Bændablaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 10
10
Bœndablaðið
Föstudagur 24. mars 1995
Úr nióurstöóum búreikninga
SamanbHrður i afknmu
áranna 1991 -1993
Á haustmánuðum lauk hjá Hag-
þjónustu landbúnaðarins söfnun og
uppgjöri búreikninga ársins 1993.
Þetta verk hefur verið unnið hjá
stofnuninni samfellt frá árinu 1991,
þ.e. fyrir bókhaldsárin 1990, 1991,
1992 og 1993, og sér sífellt gleggri
merki um árangur þess starfs.
Fyrsta árið bárust 323 bú-
reikningar en af þeim voru efna-
hags- og rekstrarreikningar unnir
fyrir 152 bú. Árið eftir voru unnar
niðurstöður 375 búreikninga og fyrir
bókhaldsárið 1992 lágu 413 búreikn-
ingar að baki niðurstöðum. Fyrir árið
1993 er sama tala komin í 433 bú.
Hagþjónustan hefur nú stillt
upp rekstrar- og efnahagsreikningi
þeirra búa sem komu til uppgjörs
árin 1991 til 1993 og flokkuðust
árið 1991 sem kúabú, sauðíjárbú
eða blönduð bú. Alls er um að
ræða 210 bú eða 6,4% af þeim
búum sem hafa framleiðslurétt
verðlagsárið 1992/93. Dregnar
hafa verið fram helstu niður-
stöðutölur. Rétr er að skýra
hvemig launagreiðslugeta er fund-
in en hún er samtala hagnaðar fyrir
laun eigenda og greiddra launa.
Engir vextir eru reiknaðir af eigin
fé. Þá er skuld vegna ógreidds
virðisaukaskatts tilgreind sér-
staklega því við það að beinar
greiðslur voru teknar upp urðu
verulegar breytingar á þessum lið
sem hefur áhrif á samtölu skamm-
tímaskulda búsins. Þá skal tekið
fram að allar tölur eru á verðlagi
hvers árs fyrir sig.'
Sauðfjárbú
Tafla 1 greinir frá niðurstöðum úr
rekstri sauðfjárbúa árin 1991-
1993. Áberandi er lækkun á
hagnaði fyrir laun eigenda og
launagreiðslugetu milli áranna
1992 og 1993. Á það ber þó að líta
að bætur fyrir niðurfærslu á
greiðslumarki námu um 270
þúsund krónum árið 1992. Þá
vekur athygli að breytilegur
kostnaður hefur hækkað þrátt fyrir
minnkandi greiðslumark. Þar
virðist tvennt koma til, annars veg-
ar hækkar fóðurkostnaður og má
að líkindum rekja það til erfiðs ár-
ferðis norðanlands og austan
sumarið 1993. Hins vegar hækkar
aðkeypt þjónusta og má rekja það
bæði til aðkeyptrar þjónustu við
heyverkun (rúllubindingu) og hins
vegar upptöku verðskerðingar-
gjalds. Áfskriftir hækka einnig
milli áranna 1992 og 1993 liggur
það í auknum afskriftum útihúsa.
Líklegt er að þetta skýrist af því að
á fáeinum sauðfjárbúum voru færð
niður lán vegna loðdýraræktar á
árinu 1993 og á móti hafi menn að
líkindum nýtt heimildir til að
flýtifyma loðdýrahús. Niðurfærsla
skulda nam að meðaltali um 140
þúsund krónum á bú. Eftir stendur
að 45% af launagreiðslugetu bú-
anna á rætur að rekja til tekna af
öðm en búgreinum. Séu til við-
bótar reiknaðir 5% vextir af eigin
fé, skilar búreksturinn sjálfur (án
annarra tekna) aðeins 268 þúsund
krónum til greiðslu launa.
Kúabú
Meiri stöðugleiki virðist hafa ríkt í
afkomu kúabúa en sauðQárbúa á
liðnum ámm. Markaður fyrir mjólk-
urafurðir hefur verið nokkuð traustur
en á móti kemur verðlækkun á
nautgripakjöti. Enda kemur fram
samdráttur í tekjum af nautgripum
frá árinu 1991. Þá vekur nokkra
athygli sú hækkun sem kemur fram
á skammrímaskuldum.
Blönduð bú
Um blönduðu búin er fátt að segja
til viðbótar því sem áður hefur
komið fram. Afkoma þeirra
endurspeglar nokkuð meðaltal af
afkomu sauðfjárbúa og kúabúa. Að
auki eru búin í þessum flokki mun
færri en í hinum flokkunum og því
varasamara að yfirfæra niður-
stöður á heildina.
Lokaoró
Hér hefur verið stiklað á stóru í
yfirferð um afkomu í nautgripa og
sauðfjárrækt síðustu þijú árin.
Ásamt því að koma niður-
stöðunum til skila var markmiðið
með þessari umfjöllun einnig að
sýna fram á hve margt má lesa úr
fyrirliggjandi gagnasafni. Skýrsla
um niðurstöður búreikninga ársins
1993 mun fljótlega liggja fyrir og
verður þar margan fróðleik að
finna. Hún verður nú í lítið eitt
auknu formi sem vonandi kemur í
góðar þarfir fyrir notendur hennar.
