Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.1997, Síða 15

Neytendablaðið - 01.09.1997, Síða 15
Heilbrigði Tegund Vörumerki Innihald Smásölu- verð Verð á lítra af mjólkur- blöndu Innihald Venjulegt NAN l 1 kg = 7,6 1 638 - 875 kr. 97 kr. Afsöltuð mysa, nýmjólk, mjólkurfita, maísolía, mjólkur- sykur, kaseinat (mjólkurprótein), lesitín, vítamín, steinefni NAN HA 750 g = 5,7 1 1.276 kr. 224 kr. Blanda af mysudufti og vatnsrofnu mysuprótein, jurtaolía, maltodextrin (sterkja), lesitín, tárín, amínósýrur, vítamín, steinefni. Mamex 500 g = 3,8 1 328 - 462 kr. 109 kr. Afsöltuð mysa, jurtaolía, undanrenna, mjólkursykur, soja- lesitín, tárín (amínósýra), vítamín, steinefni. SMA Gold 450 g = 3,4 1 259 - 505 kr. llOkr. Afsöltuð mysa, jurtaolía, undanrennuduft, mjólkursykur, sojalesitín, tárín, vítamín, steinefni. Vegna ofnæmis Nursoy 400 g = 3 1 598- 1072 kr. 251 kr. Þurrkað maíssíróp, jurtaolía, einangrað soja prótein, sykur, sojalesitín, amínósýrur, tárín, vítamín, steinefni. eða óþols Nutramigen 425 g = 3,2 1 1620 - 2208 kr. 584 kr. Maíssíróp, jurtaolía, vatnsrofið mjólkurprótein, umbreytt maíssterkja, kolinklóríð, tárin, inositol, karnitín, askorbínsýra, amínósýrur, vítamín, steinefni. Stoð- blanda NAN 2 1 kg = 7,1 1 665 - 879 kr. 104 kr. Undanrennuduft, mjólkursykur, jurtaolía, lesitfn, vítamín, steinefni. fæðist nema NAN 2 sem er ætlað börnum frá 4 mánaða aldri. Innihaldslýsing á NAN 1 og NAN 2 er á dönsku, en notkunarleiðbeiningar á ís- lensku, á NAN HA eru þessar upplýsingar aðeins á dönsku. A Mamex, SMA og Nursoy er innihaldslýsing á ensku en notkunarleiðbeiningar á ís- lensku, og á Nutramigen eru þessar uj>plýsingar eingöngu á sænsku. I öllum tilvikum eru notkunarleiðbeiningar á ís- lensku á miða sem festur er á lok dósar nema á Mamex, en þar hylja notkunarleiðbein- ingarnar aðrar upplýsingar á erlendu máli sem telja verður ókost. Könnun Neytendablaðsins náði til 29 útsölustaða á höf- uðborgarsvæðinu, Selfossi, Akureyri og Isafirði (15 apó- tek og 14 matvöruverslanir). í töflu má sjá lægsta og hæsta verð hverrar tegundar. Auk þess er birt verð á lítra og er þar miðað við meðalverð hverrar tegundar. A umbúð- um NAN kemur fram hve marga lítra af mjólkurblöndu má fá úr hverri dós, en slíkar upplýsingar koma ekki fram á annari þurrmjólk, heldur að- eins nettóinnihald. Til að reikna út lítraverð er reiknað út frá sömu forsendum og gefnar eru upp á NAN-þurr- mjólkinni. Nutramigen er aðeins hægt að kaupa í apótekum. Mamex er mun algengara í apótekum en matvöruverslunum, en NAN fæst hinsvegar fremur í matvöruverslunum (raunar fannst NAN HA aðeins í einni verslun). Nursoy og og SMA eru algengar tegundir bæði í matvöruverslunum og apótek- um. Almennt má segja að ungbarnaþurrmjólk sé seld á talsvert hærra verði í apótek- um en matvöruverslunum. Þurrmjólk fyrir börn með ofnæmi og óþol Ef kornabörn þjást af ofnæmi eða óþoli er móðurmjólkin besta fæðan, enda er afar sjaldgæft að kornabörn þoli ekki móðurmjólkina. Sé brjóstagjöf ekki fær valkostur er mælt með þurrmjólk sem er sérstaklega ætluð þessum börnum. Neytendablaðið fann tvær tegundir af þessari þurr- mjólk. A umbúðum Nursoy kemur fram að það er án mjólkursykurs og með soja- prótein. A umbúðum Nutramigen segir að það sé ætlað þeim bömum (einnig fullorðnum) sem eru með of- næmi fyrir mjólkur- og soja- próteini, mjólkursykursóþol eða galaktósablæði (það síð- astnefnda er mjög sjaldgæfur efnaskiptasjúkdómur, einnig kallaður mjólkursykurssýki). Nursoy fæst bæði í apótekum og matvöruverslunum, en Nutramigen aðeins í apótek- um. Ekki er mælt með að nota slíka þurrmjólk nema í sam- ráði við lækni. Þessar tvær þurrmjólkurtegundir eru talslsvert dýrari en aðrar gerð- ir al' ungbarnaþurrmjólk. Stoðblöndur Neytendablaðið fann einnig eina tegund af ungbarnaþurr- mjólk, NAN 2, sem kölluð er stoðblanda (á umbúðum „til- skudsblanding"). Stoðblöndur eru ætlaðar fyrir börn sem orðin eru 4-6 mánaða. Það er hinsvegar svo að það er í raun engin þörf fyrir þetta. Ef hægt er að halda áfram brjóstagjöf er það allra best. Jafnframt er alveg eins gott að halda áfram að nota þurrmjólkina sem áður hefur verið notuð með góðum árangri og inniheldur öll nauðsynleg vítamín. Raun- ar kemur þetta einnig fram á umbúðum NAN 2. Tvœr tegundir af ungbarnaþurrmjólk fyrir börn með óþol eða ofnœmi eru á markaði hér. NEYTENDABLAÐIÐ -September 1997 15

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.