Bændablaðið - 24.03.1995, Síða 9
Föstudagur 24. mars 1995
Bœndablaðið
9
Vélar í landbúnaði
Greenland -
rúllublndlvól
Greenland RF-120 rúllubindivélin
var reynd af Bútæknideild Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins
sumarið 1994. Við prófun vélar-
innar voru bundnir 1.035 rúllu-
baggar.
Bindivélin er dragtengd, knúin
frá vinnudrifi dráttarvélar. Hún
vegur 1,960 kg. Vélin tekur hey
og grænfóður í öllum þurrkstigum
upp úr múgum eða sláttuskárum
og vefur í þétta, sívalningslaga
bagga. Þeir eru 1,2 m breiðir og
1,26 m í þvermál. Rúmmál þeirra
er 1,49 m3. Þyngd bagga er breyti-
leg, einkum eftir þurrkstigi. Af ný-
lega slegnu grasi má reikna með
600-650 kg böggum, en 350-450
kg af forþurrkuðu heyi (50-60%
þe.). Þetta svarar til 120-150 og
180-250 kg af fullþurru heyi. Af-
köst má ætla 35-40 bagga/klst.
þegar bundið er með gami en 40-
45 bagga/klst. við bindingu á for-
þurrkuðu heyi. Nokkuð var á fest-
um við sópvindu við vissar að-
stæður. Til að nýta afkasta- og
þjöppunargetu vélarinnar verður
að ætla henni 50-60 kW dráttarvél
(68-82 hö). A reynslutímanum fór
annað burðarhjólið undan vélinni
þegar ytri hjóllega gaf sig. Vélin
virðist að öðru leyti traustlega
smíðuð og notkun og hirðing til-
tölulega einföld.
Helstu mál
Framleiðslunúmer 6664
Mesta lengd / breidd / hæð 4.030 /
2.510/2.185 mm
Þvermál sópvindu, yst 560 mm
Vinnslubreidd sópvindu 1.245 mm
Tindar í sópvindu, bil / gildleiki
55/5 mm
Snúningshraði sópvindu (540
sn./mín. aflútt.) 86,4 sn./mín.
Ferilshraði sópvindu 2,53 m/s
Ferilshraði þjöppunarvalsa 1.37 m/s
Breidd baggahólfs 1.210 mm
Þvermál bagga (reiknað út frá um-
máli bagga) 1.258 mm
Hjólbarðar 15,0/ 55 - 17
Sporvídd 2.145 mm
Fjöldi smurstúta 11 stk.
Þyngd 1.960 kg
Deutz-Fahr -
stjömunúgavól
Deutz-Fahr KS 3.37 DN stjömu-
múgavélin var reynd af Bú-
tæknideild Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins sumarið 1994 og
notuð alls í um 55 klst.
Stjömumúgavélin er tengd á
þrítengi dráttarvélar og knúin frá
aflúttaki. Hún vegur um 510 kg.
Múgavélin reyndist raka vel og
skilja eftir litla dreif við algengar
aðstæður. Magn dreifa í rakstrar-
fari mældist að jafnaði 87.1 kg
þe./ha við ökuhraða 4.6-10.9
km/klst. Við bestu aðstæður er
dreifarmagnið um 30-40 kg þe./ha
þrátt fyrir mikla vinnslubreidd
reyndist vélin fylgja vel ójöfnum á
yfirborði landsins. Hún getur
rakað frá girðingum og skurð-
bökkum. Liður í beislisbúnaði vél-
arinnar gefur svigrúm til að vinna
með vélinni í beygjum. Rakstrar-
far vélarinnar er allt að 2.8 m að
breidd. Hæfilegur ökuhraði var
oftast um 8-12 km/klst. og afköst
að jafnaði um 2,3 ha/klst. Vélin
rýrir framþunga meðalstórra drátt-
arvéla talsvert og getur þurft að
þyngja þær til að uppfylla ákvæði
um þungahlutföll á dráttarvélum.
Múgavélin er lipur í tengingu og
notkun, virðist traustbyggð og
engar bilanir komu fram á
reynslutímabilinu.
Helstu mál:
Framleiðslunúmer 2137
Lengd / breidd í flutningsstöðu
3.444/2.115 mm
Lengd / breidd í vinnslustöðu
3.520*/ 3.120 - 3.735 mm
Vinnslubreidd (rakstrarfar) 2.800 mm
Þvermál tindaferils /yst) 2.915 mm
Snúningshraði stjömu (aflúttak
540 sn./mín.) 78,1 sn./mín.
Gildleiki tinda 9 mm
Tlndabil í gafli/milli gaffla 55/75 mm
Sporvídd (aftari / fremri öxull)
1.205/ 1.445 mm
Stærð hjólbarða 16x6.50-8
Fjöldi smurstúta 19 stk.
