Bændablaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. mars 1995 Bœndablaðið 7 sem kosið er, og skulu koma fram athugasemdir við það á fulltrúa- fundinum. Komi engar athuga- semdir fram telst félagatalið löglegt. Kjörfundur má eigi standa skemur en í fimm klukkustundir nema allir þeir, sem eru á kjörskrá, hafi greitt atkvæði. Um kosningu á kjörstað og meðferð atkvæða gilda almennar reglur laga um kosningar til Alþingis. Talning at- kvæða skal fara fram eins fljótt og við verður komið þegar atkvæði hafa borist frá undirkjörstjómum, en þær skulu þegar að loknum kjörfundi senda kjörstjóm kjör- gögn með tryggilegum hætti. Kjörstjóm tilkynnir yfirkjörstjóm um úrslit kosninganna að lokinni talningu. 14. grein Kosning þingfulltrúa frá búgreina- félögum eða búgreinasamböndum skal fara fram á aðalfundum þeirra eða sérstökum aukafundum eftir því sem nánar segir í samþykktum þeirra. 15. grein Kosningu þingfulltrúa skal vera lokið eigi síðar en 10. desember það ár sem kosið er. Stjóm bændasamtakanna skal, eigi síðar en 10. september, skipa þriggja manna yfirkjörstjóm sem skal hafa yfirumsjón með kosningu þingfulltrúa. Skulu bún- aðarsambönd og búgreinafé- lög/búgreinasambönd, svo og kjörstjómir, sbr. 6. tl. 13. greinar, tilkynna yfirkjörstjóm hverjir séu rétt kjörnir þingfulltrúar af þeirra hálfu. Gengur yfirkjörstjóm form- lega frá kjörbréfum þegar henni hafa borist slíkar tilkynningar. Agreiningi út af framkvæmd kosninganna, þ. á m. út af boðun funda þar sem fram fer fulltrúa- kjör, má, innan tíu daga frá því ágreiningur reis, skjóta til yftr- kjörstjómar og verður úrskurði hennar aðeins hnekkt af Búnaðarþingi. Ill.kafli. Stjórn og starfsemi samtakanna 16. grein Þriðja hvert ár fer fram stjómar- kjör á Búnaðarþingi. Kjósa skal sjö menn í stjóm bændasam- takanna og sjö til vara með eftir- greindum hætti: Fyrst skal kosinn formaður í beinni kosningu. Fái enginn meira en helming greiddra atkvæða skal kosið aftur bundinni kosningu á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu. Því næst skulu kjömir sex stjómarmenn frá eftirgreindum kjörsvæðum, þannig að stjómar- mönnum frá þvf kjörsvæði, þar sem formaður er búsettur, skal fækkað um einn: 1. kjörsvæði: Reykjanes-, Vesturlands- og Vest- fjarðarkjördæmi 2 stjómarmenn. 2. kjörsvæði: Norðurlandskjördæmi vestra og eystra 2 stjómarmenn 3. kjörsvæði: Austurlandskjördæmi 1 stjómarmaður 4. kjörsvæði: Suðurlandskjördæmi 2 stjómarmenn. Kjörseðli við kosningu meðstjóm- enda skal skipt í reiti fyrir hvert kjörsvæði og má hver þingfulltrúi greiða atkvæði jafn mörgum mönnum og kjósa á af hveiju kjör- svæði. Fái enginn meira en helming atkvæða við kosningu, þar sem kjósa skal einn mann frá kjörsvæði, skal kosið aftur bundinni kosningu milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu. Fái ekki tveir menn meira en helming atkvæða við kosningu, þar sem kjósa skal tvo menn frá kjörsvæði, skal kosið aftur bund- inni kosningu milli þeirra fjögurra, sem flest atkvæði hlutu, nema einn maður hafi fengið meira en helming atkvæða, þá skal kosið bundinni kosningu milli þeirra tveggja sem næst flest atkvæði fengu. Fái einhverjir jafn mörg at- kvæði ræður hlutkesti hver þeirra verður kosinn eða tekur þátt í bundinni kosningu. Auðir at- kvæðaseðlar teljast ekki til greiddra atkvæða. Að loknu kjöri aðalmanna skulu varamenn kosnir í einu lagi, en að öðru leyti skal haga kosningu þeirra á sama hátt og kosningu aðalmanna. 