Bændablaðið - 14.03.1995, Qupperneq 6

Bændablaðið - 14.03.1995, Qupperneq 6
6 Bændablaðið Þriðjudagur 14. mars 1995 Sameiningamejnd Stéttarsambandsins og Búnaðarfélagsins, sem kosin var um mitt sumar 1993, skilaði drögum að samþykktum vegna sameiningar félaganna rösku hálfu ári síðar. Hlutirnir gengu hratt fyrir sig og í tengslum við sveitarstjórnarkosningarnar var efnt til könnunar á afstöðu bœnda til sameiningarinnar. Þátttaka í atkvœðagreiðslunni var mjög mikil og yfir- gnœfandi meirihluti var henni samþykkur. Fullyrða má að þessar breytingar á félagsketfi landbúnaðarins eru eitt vandasamasta verkefnið sem bændur hafa tekist á hendur í áraraðir. Nú er verið að færa félagskerfið til nútímahorfs en á því hafa orðið tiltölulega litlar breytingar í áraraðir ef frá er talin stofnun Stéttarsambands bænda árið 1945 og aðild búgreinafélaganna að því árið 1985. Búnaðarfélag Islands er aldursforsetinn íþessum hópi en það var stofnað árið 1837. Með sameiningu BI og Sb í ein heildarsamtök verða boðleiðir einfaldari og grundvöllur skapast til samræmdari og skjótari ákvarðanatöku en þegar fjallað er um málin innan tvennra samtaka. Jafnframt skapast grundvöllur fyrir skýrari verkaskiptingu milli heildarsamtakanna og grunneininga þeirra en verið hefur innan félagskerfis BÍog Sb. Þess er vænst að aukin hagkvæmni náist með einföldun íyfirstjórn og með hagræðingu í skrif- stofuhaldi samtakanna. Framtíð íslenskra bænda Frá áramótum hafa stjómir Bún- aðarfélagsins og Stéttarsambands- ins farið í sameiningu með það hlutverk, sem þeim, hvorri fyrir sig, er falið í einstökum lögum, uns fyrsta stjóm hinna nýju samtaka hefur verið kjörin, en það verður gert í dag. Til að auðvelda yfir- stjóm bændasamtakanna var komið á sérstakri samstarfsnefnd, en hún ákvað að Haukur Halldórsson yrði formaður hennar frá 1. janúar til 15. febrúar 1995, en þá tæki Jón Helgason við formennsku og gegndi henni fram að Búnaðarþingi. Bændablaðið hitti þá Hauk og Jón á dögunum og innti þá fyrst eftir hvemig bændur yrðu varir við að félögin væm komin í eina sæng. Jón: Vonandi verða bændur varir við ákveðnari vinnubrögð. Það segir sig sjálft að sameinuð heildarsamtök geta beitt sér á ann- an hátt en þau sem fyrir vom. Haukur: Ég vil skilgreina bændasamtökin sem hagsmuna- og þjónustusamtök og ég trúi því að bændur muni fá betri þjónustu en áður. Astæðan er sú að nú verður vinnan samhæfðari. Bœndablaðið: Verður unnt að draga úr kosnaði við rekstur samtakanna í kjölfar sameiningar- innar? Haukur: Það er afar erfitt að slá fram tölum um hugsanlegan sparnað en svo mikið er víst að bændur hafa aldrei haft meiri þörf fyrir góða leiðbeiningaþjónustu en einmitt um þessar mundir. Það er von mín að bændur fái í fram- tíðinni betri þjónustu fyrir sömu fjárhæð en þeir leggja til samtaka sinna í dag. Á liðnum ámm hafa fjölmargir bændur - og afurða- stöðvar - tapað háum fjárhæðum vegna ósamstöðu í sölumálum. Ef hægt er að draga úr eða hindra að slíkt gerist er það fljótt að skila sér. Bœndablaðið: Stundum er talað um bændasamtökin sem miðstýrt bákn sem hefti eðlilega samkeppni. Erþað re'tt? Jón: Á fundum mínum með bændum hefur fremur verið rætt um skort á sterkum heildarsamtök- um. Haukur: Ég hef heyrt úr ákveðnum áttum að bændasam- tökin séu miðstýrt apparat. Þetta eru að sjálfsögðu raddir þeirra sem vilja að bændur séu tvístraðir og komi sér ekki saman um nokkum skapaðan hlut. Hér er ekki síst um að ræða þá aðila sem leiða fá- keppni í smásölu. Þeir hugsa fyrst og síðast um skyndigróða og óttast ekkert meira en að bændur hafi samvinnu um sín mál. Trúlega eru fákeppnisaðilamir þeir einu sem eitthvað hagnast á gjaldþrotum. Bœndablaðið: Dcemi? Haukur: Líklega em kartöflu- bændur nærtækastir, en þeim tókst að sundra, og árangurinn er auðsær. Það þekkja þeir best sem búa í Þykkvabænum. Neytendur munu ekki græða á því leiðtogum fá- keppninnar tókst að fá framleið- endur kartaflna til að selja þær undir kostnaðarverði, en það er staðreynd að hagsmunir neytenda og bænda fara saman þegar til lengri tíma er litið. Gjaldþrota- leiðin bitnar á okkur öllum. Síðan en ekki síst skulum við minnast að það er beint samband milli þess hve bændur standa vel saman og afkomu þeirra, Jón: Á aiþjóðaráðstefnum bænda er einmitt lögð áhersla á að bændur standi saman um afurða- söluna. Bandaríkjamenn segja t.d. að það sé