Þyngd 510 kg
D&L-
rúllubaggavagn
Yflrift
D&L rúlluvagninn var prófaður af
Bútæknideild Rannsóknastofnun-
ar landbúnaðarins veturinn 1993-
1994. Vagninn var einkum notað-
ur við flutning á rúllum um lengri
vegalengdir og voru eknir alls um
860 km með vagninn auk
flutninga á rúllum innan bús.
Vagninn er dragtengdur, hvort
heldur aftan í dráttarvél eða bif-
reið og tekur eina rúllu í ferð.
Hann er einkum ætlaður til að
flytja heyrúllur í tengslum við
gjafir yfir vetrartímann hvort sem
er við inni- eða útifóðrun. Einkum
kemur hann að notum þar sem
ekki eru til staðar hleðslutæki á
dráttarvél og flytja þarf heyið
langar vegalengdir. Hann vegur
um 200 kg. Við hleðslu eru rúllur
teknar upp af jafnsléttu og lyft upp
með handspili. Gerðar voru at-
huganir á vinnu við að hlaða vagn-
inn og afhlaða. Að jafnaði reynd-
ist sá heildartíminn um 8,5 mín. á
rúllu. Við hleðslu þarf að gæta
nokkurrar nákvæmni til að armar
greiparinnar rati rétta leið. Vagn-
inn er léttur í drætti og má aka
með hann á vegum í samræmi við
reglugerð um gerð og búnað öku-
tækja. Ef heyið er lítið forþurrkað
eða um grænfóðurrúllur er að
ræða eru þær oftast það útflattar
að greipin kemst ekki undir þær
nema með einhverjum tilfæring-
um. Engar bilanir komu fram á
reynslutímanum utan að tann-
hjólabúnaður í vindunni gaf sig.
Vagninn er einfaldur í notkun og við-
haldi og virðist vera vönduð smíði.
Helstu mál
Lengd í flutningsstöðu 3660 mm
Breidd í ilutningsstöðu 1900 mm
Hæð í flutningsstöðu 1530 mm
Lengd í vinnslustöðu 4370 mm
Breidd í vinnslustöðu 1400 mm
Hæð í vinnslustöðu 2710 mm
Rör í hjólaöxli 66 mm
Bil milli arma í greip 950 mm
Hjólbarðar P 205/75 R 15
Smurkoppar 2 stk.
Þyngd 200 kg
Fella - sláttuvél
Sláttuvélin Fella SM 270 með
knosara var reynd af Bútæknideild
Rannsóknastofnunar landbúnaðar-
ins sumarið 1994. Hún var notuð
alls í u.þ.b. 36 klst.
Hún er tengd á þrítengi drátt-
arvélar og gefigur sláttubúnaður-
inn út hægra megin við dráttarvél
og er lyft upp í flutningsstöðu lóð-
rétt hægra megin aftan til við
dráttarvél. Þyngd hennar er 844
kg. Sláttuvélin reyndist að jafnaði
slá hreint og jafnt. Stubblengd í
sláttufari var að meðaltali 54 mm
og fráviksstuðull 28% við öku-
hraða á bilinu 4,4-12,7 km/klst.
Hægt er að stilla sláttunánd bæði
með meiðum undir skífubakka og
með lengd yfirtengis. Sláttu-
búnaður vélarinnar fylgdi vel ó-
• jöfnum landsins þrátt fyrir mikla
vinnslubreidd. Vinnslubreidd
sláttuvélarinnar er 2,52 m.
Knossarinn er tengdur á burðar-
grind vélarinnar og má á fljótlegan
hátt taka hann af sláttuvélinni.
Velja má um 5 mismunandi
knosunarstig.
Ætla má að minnsta kosti 50
kW (68 hö) dráttarvél fyrir sláttu-
vélina til að fullnýta afkastagetu
hennar. Vélin er tiltölulega lipur í
stjómun en þyngd hennar getur í
flutningi raskað þungahlutföllum
meðalstórra og minni dráttarvéla.
Hnífslit á reynslutímanum var
innan eðlilegra marka. Hlífðar-
dúkar vélarinnar eru vel úr garði
gerðir og frákast knosarans er ekki
mikið opið. Dagleg umhirða er
fljótleg. I lok reynslutímans var
ekki unnt að merkja óeðlilegt slit á
vélinni og engar meiri- háttar
bilanir komu fram á reynslu-
tímanum. Sláttuvélin virðist vera
traustbyggð og vönduð að allri
gerð.
Helstu mál
Sláttuvél
Framleiðslunúmer 860
Lengd / breidd í vinnslustöðu
1.360 / 4.370 mm
Vinnslubreidd (fxæðileg 2.522 mm
Lengd / breidd / þykkt sláttuhnífa
111 /46/4 mm
Þvermál hnífaferils (yst) 600 mm
Snúningshraði sláttuskífa (aflútt.
