Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.1997, Side 24

Neytendablaðið - 01.09.1997, Side 24
Lesendur spyrja Neytendablaðið hvetur lesendur til að senda bref, hafi þeir einhverjar spurningar um neytendamál. Sendið bréfið til Neytendablaðsins, Póst- hólfi 1096, 121 Reykjavík. Nafn og heimilisfang sendanda þarf að koma fram, en er ekki birt í blaðinu nema þess sé sérstaklega óskað. Komst ekki í ferða- lagið vegna veikinda Eg og maðurinn minn pöntuðum okkur ferð til Spánar í sumar. Nokkru áður en við áttum að fara veiktist ég og þurfti að fara á sjúkra- hús og því gátum við ekki farið. Við höfðum greitt inn á ferðina 150.000 kr. og ferðaskrifstofan hefur neitað okkur um endurgreiðslu. Er ferða- skrifstofunni stætt á því? Svar Neytendablaðsins: Sam- kvæmt lögum um alferðir ber ferða- skrifstofa ekki ábyrgð á því ef neyt- endur geta ekki nýtt sér ferð vegna á- stæðna sem ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á. Samkvæmt lögunum geta neytendur einungis afpantað ferðir vegna tiltekinna aðstæðna á áfanga- stað ferðarinnar, t.d. stríðsaðgerða og farsótta, og þá átt rétt til að fá endur- greitt frá ferðaskrifstofum það fé sem greitt hefur verið að frádregnu stað- festingargjaldi. I þínu tilviki þarf ferðaskrifstofan ekki að endurgreiða féð. Ferðaskrifstofurnar eiga að upp- lýsa neytendur sem kaupa sér ferð um þann möguleika að taka forfallatrygg- ingu, ef þeir geta ekki nýtt sér ferð- ina, t.d. vegna veikinda. Hafið þið keypt ykkur slíka tryggingu getið þið sótt bætur til tryggingafélagsins. Inneignar- nótur Nýlega skilaði ég peysu sem mér líkaði ekki við í verslun, en peysuna hafði ég fengið í af- mælisgjöf. Peysan kostaði 4.500 kr. og fékk ég inneignamótu fyrir þeirri upphæð. í gær fór ég svo r verslunina, sem einnig selur snyrtivörur, og keypti ég snyrti- vörur fyrir 2.200 kr. og hélt að ég mundi fá mismuninn endurgreidd- an í peningum, en starfsmaður verslunarinnar sagði að ég yrði einnig að versla fyrir þá upphæð sem eftir stóð. Eru þetta ekki mín- ir peningar? Getur verslunin hag- að sér svona gagnvart viðskipta- vinum sínum? Svar Neytendablaðsins: Þegar neytendur hafa keypt vöru í versl- un og varan er gallalaus hafa þeir ekki lagalegan rétt til að skila vör- unni og fá verð hennar endur- greitt. I þínu tilviki var versluninni ekki skylt að taka peysuna til baka, nema verslunin hafí lofað þeim sem keypti hana og gaf þér hana að þú gætir skilað henni. Ef verslunin hefur lofað því að hægt væri að skila peysunni, en ekki lofað að endurgreiða í peningum, þá áttirðu aðeins rétt á að fá inn- eignarnótu, sem þýðir að verslunin heldur peningunum en þú verður að taka nýja hluti í staðinn fyrir peysuna. Bíllinn var með ónýta vél Fyrir tveim mánuðum keypti ég mér sex ára gamlan bfl og var hann þá sagður í góðu lagi. Nú er hann kominn á verkstæði og er vélin í honum ónýt. Fyrri eigandi hefur hafn- að því með öllu að taka þátt í kostnaði við nýja vél. Hver er réttur minn? A ég kröfu á að fyrri eigandi greiði við- gerðina að fullu eða að hluta? Svar Neytendablaðsins: Seljandi lausafjár á borð við bíla ber ábyrgð í eitt ár eftir sölu á göllum sem koma fram. í þínu tilviki þarf því að meta hvort vélin hefur verið haldin galla í skilningi laga. Við matið þarf bæði að líta til ákvæða kaupsamnings og þess hlutar sem keyptur var. Þetta mat get- ur verið vandasamt því taka þarf tillit til margra sjónarmiða. Þess vegna get- ur oft verið erfitt að gefa ákveðið svar um það hvort ákveðinn hlutur er hald- inn galla. Þó er hægt að segja að ef þú varst að kaupa bíl sem átti að vera í því ástandi sem sex ára bflar almennt eru, og þú átt engan þátt í því hvemig fór með vélina, þá ætti að vera nokk- uð víst að hér hafi verið um að ræða galla sem seljandinn ber ábyrgð á. Seljandanum ber því að greiða fyrir þá viðgerð sem þarf til að koma bfln- um í það ástand sem hann átti að vera í þegar þú keyptir hann.

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.