Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 17
Umferðaröryggi Bílstólar ekki alltaf rétt notaðir Mismunandi aðferðir eru við að festa barnabílstóla í bíla eftir tegundum og er mikilvægt að fara eftir leiðbeiningum framleiðenda þegar hann er festur í bíl- inn. Flestir barnabílstólar eru festir með þriggjafestu bílbelti en aðrir hafa viðbót- arfestingar. Því stöðugri sem stóllinn er í bflnum, þeim mun öruggari en hann. Þyngd barns skiptir máli þegar velja á öryggisbúnað I könnun Umferðarráðs og Slysavarnafé- lags Islands kom fram að börn hætta of fljótt að nota bamabflstóla en eru látin sitja á bílpúða. Bflpúði ásamt bflbelti er ágætis öryggisbúnaður en barn getur að- eins notað bílpúða ef öryggisbeltið fellur þétt að líkamanum og liggur að lærum en ekki maga og á öxl en ekki hálsi. Ef barnið er of létt rennur beltið upp á maga. Þessi staða beltisins getur verið mjög hættuleg. Lítil börn eru með „stór- an maga“ og líffærin liggja utar en á full- orðnum. Við árekstur þrýstir beltið á magann og getur skaðað innri líffæri barnsins. Nýjar reglur um barnabílstóla Frá og með 1. september 1998 má aðeins flytja inn barnabflstóla sem viðurkenndir eru samkvæmt ECE-reglugerð nr. 44.03 eða viðurkenndir samkvæmt viðeigandi bandarfskum stöðlum, FMVSS, eða kanadískum stöðlum, CMVSS. Öryggispúðar Barnabílstóll má aldrei vera í framsæti bfls ef uppblásanlegur öryggispúði er framan við það. Frá og með 1. september 1998 er skylt að hafa merki í bílnum sem aðvarar öku- menn við þessari Hér sjáið þið hvað gerist ef ekki erfarið eftir leiðbeiningum. Gleymst hefur að þrœða öryggisbeltið í lykkju sem stýrir því yfir lœrin. Beltið dregst því upp á maga og getur skaðað barnið í árekstri. Auk þess liggur beltið oflaust að líkamanum. Hér er rétt farið að . Beltið er þrœtt í lykkju sem stýrir beltinu þannig að það fellurþétt að líkamanum og liggur á lœrum og öxl og barnsins. Eftir Margréti Sæmundsdóttur, fræðslufulltrúa Umferðarráðs hættu. Merkið er yfirleitt á hurð við framsæti farþegamegin og stendur á því „AIRBAG“. Barn þarf að hafa náð 140 sentimetra hæð og vera a.m.k. 40 kg til þess að mega sitja í sæti ef uppblásanlegur ör- yggispúði er framan við það. Gera þarf meiri kröfur til festinga á barnabílstólum Flestir eru sammála um að sú aðferð að festa barnabflstóla eingöngu með örygg- isbelti bflsins er ekki fullkomin. Þannig hefur ANEC (samstarfsvettvangur neyt- endasamtaka á EES-svæðinu um staðla- mál) gagnrýnt að í þeirri viðleitni að fá alla foreldra til þess að nota bílstóla fyrir börn sín hafí verið lögð of mikil áhersla á einfaldar lausnir eins og að festa stólinn með öryggisbelti bflsins. Þannig hafi þægindi orðið örygginu yfirsterkari. ANEC hefur einnig gagnrýnt bflafram- leiðendur fyrir að leggja aðaláherslu á að verja ökumenn og fullorðna farþega, en gert sáralítið til þess að auka öryggi barna enn frekar. Nefna má sem dæmi uppblásanlega öryggispúða, sem veita fullorðnum mikla vörn, en eru lífshættu- legir börnum. Alþjóðlegur vinnuhópur hefur í nokk- ur ár unnið að því að þróa staðlaðar fest- ingar í bfla fyrir barnabílstóla, 'svokallað ISOFIX. Nokkrir bílar eru þegar komnir á markaðinn erlendis með þessum bún- aði, en ennþá munu líða nokkur ár þar til hann verður almennur. Þar að auki þarf að breyta hönnun barnabflstóla þannig að þeir passi í festingarnar. Nokkrar tegund- ir barnabflstóla eru nú þegar með viðbót- arfestingar auk bílbeltanna, en rannsókn- ir sýna að þeir veita barninu betri vörn. í júlíhefti bandaríska neytendablaðsins „Consumer Reports“ var gerður saman- burður á barnabílstól sem festur var með bflbelti eingöngu og samskonar stól með aukafestingum sem voru boltaðar í bíl- inn. Síðarnefndi stóllinn kastaðist mun styttra fram í árekstraprófuninni en sá sem aðeins var festur með bflbeltinu. í blaðinu er einnig sagt frá því að árið 2000 verða slíkar viðbótarfestingar stað- albúnaður í bandarískum bílum. NEYTENDASTARF ER ÍALLRA ÞÁGU 10-11 verslanirnar Olíufélagið ESSÓ Seðlabanki íslands G.J. Fossberg - vélaverslun Hekla hf. Ágæti hf. Visa ísland Skúlagötu 63 Laugarvegi 170-74 Vagnhöfða 13-15 - Greiðslumiðlun hf. Olíuverslun íslands - Olís Tryggingamiðstöðin Vátryggingafélag íslands Akron ehf. - Plastsmíði Aðalstræti 6-8 Ármúla 3 Síðumúla 31 Glóbus hf. Sjóvá-Almennar Kringlunni 5 íslenskir aðalverktakar Stjörnuegg - Vallá Kjalarnesi Skútuvogi 1f NEYTENDABLAÐIÐ - ágúst 1998 17

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.