustu nauðsynlegt aöhald. í framhaldi af þessari umfjöllun Sveins var ráöist í aö stofna Neytendasamtök Reykjavíkur, sem síöar uröu Neytenda- samtökin. Nánar til tekið voru þau stofnuð í mars 1953 og veröa því fertug á næsta ári. Sveinn varö fyrsti formaður samtakanna og gegndi því embætti fyrstu fimmtán árin. Hér á eftir verður gluggaö í þessi erindi Sveins frá því þegar neyslubylting var aö hefjast hér á landi og neytendur voru í þann mund aö bindast hagsmunasamtökum. „Við lifum á tímum samtak- anna. Aukin tækni, meiri verkaskipting og fleiri samtök hafa fylgzt að og einkennt þróun síðustu tíma. Mönnum hefur orðið æ betur ljóst, hver væri máttur samtakanna, safn- að liði og rist herör á stöðugt fleiri sviðum. „Hvað má höndin ein og ein, allir leggj- um saman,“ segir skáldið. Menn eru auðvitað sam- mála um það, að þetta sé satt og rétt, en þegar á að skýra nánar, hverjir þessir allir séu, þá vandast málið. Eru það all- ir góðir íslendingar, eða allir Evrópumenn eða allir pylsu- gerðarmenn? Það fer allt eftir því, hvar við erum og hvað við gerum. Við getum sam- einast um að stofna hér lýð- veldi, og færa út landhelgina, og við getum velt steini úr götu alþjóðar - allir samtaka, Islendingar, - en við getum líka, og það er bæði auðveld- ara og fljótlegra, sameinast um það dálítill hópur manna að velta steini úr litlu götunni okkar og yfir í næstu götu. Það verður að hafa það, þótt það sé aðalgata. Þeir velta honum þá þaðan. Og af þess- um veltingi verður ljóst, að það er allt undir því komið að vera samtaka og vera viðbú- inn allir sem einn við sömu götu - hvemig sem samkomu- lagið milli nágrannanna er að öðru leyti - og velta burt öll- um steinum, jafnskjótt og þeir koma veltandi - fyrir samtök annarra. En ef menn hafa ekki framtak í sér til að mynda með sér samtök, þá verða þeir bara að ganga grýtta braut, klöngrast yfir steinana frá hinum götunum. Og gata neytendanna hefur verið grýtt, þótt þeir hafi búið við aðal- götu, og þótt hinir við litlu götumar þyrftu líka að ganga götu neytendanna. Þess vegna varð öllum þetta óþarflega erfitt. Það er ekki nema von, að menn hafi verið misjafnlega fljótir að átta sig á hlutunum og tímunum - menn em það alltaf. Og neytendumir voru langsíðastir að átta sig.“ ■ Tillitsleysi I fyrra erindi sínu kom Sveinn inn á margan vanda sem neyt- endur stóðu þá frammi fyrir, en lýsti einnig hvemig á neyt- endamálum hefði verið tekið erlendis, aðallega í Danmörku og Svíþjóð. I síðara erindinu komst hann svo að orði meðal ann- ars: „f vissum skilningi erum við allir bæði seljendur og kaupendur eða framleiðendur og neytendur. Við emm fram- leiðendur, þegar við vinnum fyrir aðra og fáum laun fyrir á einn eða annan hátt, en neyt- endur, þegar aðrir vinna fyrir okkur, og við borgum þeim fyrir. Sem framleiðendur bindumst við samtökum og bemm fram kröfur, en sem neytendur erum við sundraðir, og því hallar alltaf á okkur sem slíka. Utkoman verður sú, að við erum ýmist að sýna tillitsleysi eða jafnvel ágengni eða þola sjálfir, og þar af leið- andi verður allt okkar daglega líf miklu erfiðara og óþægi- legra og við allir fátækari en ef jafnvægi ríkti... Ef neytend- ur bindast samtökum, myndi það stuðla að jafnvægi, knýja fram gagnkvæmt tillit, meiri samvizkusemi, betri vinnu, aukið öryggi í samskiptum manna og þar með verða auð- NEYTENDASTARF Efí ÍALLRA ÞÁGU Stjörnuegg hf., Skólavöröustig 6b Valla Kjalarnesi Stjörnuval - myndbandaleiga, Tunguvegi 19 Sökkull sf., Dugguvogi 9-11 S. Waage sf., Domus Medica, Egilsgötu 3 S.Ö. kjötvörur, Reykjavíkurvegi 72 Söluturninn, Engihjalla 8 Teiknistofan Stikan sf., Grensásvegi 8 Tískuverslunin Stórar stelpur, Hverfisgötu 105 Trimmformstööin, Suöurlandsbraut 6 Trygging hf., Laugavegi 178 Veitingastaöurinn Jarlinn sf., Bústaöavegi 153 Veitingastaöurinn Kentucky fried chicken, Hjallahrauni 15 Verslun Guösteins Eyjólfssonar sf., Laugavegi 34 Verslunin Fríöa frænka, Vesturgötu 3 Verslunin Karel, Laugavegi 13 Verslunin Pétur Pan og Vanda, Borgartúni 22 Verslunin Skaparinn, Ingólfsstræti 8 Verslunarmannafélag Hafnarfjaröar, Lækjargötu 34d Véla- og járnsmíöaverkstæöi Siguröar Jóns Ragnarssonar, Hlíöarhjalla 47 Vélsleöaþjónustan, Suöurlandsbraut 14 Vélsmiöja Guömundar Davíössonar, Flugumýri 16, Garöabæ Vélsmiöja Jóns Sigurössonar, Borgartúni 36 Vélsmiöjan Gils hf., Gilsbúö 7, Garöabæ Vélsmiöjan Kofri, Skútuhrauni 3 Videóhöllin og Bónusvídeó Völusteinn hf., Faxafeni 14 Yggdrasill hf., Kárastíg 1 Pjónustusamband íslands, Ingólfsstræti 5 Pvottahús og fatahreinsun, Hraunbrún 40 10-11, Engihjalla og Glæsibæ 22 NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1992

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.