17. grein Að loknu Búnaðarþingi skipar stjóm bændasamtakanna án til- nefningar og til eins árs í senn fjóra aðalmenn og fjóra til vara í Framleiðsluráð landbúnaðarins. Að auki skipar stjómin fulltrúa í ráðið, skv. tilnefningu eftir- talinna aðila, til eins árs í senn: Frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði 1 Frá Landssamtökum sláturleyfis- hafa 1 Frá Félagi eggjaframleiðenda 1 Frá Félagi hrossabænda 1 Frá Félagi kjúklingabænda 1 Frá Landssambandi kúabænda 2 Frá Landssamtökum sauðijár- bænda 1 Frá Sambandi garðyrkjubænda 1 Frá Svínaræktarfélagi Islands 1 Tilnefning fulltrúa er bundin því að þeir séu búvömfram- leiðendur. 18. grein Stjóm bændasamtakanna fer með mál þeirra milli Búnaðarþinga og. fylgir ályktunum þeirra eftir. Stjómin ræður framkvæmdastjóra samtakanna að hámarki til sama tíma og kjörtími hennar er. Enn- fremur skipar stjómin menn til að annast samninga um verðlag bú- vara, framleiðslumagn og önnur kjaramál bændastéttarinnar, skv. lögum um framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvömm. Nú er um að ræða mikilsverð- ar ákvarðanir í kjaramálum eða öðmm hagsmunamálum bænda- stéttarinnar og skal þá boðað til aukaþings, skv. 8.grein, er ákvarði um málið eða vísi því til almennrar atkvæðagreiðslu meðal bænda. 19. grein Stjómarfundir skulu haldnir svo oft sem þörf krefur. I fjarvem stjómarmanns skal kalla til vara- mann. Falli stjómarmaður frá eða verði að hætta störfum í stjóminni, skal varamaður hans taka þar sæti sem aðalmaður, en næsta Búnaðar- þing kýs nýjan varamann í hans stað. Stjóm kýs 1. og 2. varafor- mann úr hópi stjómarmanna og skipa þeir, ásamt formanni, fram- kvæmdanefnd stjómar er hafa skal skipulegt samráð milli funda og leysa mál sem ekki er gerlegt að fresta til næsta stjómarfundar. Formaður stýrir fundum stjómar og er málsvari sam- takanna út á við, nema stjóm ákveði að fela öðmm stjóm- armönnum eða starfsmönnum það hlutverk í sérstökum tilvikum. f forföllum formanns kemur 1 .vara- formaður og, að honum frátöldum, 2.varaformaður, fram fyrir hönd samtakanna. Stjómin heldur gjörðabók er fundarmenn undirrita. 20. grein Framkvæmdastjóri bændasam- takanna er prókúmhafi sam- takanna og annast daglega yfir- stjóm þeirra í samræmi við ákvarðanir stjómar og fram- kvæmdanefndar og er tengiliður við fagráð og búgreinasamtök í þeim tilvikum sem stjómarmaður annast ekki þau samskipti með formlegum hætti. Framkvæmdastjóri ræður aðra starfsmenn samtakanna, að höfðu samráði við framkvæmdanefnd. Stjóm samtakanna skal að öðm leyti ráða skipulagi á starf- semi þeirra, að höfðu samráði við framkvæmdastjóra. Skal þess gætt að haldið sé eðlilegum sam- skiptum við opinbera aðila vegna þeirrar starfsemi, sem fyrir þá er sinnt, samhliða því að gætt er hagsmuna bænda í samræmi við hlutverk samtakanna. 