Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.1997, Page 17

Neytendablaðið - 01.09.1997, Page 17
viðskiptavinum ókeypis á- kveðið rými fyrir heimasíðu, frá ÍOOK til 5 Mb, eða leigja það sérstaklega. Eitt Mb dugir fyrir 20 meðalskjámyndir með myndum og texta. Myndir taka hlutfallslega upp mun meira rými en texti. Sumir þjónustuaðilar taka fram að klám, auglýsingar o.fl. sé bannað á heimasíðum sem vistaðar eru hjá þeim. Sumir hirða ekki um að halda við heimasíðum og uppfæra þær, svo stundum eru gögnin úrelt. Hvað kostar það? Fyrirtækin sem selja netteng- ingar bjóða ýmsa pakka með mismunandi búnaði og þjón- ustu. Uppsetning Internets- sambands getur verið flókið ferli og misdýrt eftir því hvort notandinn kemur með tölvuna eða fær starfsmann heim. Erfitt er að bera beint saman verðskrár. Ef notkunin er lítil, eða innan við ein klukkustund á dag, er e.t.v. hagstæðast að kaupa tengingu með mínútu- gjaldi, eins og t.d. hjá Pósti og síma eða Nýherja. Sé notkun mikil er um ýmsa möguleika að ræða og best að bera sam- an tilboð þjónustuaðilanna. Sumum finnst viðkunnanlegra að kaupa fjölskyldupakka og hafa fleiri en eitt netfang í tölvunni ef margir skiptast á um að nota hana. Þá getur hver einstaklingur haft eigið svæði fyrir tölvupóst og önn- ur samskipti. Gestur G. Gestsson hjá Margmiðlun bendir á að sam- anburður eins og fram kemur í töflu um verð, notendur, mótöld o.s.frv., sé engan veg- inn nægur mælikvarði til að neytendur geti áttað sig á því við hverja er best að skipta. Til þess að gefa rétta mynd af gæðum þjónustunnar þyrfti að bera hana skipulega saman með nokkrum hópi notenda. Reynslan sýnir að síma- kostnaðurinn hækkar nær ó- hjákvæmilega hjá flestum þeim sem tengjast Internetinu, þótt öll samskipti fari fram á innanbæjartaxta Pósts og síma. í könnun bresku neyt- Ólafur H. Torfason tók saman. endasamtakanna nýlega var meðalnotkun fjölskyldu á net- inu um 24 klst. á mánuði. Tveir þriðju hlutar heimilanna ákváðu að setja hámarkskvóta á hana til að lækka símareikn- ingana en samt sem áður hafði um þriðjungur áhyggjur af háum reikningum í lok tímabilsins. Tölvusambönd fara fram á innanbæjartaxta Pósts og síma nema annað sé tilgreint. Dagtaxti gildir kl. 8-19 mán,- fös. og þá kostar mínútan 1,11 kr„ en kvöld- og helgartaxti er 0,55 kr. á mínútu. Klukku- stundarsamband kostar því um 67 kr. á dagtaxta en um 33 kr. á kvöldin og um helgar. Hvernig má flýta fyrir sér? Tíminn flýgur þegar fólk vafrar um vefinn, margt er að sjá og netið er oft pirrandi seinvirkt. Það getur tekið afar mislangan tfma að vinna sömu verk með sama búnaði. Munurinn á því að kalla fram ákveðna mynd getur verið á bilinu frá nokkrum sekúndum upp í nokkrar mínútur. Hraði Heimasíða Norræna vejþjónsins. Leitað var að orðinu „neytendur“ ogfun- dust 157 íslenskar síður með því. tengitímans og gagnaflutning- anna um netið skiptir veru- legu máli þegar greitt er fyrir notkunina eftir tímamælingu. Hraðinn fer eftir álaginu á heildarkerfið á hverjum tíma, búnaði þjónustuaðilans og búnaði notandans. Hjá Intls (Internet á Islandi) getur fólk m.a. séð hvenær álagið er mest í samskiptum við útlönd með því að fara á veffangið www.isnet.is. Auðveldast og ódýrast er trúlega að nota Intemetið kl. 6-8 á morgnana, þegar netsamskipti íslendinga við umheiminn eru að jafnaði minnst, þau aukast yfir daginn og fram á kvöld en ná há- marki um miðnætti. Þegar Bandaríkjamenn fara á fætur (síðdegis eftir okkar klukku) hægist á öllu Intemetinu. Hraðinn eykst ef sleppt er þeim möguleika að kalla myndir fram á skjáinn og að- eins texti skoðaður. Meiri bandbreidd og hærri hraði mótalda auka mjög afköstin. Með ISDN-tengingu (stafræn- um gagnaflutningi) er tengi- tími styttri og hægt að ná um fjórum sinnum meiri hraða heldur en með algengustu gerð mótalda. Hvert er öryggið? í viðskiptum á netinu eru margir ragir við að gefa upp kreditkortanúmer en í sjálfu sér er ekki varasamara að gefa upp númer þar en í síma. Með eldri gerðum af vöfrum var öryggið ekki mikið en á þeint nýjustu, t.d. Netscape Navigator 3 og Internet Ex- plorer 3 er ruglunarbúnaður (trufiari) sem útilokar að óviðkomandi geti komist inn á sambandið og notfært sér upplýsingarnar. í lok ársins er reiknað með að nýtt ruglunar- kerfi, SET, verði komið á ) NEYTENDABLAÐIÐ -September 1997 17

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.