Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 4
í stuttu máli Verð á geisladiskum hæst á íslandi 100 60 20 100 71|72|74|74|74|74|75|7678 c „ p § — c o v cq cq -g _ co ca t cq cq c: 03 “ cq • cq I -o Ío4=xS>=='St:-s.«2 ->5 w g o) °.Ecq o i— > n < _j m iu.oo.cow Súlumar sýna vísitölu algengasta verðs á geisladiskunum þar sem verðið hér á landi hefur verið sett á 100. Tölurnar við súlurnar segja okkur því hve mörg pmsent afalgengasta verði á Islandifólk má reikna með að greiða fyrir geisladiskana í samanburðarlöndunum. Við sjáum til dœmis að algengasta verð á tiýjum vinsœlum popp/rokk-geisladiski í Hollandi er 72% af algengasta verði hér á landi. Verðið er sumsé 39% hœrra hér en í Hollandi. Verð á geisladiskum er hátt hér á landi, sérstaklega ef um er ræða nýútgefna og vin- sæla diska. Þetta kemur fram í alþjóðlegum samanburði á verði geisladiska í ýmsum löndum sem hollensku neyt- endasamtökin gerðu. Þetta kemur víðförlum Islendingum ekki á óvart, en samt er erfitt að kyngja því að munurinn á verði hér og í Frakklandi, þar sem diskar eru næstdýrastir, skuli vera 29%. I samanburðinum er miðað við algengasta verðið í hverju landi, þ.e. verð í sérvöruversl- unum með mikið úrval. I öll- um löndunum má svo finna sömu titla á lægra verði í stór- mörkuðum og lágvöruverðs- verslunum, en úrvalið þar er Fyrsta íslenska varan með svaninum I síðasta blaði sögðum við frá því að fyrsta ísienska varan með svaninum, norræna um- hverfismerkinu, væri komin á markað. Okkur fipaðist þó heldur betur og nefndum ranga vöru til sögunnar! Þar sem hér er um tímamótaat- burð að ræða eru þetta leið mistök. Varan sem hér á í hlut er þvottaefni sem Frigg fram- leiðir og heitir Marþon milt. í viðlali við Neytendablað- ið sagði Sigurður Geirsson framkvæmdastjóri Friggjar of snemmt að meta söluna þar sem þvottaefnið væri nýlega komið á markað. Hljómgrunn- ur væri þó greinilega góður og sölumenn hefðu fengið góðar móttökur í verslunum. Nú sé hinsvegar komið að neytend- þó ákaflega takmarkað. Ekki er hægt að skýra verðmuninn með virðisauka- skatti þótt hann sé hæstur hér á landi, 24,5%, en í öðrum löndum sem könnunin nær til er hann 17-22%. Ekki eru nein önnur gjöld en virðis- aukaskattur hérlendis á geisla- diskum svo skýringin hlýtur að vera fólgin í álagningu inn- anlands, að minnsta kosti verður því ekki trúað að þeir stóru aðilar sem ráða mark- aðnum að miklu leyti séu að gera svona slæm innkaup. Sé verð á eldri diskum með dægurtónlist borið saman verður munurinn milli Islands og hinna landanna minni og reyndar er verð á slíkum disk- um í sumum tilfellum örlítið um. Sigurður lýsti áhyggjum sínum yfir þvf að vitneskja ís- lendinga um svaninn væri of lítil og því væri mikilvægt að stjórnvöld sinntu skyldum sín- um við kynningu á merkinu. Undir þetta tekur Neyt- endablaðið, enda kom í ljós í könnun sem gerð var hér á landi að innan við 10% Is- lægra hér en í Bretlandi. Það þarf því ekki alltaf að borga sig að kaupa sígilt rokk er- lendis, andstætt því sem á við um nýútgefna diska. Þegar kemur að klassískri lendinga vita fyrir hvað merk- ið stendur. Annarstaðar á Norðurlöndum þekkja hins- vegar 70-90% neytenda svan- inn. Kynning á merkinu hefur þannig engan veginn verið nægjanleg og þurfa stjómvöld sem bera ábyrgð á þessu merki að gera hér bragarbót. tónlist er verð hér einnig hæst, en munurinn er þó mun minni en þegar popp/rokk- diskar eiga í hlut. Vissir þú að... ... kröfurnar sem gerðar eru til varanna sem fá að nota svaninn, norræna um- hverfismerkið, eru endur- skoðaðar þriðja hvert ár? Astæðan er sú að stöðugt verða til nýjar framleiðslu- aðferðir og nýjar vörur koma á markað. Einnig bætist stöðugt við ný þekk- ing um þau áhrif sem vörur geta haft á umhverfið. Þess vegna er því ekki þannig háttað að framleiðendur fái merkið í eitt skipti fyrir öll og geti síðan haft það náð- ugt - þeir verða stöðugt að fylgjast með þróuninni til að missa ekki réttinn til að nota merkið. w Marþon milt, þvottaefni frá Frigg, er fyrsta íslenska varan sem hefur leyfi til að bera svaninn, norrœna umhverfismerkið. 4 NEYTENDABLAÐIÐ - ágúst 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.