Neytendablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 29
• • • •
nperum
einskorðast ekki við peruna
heldur ræðst einnig af öðrum
þáttum eins og til dæmis:
• Gerð lampa
• Geislunartíma (lýsingar-
tíma)
• Birtustyrk
An þess að þekkja þessa
þætti er ekki hægt að meta út-
fjólubláa geislun frá lýsingar-
kerfi.
Ef einhverjar ástæður mæla
samt sem áður með því að
losna alveg við útfjólubláa
geislun er hægt að útiloka
hana algjörlega með því að
nota perur með hlífðarskífu úr
gleri eða ljós sem útbúið er
með hlífðargleri.
■ Engin hætta
Samkvæmt því sem vitað er í
dag er hægt að slá eftirfarandi
föstu:
1. Ef halógenperan eða lamp-
inn eru með hlífðargleri er
engin hætta á að útfjólublá
geislun fari yflr æskileg mörk.
2.1 flestum raunverulegum
Iýsingarkerfum þar sem haló-
genperur eru óskermaðar er
engin hætta á að útfjólublá
geislun sé yfir æskilegum
mörkum.
3. Útfjólublá geislun frá haló-
genperum í venjulegum lýs-
ingarkerfum er hundraðasti
eða tíu þúsundasti hluti út-
fjólublárrar geislunar undir
bemm himni.
Skaðsemi útfjólublárrar
geislunar er ekki þekkt til hlít-
ar, en getur verið sannleiks-
kom í eftirfarandi ummælum?
„Maðurinn var skapaður fyrir
líf utandyra. Nútíma siðmenn-
ing hefur valdið því að við
verjum meirihluta tíma okkar
innandyra þar sem sólarljósið
nær ekki til. Það er mögulegt
og sennilegt að það lýsingar-
umhverfí sem halógenperum-
ar veita okkur innandyra sé
náttúrulegra en það sem við
höfum með venjulegri gló-
þráðarperu.“ (Gunnar Swan-
beck: Notat. Halogenlampors
effekt pá huden)
Byggt á ýmsum heimildum.
Nemandi í áttunda bekk grunnskóla í Váxjö, Marie Charlotte Sonesson, gerði
þessa mynd sem andsvar við auglýsingunni neðst til hcegri.
Andsvar við auglýsingum
Þeir sem reykja eru líka menn, bara ekki eins
lengi! Þetta spakmæli og mörg fleiri uröu af-
rakstur samkeppni um andsvör viö auglýsingum
sem sænska neytendablaðið Rád & Rön efndi til
meðal grunnskólanema í Svíþjóð.
Blaðið fékk svör frá 2.500
nemendum, samkeppnin
varð hluti af skólastarfinu og
nú hefur afraksturinn verið
gefinn út á bók. Þar er að
finna margar snjallar myndir
sem sýna hvemig nemend-
umir upplifa auglýsingar.
Þar má til dæmis glöggt
greina hve uppteknir nem-
endur hafa verið af umhverf-
ismálum og heilbrigði
manna. Þannig varð auglýs-
ing frá hamborgarakeðju
nokkurri tilefni til myndar
og texta um sorpvandamál-
ið. Sælgætisauglýsing leiddi
huga annars nemanda að
tannskemmdum. Enn annar
nemandi tók fyrir auglýs-
ingu þar sem falleg og og
vel til höfð kona dásamar
tiltekna tegund af hreinsi-
legi. Nemandinn kom aug-
lýsingunni niður á jörðina
með því að sýna konuna
þreytta og heldur úfna eftir
erfiðið við að hreinsa bað-
herbergið.
I bókinni er einnig gerð
grein fyrir eðli auglýsinga
og kostnaði þjóðfélagsins
vegna þeirra. Kostnaður við
gerð auglýsinga er þar bor-
inn saman við framlög ríkis-
ins til neytendamála, og þótt
Svíar séu einna rausnarleg-
astir í því efni virka krón-
umar sem fara í neytenda-
mál harla lítilfjörlegar við
hlið þess gríðarlega mikla
fjármagns sem fer í gerð
auglýsinga.
NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1992
29