Neytendablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 4
Kvörtunarþjónustan
Getur þú treyst
Glitni hf.?
Tveir menn gengust í
ábyrgð á efndum á
fjármögnunarleigusamn-
ingi á árinu 1994 upp á
1.500.000 kr. sem gerð-
ur var við Glitni hf.
vegna kaupleigu á vöru-
bifreið. Gengust þeir í á-
byrgð í þeirri trú að það
sem þeir ábyrgðust væri
eingöngu fjármögnun á
vörubifreiðinni og ef van-
efndir yrðu, myndi end-
ursöluverð vörubifreiðar-
innar ganga upp í van-
efndir samningsins.
Þannig væru þeir væru
ekki að taka verulega
fjárhagslega áhættu,
enda kvað samningurinn
ekki á um annað.
Síðar kom á daginn að Glitnir
hf. leit öðruvísi á málið.
Leigutakinn hætti að greiða
umsamdar leigugreiðslur í
ágúst 1995 eftir að hafa greitt
um 1.500.000 kr. Ári síðar,
eftir að mikill rekstrarkostn-
aður hafði fallið á bifreiðina,
rifti Glitnir hf. samningnum
og seldi bifreiðina án vit-
neskju ábyrgðarmannana. Því
næst krafðist Glitnir hf. þess
af ábyrgðarmönnunum að þeir
greiddu áfallinn rekstrar-
kostnað og það sem að mati
fyrirtækisins, eftirstóð af
samningnum, alls um
1.200.000 kr. og fór með mál-
ið fyrir dómstóla. Lögmaður
ábyrgðarmannana bauð sátt í
málinu upp á 334.373 kr„
enda stæði sú fjárhæð í mesta
lagi eftir af fjármögnun bif-
reiðarinnar og ættu þeir ekki
að greiða skuldir vegna
þungaskatts, stöðumælasekta,
auk'trygginga fram í tímann
þar sem bifreiðin hafði verið
seld. Glitnir hf. hafnaði þessu
sáttaboði og hélt áfram með
málið fyrir dómstóium.
Það næsta sem gerðist var
að lögmaður ábyrgðarmann-
anna gerði sátt í málinu fyrir
þeirra hönd án samþykkis
þeirra, um að þeir greiddu
Glitni hf. 800.000 kr. Ábyrgð-
armennirnir voru að vonum
ekki sáttir með þessa sátt lög-
mannsins og fóru fram á við
Glitni hf. að greiða 334.373
kr. eins og þeir höfðu áður
boðið. Glitnir hafnaði þessu á
nýjan leik og sagði að sátt
lögmannsins ætti að gilda.
Eins og staðan er nú hafa
ábyrgðarmennimir aðeins tvo
kosti, annar er sá að fara í
annað dómsmál og fá sátt lög-
mannsins ógilta vegna þess að
hún var gerð án heimildar
þeirra, hinn er að greiða
Glitni hf. 800.000 kr. og tapa
þannig um 460.000 kr. á við-
skiptum sínum við Glitni hf.
Hvorugur kosturinn er góður -
enda kostnaðarsamir. Þetta
mál sýnir glöggt hvað öflug
fyrirtæki geta þvingað fram í
krafti fjárhagslegrar yfir-
burðastöðu.
Tíu mánaða bið neytandans varð að innheimtumáli
Kona nokkur keypti sér
efni erlendis til yfirdekk-
ingar á sófa með fjórum pull-
um. Leitaði hún tilboðs í
vinnu við yfirdekkingu sófans
hjá Innbúi ehf. í Keflavík.
Samkvæmt tilboði sem hún
fékk átti verkið að taka 18
klukkustundir og hver
klukkustund myndi kosta
1.300 kr. I lok september
1996 fór hún með efnið og
pullumar úr sófasettinu á
verkstæði Innbús ehf., en yfír-
dekkingu á sófagrindinni átti
að vinna á heimili konunnar.
Konan var að fara erlendis í
fjórar vikur og hafði verk-
stæðið því nægan tíma. Þegar
hún kom til baka var ekki
búið yfirdekkja pullurnar og
spurði hún þá hvort allt verkið
yrði ekki búið fyrir jól og var
henni lofað því þó annað yrði
raunin.
Eftir ítrekaðar hringingar
hafið konan enn samband við
verkstæðið í febrúar 1997 og
sagðist vilja hætta við yfir-
dekkinguna þar sem verkið
hafði dregist svo lengi og
myndi hún því sækja efnið og
pullumar þennan sama dag.
Þá var henni sagt að búið væri
að vinna um þriðjung verks-
ins, en verkstæðið hefði týnt
helmingi áklæðisins sem hún
kom með í upphafi! Fór kon-
an þá fram á að fá pullurnar til
baka í upprunalegu ástandi,
þ.e. efnið yrði tekið utan af
þeim pullum sem höfðu verið
yfirdekktar. Síðar sama dag
óskaði Innbú ehf. eftir því að
fá að klára verkið og bauð
henni afslátt frá upprunalegu
tilboði vegna týnda efnisins
og að verkinu yrði lokið fyrir
vikulok, ef hún útvegaði
meira efni og keypti sendibíl
til að koma sófagrindinni á
verkstæðið. Fyrirtækið fór
þannig fram á að breyta upp-
runalegu tilboði á kostnað
konunnar og það vildi hún
ekki sætta sig við og óskaði
enn eftir að fá að hætta við
allt saman, enda vom liðnir 4
mánuðir síðan verkinu átti að
vera lokið. Innbú ehf. til-
kynnti þá konunni að hún
gæti ekki fengið pullumar sín-
ar til baka nema hún greiddi
fyrir þá vinnu sem unnin
hefði verið.
Vegna vanefnda Innbús
ehf. neitaði konan að greiða
og óskaði eftir að fá pullumar
til baka. Innbú ehf. hefur hins
vegar neitað að afhenda henni
pullurnar og 10 mánuðum
síðar fékk konan innheimtu-
bréf frá lögmanni Innbús ehf.
í Keflavík þar sem hún er
krafin greiðslu á um 29.000
kr. þar af 10.000 kr. í þóknun
til lögmannsins og ef hún
greiði ekki verði farið í frekari
innheimtuaðgerðir. Tveimur
vikum síðar kom stefna frá
lögmanninum og verður hún
því að mæta fyrir dóm til að
tala máli sínu Konan hefur
verið án sófans í 11 mánuði
vegna vanefnda Innbús ehf.,
engu að síður stefnir fyrirtæk-
ið henni fyrir dómstóla. Neyt-
endasamtökin lýsa furðu sinni
á framkomu Innbús ehf. í
Keflavík við konuna og vara
neytendur við vinnubrögðum
þessa fyrirtækis.
4
NEYTENDABLAÐIÐ -September 1997