Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 2
Leiðari Neytendastarfið er mikilvægt - sýnum viljann í verki á þingi Neytendasamtakanna Neytendasamtökin eru einu samtökin í landinu sem gegna alhliða hagsmunagæslu fyrir neytendur. Starf þeirra og styrk- ur skiptir miklu máli fyrir neyt- endur og raunar ekki síður þró- un samfélagsins. Víða erlendis, ekki síst í fámennari löndum, gegna stjómvöld, bæði ríki og sveitarfélög, mikilvægu hlut- verki á þessu sviði, en styrkja samhliða starfsemi neytenda- samtaka með myndarlegum hætti fjárhagslega. Þetta er talið nauðsynlegt til þess að sem mest jafnræði ríki á markaðnum, fyrir- tæki hafi einfaldlega yfirburða- stöðu í samskiptum sínum við einstaklinginn. Og til að tryggja að allir hagnist á frjálsu mark- aðshagkerfí hafa stjómvöld, ekki síst í nágrannalöndum okk- ar, talið nauðsynlegt að koma að þessum málaflokki. Undirritaður er ekki talsmað- ur þess að neytendamál verði rekin af stjómvöldum hér á landi. Helsta ástæða þess er ein- faldlega sú að hér hefur þessi málaffokkur verið byggður upp með öðrum hætti, það er á veg- um félagasamtaka. Og því verð- ur ekki á móti mælt að hjá Neyt- endasamtökunum, sein eiga hálfrar aldar afmæli á næsta ári, hefur skapast mikil reynsla og hana ber að nýta. Það er hins vegar eðlilegt að stjómvöld stuðli að því að hægt sé að nýta þessa reynslu sem best. Stór hluti neytendamála, þar á meðal starfsemi kvörtunar- og leióbeiningaþjónustu er samfé- lagsleg þjónusta. Það verður að tryggja hér, ekki síður en í ná- grannalöndum okkar, að ekki sé hægt að traðka á lögmætum rétti neytenda. Það er einnig mikil- vægt samfélagslegt verkefni í landi sem byggist á frjálsu markaðshagkerfi og þar sem frjáls verðlagning ræður ferðinni að neytendum séu tryggðar upp- lýsingar um markaðinn þannig að þeir geti haft sem besta yfir- sýn yfir hann og nýtt sér hann sem best í eigin þágu. Frelsið er einfaldlega ekki aðeins fyrir fyr- irtækin, neytendur verða einnig að geta notið kosta þess, en til þess verður að tryggja eðlilegt upplýsingastreymi til þeirra. Þar gegna Neytendasamtökin lykil- hlutverki. Mörg fleiri dæmi má nefna um samfé- lagslega þætti í starfsemi Neytenda- samtakanna, svo sem að tryggja að tekið sé tillit til neytenda- sjónarmiða í staðlastarfi. Minnt er á að fyrirtæki sjá ástæðu til að verja verulegum fjármunum til að hafa áhrif á þessu sviði, en staðlar skipta ekki aðeins máli fyrir fyrirtækin heldur einnig neytendur. Einnig má nefna neytendafræðslu sem hefur verið hornreka í skólum hér á landi. Astæðan er ekki síst sú að lítið er til af námsefni á þessu sviði. Meðal annars vegna samstarfs við neytendasamtök og stofnanir í nágrannalöndum okkar geta Neytendasamtökin lagt þungt lóð á vogarskálina, en til að svo megi vera þurfa þau aukið fjármagn. Hér hafa aðeins verið nefndir nokkrir þættir neytendamála sem allir eiga það sameiginlegt að vera samfélagslegir. En þar sem Neytendasamtökin verða að mestu að treysta á sjálfsaflafé, og þá fyrst og fremst á félags- gjöld, hafa þau ekki getað sinnt þeim öllum sem skyldi. Ekki bætir það stöðuna að við búum í fámennu landi og því geta Neytendasamtökin aldrei orðið það afl sem neytendasamtök í löndum með tugi milljóna íbúa eru, nema til komi myndarlegur stuðningur stjórnvalda. Astæða er til að minna á það hér að í öðrum norrænum ríkjum er fámennið einmitt það sem stjómvöld benda á sem helstu rök fyrir því að verja veralegum fjármunum af almannafé í þennan málaflokk. Því miður hafa íslensk stjórnvöld, hvort heldur er ríkisvald eða sveitarfé- lög, sýnt þessu sama skilning og það þrátt fyrir að íbúafjöldi hér sé innan við fjórðungur þeirra sem búa í Kaupmanna- höfn. Verkefnin í neytendamálum hér á landi era því ærin. Og ef knýja á stjómvöld til að sinna þessum málum betur en verið hefur er mikilvægt að neytendur sýni samstöðu. Þetta geta þeir gert með því að fylkja sér um samtök sín og ekki síður með því að mæta á þing Neytenda- samtakanna sem haldið verður 27.-28. september. Neytendur þurfa að sýna stjómvöldum að þeir meta neytendastarf mikils. Neytendasamtökin era byggð upp á afar lýðræðislegan hátt. Þannig þurfa félagsmenn aðeins að tilkynna um það með viku fyrirvara vilji þeir sækja þing samtakanna og hafa þannig áhrif á starfsemi þeirra. Því hvet ég neytendur til að taka þátt í Neytendasamtökunum og sýna sjórnvöldum með fjölmennu þingi í haust að íslenskir neyt- endur vilja að neytendastarf í landinu sé öflugt. Jóhannes Gunnarsson Efnisyfirlit í stuttu máli Fríkortið kveður 4 Hættuleg efni fyrir barnabossa 4 Ný bók um vöru- og neytendafræði 4 Svansmerktar verslanir á íslandi 5 Svindlað á reykingafólki 6 Meirihluti neytenda á móti reykingum á matsölustöðum 6 Steinway besta píanóið - en dýrt 6 Þing Neytenda- samtakannna 2002 7 Tæki sem nota gas 7 Kysstu ef þú þorir! 8 Gæðakönnun á stórum sjónvörpum 11 Réttur neytenda í ferðaþjónustu 14 Gagnrýnin markaðsskoðun 16 Andstaðan gegn erföabreyttum matvælum eykst 18 Eru erfðabreytt matvæli á markaði hér? 19 Dæmi um mannslát vegna hárlitunarefna 20 Kampýlóbaktermálið tapaöist í Hæstarétti 22 Tímarit Neytendasamtakanna, Síöumúla 13,108 Reykjavík, s. 545 1200. Veffang: www.ns.is Net- fang: ns@ns.is Ábyrgöarmaöur: Jóhannes Gunnarsson. Umsjón meö gæðakönnunum: Ólafur H. Torfason. Ljósmyndir: Einar Ólason. Yfirlestur: Möröur Árnason. Umbrot: Blaöasmiöjan. Prentun: ísafoldarprentsmiöja ehf. Pökkun: Bjarkarás. Upplag: 16.000. Blaöiö er sent öllum félags- mönnum í Neytendasamtökunum. Ársáskrift: 3.200 krónur og gerist áskrifandi um leiö félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt er aö vitna í Neytendablaðið í öörum fjölmiölum sé heimildar getiö. Óheimilt er þó aö birta heilar greinar eöa töflur án leyfis Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neyt- endablaðinu er óheimilt aö nota í auglýsingum og viö sölu nema skriflegt leyfi Neytendasamtak- anna liggi fyrir. Blaöiö er prentað á umhverfisvænan pappír. Lykilorö á heimasíðunni: af.27 2 NEYTENDABLAÐIÐ - júní 2002

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.