Neytendablaðið - 01.09.1997, Síða 22
Bankamál
Ofögur mynd af íslenska
bankakerfinu
Síðasta vetur gaf Efna-
hags- og framfarastofn-
unin (OECD) út skýrslu um
afkomu viðskiptabanka í að-
ildarlöndunum. í fyrsta sinn
voru tölur frá íslandi teknar
með í slíkan samanburð og
brá mörgum í brún, enda
var ófögur mynd dregin upp
af íslenskum bönkum og
sparisjóðum. Samkvæmt
skýrslunni reyndist kostnað-
ur sem hlutfall af efnahags-
reikningi hæstur á íslandi og
var að jafnaði tvöfalt hærri
en meðaltal þeirra OECD-
landa sem við miðum okkur
oftast við. Tekjur íslensku
bankanna voru tvöfalt hærri,
en þessar tekjur eru vegna
vaxtamunar og þjónustu-
gjalda.
Mismunandi uppbygging
lánsfjármarkaðar
Þessi skýrsla gefur þó ekki að
fullu raunhæfan samanburð.
Það fer eftir eðli og uppbygg-
ingu bankakerfisins í hverju
landi hversu sambærilegar
upplýsingamar eru þar sem
bankamir sinna mismunandi
verkefnum í hverju landi. Hér á
landi hefur ríkisvaldið skipt
lánsfjármarkaðnum upp þannig
að langtímalán til atvinnulífs-
ins hafa lengst af verið veitt af
opinberum fjárfestingarlána-
sjóðum en ekki bönkunum og
gildir það sama um húsnæðis-
lánin. Þá em verðbréfafyrirtæki
í sumum tilvikum innan banka-
kerfísins en í öðmm tilvikum
utan við það í sérstökum fyrir-
tækjum eins og lengst af hefur
verið hérlendis. Þetta veldur
því að ódýrari hluti fjármála-
starfseminnar er ekki veittur af
bönkunum, en þess í stað er
meginuppistaða íslensku bank-
anna greiðslumiðlun til ein-
staklinga og minni fyrirtækja.
Kostnaður við slíka þjónustu er
mun meiri sem hlutfall af um-
fangi en kostnaður við lang-
tímalán eins og fjárfestingarlán
og húsnæðislán. Samanburður
skýrslunnar er því óhagstæður
fyrir íslensku bankana, en
mundi lagast ef fjárfestingar-
sjóðimir og húsnæðislánakerf-
ið væri innan bankakerfísins.
Efnahagsreikningur þeirra yrði
mun stærri en kostnaðurinn
mundi ekki hækka að sama
skapi.
íslenska bankakerfið er
óhagstætt
í Hagtölum mánaðarins sem
Seðlabanki Islands gefur út var
í desemberhefti síðasta árs
reynt að leiðrétta íslensku töl-
umar miðað við áðumefndar
skekkjur í samanburðinum. Þar
var húsnæðislánakerfinu, fjár-
festingarlánasjóðum og öðmm
lánastofnunum sem falla undir
lög um lánastofnanir bætt við
banka og sparisjóði, og síðan
borið saman við þau lönd sem
komu hagstæðast út. Þrátt fyrir
þetta reyndist kostnaður sem
Eftir Birgi
Guðmundsson
hagfræðing
hlutfall af efnahagsreikningi
mestur á Islandi eða 3,5%,
meðan flest samanburðarlönd-
in höfðu kostnað á billinu 2-
2,5%. Sömu sögu er að segja
af tekjum bankanna. Þær em
einnig hæstar á Islandi sem
hfutfall af efnahagsreikningi
eða rúm 5% meðan tölur sam-
anburðarlandanna em á billinu
3,5% til 4%.
Ýmsa fyrirvara verður þó að
gera á þessum samanburði,
enda em reikningsskilaaðferðir
ekki þær sömu í löndunum, og
auk þess skipta máli sérstakar
staðbundnar aðstæður í lána-
kerfi hvers lands. Eftir sem
áður er samanburðurinn óhag-
stæður íslensku bönkunum þótt
reynt hafi verið að minnka
skekkjuna með því að taka
vemlegan hluta af langtíma-
Iánakerfinu með. í þessu sam-
bandi er rétt að minna á að
meðalstærð fjármálastofnanna
á Islandi er áberandi minnst.
Af þeim sökum er ekki óeðli-
legt að samanburðurinn verði
að einhverju leyti óhagstæður
NEYTENDASTARF Efí ÍALLRA ÞÁGU
BM Vallá
Bíldshöfóa 7, Rvík.
Bifreidaskoðun hf
Fjardarkaup
Hólshrauni 1b, Hafnarfiröi
G.J. Fossberg
Skúlagötu 63, Rvík.
Harpa hf
Stórhöfða 44, Rvík.
Kaupfélag Árnesinga
Suóurlandi
Landsvirkjun
Háaleitisbraut 68, Rvík.
Mjólkurbú Flóamanna
Selfossi
Nóatúns-verslanirnar
á höfuöborgarsvæðinu
Olíuverzlun íslands - Ofís
Plastprent
Fosshálsi 17-25, Reykjavík
Samband íslenskra
bankamanna
Snorrabraut 29, Rvík.
Samband íslenskra
tryggingafélaga
Suöurlandsbraut 6, Rvík.
Sementsverksmiöjan hf
Akranesi
Síldarvinnslan
Neskaupsstaö
Slippfélagió
málningarverksmiðja
Reykjavík
Stjörnuegg
Vallá, Kjalarnesi
Vífilfell
Stuölahálsi 1, Rvík.
NEYTENDABLAÐIÐ -September 1997