Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 11
Gæða -og markaðskönnun Bleksprautuprentarar Bleksprautuprentarar við tölvur eru oft heppileg- astu lausnirnar á heimilum og í litlum fyrirtækjum. Þeir hafa lækkað í verði og prentgæði tekið stórstígum framförum, sérstaklega í lit. En þeir geta verið dýrir í rekstri. Neyt- endablaðið birtir hér niður- stöður International Testing (IT) á 12 algengum sprautu- prenturum og íslenska verð- könnun. Það sem skiptir neytand- ann mestu máli er prentkostn- aður á síðu og gæði útprent- unar. Geislaprentarar (laser- prentarar) borga sig best til magnprentunar á texta en bleksprautuprentararnir (hér á eftir nefndir sprautuprentarar) henta þeim sem prenta lítið magn eða vilja ná miklum myndgæðum. Sumir framleið- endur ráðleggja notkun sprautuprentara ef noktun er innan við 1000 blöð á mánuði og miða endingu við það. Almennt reyndust prentar- arnir vel í könnun IT, sex fengu heildareinkunnina „góður“ og sex „viðunandi“ en aðeins tveimur var „ábóta- vant“ og byggðist það á sein- virkni og að þeir skiluðu ekki nógu skýrri útprentun. Lúmskt samhengi Aukin sala á tölvumyndavél- um og myndskönnum hefur stuðlað að meiri gæðum og lækkuðu verði sprautuprent- ara. En ýtt er undir kaupin með lágri álagningu á prentar- ana, söluaðilar hagnast þá meira á jaðarbúnaði og hrá- efni sem neytendum hættir til að bruðla með. Samkvæmt könnun IT hafði verð á blek- hylkjum víðast erlendis hækk- að verulega í verði frá því á árinu 1997, sérstaklega á lit- hylkjum. Söluaðilar kannast ekki við að sú sé raunin hér- lendis. En meira framboð (og væntanlega sala) er á dýrum pappír en áður. Sá sem sprautuprentar að meðaltali 10 blöð af texta á dag greiðir hæglega fyrir blek og pappír prentaraverð á einu ári. Sá sem oft prentar ljós- myndir í litum borgar kannski á sama tíma jafngildi margra prentara. Það er slæmur kost- ur fyrir neytandann að hafa marga liti í sama hylki og henda því þegar einn liturinn klárast þótt nóg sé eftir af hin- um, en þetta eykur veltu sölu- aðilans. Sum lithylki er þó hægt að endurhlaða. Kostnaður Til að gera raunhæfan saman- burð þarf kaupandinn að full- vissa sig um hvað fylgir í verði verslana á sams konar prenturum því mismunandi mikill búnaður getur verið innifalinn. Aukabúnaður og rekstrarhlutir voru yfirleitl ódýrari fyrir Hewlett-Packard prentarana en aðra í sama gæðaflokki. Eigi að kaupa sem ódýrast- an prentara koma tveir helst til greina. Epson Stylus Color 300 hlaut heildareinkunnina „góður“ því hann býður upp á mikil prentgæði þótt hann sé hægvirkur. Canon BJC-250 skilaði mun verr af sér gráskala og litum á venjuleg- an pappír en prentar vel á gæðapappír og er hraðvirkari. Hann fékk þó umsögnina „góður“ með naumindum. Samsetning og upphæð reksturskostnaðarins fara eftir hugdettum notandans hverju sinni og því er örðugt að velja beint hagkvæmustu prentar- ana. Verðleggi notandinn tíma sinn þykja honum þeir hraðvirkustu líklega bestir. Til að finna sparsömustu prentarana skal skoða í töfl- unni liðina „Blekkostnaður, kr. á A4, svart/litm./ljósm.“ og „A4 bls. úr hylki: Svart/lit- ur/ljósm.“. Heildarkostnaður (pappír+blek) við að sprautu- prenta út eina A4 meðalsíðu af svörtum texta (5% mettun) er oft 8-10 kr. á venjulegan pappír (sbr. 3-5 kr. á venju- legan pappír í geislaprentara). Verðið hækkar ört ef stillt er á gæðaútprentun, notaður fínn pappír eða mikið prentað af myndurn. Textasíða getur kostað 20-90 kr. á gæðapapp- ír og litsíða 25-200 kr. Töl- urnar eru mjög breytilegar, t.d. ef hægt er að endurhlaða blekhylki. Ymsar verslanir selja mun ódýrari hylki en umboðs- og dreifingaraðilar prentaranna. Til eru sérstök dýrari blek- hylki fyrir ákveðna notkun, t.d. ljósmyndaprent, og end- ingarbetri hylki fyrir hraða og mikla textaprentun með Canon BJC-80 og BJC^I300. Hraði A að velja dýrari prentara vegna möguleika á hraðri út- prentun? Fæst heimili þurfa á henni að halda. Upplýsingar framleiðenda um prenthraða geta verið misvísandi, prent- ari er mislengi að prenta síðu eftir þvf hvaða stýrikerfi og hugbúnað tölvan hefur, en mestu munar um gæðastill- ingar notandans. Allir prentarar eru lengur að skila af sér hágæðaprenti, sérstaklega í litprentun. Það getur tekið 5-15 mínútur að prenta út eina litmynd sem fyllir A4 blöð. Helmingur prentaranna var lengur en 9 mínútur að prenta litmynd með ljósmyndagæðum á gljá- pappír. HP DeskJet 890-C var fljótastur að prenta svartan texta (5% mettun á síðu), fimm A4 blöð. á innan við mínútu á venjulegan pappír, sem er sambærilegt við marga geislaprentara. Hann skilaði líka úrvalsmyndprenti hraðast ásamt Canon BJC-250, og Framhald bls. 14 11 NEYTENDABLAÐIÐ - ágúst 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.