Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 16
Bakhlið samkeppninnar Gagnrýnin markaðsskoðun Endurteknar fullyrðingar valdamanna og álitsgjafa sem íjölmiðlar kalla til geta fest vissar skoðanir svo rækilega í sessi að þær verða hluti þess sem almennt er haft fyrir satt, jafnvel eins konar kredda. Sem dæmi má neíha viðtekin sannindi eins og það að tækninýjungar leiði jafnan til framfara, hagvöxtur tryggi bættan hag, menntun sé sótt í skóla og heilsa í heilsuræktar- stöðvar eða til heilbrigðisþjón- ustu. Gagnrýnin skoðun á mörgu sem haft er fyrir satt getur hins vegar leitt í ljós að ekki sé allt sem sýnist. Til sé varasöm tækni, hagvaxtarút- reikningar segi lítið um hag- sæld, menntun megi sækja víðar en til skóla og heilbrigð- isþjónusta hafi tvíbent áhrif á lýðheilsu. Ný tækni, hagvöxt- ur, skólahald og lyf geti haft óæskilegar hliðarverkanir. En það gildir bæði um þá sem keppa að fylgi við ffamboð og þá sem keppa á markaði að vænlegt þykir að tengja stefhu sína eða vöru við framfarahug og væntingar um meira og betra. Réttmæti ríkjandi hug- mynda er því sífellt verið að staðfesta í þeim fjölmiðlum sem ná til flestra. Gagnlegar efasemdir Ein þeirra kenninga sem málsvarar viðskiptalífsins halda látlaust að fólki boðar ágæti aukinnar samkeppni. Samkeppni er alltaf talin „af hinu góða“. Flest er talið rétt- lætanlegt auki það samkeppn- ishæfni þjóðarinnar. Þessum margítrekaða boðskap dirfíst enginn lengur að mótmæla. Einmitt þess vegna má ég til með að viðra nokkrar efasemd- ir. Það er alltaf gagnlegt að skoða fleiri en eina hlið á máli. Þótt ljóst sé að samkeppni á markaði á oft þátt í að lækka verð og bæta þannig almanna- hag er æskilegt að greina hvenær svo reynist ekki vera og átta sig á hvað kann að hanga á spýtunni. Til dæmis er ljóst að hörð samkeppni leiðir stundum til þess að það dregur úr samkeppni. Stórfyr- irtæki ná undirtökum og öfug- snúningur hefst. A heims- markaðnum blasa við alkunn dæmi um ráðandi hlut fárra vörumerkja sem skoða má sem niðurstöðu harðrar sam- keppni: Pítsukeðjumar verða fjórar, tenórarnir þrír, ham- borgarakeðjumar tvær og svo Hörður Bergmann skrifar kann að fara að einn aðalgos- drykkur fáist alls staðar. Sé málið skoðað í alþjóðlegu sam- hengi blasir einnig við að lága verðið sem ríkum þjóðum býðst á margri vöm stafar af bágum kjömm og slæmum aðbúnaði verkafólks og framleiðenda í fátækum löndum. Stækkun og fækkun þeirra fyrirtækja sem ráða mestu á matvælamarkaði hér á landi hefur tvær hliðar. Á forhliðinni er auglýst verðlækkun en hvemig er skuggahliðin? Þeg- ar kaupmaðurinn á hominu eða verslun í fámennu sveitarfé- lagi er lögð niður þurfa þeir sem þangað sóttu að aka lengra til innkaupa og eyða meiri tíma í þau. Neytandinn kann að vera verr settur en fyrr; með minni tíma og pen- inga úr að spila. Ef til vill býr hann í byggðarlagi þar sem fólki fækkar vegna þess að verslun hefur flust í þéttbýli og samgöngur dragast saman. Eftir taprekstur vegna sam- keppni í innanlandsflugi lagð- ist til dæmis bæði niður sam- keppni og flug á nokkra staði. Hörð samkeppni á jóla- bókamarkaðnum ár eftir ár hefur skilið helstu