Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.1997, Qupperneq 3

Neytendablaðið - 01.09.1997, Qupperneq 3
Ur starfi Neytendasamtakanna Leiðbeiningar umboðsmanna neytenda um tryggðarkerfi Umboðsmenn neytenda á Norðurlöndum hafa gefið út leiðbeinandi reglur um tryggðarkerfi og tryggðarkort. Tölvunefnd fellst á sjónar- mið Neytenda- samtakanna Neytendasamtökin sendu Tölvunefnd bréf í vor þar sem bent var á að meðal annars í Noregi sé fyrirtækj- um sem nýta sér tryggðar- kerfi í markaðsfærslu sinni óheimilt að halda skrá um einstakar vörur sem neyt- endur kaupa, heldur megi aðeins halda skrá um áunna inneign. Oskað var eftir að sömu reglur giltu hér á landi til að koma í veg fyrir mark- aðssetningu gagnvart ein- stökum neytendum. Neytendasamtökunum hefur borist svar Tölvu- nefndar þar sem fallist er á sjónarmið samtakanna. Þar kemur fram að Tölvunefnd hefur bannað Framsýni, sem rekur Fríkortið, að „skrá sundurliðaðar upplýs- ingar um vöruúttektir ein- stakra korthafa. Verða að- eins skráðar upplýsingar um þá punkta sem safnast, hvar og hvenær.“ Einnig er Framsýni gert að setja eftirfarandi viðbót í skilmála fyrirtækisins: „Með skriflegri tilkynningu geta korthafar sagt sig úr Fríkortinu, hætt þátttöku og þannig fengið sig afmáða úr skrám félagsins." Þetta er talið nauðsynlegt til þess meðal annars að tryggja góða viðskiptahætti, koma í veg fyrir rangar og ófullnægj- andi upplýsingar og til að tryggja eðlilegt gagnsæi af hálfu neytenda. Léiðbeiningamar má draga saman í eftirtalin atriði: Þátt- taka verður að vera frjáls, skil- málar verða að vera skriflegir og ákvæði skýr, upplýsingar sem eru skráðar skulu uppfylla kröfur um eðlilega viðskipta- hætti og gott siðferði, ávinn- ingur á að vera hlutfallslega hinn sami fyrir hvaða upphæð sem keypt er, ávinningi verður að vera hægt að breyta í pen- inga hvenær sem er og ekki má hafa í reglum ákvæði um fym- ingu og tímamörk. Einnig er í þessum reglum að finna ákvæði um að „ekki má bjóða upp á keppni eða verðlaunaleiki“. Þetta á ekki við hér á landi, þar sem ákvæði um slíkt bann var fellt úr lög- um með samþykkt samkeppn- islaga. Að undanförnu hafa neytendur einmitt orðið mikið varir við markaðsfærslu af þessu tagi, því fjölmargir selj- endur reyna að selja vömr sín- ar og þjónustu með kaupauk- um, happdrættum og verð- launaleikjum í stað verðs og vömgæða. I mörgum tilvikum em regl- ur bæði Fríkortsins og Safn- kortsins í ósamræmi við þessar leiðbeiningar. Og þó að Fríkortið veiti ekki aukinn hlutfallslegan ávinning, sem umboðsmennimir telja kaup- hvetjandi, má benda á að safna þarf svo ntörgum Fríkorts- punktum til að komast í utan- landsferð að það er í raun kauphvetjandi. Það vekur athygli að Island á ekki aðild að þessum leið- beiningum. Ástæðan er ein- föld, hér á landi starfar ekki umboðsmaður neytenda, enda þótt stjómvöld haldi því fram að Samkeppnisstofun gegni því hlulverki. Þetta hlýtur að ýta undir margítrekaða kröfu Neytendasamtakanna um að stofnað verði sérstakt embætti umboðsmanns neytenda. Þess má einnig geta að á Komin er út skýrsla á vegum Norrænu nefndar- innar um neytendamál um „Ráðgjöf og aukið gagnsæi á tryggingasviðinu“. Neyt- endasamtökin hafa tekið saman helstu niðurstöður þessarar skýrslu og liggja þær frammi á skrifstofu samtakanna fyrir þá félags- menn sem áhuga hafa á. Niðurstöður em jákvæðar fyrir íslenska neytendur, enda staðfestir hún að ís- lensku tryggingafélögin eru að meðaltali þau næst ódýr- ustu á Norðurlöndum, á eft- ir þeim sænsku. Auk þess eru íslensku tryggingafélög- in þau einu sem em með sérstakan bótaflokk vegna slysa í frítíma og þau eru á- samt þeint sænsku ein með bótaflokk ef ráðist er á tryggingataka og hann verð- ur fyrir líkamlegu tjóni. Hinsvegar fá íslensku trygg- Umboðsmenn neytenda á Norðurlöndum hafa gefið út leiðbeinandi reglur um tryggðarkort. vegum Norrænu embættis- mannanefndarinnar um neyt- endamál er nú verið að leggja lokahönd á skýrslu um tryggð- arkerfi. Neytendasamtökunum er kunnugt um að þar kemur fram margvísleg gagnrýni. Raunar er því haldið fram í skýrslunni að sum þeirra atriða sem seljendur nýta sér séu ekki aðeins óæskileg heldur jafn- framt ólögleg. Þetta á við um kröfur um lágmarksinneign, reglur um fymingu og/eða tímamörk á áunnum réttindum og stighækkandi ávinning. Neytendablaðið mun greina nánar frá þessari skýrslu, en ljóst er að gagnrýnin sem fram er sett í skýrslunni á bæði við um Fríkortið og Safnkortið. ingafélögin mínus fyrir að hafa ekki bótaflokk vegna réttaraðstoðar. Einnig vakna spurningar um bótaflokk sem íslensku tryggingafé- lögin eru ein með vegna greiðslukorta og sem virðist annaðhvort þarflaus með öllu, og varðar þá við ákvæði um villandi upplýs- ingar, eða þá að stjómvöld hér á landi hafa sofið á verðinum, en annarstaðar á Norðurlöndum er þessi bótaflokkur óþarfur vegna ákvæða í lögum. Það kemur fram í skýrsl- unni að það reyndist mjög erfítt að gera þennan saman- burð, þrátt fyrir að um það sæju sérfræðingar á þessu sviði. Það er því með öllu útilokað að neytendur geti sjálfir gert slíkan saman- burð, sem val þeirra á að grundvallast á ef tryggja á valfrelsi neytenda. Heimilis- og líftryggingar á Norðurlöndum NEYTENDABLAÐIÐ -September 1997 3

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.