Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1992, Síða 19

Neytendablaðið - 01.12.1992, Síða 19
• • • • Stjórn Neytendasamtakanna 1992-1994. Efstfv.: Aðal- heiður Steinsdóttir Isafirði, Steindór Karvelsson NH, Jó- hannes Gunnarsson NH,for- maður, Þuríður Jónsdóttir NH, varaformaður, Þorlákur Helgason NH. Miðröð f.v.: Gissur Pétursson NH, Raggý Guðjónsdóttir NH, ritari. Fremstf.v.: Ingveldur Fjeld- sted NH, gjaldkeri, Drífa Sig- fúsdóttir Suðurnesjum, Mörð- ur Arnason NH, Vilhjálmur Ingi Arnason Akureyri. A myndina vantar Guðrúnu Jónsdóttur NH. Stjórn Neytendafélags höfuð- borgarsvœðisins, kjörin á að- alfundi í október síðast liðn- um,frá vinstri: Arnlaug Hálf- dánardóttir, Agúst Omar Agústsson varaformaður, Jón Magnússon formaður, Birna Hreiðarsdóttir ritari, Sigrún Aspelund, Hlynur M. Gríms- son, EinarJón Olafsson gjaldkeri. Landbúnaðarstefnan andstæð hagsmunum bænda og neytenda Þjóðar- atkvæði umEES Eftirfarandi ályktun um EES var samþykkt á þinginu: „Þing Neytendasamtakanna telur samninginn um evr- ópskt efnahagssvæði svo viðamikinn og áhrifaríkan, að æskilegt sé að kjósendur eigi þess kost að láta álit sitt á honum í ljós með þjóðaratkvæðagreiðslu. Með þessu tekur þingið undir áhersluatriði í um- sögn þeirri um EES-samn- inginn sem stjóm Neyt- endasamtakanna lagði um- beðin fyrir utanríkismála- nefnd Alþingis.“ Talsverð umræða varð um landbúnaðarmál og voru samþykktar tvær ályktanir um það efni á þinginu. Annars vegar minnti þingið á að neytendur muni hafa veru- legan ávinning af nýjum Gatt- samningi, þar sem miðað sé við að skapa frjálsari reglur í viðskiptum landa með land- búnaðarvörur. Ávinningur neytenda fer þó eftir túlkun stjómvalda og minnti þingið á mikilvægi þess að stjómvöld túlki samninginn með tilliti til hagsmuna almennings. Þá taldi þingið að samningurinn myndi geta fært íslenskum landbúnaði sóknarfæri þegar til lengri tíma er litið. Hins vegar fagnaði þingið þeim skrefum í átt til hagræð- ingar og bætts skipulags sem tekin hafa verið í íslenskum landbúnaði, en lagði áherslu á að mikið verk sé þar óunnið. í ályktun um landbúnaðarmál segir: „Stefnan í landbúnaðar- málum hefur hvort tveggja í senn verið andstæð hagsmun- um neytenda og bænda. Verð á þessum vörum er með öllu óviðunandi fyrir neytendur og leyfileg framleiðsla hvers bónda á hefðbundnum búvör- um innan greiðslumarks hefur verið skorin niður vegna versnandi markaðsaðstæðna og flötum niðurskurði beitt.“ Ennfremur segir í ályktun- inni: „Um leið og þing Neyt- endasamtakanna ítrekar fyrri kröfur samtakanna um að snúið verði frá kerfi ofstjóm- ar, minnir það á að bændur hafna sjálfir í vaxandi mæli þeirri stefnu sem ríkt hefur. Með bættu skipulagi og eðli- legu rekstrarumhverfi væru bændum tryggð bætt kjör, um leið og hægt væri að lækka verð á þessum vömm til neyt- enda. Þingið minnir á að með slíkri breytingu sé hægt að lækka matarútgjöld heimil- anna um 10-15%.“ NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1992 19

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.