Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.1997, Síða 21

Neytendablaðið - 01.09.1997, Síða 21
Persónuupplýsingar Þú átt rétt á upplýsingum Hvort sem fólki líkar betur eða verr verður ekki hjá því kom- ist að skráðar séu um það ýmsar persónuupp- lýsingar, það er upplýs- ingar um einkamálefni, fjárhagsmálefni eða annað sem eðlilegt þyk- ir að leynt eigi að fara. Lögum samkvæmt má skrá slíkar upplýsingar kerfisbundið ef skrán- ingin er eðlilegur þáttur í starfsemi þess sem skráir þær en þá því að- eins að upplýsingarnar taki til þeirra sem tengj- ast starfseminni, svo sem viðskiptamanna. Bankar, greiðslukorta- fyrirtæki, tryggingafé- lög, læknar, skólar og vinnuveitendur eru dæmi um aðila sem geta haft um okkur víð- tækar persónuupplýs- ingar. í því upplýsinga- og neyslusamfélagi sem við lif- um í virðist vera sífellt meiri tilhneiging til að sækjast eft- ir persónuupplýsingum og nýleg dæmi um það eru Safnkort Esso og Fríkortið þar sem safnað er upplýsing- um um viðskipti manna við tilgreind fyrirtæki og versl- anir. Persónuupplýsingar sem söluvara Ekki má miðla persónuupp- lýsingum til annarra með sölu eða öðrum hætti án samþykkis þess sem þær eiga við, nema slík miðlun sé talinn eðlilegur þáttur í starf- semi viðkomandi fyrirtækis. Hinsvegar má sá sem skráir upplýsingar um fjárhagsmál- efni og lánstraust einstak- linga miðla þeint til annarra, en verður þá að hafa starfs- leyfi frá tölvunefnd sem set- ur honum starfsskilyrði. Nú starfa þrjú fyrirtæki við að safna upplýsingum um fjár- hagsmálefni, Reiknistofan sem hefur gefið út „svarta listann“, Lánstraust og Upp- lýsingaþjónustan. Rétturtil að vita hvað er skráð Eins og komið hefur fram liggja persónuupplýsingar um okkur hjá fjölmörgum ó- líkum aðilum og er ekki hægt að nálgast þær á einum stað. Það getur því kostað nokkurn tíma og fyrirhöfn að fá í hendur allar þær upplýs- ingar sem um okkur eru skráðar. Skylda er að láta upplýsingarnar í té án tafar og það skriflega ef óskað er eftir. Ekki er þó í öllum til- vikum heimilt að veita að- gang að upplýsingum, en það á við þegar aðrir hagsmunir eru taldir vega þyngra en hagsmunir hins skráða að fá upplýsingar um sig, till dæmis ef slíkt teldist skað- legt heilsu hans. Ágreining um aðgang að upplýsingum má alltaf bera undir tölvu- nefnd sem hefur aðsetur x dómsmálaráðuneytinu. I viðskiptum manna er það oft óhjákvæmilegur þátt- ur að greina frá ýmsum per- sónuupplýsingum sem þá varða. Ekki væri hægt að kaupa heimilistryggingu af tryggingafélagi nema gefa upp verðmæti innbúsins, eða kaupa líftryggingu nema gera nákvæma grein fyrir heilsufari. Þannig getur ein- staklingur ekki haft áhrif á Eftir Sigríði Auði Arnardóttur iögfræðing Neytenda- samtakanna það hvort skráðar eru um hann persónuupplýsingar ef hann á annað borð óskar eftir þjónustunni. í ofangreindum tilvikum hafa upplýsingarnar verið gefnar upp að frum- kvæði þess sem kaupir þjón- ustuna. Menn teljast hins vegar stundum hafa sam- þykkt að láta af hendi per- sónuupplýsingar með ákveð- inni athöfn. Notkun á Frí- kortinu er till dæmis sama og samþykki fyrir aðild að því og þá urn leið samþykki fyrir skráningu á ýmsum persónu- upplýsingum, svo sem hvar vara eða þjónusta er keypt, og hversu mikil heildarvið- skiptin eru. Mikilvægt er að vita af því að þótt Fríkortið hafi verið notað má alltaf segja því upp, hætta þáttöku og afmá sig þannig af skrám sem tengjast því. Rangar upplýsíngar Ef þú telur að skráðar hafi verið um þig óheimilar upp- lýsingar eða að upplýsing- arnar séu rangar eða villandi er hægt að krefjast þess að slíkt sé leiðrétt. Ef sá sem hefur upplýsingarnar synjar um að leiðrétta þær, eða afmá eftir atvikum, er hægt að bera það undir tölvu- nefnd. Ef í ljós kemur að upplýsingar voru ekki réttar eða að ekki var heimilt að skrá þær getur tölvunefnd krafist þess að slíkt sé leið- rétt. NEYTENDABLAÐIÐ -September 1997 21

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.