útgáfufýrir- tæki landsins eftir á brauðfót- um. Á ýmsum samkeppnis- sviðum sjáum við öðm hveiju að einhver fer yfir strikið í auglýsingahríðinni og þá bregðast keppinautamir við með heilsíðum til að leiðrétta og hefja gagnsókn. Kostnað- inn bera svo neytendur þegar upp er staðið. Það gildir auðvit- að einnig um augýsingar sem eiga að breyta viðhorfum og vekja jákvæðar tilfinningar til vörumerkis eða vöru. í vetrar- byrjun kom til dæmis í ljós að bílasalar létu sér ekki nægja auglýsingastríð um ágæti sinna bílategunda og samein- uðust um auglýsingaherferð fýrir aukinni bílanotkun undir merkinu „Vinir bílsins". Tryggingafélögin tóku þátt i leiknum þótt fjölgun bíla hljóti að torvelda umferð og auka hættu á tjóni og slysum. Kostnaðinn af þeim öfugsnún- ingi og herferðinni miklu bera svo þeir sem kaupa bíla og tryggingar á þeim. Oftrú á samkeppni og auglýsingaher- ferðir, og umsvif sem ganga úr hófi, bitna á neytendum með ýmsum hætti ef að er gáð. Dýr og gagnslítil auglýsingakeppni Oftrú á mátt auglýsinga meðal þeirra sem keppa um viðskipti við þjóðina birtist bæði í magni, dreifingarháttum og inntaki. Auglýsingar sem eiga erindi við takmarkaðan hóp, svo sem fjársterka einstak- linga sem ætla að stofna eign- arhaldsfélag á aflandssvæðum, eða þá sem kynnu að kaupa sér lúxusjeppa eða siglingu á Karíbahafi, eru birtar öllum hvað eftir annað í víðlesnasta dagblaðinu og jafhvel í sjón- varpi. Stundum verður maður hissa á því hvað þeir sem borga auglýsingakostnað, áður en kemur að neytandanum að gera það, láta auglýsingastofur bjóða sér. Sjónvarpsauglýs- ingar eru til dæmis oft svo flottar og snöggklipptar að erfitt reynist að átta sig á hvað verið var að auglýsa. Nýtt markaðslögmál er í mótun. Það má orða sem svo að því flottari og dýrari sem auglýs- ing er, því minna segir hún um vöruna og daglega notkun hennar. Bílar bruna undir hríf- andi tónlist uppi á jöklum eða úti í stórfljótum og kókaug- lýsingar fræða fólk um að lífið sé gott! Eftir því sem auglýsinga- flóðið vex og flýtur um fleiri miðla verður erfiðara að ná at- hygli. Meira magn - minna gagn. Allir hafa innbyggða vamargarða sem veita auglýs- ingaflóðinu frá móttökutækj- um vitundarinnar ef áreitið verður þreytandi. Þær vamir styrkjast væntanlega eftir því sem fólk sér oftar skotið yfir markið. Þetta fáum við að vissu marki staðfest hjá sérffæðing- um. Til dæmis er ffóðlegt að lesa það sem Friðrik Eysteins- son, B.Sc., MBA, forstöðu- maður markaðs- og söludeildar Vífilsfells ehf., segir í ritinu Rekstur 2001, útskriftarblaði iðnrekstrarfræðinga ffá Tækni- skóla íslands: „Nýjustu erlendu rannsóknir benda til þess að einungis þriðj- ungur auglýsingaherferða hafi umtalsverð bein áhrif á sölu og að innan við fjórðungur hafi langvarandi áhrif. Þetta er hörmuleg niðurstaða í ljósi þess að hlutverk auglýsinga er fýrst og ffemst að auka sölu. Og enginn skyldi ætla að ástandið sé betra hér því erlendis em auglýsingar oft og tíðum bæði fýrirffam- og eftiráprófaðar og gögn og þekking til að byggja birtingaráætlanir á em mun betri.“ 16 NEYTENDABLAÐIÐ - júní 2002

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.