21. grein Fagráð skulu starfa í hverri bú- grein eftir því sem nánar er kveðið á um í verkaskiptasamningi skv. 7. grein. Þau geta jafnframt verið búfjárræktamefndir samkv. lögum um búfjárrækt. I fagráðum skulu sitja starfandi bændur og einn ráðunautur bændasamtakanna í hlutaðeigandi búgrein. Með fag- ráðum starfa sérfróðir aðilar er vinna að kynbótum, rannsóknum, leiðbeiningum og kennslu í bú- greininni. Verkefni fagráða er að móta stefnu í kynbótastarfi í sam- ráði við búfjárræktamefnd ef hún er önnur en fagráð. Ennfremur að móta stefnu í fræðslumálum og rannsóknum búgreinarinnar í sam- ræmi við verkaskiptasamning, svo og að fjalla um önnur mál er stjóm bændasamtakanna kann að vrsa þangað til umsagnar og afgreiðslu. 22. grein Starfsfé bændasamtakanna er: 1. Tekjur af sjóða- og félags- gjöldum. 2. Arður af eignum. 3. Þjónustugjöld og annað eigið aflafé. 4. Framlög af fjárlögum til leið- beiningaþjónustu og annarrar starfsemi sem samtökunum er falin, hvort sem er í lögum eða með stjómvaldsfyrirmælum sem stoð hafa í lögum. Bændasamtökin skipa starf- semi sinni þannig að leiðbeininga- þjónustan og önnur starfsemi, sem greitt er fyrir að hluta eða öllu leyti af opinbem fé, sé skýrt afmörkuð og með sérgreindan fjárhag. 23. grein Búnaðarþing skal á ári hverju kjósa einn löggiltan endur- skoðenda bændasamtakanna og annan til vara. Þá skal kjósa einn skoðunarmann reikninga og annan til vara. Reikningsár samtakanna er al- manaksárið. Löggiltur endurskoð- andi framkvæmir venjubundna endurskoðun og skoðunarmaður skal auk þeirrar endurskoðunar, sem talin er nauðsynleg, kynna sér starfrækslu samtakanna yfirleitt og gera sérstaklega grein fyrir þeim frávikum er kunna að verða frá fjárhagsáætlun Búnaðarþings. Þeir skulu eiga aðgang að öllum skjölum samtakanna og er stjóm og starfsmönnum þeirra skylt að veita þeim þær upplýsingar sem em nauðsynlegar til framkvæmdar starfsins. Ríkisendurskoðun er heimilt að láta endurskoða þann hluta af reikningum samtakanna er lúta að því starfi er samtökin sinna í opinbera þágu. 24. grein Stjómir búnaðarsambanda og bú- greinasamtaka skulu vera stjóm bændasamtakanna til aðstoðar um allt það er að samtökunum lýtur og sinna þeim verkefnum er hún kann að fela þeim. Leitast skal við að haga gjaldtöku til félaga og samtaka innan vébanda bænda- samtakanna þannig að allir bænd- ur sjái sér fært að vera félagar í þeim. IV. kafli. Breytingar á samþykktum 25. grein Samþykktum þessum má aðeins breyta á Búnaðarþingi og þarf til þess samþykki a.m.k. 2/3 hluta þingfulltrúa. Ákvæði til bráðabirgða: Búnaðarsambönd og búgreina- samtök, sem aðild eiga að bænda- samtökunum, skulu hafa breytt samþykktum sínum til samræmis við ákvæði 4.greinar fyrir l.janúar 1997 og skulu samþykktimar, svo breyttar, lagðar fyrir Búnaðarþing 1997. Stjórn Bœndasamtaka íslands. Fv. Guðbjaitur Gunnarsson, Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi, Álfliildur Ólafsdóttir, Akri, Vopnafirði, Þórólfur Sveinsson, Ferjubakka II í Borgarhreppi, Ari Teitsson, Pe'tur Helgason, Hranastöðum i Eyjafjarðarsveit, Hrafnkell Karlsson, Hrauni Ölfusi og Hörður Harðarson, Laxárdal í Gnúpverjahreppi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.