Bændablaðið - 14.03.1995, Side 5
Þriðjudagur 14. mars 1995
Bœndablaðið
5
Sameinuð bændasamtök efna
til ráðstefnu um bleikjueldi undir heitinu
ÍSLENSK
BLEIKJA‘95
í samvinnu við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal,
Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Veiðimálastofnun.
Ráðstefnan verður í BÆNDAHÖLLINNI við Hagatorg á annarri hæð í
Búnaðarþingssal, fimmtudaginn 30. mars.
Ráðstefnan hefst með skráningu og afhendingu gagna kl. 8.00.
Á ráðstefnunni halda erindi margir þeirra sem hafa lagt hönd á
plóginn við þróun þessarar búgreinar. Vfsindamenn munu kynna
helstu niðurstöður rannsókna sinna og nokkrir
bleikjuframleiðendur segja frá reynslu sinni.
Farið verður yfir þróun greinarinnar og framtíðarhorfur, rætt verður
um bleikjufóður, fyrirgreiðslur banka og fjármagnsstofnana,
útflutning, vinnslu og markaðsmál.
Þáttökugjald er 2.500 kr. - innifalið: ráðstefnugjald og
hádegisverður.
Skráning á ráðstefnuna er hafin í símum 5 630 300,5 630 338 og
5 630 308. Vinsamlega skráið ykkur tímanlega þar sem fjöldi
þátttakenda er takmarkaður.
Þátttakendum ráðstefnunnar, sem gista vilja á
Hótel Sögu eru boðin eftirfarandi kjör:
Gisting með morgunverði:
Eldri álma: Eins manns herbergi kr. 2.600.-
Tveggja manna herbergi kr. 3.900.-
Nýrri álrna: Eins manns herbergi kr. 3.100.-
Tveggja manna herbergi kr. 4.900.-
Gistingu á Hótel SÖgu þarf að panta með góðum fyrirvara og taka
fram að víðkomandi sé að fara á ráðstefnuna ÍSLENSK BLEIKJA '95.
Vakin skal athygli á að afhendíng gagna hefst kl. 8:00
fimmtudaginn 30. mars. Fundurinn hefst
stundvíslega kl. 8:30,
“Síðustu sex árin hefur ríkt kreppa
í loðdýrarækt. Margir bændur hafa
þurft að hætta þar sem verðið fyrir
skinnin var of lágt. Sem betur fór
hækkaði verðið í desember 1993
og á sínum tíma var því spáð að
verð á skinnum á liðnu ári yrði
viðunandi. Sú spá stóðst ekki.
Þannig urðum við fyrir áfalli á
uppboði í desember en sérfræð-
ingar telja þó að verðið sé á
uppleið,” sagði Reynir Barðdal
eigandi Þel hf. á Sauðárkróki sem
hlaut 1. verðlaun fyrir rauðbrún
minkaskinn sem fagmenn nefna
“scanglowe.” Hér er um að ræða
skinn sem hafa verið í tísku undan-
farin 10 - 15 ár. Sigurður Ólafsson
frá Sandi í Aðaldal hlaut 1.
verðlaun fyrir bestu blárefaskinnin.
Reyni voru afhent verðlaunin á
skinnasýningu sem var haldin á
Hótel Örk fyrir skömmu. Þama voru
sýnd bestu minka- og refaskinnin á
landinu, loðfeldar frá Eggerti feld-
skera og vörur frá Þingborgar-
hópnum. Það voru Samband ís-
lenskra loðdýraræktenda og Loð-
dýraræktarfélag Suðurlands sem
stóðu að sýningunni. Fjöldi loð-
dýrabænda hlaut verðlaun en sér-
staka athygli vakti fjöldi verðlauna
sem féll í skaut hjónunum Björgvin
og Rúnu frá Torfastöðum í
Grafningi.
“Ef maður hugsar vel um dýrin
og lætur þeim líða vel þá skilar það
í Hveragerði
sér fljótt í betri árangri,” sagði
Reynir. “Það sem gerir loðdýra-
ræktunina skemmtilega er sú
staðreynd að mikill hluti vinnunnar
fer í að skoða dýrin og reyna velja
rétt til ásetnings. Munur á milli
dýra er oft ótrúlega mikill. Hvað
varðar dómara á sýningu sem
þessari þá er verk þeirra erfitt því
matið er huglægt en ég er þeirrar
skoðunar að það hafi verið vel
staðið að sýningunni enda hefur
hún hlotið góðar undirtektir".