540 sn./mín) 2.700 sn./mín.
Ferilharði hnífa 84,8 m/s
Fjöldi smurstúta stk.
Þyngd (með knosara 844 kg
Knosari
Vinnslubreidd 1.655 mm
Þvermál tindaferils 456 mm
Snúningshraði tætiáss 934,2 sn/mín.
Ferilhraði tinda 22,3 m/s
Fjöldi raða / kamba / tinda 4 / 7 / 2 stk.
Lengd / þvennál tinda 200 / 9 mm
Fjöldi smurstúta 4 stk.
Þyngd 194 kg
Eins og fram kemur hér að
ofan voru þessar athuganir gerðar
hjá Bútæknideildinni á Hvanneyri.
Um er að ræða útdrátt en þú getur
gerst áskrifandi að búvélaprófun-
unum. Síminn er 93-70123.
BÆNDASKÓUNN
Á HVANNEYRI
ENDURMENNTUN
Bændaskólinn á Hvanneyri býður upp á
fjölbreytt námskeið.
Athygli er vakin á eftirtöldum námskeiðum.
Rékatur oq yjShald búvéla
3.-4. apríl
SkógErttf
5.-6. apríl
26.-27. apríl
BMHIwkll - flð—Idl Qfl ajútalómar
2.-3. maí
Fleiri námskeið eru í boði.
Upplýsingar og skráning í síma 93-70000 á
skrifstofutfma
Hl sölu Tll sölu
Krone KR-125 rúllubindivél árg. Til sölu minkabúr og kassar,
1989 mikið yfirfarin. Gott verð. danskir, u.þ.b. 650 hólf. Selst allt
Globus-Vélaver. Sími 588 2600 á 250 þúsund. Upplýsingar í síma
93-56776.
Kristull: Sigurvegari í B-tlokki gæðinga
á Landsmóti 1986.
Hjörvar: Heimsmeistari í elsta flokki
Stöðhesta HM 1989.
Kolfinnur: Hæst dæmdi stóðhcsturinn á
Isiandi 1992.
Hilda: Hæst dænida'hr>'ssan á Evrópu-
móti 1985.
Týr: Þrcnn gullverðlaun HM 1991.
Bára: Hæst dæmda hryssan á LM 1970.
Orri: Sigurvegari í B-flokki gæðinga á
Landsmóti 1994.
Lcistur: Hæst dæmdi stóðhesturinn á
Landsmóti 1982.
Þrenna: Hæst dæmda kynbótahrossið á
Landsmóti 1990.
Rúna: Hæst dæmda hryssan á Heims-
meistaramóti 1993.
Næla: íslandsmeistari í tölti 1994.
Nótt: Heiðursvl. fyrir afkvæmi 1994.
Gœðingsbryssan Embla frá Árbakka,
ein hxst dœmda kynbótahryssa lands-
ins 1994. Hún fékk til datmis 9,5 fyrir
bak og lcnd og 9,0 fyrir fegurð i reið.
Knapi er Einar Ö. Magnússon.
Á hrossaræktarbúinu á Árbakka á Landi eru
cingöngu ræktuð hross sem eiga afrekshestinn
Hörð að forföður. Mörg Árbakkahrossanna
eru skyldleikaræktuð út af honum á marga
vegu. Við bjóðum nú til sölu nokkrar mjög
fallegar og efnilegar unghryssur úr þessum
hópi. Sannkallaðar kynbótahryssur sem búa
yfir mörgum af bestu eðliskostum ætt-
föðurins. Þetta eru hryssur sem vegna ættar,
útlits og atgerfis gætu valdið straum-
hvörfum í ræktun sé rétt á málum haldið.
Áhugasamir hestamenn og hrossaræktend-
ur geta fengið þær keyptar á hacstæðu verði
og á lánskjörum til
allt að þriggja ára.
HRYSSURNAR ERU TIL SÝNIS
EFTIR NÁNARA SAMKOMULAGI.
Upplýsingar í síma 557 7556
eftir kl. 19 á kvöldin.
Árbakki
hrossaræktarbú
Hörður frá Kolkuósi. Ættfaðir hrossanna á Árbakka og einn fremsti
kynbótahestur islcnska hrossastofnsins á þessari öld.
Kynbótahross
sem máli skipta!
Stóðhesturinn Hörður 591 frá Kolkuósi er tvímælalaust einn allra merk
asti og áhrifamesti kynbótahcstur landsins á þessari öld. Hann var dæmdur
fremsti stóðhestur landsins árið 1968 og allar götur síðan hafa afkomendur
hans verið í fremstu röð keppnis- og kynbótahrossa víða um heim.
ÖRFÁ DÆMI UM GÆÐINGA í RÖÐUM AFKVÆMA
OG AFKOMENDA HARÐAR: