Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 8
Varalitur Kysstu ef þú þorir! í 15 af 19 varalitum er of mikið af skaðlegum efnum Varalitir eiga það til að hverfa af vörunum. Þeir klessast á glös og bolla eða eru kysstir burt. Og svo hverfa þeir líka ofan í okkur þegar við borð- um. Varalitir innihalda fjöl- mörg vafasöm efni sem geta verið umhverfís- og heilsu- spillandi. Skaðlegustu eíhin eru rotvarnarefni, litarefni og UV-fíltrar. Gron Information, sem er óháð dönsk rannsóknarstofn- un, hefur athugað vörulýsing- una með 19 varalitategundum og leitað að varalitum sem ekki eru í skaðleg efni. Aðeins íjórar tegundir af nítján stóð- ust prófíð. í hinum tegundun- um 15 voru umhverfisspill- andi, hormónaraskandi eða krabbameinsvaldandi efni. Efnin í varalitum sogast inn í líkamann bæói í gegnum Krabba- meinsvald- andi efni I tólf af 19 varalitategund- um í könnuninni getur verið azo-litarefnið CI 15985- Sunset Yellow, sem vís- indaráð Evrópusambandsins fyrir m.a. snyrtivörur (SCCNFP) hefur dæmt sem krabbameinsvaldandi. Þar fyrir utan er í varalit- um frá Revlon og l'Oréal efnið BHA sem er á alþjóða- lista IARC yfír efni sem kunna að valda krabbameini. munninn og húðina. Sam- kvæmt rannsóknum geta allt að 100% af varalitnum endað upp í okkur. Samt hefur ekki verið rannsakað hvort þetta varalitsát hefúr áhrif á heils- una. Þegar Evrópusambandið metur snyrtivörur eftir áhættu er ekki athugað hvort sérstök áhætta fylgi því að konur borða varalit á hverjum degi alla ævi. Heidi Sosted lylja- fræðingur hjá dönsku neyt- endasamtökunum segir: „Það er augljóst að með því að nota varalit borðum við talsvert magn af sólarfíltrum, rotvam- arefnum, litarefnum og ilm- efnum sem ekki er ætlast til að sé innbyrt.“ Varalitir með hormónaefnum Níu varalitir í þessari könnun em með sólarvarnarefnum, svokölluðum UV-filtrum. Þetta getur verið skynsamlegt þar sem húðin er sérstaklega viðkvæm á vörunum. En sum- ir varalitir em með UV-fíltr- unum oktýl-metoxysinnamat og bensófenon-3 .1 rannsókn- um hefúr komið í ljós aö þess- ir fíltrar geta haft áhrif á hormónajafhvægið. Bensófen- on-3 getur safnast fyrir í fítu- vef dýra og manna og hefhr fundist í móðurmjólk. Bæði þessi efni eru mjög skaðleg umhverfmu. I sumum varalit- um er efnið búýlparaben sem er rotvarnarefni sem grunur leikur á að geti valdið vægri hormónaröskun. Fimm vara- litir í gæðakönnuninni inni- héldu rotvamarefnið BHT - efni sem talið er mjög um- hverfísspillandi og safnast upp í fólki og dýrum. Efnið er á lista Umhverfisstofnunar- innar dönsku um þúsund efni sem valda miklu álagi á heilsu og umhverfí. Litarefni - ofnæmisvaldar Með öllum snyrtivörum eiga að fylgja innihaldslýsingar en fæstir neytendur skilja hin löngu og flóknu efnafræðiheiti og oftar en ekki er letrið æði smátt. Þar fyrir utan er leyfí- legt að setja orðin „getur inni- haldið ...“ (á ensku „may contain ...“) á undan upptaln- ingu á öllum þeim litarefnum sem kunna að vera í varalita- syrpunni. Á umbúðunum er þá langur listi af efnum en flest þeirra eru alls ekki í sjálfri vörunni. Þetta skapar mikinn vanda fyrir þá sem hafa of- næmi fyrir ákveðnu litarefni. Þeir eiga í erfíðleikum með að fínna varalit sem þeir þola, því ómögulegt er að sjá hvaða litarefni er í hvaða varalit. Fyrirtækin spara aftur á móti tíma og peninga með því að hafa eina tegund af umbúðum fyrir alla syrpuna - á kostnað margra neytenda. Um þetta segir Heidi: „Þessi regla er óhagstæð neytendum og gerir vörulýsinguna ónothæfa fyrir fólk með ofnæmi fyrir litar- efnum. Neytendum er enginn 8 NEYTENDABLAÐIÐ - júní 2002

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.