Svartminkur
1. Björgvin og Rúná Torfastöðum
II Grafningi, 248 stig
2. Félagsbúið Engihlíð
Vopnafirði, 242 stig
3. Bjami og Veronika Túni
Hraungerðishreppi, 240 stig
4. Þel hf. Sauðárkróki, 238 stig
5. Steinn L. Guðmundsson Neðra
Dal V-Eyjafj. Rang., 230 stig
Dökkbrúnt
1. Björgvin og Rúna Torfastöðum
II Grafningi, 249 stig
2. Félagsbúið Engihlíð
Vopnafirði, 246 stig
3. Loðdýrabúið Þómstöðum
Ölfusi, 242 stig
4. Þorbjöm Sigurðsson Ásgerði
Hrunamannahr., 239 stig
5. Feldur hf. Höfn Homafirði, 235
stig
Rauðbrúnt
1. Þel hf. Sauðárkróki, 265 stig
2. Félagsbúið Engihlíð
Vopnafirði, 264 stig
3. Björgvin og Rúna Torfastöðum
II Grafningi, 248 stig
4. - 5. Heimir Magnússon
Hrísum Vopnafirði og
Loðdýrabúið Þómstöðum
Ölfusi, 243 stig
Ljósbrúnt
1. Þórður M. Kristinsson Múla III
Geithellnahreppi, 256 stig
2. Björgvin og Rúna Torfastöðum
II Grafningi, 254 stig
3. Þorbjöm Sigurðsson Ásgerði
Hrunamannahr., 248 stig
4. Bjami og Veronika Túni
Hraungerðishr., 246 stig
5. Steinn L. Guðmundsson Neðra-
Dal V-Eyjafj., 245 stig
Blárefur
1. Sigurður Ólafsson Sandi
Húsavík,137 stig
2. Refabúið Brún Húsavík, 136
stig
3. Grétar Guðmundsson
Skammbeinsstöðum Rang., 131
stig
4. Tómas Jóhannsson Grenivík,
130 stig
Skuggarefur
1. Jónas Vilhjálmsson Húsavík,
132 stig
2. Félagsbúið Brautartungu
Stokkseyri, 128 stig
3. Eyþór Ámórsson Oddsmýri
Hvalfjarðarströnd, 126 stig
4. Tómas Jóhannsson Grenivík,
125 stig
lifrænn landbúnaQur I sökn
Alþjóðleg ráðstefna og vörusýning
í Frankfurt í Þýskalandi
Dagana 28. febrúar - 3. mars sl.
héldu Alþjóðasamtök lífrænna
landbúnaðarhreyfmga (IFOAM) 4.
alþjóðlegu viðskiptaráðstefnu sína
í tengslum við stærstu sýningu á
lífrænum vömm sem til þessa hefur
verið haldin í heiminum, BIO
FACH '95. Ráðstefnuna sátu um
400 fulltrúar frá 60 þjóðum en
aðild að IFOAM eiga um 500 sam-
tök og stofnanir í 95 löndum. Á
vömsýningunni vom 900 sýnendur
og var fjölbreytnin gífurleg, 650
tegundir lífrænna matvæla auk
hundmða tegunda annarra slíkra
vömtegunda svo sem vefnaðarvara
úr vistvænum efnum. Þar á meðal
vom íslenskar ullarvömr í þrem
sýningarbásum, tveim frá þýskum
fyrirtækjum og einum frá Foldu á
Ákureyri. Annað var ekki sýnt frá
Islandi.
Ráðstefnan var vel skipulögð
og hafði ég mikið gagn af þeim
erindum sem þar voru flutt og
umræðum sem tengdust þeim. Á
einum fundinum flutti ég stutt
erindi um stöðu og þróun lífræns
landbúnaðar á íslandi. Heimsókn á
lífrænt býli í nágrenni Frankfurt
var frábær og vömsýningin var
glæsileg, þótt ekki sé meira sagt.
Gróska í lífrænum
landbúnaði.
Þátttakendur vom frá öllum heims-
álfum og er lífrænn landbúnaður
greinilega í sókn, bæði í iðnríkjum
og svokölluðum þróunarlöndum.
