Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.1997, Qupperneq 5

Neytendablaðið - 01.09.1997, Qupperneq 5
Verðlagsmál Samvinna um verðkannanir ASÍ, BSRB og Neytenda- samtökin undirrituðu í upphafi sumars samkomulag um aðhald að verðlagi og gerð verðkannana. Ráðinn hefur verið sérstakur starfsmaður sem sinnir þessum verkefnum, Birgir Guðmundsson hagfræð- ingur, og hefur hann starfsað- stöðu á skrifstofu Neytenda- samtakanna. Aðildarfélög áð- urnefndra samtaka annast verðupptöku og hefur nú verið komið upp neti verðupptöku- fólks um land allt. Fyrstu kannanimar náðu til dekkjaviðgerða og þjónustu smurstöðva, fimleika og dans og boltaíþrótta. í þessum kön- nunum hefur komið fram vem- legur verðmunur. Þeim félags- mönnum sem vilja kynna sér niðurstöður þessara kannana er bent á að hafa samband við skrifstofu Neytendasamtak- anna. Að sögn Birgis em tjöl- margar aðrar kannanir í undir- búningi, en ekki verður greint frá því hér hverjar þær verða. Þær munu þó ná bæði til dag- vöm sem sérvöm, og til þjón- ustu sem rekin er af einkaaðil- um sem opinberum aðilum. Jafnframt munu þessar kann- anir ná til alls landsins. Þeir sem selja vöra og þjónustu geta því allt eins reiknað með að birtar séu verðkannanir yfír þá vöm og þjónustu sem þeir selja. Birgir Guðmundsson hag- frœðingur „Tilgangurinn er að skerpa á samkeppninni um leið og við upplýsum neytendur um verð og verðmismun. Við verðum að hafa í huga að frjálsri verð- lagningu verður að fylgja virk samkeppni og upplýstir neyt- endur, annars starfar markað- urinn einfaldlega á óhagstæðan máta fyrir neytendur," sagði Birgir. Nýr staðall um verðmerkingar Að tilhlutan Neytendasam- takanna hefur tækninefnd á vegum Staðlaráðs íslands samið nýjan staðal um verð- spjöld og vöruupplýsingar í verslunum. Auk fulltrúa frá hagsmunaaðilum í verslun og frá Neytendasamtökunum sátu í nefndinni fulltrúar frá Sam- keppnisstofnun, EAN á íslandi, Samtökum hugbúnaðarfram- leiðenda og Samtökum iðnað- arins. Full samstaða ríkti innan nefndarinnar um þennan nýja staðal. Staðallinn byggir á sænskri íyrirmynd og verða verðmerki- miðar að vera þannig að saman- burðarverð (verð á kfló eða lítra) er ávallt á gulum gmnni, en verð viðkomandi vömein- ingar á hvítum gmnni (sjá mynd). Nú em í gildi reglur um verðmerkingar og samanburð- arverð sem Samkeppnisstofnun hefur gefið út. Verslanimar á- kveða hinsvegar sjálfar útlit verðmerkimiðans og hann er því mismunandi frá einni verslun til annarrar. Ef verslan- imar fara að haga sér sam- kvæmt hinum nýja staðli á hann Sólberjasulta Kjarna 400 g VERÐ 082 701 H12 □ B3 5 "690577"0700A6I kr./kg/l 420,00168,00 Hér má sjá hvernig nýi verðmerkimiðinn lítur út. að tryggja að þessar mikilvægu upplýsingar verða settar fram á sama máta hjá öllum og verður það án efa til þess að neytendur notfæra sér þessar upplýsingar í ríkara mæli en nú er. Neytendablaðið hvetur því seljendur til að taka þennan staðal í notkun. Jafnframt er blaðinu kunnugt um að Sam- keppnisstofnun ætlar að benda verslunum kosti nýja staðalsins. Hækka tryggðar- kortakerfi verð í verslunum? eytendasamtökin hafa haldið því fram að tryggðarkorta- kerfi auki kostnað hjá seljendum og hækki verð vöru og þjónustu. Danska samvinnuhreyfing- in er lýðræðislega upp- byggð og á aðalfundi hennar nýlega komu fram margar athyglisverðar upp- lýsingar. Þannig hefur álagning í verslunum hennar aukist að meðaltali um 1,2% frá því þar var tekið upp tryggðarkorta- kerfi sem viðskiptavinun- um er boðið að taka þátt í. A aðalfundinum kom jafn- framt fram óánægja með „tryggð“ viðskiptavinanna, en aðeins helmingur þeirra tekur þátt í tryggðarkorta- kerfinu. Þess vegna er um það rætt að auka ávinning þeirra sem eru „tryggir“ viðskiptavinir. Danska neytendaráðið óttast að þetta muni leiða til enn hærra vöruverðs. Af þessu er ljóst að tryggðarkortakerfi kosta fyrirtækin verulegar upp- hæðir. Hinsvegar eru það neytendur sem borga brús- ann og þá þeir sem ekki vilja láta fyrirtækin segja sér fyrir verkum hvar þeir eiga að versla. Aukin verðsamkeppni - lægra vöruverð Berð þú saman vöruverð þegar þú ferð í verslun? Fylgist þú með að verðmerkingar séu í lagi? Árvekni neytenda er forsenda virkrar samkeppni. Leggðu þitt að mörkum! Samkeppnisstofnun NEYTENDABLAÐIÐ -September 1997 5

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.