Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2002, Síða 15

Neytendablaðið - 01.06.2002, Síða 15
Hvers vegna koma stundum er- lendir embættismenn sem stöðva bílstjórana og spyq’a hvort fararstjórinn sé með leyfi til að vinna í viðkomandi landi? Er það svo í reynd að íslenskir fararstjórar þurfi sérstakt at- vinnuleyfi á Spáni, á Italíu eða í Austurríki? Það er mjög óþægi- legt að hafa það á tilfinningunni að hópurinn sé að fremja lög- brot. Feröumst innanlands? Einmitt um þessar mundir eru íslendingar eindregið hvattir til að ferðast um eigið land í sumar, til dæmis með sýningunum „Ferðatorg 2002“ og „Perlan Vestfirðir“ sem haldnar voru nýlega. Yfirvöld hafa sam- þykkt að veija ákveðinni upp- hæð í auglýsingar í þessu skyni. Frammi liggja tilboð um alls konar ævintýraferðir, svo sem kajakferðir, hestaferðir, hvalaskoðun, raft-ferðir bæði á ám og í snjó, fossaklifur, jeppaferðir á ofuijeppum sem ekið er yfir hraunspmngur og straumharðar óbrúaðar ár, vélsleðaferðir á jöklum, köfiin, svifdrekaflug, gönguferðir af mismunandi lengd, göngur og réttir, veiðiferðir, fjallaklifur, ísklifur, hreindýraveiðar, dvöl á bóndabæjum o.fl. o.fl. Ekki er ólíklegt að neytandi mundi vilja spyrja: Tek ég ein- hverja áhættu við að fara í æv- intýraferð? Em þær fyrir alla aldurshópa? Það gefur auga leið að slíkar spennuferðir em ekki með öllu hættulausar enda nokkur dæmi um að fólk slasist illa. Hversu góðar og nákvæm- ar upplýsingar fá kaupendur áður en þeir fara í ferðimar? Þarf sérstök leyfi til að selja slíkar ævintýra- og spennuferð- ir?. Hvaða þjálfun fær starfs- fólk fyrir slíkar ferðir og hvert er verksvið leiðsögumanna sem kynntir eru í bæklingum sem sérþjálfaðir og auglýst er að verði með í för? Em þeir sér- menntaðir, eins og skíðakennar- ar í skíðaferðum eða hjúkrunar- ffæðingar í ferðum eldri borg- ara? Ymis starfsheiti em notuð í ferðaþjónustu, en enginn virðist vita hvað þau tákna eða hvaða þjónustu neytendur em að kaupa hverju sinni. Hvemig er háttað öryggis- og réttindamálum neytenda í svona ferðum? Nýlega vom birtar greinar í blöðum um að nú sé það farið að aukast að rútubílstjórar sitji bendandi og patandi út í loftið til að útskýra landslagið, um leið og þeir stýra rútunni með allt að 40-50 far- þega innanborðs, horfa með öðm auganu á veginn og ein- breiðu brýmar ffamundan. Hvemig er það hægt? Gilda aðrar umferðarreglur úti á þjóð- vegunum en innanbæjar? Er ekki bílstjómm almennt bann- að, þótt þeir séu einir í bílnum, að tala í farsímann sinn á meðan þeir aka bílnum? Dæmi er um að bílstjóri hafi verið dæmdur til að greiða bætur fyrir að aka affan á bíl vegna þess að hann var að skipta um rás í útvarpinu í bílnum sínum og veitti um- ferðinni því ekki fulla athygli. Hvers vegna er látið óátalið að rútubílstjórar aki jafnvel 40 farþegum urn leið og þeir tala í hljóðnema og horfa á fjöllin í kring? Við lok kennslu á vorin fá skólanemendur oft tilboð um ýmsar spennuferðir, svo sem að stökkva af háum klettum niður í hvítfyssandi jökulá eða fara upp á jökul til að aka vélsleða. Geta foreldrar treyst því að tán- ingurinn þeirra fái greinargóðar útskýringar fyrirffam um hvemig á að bregðast við í margvíslegum aðstæðum? Er eitthvað fylgst með því hvort starfsmenn slíkra ferða eru starfi sínu vaxnir? Þegar um erlent starfsfólk er að ræða vakna spumingar um hvort það getur útskýrt á íslensku hvað á að gera í