Neytendablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 31
Kellíngar að tuða
og kallar að rífast
Neytendur
í Sovét
sameinast
undanfömum árum
hafa sprottið upp og
sameinast félög og samtök
sem berjast fyrir réttindum
neytenda við erfiðar að-
stæður í þeim löndum er
áður tilheyrðu Sovétríkjun-
um.
Á tímum fyrri stjómar-
hátta í Sovétríkjunum var
ekki grundvöllur fyrir
staifi frjálsra félagasam-
taka neytenda, enda þótt
þörfin hafi vafalaust verið
fyrir hendi. Þegar kerfið
losaði takið í valdatíð Gor-
batsjofs byrjuðu óðara að
spretta upp félög neytenda.
Arið 1989 var svo komið
að ástæða þótti til að
mynda samband neytenda-
hreyfinga í Sovétríkjunum
og hefur samband þetta lif-
að af fall Sovétríkjanna, en
að vísu skipt um nafn í takt
við aðstæður.
Hreyfingum neytenda
hefur enn haldið áfram að
fjölga og nú starfa 58 félög
í sambandi neytenda sem
nær til átta fyrrverandi lýð-
velda Sovétríkjanna, þar á
meðal Rússlands, Úkraínu
og Litháen.
Um er að ræða hreyf-
ingar af ýmsu tagi með
ýmsar áherslur. Innan
þeirra starfa konur og karl-
ar með ólíkan bakgrunn og
ólík áhugamál, en baráttan
fyrir bættum hag neytenda
hefur sameinað þetta fólk.
Helstu baráttumál þessara
hreyfínga em úrbætur í
umhverfismálum, framfar-
ir í heilbrigðismálum og
neytendavemd á viðskipta-
sviðinu.
Allar líða þessar hreyf-
ingar af skorti á fjármagni,
þótt engin þeirra hafi þurft
að leggja upp laupana af
þeim sökum til þessa.
Starfið er borið uppi af
áhugasömum frumkvöðl-
um sem standa frammi fyr-
ir erfiðum verkefnum. For-
seti sambandsins er 37 ára
gamall hagfræðiprófessor
við Moskvuháskóla, Alex-
ander Auzan.
- World Consumer
egar ég var á bamsaldri
og farinn að fylgjast með
fréttum, þá hélt ég að Neyt-
endasamtökin væm einhver
nöldurklúbbur leiðinlegs fólks
sem hefði dularfulla ánægju
af því að röfla út í kaupmenn.
Af kaupmönnum hafði ég svo
sem ekkert að segja, nema
matvömkaupmönnum og eig-
endum dótabúða - og ég sá
ekki betur en alltaf væri til
nógur matur (og það hlaut að
vera okkar mál í fjölskyldunni
ef við höfðum ekki alltaf efni
á því besta) og undan dóta-
búðunum var engin leið að
kvarta. Kaupmenn virtust
vera hugsjónafólk sem hjálp-
aði fólki að útvega sér það
sem vantaði.
En þegar Neytendasamtök-
in komu til sögunnar vom for-
svarsmenn þar einlægt ein-
hverjar kellíngar að tuða út af
lélegum efnum í búðum, eða
kallar að rífast út af fyrirbær-
inu álagning - sem var mér
lengi lokuð bók. Ég man eftir
að hafa hugsað með mér: „Af
hverju er þetta fólk svona
óánægt? Éru þetta einhver
skemmdarskrín, sem ætla að
skemma fyrir búðunum?"
Þetta var í árdaga Neyt-
endasamtakanna, ef mér
skjöplast ekki, og sjálfsagt
hafa þau þá verið heldur lítil-
fjörleg - að minnsta kosti var
nöldursöm rödd þeirra
hjáróma miðað við gleðina
sem ríkti í búðunum. En síðan
hefur viðhorf mitt náttúrlega
breyst, og mest þegar ég gerði
þá mikilvægu uppgötvun að
kaupmenn væru ekki í
bissniss bara til þess eins að
gleðja mig og gera mér kleift
að ganga um dótabúðir með
stjömur í augunum.
Illugi Jökulsson
blaöamaður skrifar
neytendum
Ég held aftur á móti að
skoðanir eins og þær sem ég
var gegnsýrður af á bamsaldri
séu í rauninni ótrúlega lífseig-
ar með þjóðinni.
Kannski eiga þær uppmna
sinn aftur í einokunarverslun
Dana, þegar íslendingar máttu
þakka fyrir að fá yfirleitt að
versla, og lærðu þá að þeir
áttu að þjóna undir kaup-
mennina, en ekki öfugt. En
um leið og Islendingar óttuð-
ust kaupmennina, og skriðu
fyrir þeim, þá hötuðu þeir þá í
laumi og þannig var allt við-
horf landsmanna til verslunar
heldur ankannalegt langt fram
eftir þessari öld.
Svipaða sögu er raunar að
segja um embættismenn og
hið opinbera í heild. íslend-
ingar eru vanir því að líta á
yfírvöld sem allt að því fjand-
menn sína, sem ekkert gott
geti komið frá, en um leið
þarf mikið að koma til áður
en sú andstaða birtist í ein-
hverju öðru en tuldri og röfli
úti í homi - og er hér væntan-
lega líka um að ræða arf frá
tímum Dana þegar yfirvöldin
vom raunvemlega andsnúin
þjóðinni, en ekkert þýddi að
vera með múður, því þá blasti
gapastokkurinn við - og ann-
að verra.
Viðhorf íslendinga bæði til
kaupmanna og yfirvalda em
því blönduð viðhorfum
þrælsins, og það viðhorf mót-
ar öll skoðanaskipti milli „al-
þýðunnar“ og þeirra sem eiga
að vera þjónar hennar - en líta
ekki þannig á sig, af þeirri
einföldu ástæðu að „alþýðan“
lítur heldur ekki þannig á
málin: hún er full af múðri og
óvirkri andstöðu en ber jafn-
framt svo óttablandna virð-
ingu fyrir öllu sem heitir yfir-
vald að eðlileg kröfugerð og
samskipti vilja verða í skötu-
líki.
Þessi viðhorf em vonandi
eitthvað að breytast, og þar
hafa og geta Neytendasam-
tökin átt stóran hlut að máli.
Ég tek því um síðir ofan minn
andlega hatt fyrir því leiðin-
lega fólki sem hafði svo dul-
arfulla ánægju af því að
nöldra út í kaupmenn...
NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1992
31