Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 10
Gæða- og markaðskönnun Barnabílstólar • lífsnauðsyn- legur öryggisbúnaður Oli viljum við búa börnum okkar fyllsta öryggi. Það skiptir því meginmáli að þegar við ferðumst með þau í bíl, að þau séu í barnabíl- stólum og að þeir séu festir á réttan hátt. Neyt- endablaðið hefur kannað hvaða barnabílstólar eru á markaði hér og einnig hefur International test- ing (IT), samstarfsvett- vangur neytendasam- taka í V-Evrópu og Neyt- endasamtökin eru aðili að, gert gæðakönnun á barnabílstólum. Fram- boðið er mikið, alls fund- um við 64 stóla og sess- ur, þar af eru 15 í gæða- könnun IT. Röng notkun yfir- skyggir öryggið I niðurstöðum gæðakönnunar IT er sláandi, að hætta á rangri notkun á við um alla barnabflstólana. Af stólunum 15 eru þrír þannig, að veruleg hætta er á að festa þá rangt í bílinn. Stólamir fá hins vegar næst bestu einkunn sem vörn við árekstri, en það stoðar lrt- ið ef þeir eru festir á rangan hátt. Lélegar leiðbeiningar og hönnun stólanna eru algeng- ustu ástæður fyrir rangri notk- un. Algengt er að beltin sem halda stólunum föstum eru fest á rangan hátt eða renna út úr festingunum þegar bfllinn er á ferð. Sérfræðingar IT segja að barnabílstólar passi oft illa við sæti, bflbelti eða innréttingar margra bflteg- unda. Rannsóknir sem gerðar hafa verið í ýmsum löndum staðfesta þetta og í nýlegri breskri könnun kom í ljós að 54% stóla voru festir á rangan hátt. Samkvæmt upplýsingum Bifreiðaskoðunar er algengt að gerðar séu athugasemdir um þetta hér þegar bílar eru skoðaðir. Neytendasigur í árekstrarprófun Sem betur fer kemur í ljós í könnuninni að það er mögu- legt að framleiða barnabíl- stóla sem ekki er auðvelt að festa á rangan máta. Tólf stólar fá hæstu einkunn þegar metin er áhætta á rangri notk- un. Leiðbeiningar með mörg- um þeirra má þó bæta, annað- hvort málfari eða staðsetningu þeirra. Sumir framleiðendur láta leiðbeiningarnar á stólana þar sem þær mást auðveldlega af. Það eru hins vegar góðar fréttir að hlutfallslega fleiri stólar standast nú kröfur um öryggi við árekstur en í fyrri gæðakönnunum. Þetta er fyrst og fremst vegna aukinna krafna sem gerðar eru til stól- anna og sem eru í samræmi við þær rannsóknaraðferfii r sem neytendasamtök hafa þróað. Hafa þau því unnið mikilvægan sigur og sem auð- veldar neytendum að velja barnabflstóla með tilliti til ör- yggis við árekstur. Verðið segir ekki allt Niðurstöður IT benda hins vegar til þess að ekki er alltaf samhengi milli verðs og gæða. Þegar borið er saman verð á barnabílstólum er mik- ilvægt að hafa í huga að suma stólana er aðeins hægt að nota í skamman tíma, á meðan hægt er nota aðra fyrir sama barnið í mörg ár. Þess vegna þarf að bera saman verðið innan sama Ilokks. Og verðið á slólum innan sama flokks er mjög mismunandi. I flokki 0 (fyrir 0-10 kg) er dýrasti stóll- inn seldur á rúmlega þrefallt hærra verði en sá ódýrasti. En það þarf einnig að bera saman verð milli flokka til að með heildarkostnað og þar geta ýmis atriði skipt máli, t.d. fjölskyldustærð. A t.d. að kaupa einn stól og sem hentar barninu allan þann tíma sem það þarf að nota bamabflstól eða ungbarnastól og síðan stærri stól/stóla. Hvernig á stóllinn að snúa? Mælt er með að láta stólinn snúa rangsælis miðað við akstursstefnu þegar barnið er nýfætt og eins lengi og hægt er eða allt til 15-18 mánaða aldurs. Einn kosturinn við að snúa stólnum þannig, er að barnið og foreldri sjá hvort annað og andrúmsloftið verð- ur betra og aksturinn örugg- ari. Ef loftpúði er í bflnum á hins vegar skilyrðislaust að snúa stólnum í akstursstefnu og raunar mælir Umferðarráð eindregið með því að bama- bflstólar í bílum með þennan útbúnað séu ávallt hafðir í aft- ursæti til að gæta fyllsta ör- yggis barnsins. Ef stóllinn er í framsæti bifreiðar ber að gæta þess að hann sé ekki það stór að útsýni ökumanns skerðist um of. Einnig að nægt pláss sé fyrir stólinn í framsætinu þannig að skygni stólsins sé í hæfilegri fjarlægð frá mæla- borði (á að vera minnst 20 cm bil). Mælt er með stólum með fímm punkta beltum (belti yfir axlir og undir klof) fyrir börn undir 3ja ára aldri, en þriggja punkta beltum eftir það. Það skiptir þó öllu að stóll- inn sé rétt festur í bflinn. Belt- ið sem er með stólnum þarf að festa á réttan hátt yfir axlir og brjóst bamsins. Mikilvæg- ast er þó að mjaðmarbeltið sé þrengt eins mikið og mögu- legt er að lærum barnsins. Að lokum, gefðu þér góð- an tíma til að kynna þér leið- beiningar og vertu ófeiminn við að biðja um sýnikennslu í versluninni, þannig kemur þú í veg fyrir að gera mistök, mistök sem geta verið afdrifa- rík. Hafðu einnig í huga að þyngd stólsins skiptir ekki máli, heldur að hann sé vel festur í bílinn. 10 NEYTENDABLAÐIÐ -September 1997

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.