hörðum árstraumi til dæmis, eða hvemig á að beita vélsleðanum í brekkum uppi á jökli. Eða hvar má aka og hvar alls ekki, hvað ber helst að var- ast og hvað á að gera ef eitthvað fer úrskeiðis. Hver ber ábyrgð ef slys hendir? Hvað er ég að kaupa? Ekki er hægt að búast við að all- ir ferðamenn séu eins fimir að bregðast við hinu óvænta og þeir sem hafa langa æfingu í vélsleðaakstri. Og er ekki ör- uggt að leiðbeinandinn hafi sannað hæfhi sína? Hvemig verður hæfni hans hinum óreynda ferðamanni að gagni? Má unglingur sem ekki hefiir bílpróf (eða bílprófslaus útlend- ingur) aka vélsleða uppi á jökli? Hvaða kröfúr em gerðar um hæfhi og tungumálakunn- áttu starfsfólks í slíkum áhættuferðum? Hvemig er hátt- að öryggi, ábyrgð og trygging- um þess ferðamanns sem kaup- ir hestaferð en hefur aldrei komið á hestbak áður? Em á staðnum leiðbeinendur sem geta útskýrt viðvaranir á erlendum tungumálum? Hvaða starfsheiti bera þeir starfsmenn, hvert er þeirra hlutverk í ferðinni og hvaða menntunar eða reynslu er krafist af þeim? Hvaða þjón- ustu er neytandinn að kaupa? Sama gildir um starfsfólk ann- arra ævintýraferða. Er einhver hlutlaus aðili sem kannar hvort farartæki í ævin- týraferðum em tryggð sem at- vinnutæki, til dæmis rútur, jeppar, vélsleðar og hestakermr eða önnur tæki og búnaður? Neytendaréttur Hvað um kunnáttu starfsfólks- ins eða um hreinlæti á gististöð- um? A fyrstu árum bændagist- inga vora allir bæir sem seldu slíka þjónustu teknir út með til- liti til bmnavama, salemisað- stöðu, stærð gistiherbergja, breidd og lengd rúma, hrein- lætis í eldhúsi o.fl. Ætli það sé gert ennþá? Ef áhugasamur kaup- andi/neytandi spyr um vélsleðaferð á söluskrifstofu í bænum getur vélsleðinn litið spennandi og sakleysislega út á mynd eða á bílaplaninu fyrir utan söluskrifstofuna, en öðm máli getur gegnt þegar upp á jökul er komið og aðstæðumar blasa við. Þá getur verið erfítt að standa augliti til auglitis við hina farþegana og þora ekki á vélsleðann eða á hestbak. Sagt er að þegar á staðinn er komið séu þeir farþegar sem fara í áhættuferðir látnir skrifa undir yfírlýsingu um að þeir fari í ferðimar á eigin ábyrgð, rétt áður en þeir stíga á bak hestin- um eða vélfáknum. Er það ekki heldur seint? Og er þar með sagt að seljandinn geti firrt sig allri ábyrgð á óhöppum eða meiðslum farþega? Eða eiga farþegar (neytendur ferðavör- unnar) að ganga ffá öllu slíku áður en þeir fara í sumarferða- lagið ef þeim kynni nú að detta í hug eða fá tilboð um að fara í áhættusama ævintýraferð ein- hvers staðar í sumarfríinu? Auk ýmissa tilboða sem beinlínis falla undir ferðaþjón- ustu berast foreldmm einmitt um þetta leyti árs tilboð um margs konar afþreyingu fyrir bömin í sumarleyfínu, svo sem reiðnámskeið, leikjanámskeið, íþróttanámskeið, dvöl í sumar- búðum eða á sveitabæ o.m.fl. Fá kaupendur að vita hvort þeir sem að þessum tilboðum standa eða kenna þar em sérffóðir um sína söluvöm, hafa viðurkennd réttindi, hafa allar tryggingar í lagi og leyfi eða samþykki yfir- valda til starfseminnar? Svo er að sjá að ekki sé vanþörf á að gera skilmerkilega úttekt á því hver réttur neytenda er í hinni fjölbreytilegu og spennandi ferðaþjónustu sem í boði er hér á landi. Hér hafa verið dregin upp nokkur dæmi til að auð- velda neytendum að átta sig á sínum neytendarétti. NEYTENDABLAÐIÐ - júní 2002 15

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.