Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 2
Leiðari Rétturinn til að velja Ein af grundvallarkröfum neytenda er rétturinn til að velja. Þessi krafa skiptir ein- staklinga verulega miklu og getur því aðeins verið raun- veruleg ef neytendur fá í þær vörur sem þeir óska og - sem ekki er síður mikilvægt - geta fengið allar þær upp- lýsingar sem þeir þurfa um vöruna, upplýsingar sem val þeirra grundvallast á. Þetta á meðal annars við um efni sem notuð eru í framleiðsl- una og framleiðsluaðferð- ir.Nú er staðan sú að verið er að taka þennan rétt af neyt- endum. Þetta er vegna nýrra framleiðsluaðferða og nýrra tegunda matvæla, ekki síst erfðabreyttra matvæla, en hormónanotkun og geislun matvæla fylgja í kjölfarið. Framleiðsla erfðabreyttra matvæla eykst stöðugt, sér- staklega í Bandaríkjunum. Þannig voru 2% sojaupp- skerunnar þar erfðabreytt fyrir tveimur árum, en áætlað er að í ár verði það hlutfall komið í 40%. Og bandarískir framleiðendur láta sér ekki duga að auka framleiðsluna, heldur er soja sem framleitt er á hefðbundinn hátt bland- að saman við erfðabreytt soja. Soja er notað sem hrá- efni í fjölmargar tegundir til- búinna matvæla sem við lát- um ofan í okkur á degi hverj- um. Og stöðugt eru að koma nýjar vörur sem framleiddar eru með erfðabreytingu. Þar má nefna tómata og fleiri tegundir sem fá lengri líftíma með erfðabreytingu og þola þar með lengri dreifingar- tíma, og ýmsar nytjajurtir sem þola illgresiseyði, þannig að úða má meira af honum yfir illgresið. í þessu sambandi er afar athyglisvert að þeir sem láta mestan hluta fjármagns í rannsóknir á þessum erfðabreytingum eru einmitt fyrirtækin sem framleiða eitrið sem notað er í illgresiseyðinn. Neytendur hafa krafist þess að fram komi á umbúð- um hvort erfðabreytt efni hafi verið notuð að hluta eða öllu leyti við framleiðsl- una. Hér er um að ræða um- deildar vörur, meðal annars gagnvart heilbrigði og um- hverfi. Og þótt neytendasam- tök hafi ekki lagst með öllu gegn þessari nýju fram- leiðslu hafa þau varað mjög við því hvað sumir framleið- endur flýta sér mikið í þess- um efnum. Það er ekki neyt- andans að sanna að ný vara geti verið skaðleg fyrir heil- brigði hans, heldur er það framleiðandans að sanna á óyggjandi hátt að svo sé ekki áður en slík matvæli eru markaðssett. Það er þó lág- markskrafa að allar upplýs- ingar liggi fyrir um vöruna, annars hefur neytandinn ekki raunverulegt val. Alþjóðasamtök neytenda og Evrópusamtök neytenda hafa nú að undanförnu háð harðan slag við stóru mat- vælarisanna um slíkar merk- ingar. Framleiðendur óttast að neytendur sniðgangi slík- ar vörur að óbreyttu og því berjast þeir gegn merking- um, enda hefur mikil um- ræða átt sér stað víða. Af- staða sem þessi er að sjálf- sögðu gróf móðgun við neyt- endur, því við eigum að eiga síðasta orðið og verðum oft- ar en ekki að grundvalla val- ið á þeim upplýsingum sem fram koma. Sífellt bætist við þá flóru sem framleidd er með erfða- breyttum lífverum og það er engin leið að fullyrða hvort vörur með erfðabreyttum hráefnum eru til sölu hér á landi. Umræða hefur hins vegar verið af skornum skammti. Þessa umræðu þarf að auka. Neytendasam- tökin skora á íslensk stjórn- völd að styðja kröfur neyt- enda um að framleiðendum sé gert skylt að upplýsa á vörunum ef notuð hefur verið erfðabreyting í fram- leiðsluferlinu. Jafnframt að þau taki undir kröfur um að sýna verði fram á að erfða- breyting hafi enga hættu í för með sér, hvorki fyrir heilsu neytenda né umhverfið. Und- ir öllum kringumstæðum er það óásættanlegt að réttur neytandans til að velja verði í raun frá honum tekinn með skorti á upplýsingum. Gild- andi reglur um þetta eru með öllu ófullnægjandi og þarf að herða mikið. Neytendasamtökin ætlast til þess af íslenskum stjórn- völdum að þau styðji neyt- endur og leggi sitt af mörkum við að tryggja að engin á- hætta sé tekin í þessum efn- um gagnvart heilbrigði neyt- enda og umhverfinu. Jafn- framt að neytendur hafi áfram í raun rétt til að velja, en þá verða upplýsingar að vera fullnægjandi. Jóhannes Gunnarsson Efnisyfirlit Úrstarfi Neytenda- samtakanna bls. 3 Verð á geisiadiskum hæst á Islandi bls. 4 Öryggi fjölskyldubíla bls. 5 Frá kvörtunar- þjónustunni bls.7 2000-vandinn meira mál en margurheld- ur bls. 8 Gæða- og markaðs- könnun á bleksprautuprent- urum bls. 11 Örugg í bíl frá fæðingu bls. 16 Gæða- og markaðskönnun á sjónvörpum bls. 18 Hver er réttur okkar ef heilsan bilar? bls. 23 Spurningar frá lesendum baksíða Tímarit Neytendasamtakanna, Skúlagötu 26,101 Reykjavík, s. 562 5000. Netfang: neytenda@itn.is og heimasíða á Internetinu: http://www.itn.is/neytenda Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson. Myndir: EinarÓlason. Prófarkalesari: Hildur Finnsdóttir. Umbrot: Blaðasmiðjan. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Pökkun: Bjarkarás. Upplag: 17.500. Blaðið er sent öllum félags- mönnum í Neytendasamtökunum. Ársáskrift kostar 2.400 krónur og gerist viðkomandi þá um leið fé- lagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið, óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án heimildar Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimiit að nota í auglýsingum og við sölu, nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Neytendablaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. 2 NEYTENDABLAÐIÐ - ágúst 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.