IFOAM tengir saman viðskipta-
sjónarmið, umhverfisvemd og
félagslegar umbætur. í ýmsum
löndum Evrópu er mikil gróska í
lífrænum landbúnaði talin vera í
beinu sambandi við aðlögunar-
styrki til bænda. IFOAM lítur á líf-
rænan landbúnað sem búskapar-
hætti framtíðarinnar og er ljóst að
svipuð sjónarmið liggja að baki
stefnumörkun í landbúnaði í ýms-
um löndum. Gott dæmi er Austur-
ríki en þar em nú hlutfallslega
flestir bændur komnir út í lífrænan
landbúnað. I Þýskalandi og víðar
er einnig mikil hreyfing í þessa átt.
Lífrænar vörur em í hæstu
verðflokkum en á móti vegur, að
nokkrn, hærri framleiðslukostnaður
enda umhverfiskröfur mun meiri
en í hefðbundnum landbúnaði. Til
dæmis er algert bann gegn
þrengslabúskap á borð við hænsna-
hald í búmm og stöðuga innistöðu
búfjár líkt og tíðkast í verk-
smiðjubúskap. Óheimilt er að nota
tilbúinn áburð, eiturefni og hefð-
bundin lyf. Ljóst er að vaxandi
Qöldi neytenda í Þýskalandi og
víðar kaupir lífrænar búvömr til að
stuðla að umhverfis- og búfjár-
vemd og bættu eigin heilsufari.
Það er skiljanlegt að lífræni bú-
vömmarkaðurinn sé sterkastur í
löndum þar sem mengun og önnur
umhverfisvandamál em augljósari
og alvarlegri en hér á landi. Engu
að síður er nú þegar vísir að slíkum
markaði á Islandi og verið er að
kanna útflutningsmöguleika bæði
austanhafs og vestan.
Borgað fyrir gæði og
hollustu.
Þótt lítill tími væri til annars en
fylgja fastri dagskrá ráðstefnunnar
og skoða vömsýninguna reyndi ég
að afla mér upplýsinga um verð á
nokkmm lífrænt vottuðum mat-
vömm í Frankfurt og nágrenni og
kom þá eftirfarandi í ljós: Kúa-
mjólk (ógerilsneydd) kr. 79 1,
Kaplamjólk (ógerilsneydd) kr. 990
1, (sjúkrafæða), nautakjöt kr. 1350
- kr. 1440 kg, svínakjöt kr. 810 -
kr. 900 kg, egg kr. 344 kg, kartöfl-
ur kr. 72 kg, gulrætur kr. 113
(óþvegnar), kr. 135 (þvegnar) kg,
tómatar kr. 270 kg, heilhveitibrauð
kr. 248 kg.
Vottað, lífrœnt nautakjötfrá Argentínu á
vörusýningunni BIO FACH '95.
Markaður fyrir lífrœnar búvörurfer
vaxandi.
Mér var tjáð að verðmunur á
hefðbundnum og lífrænum vömm
væri um 45% fyrir mjólk, 30%
fyrir mjólkurafurðir svo sem osta,
30% fyrir kjöt og 20% fyrir græn-
meti og komvömr, þeim lífrænu í
hag. Mun sá verðmunur all breyti-
legur eftir verslunum, þ.e. öllu
minni í stórmörkuðum en í smærri
verslunum. Mest er framboðið á
lífrænt ræktuðu grænmeti en þróun
lífrænnar búfjárræktar er skemmra
á veg komin. Svipaða sögu er að
segja frá öðmm Evrópulöndum þar
sem ég hef kynnt mér stöðu lífræns
landbúnaðar.
Þróunin hér á landi.
Þótt enn séu aðeins fáeinir bændur
sem hafa tekið upp viðurkennda
lífræna búskaparhætti má vænta
breytinga á næstunni. Með lögum
um lífræna landbúnaðarframleiðslu
nr. 162/1994 var myndaður laga-
legur rammi um þessa framleiðslu-
hætti og innan skamms er væntan-
leg reglugerð við lögin sem tekur
til hvers konar framleiðslu,
vinnslu, flutninga, geymslu, pökk-
unar og dreifingar lífrænna land-
búnaðarafurða svo og til eftirlits,
vottunar og vömmerkinga. Einnig
er unnið að faglegri úttekt á skil-
yrðum til lífræns búskapar hér á
landi og með nýrri lagasetningu er
heitið sérstökum stuðnings við
öflun markaða fyrir lífrænar afurð-
ir. Bændur sýna þessum málum
vaxandi áhuga og mun ég og fleiri
starfsmenn bændasamtakanna miðla
upplýsingum og leiðbeiningum um
þau, m.a. hér I blaðinu.
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson