Neytendablaðið - 01.09.1997, Qupperneq 8
Lækkun húsnæðiskostnaðar
Sorphirðugjald er innifalið ífasteignagjöldum.
Umsýslugjald má vera allt að
0,025%o af brunabótamatsverði húseignar
og skal því varið til að fjármagna rekstur
Fasteignamats rfkisins.
Forvarnargjald er lagt á allar hús-
eignir sem brunatryggðar eru hjá vá-
tryggingafélagi sem starfsleyfi hefur hér
á landi og er 0,2%c brunabótamatsverði
viðkomandi eignar. Forvamargjald renn-
ur í sérstakan sjóð, ofanflóðasjóð, og er
það notað til að standa straum af kostn-
aði við varnir gegn ofanflóðum.
Tekjuskattur
Tekjur af íbúðarhúsnæði em fyrst og
fremst leiga og hagnaður vegna sölu
íbúðar. Skattleggjast þær með 10% flöt-
um skatti sem fjármagnstekjur.
Leigutekjur. Ekki er heimilt að draga
neinn kostnað frá leigutekjum við upp-
gjör til skatts. Hafi skattur verið greiddur
af leigutekjum en þær ekki fengist
greiddar, og hægt er að sýna fram á að
tekjurnar séu tapaðar, má draga tapaðar
tekjur frá öðrum fjármagnstekjum. Hal'i
engar fjármagnstekjur verið umrætt ár
má flytja tekjulapið, sem skattur hefur
verið greiddur af, á milli ára til frádráttar
öðrum fjármagnstekjum þar á meðal
leigutekjum næstu fimm ár á eftir.
Leiga gegn leigu. Ef íbúðareigandi
leigir út íbúð sína en hefur jafnframt aðra
íbúð á leigu þá telst leiga vegna útleigu á
eigin íbúðarhúsnæði til tekna en heimilt
er að draga frá greidda húsaleigu, þannig
að til tekna kemur aðeins mismunurinn á
móttekinni og greiddri húsaleigu.
Hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis
telst að fullu til skattskyldra tekna sé búið
að eiga viðkomandi íbúð skemur en tvö ár
á söludegi. Hafi íbúðareigandi byggt hús-
næðið sjálfur reiknast tíminn frá því að
síðast var lagt í byggingarkostnað vegna
þess. Sé viðkomandi búinn að vera lengur
en tvö ár að byggja viðkomandi íbúð tek-
ur skattskyldan þó einungis til þess hluta
byggingarkostnaðarins sem er yngri en
tveggja ára. Söluhagnaður er fundinn með
því að draga söluverð, að frádregnum
kostnaði við söluna, svo sem söluþóknun
fasteignasala, frá stofnverði eignarinnar.
Með stofnverði er átt við upphaflegt kaup-
verð eignar eða byggingarkostnaðarverð
að teknu tilliti til verðbreytinga. Til kaup-
verðsins teljast einnig hvers konar endur-
bætur á eign, breytingar og endumýjanir,
og er því mikilsvert að eigandinn haldi
reikningum vegna slíkra framkvæmda til
haga.
Til að átta sig á því hvernig söluhagn-
aður íbúðarhúsnæðis er fundinn skulum
við taka dæmi af Karli sem keypti
þriggja herbergja íbúð í Þingholtunum
15. september 1994 á 6.700.000 kr. Áður
en hann flutti inn endurbætti hann íbúð-
ina fyrir 500.000 kr. Sumarið 1996 seldi
hann íbúðina og var söluverð hennar
8.500.000 kr. og fór salan fram 20. júlí
1996. Þóknun til fasteignasalans var
200.000 kr. Hvernig á reikna söluhagnað
Karls?
Söluverð....................8.500.000
- Þóknun......................200.000
Söluverð nettó..............8.300.000
Kaupverð....................6.700.000
+ Endurbætur..................500.000
Stofnverð...................7.200.000
Verðbreytingarstuðull
ársins 1994.................7.883.280
Hagnaður......................416.720
Þar sem Karl var búinn að eiga íbúð-
ina skemur en tvö ár þegar hann seldi
hana greiðir hann tekjuskatt af hagnaðin-
um 1997. Karl á þó möguleika á að fara
fram á frestun söluhagnaðarins um tvenn
áramót frá söludegi og kaupi hann nýja
íbúð eða hefji byggingu á nýrri íbúð inn-
an þess tíma færist söluhagnaðurinn
framreiknaður samkvæmt verðbreyting-
arstuðli til lækkunar á stofnverði hennar.
Hann á ekki rétt á að framlengja frestinn.
Sé hann ekki búinn að kaupa eða hefja
8
NEYTENDABLAÐIÐ -September 1997