lífsspursmál að bændur standi saman á þessu sviði. Ástæð- an er sú að örfá alþjóðleg fyrirtæki ráða matvælamarkaðnum og hafi þau töglin og haldimar munu þau keyra niður verðið til bænda en - upp til neytenda - til að hámarka hagnað sinn. Sama þróun á sér stað hér á landi. Haukur: Víðast hvar þar sem ég þekki til er það viðurkennt af opinberum aðilum að bændum sé nauðsynlegt að hafa samvinnu um vinnslu afurða og sölu. Einstakir bændur geta ekki annast öll sín mál. Af þessum sökum er erfitt að heimfæra samkeppnislög upp á bændur. íslensk samkeppnislög eru í öngstræti. Meðal þeirra þjóða sem ég þekki til eru þau fyrst og fremst sett upp vegna óréttmætra við- skiptahátta en ekki til að hundelta bændur sem verða að vinna saman - ef þeir eiga ekki að lognast út af sem stétt. Bændablaðið: Má ekki fœra rök fyrir því að ef framleiðslu- kvótar hefðu aldrei komið til sögunnar hefði orðið eðlileg grisjun í bœndastétt og hagkvœm- ustu búin setið eftir til hagsbóta fyrir neytendur og skattgreiðendur. Jón: Oft er hægt að tala um tvenns konar hagfræði. Önnur er til í bók en hin er blákaldur raunveru- leiki. Því miður fer þetta tvennt ekki alltaf saman. Við eigum dæmi um atvinnugrein, kartöflufram- leiðsluna, þar sem framleiðslustýr- ing er í raun ekki til - heldur algjört frelsi. Ég held að engin geti haldið því fram að þar hafi orðið einhver hagræðing. Haukur: Framleiðslukvótar eru ekki séríslensk fyrirbæri. Erlendis, rétt eins og hér, voru þeir settir til að fyrirbyggja annað og verra. Offramleiðsla veldur sóun sem kvótar geta hamlað gegn. Ræðum aðeins um hagkvæm- ustu bústærðina. Ég held að engin ein bústærð sé sú eina rétta - a.m.k. ekki í sauðfjárrækt. Til þess eru allar aðstæður hér of margbreyti- legar. Það er trú mín að yrði fram- leiðslukvóti lagður af í sauðafjár- rækt og bændur færu í óhefta sam- keppni yrðu þeir einir eftir í grein- inni sem hefðu meirihluta tekna af öðru en sauðfé. Þannig mundi sam- keppnin bitna mest á þeim svæðum þar sem sauðafjárækt er mest. Bœndablaðið: Þurfa bœndur ekki í auknum mœli að líta til neyt- enda. Hafa þeir gert nógu mikið af því á liðnum árum að kanna þarfir þeirra ? Jón: Þetta hafa bændur gert í auknum mæli en rétt má vera að þeir hafi stundum brugðist óþarf- lega seint við. Fyrir nokkrum áratugum voru bændur hvattir til að framleiða sem mest og á sínum tíma fengu þeir gott verð fyrir vörur sínar á erlendum mörkum. Bœndablaðið: Þið hafið talað um aukna samkeppni en eru bænd- ur tilbúnir til að mœta henni? Jón: Það er hægt að svara þess- ari spumingu neitandi ef maður lít- ur á sumar hliðar málsins. Til dæm- is ef litið er á veika stöðu sauðfjár- bænda og garðyrkjubænda. Hún er svo slæm að þeir eru ákaflega illa undir það búnir að takast á við harða samkeppni. Haukur: Samkeppni á mat- vælamarkaði er afar hörð - andstætt því sem oft er haldið fram. Tökum mjólkuriðnaðinn sem dæmi. Hann berst um hylli neytenda og á þar í hörðum slag við gosdrykki og safa af ýmsu tagi. Ostar keppa við ann- að álegg og kjöttegundir em ekki aðeins í harðri baráttu innbyrðis heldur líka við fisk og pastavömr. Bænda bíður enn harðara viðskiptaumhverfi og ef stjómvöld gæta þess aðeins að samkeppnin sé eðlileg þurfa bændur ekki að kvarta. Én það getur ekki talist eðlileg samkeppni að hingað séu fluttar inn vömr sem em niður- greiddar í útfluningslandi eða njóta hárra útflutningsbóta. Bœndablaðið: Lífrœn ræktun hefur oft verið nefiid síðustu misseri. Er hún lausnarorðið? Haukur: Það em ekki til nein töframeðöl í landbúnaðarmálum. Við höfum reynt nokkur og orðið illt af. Hins vegar ber okkur að kanna allt sem rekur á okkar fjömr og vinsa úr það sem nothæft getur talist. Fyrst af öllu þurfa bændur að sanna enn frekar fyrir íslendingum að íslensk matvæli em sérstök að gæðum og betri en flest það sem hægt er - og verður hægt - að kaupa að utan. Hvað varðar markaðssetningu á erlendri gmnd þá ber að gera það á gmndvelli gæða en ekki magns. Lífrænar vömr eiga þar vonandi möguleika - jafnvel betri en sam- bærilegar vörar frá ýmsum lönd- um. Jón: Innanlandsmarkaðurinn er stærsti og því mikilvægasti mark- aðurinn fyrir íslenskar búvömr en auðvitað ber okkur líka að stefna á erlenda markaði. I því sambandi vil ég minna á að Alþingi samþykkti fyrir skömmu lög um markaðsátak fyrir íslenskar búvörur.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.