Má nefna að framleiðslukostnaður
á heyi verður reiknaður á fram-
leidda fóðureiningu. Einnig verður
eins og áður gefið yfirlit yfir
fjárfestingar og framlegðar-
reikningar einstakra búgreina birt-
ir. Þá er unninn samanburður á af-
komu áranna 1992 og 1993 þar
sem sömu bú liggja til grundvallar
bæði árin.
Ema Bjarnadóttir og Chabane Ramdani,
Hagþjónustu landbúnaðarins
Tafla 2
Kúabú, fjárhæðir í þúsundum króna
1991 1992 1993
Fjöldi reikninga 117 117 117
Tekjur af nautgripum 5,366 5,169 5,133
Tekjur af sauðfé 319 265 265
Aðrar búgreinar 115 226 209
1. Búgreinatekjur 5,800 5,659 5,606
2. Breytilegur kostnaður 2,367 2,2Í4 2,259
3. Framlegð 3,433 3,445 3,347
4. Fastur kostnaður 1,193 1,144 1,189
5. Afskriftir 788 822 792
6. Fjármagnsliðir 438 398 361
7. Aðrar tekjur 358 343 490
8. Hagn./tap f. laun eig. 1,372 1,424 1,495
9. Hagn./(tap) 0-búgr. (2) 3 (0)
Launagreiðslugeta 1,633 1,699 1,855
11. Veltufjármunir 866 1,046 876
12. Fastafjármunir 9,879 9,645 9,644
Eignir alls 10,746 10,691 10,520
13. Skammtímaskuldir 1,717 1,701 2,081
14. Uppgjör VSK 409 400 120
15. Langtímaskuldir 2,671 3,048 2,913
Skuldir alls 4,797 5,149 5,114
- Tekjur utan bús 190 195 309
16. Höfuðstóll í árslok 5,949 5,542 5,405
Höfuðstóil og skuldir 10,746 10,691 10,520
Eiginfjárhlutfall 0.55 0.52 0.51
0-búgreinar: Búgreinar með sjálfstæðum efnahags- og
rekstrarreikningi s.s. vörubifreið, smábátaútgerð o.s.frv.
Tafla 1
Sauðfjárbú, fjárhæðir í þúsundum króna
1991 1992 1993
Fjöldi búa 62 62 62
Tekjur af nautgripum 104 72 68
Tekjur af sauðfé 2,607 2,605 2,499
Aðrar búgreinar 107 190 228
1. Búgreinatekjur 2,819 2,867 2,794
2. Breytilegur kostnaður 941 961 1,024
3. Framlegð 1,878 1,906 1,771
4. Fastur kostnaður 603 638 680
5. Afskriftir 399 434 486
6. Fjármagnsliðir 272 234 284
7. Aðrar tekjur 310 494 486
8. Hagn./tap f. laun eig. 914 1,095 687
9. Hagn./(tap) 0-búgreina50 55 55
Launagreiðslugeta 1,034 1,250 862
11. Veltufjármunir 996 1,402 836
12. Fastafjármunir 6,118 5,910 5,852
Eignir alls 7,114 7,312 6,688
13. Skammtímaskuldir 730 866 977
14. Uppgjör VSK 485 245 215
15. Langtímaskuldir 1,917 2,084 1,859
Skuldir alls 3,132 3,195 3,051
- Tekjur utan bús 463 517 592
16. Höfuðstóll í árslok 3,983 4,116 ,3,637
Höfuðstóll og skuldir 7,114 7,312 6,688
Eiginfjárhlutfall 0.56 0.56 0.54
0-búgreinar: Búgreinar með sjálfstæðum efnahags- og rekstrar-
reikningi s.s. vörubifreið, smábátaútgerð o.s.frv.
Tafla 3.
Blönduð bú, fjárhæðir í þúsundum króna
1991 1992 1993
Fjöldi búa 28 28 28
Tekjur af mjólk 2,602 2,424 2,517
Tekjur af sauðfé 2,158 2,074 1,894
Aðrar búgreinar 121 316 303
1. Búgreinatekjur 4,881 4,813 4,714
2. Breytilegur kostnaður 1,825 1,799 1,876
3. Framlegð 3,056 3,015 2,838
4. Fastur kostnaður 986 989 975
5. Afskriftir 610 637 670
6. Fjármagnsliðir 310 246 275
7. Aðrar tekjur 409 554' 522
8. Hagn./tap f. laun eig. 1,559 1,696 .1,440
9. Hagn./(tap) 0-búgreina 5 3 (32)
Launagreiðslugeta 1,764 1912 1,717
11. Veltufjármunir 1,196 1,493 1,044
12. Fastafjármunir 7,533 7,788 7,822
Eignir alls 8,729 9,281 8,866
13. Skammtímaskuldir 928 1,178 1,249
14. Uppgjör VSK 568 408 229
15. Langtímaskuldir 1,546 1,607 1,640
Skuldir alls 3,042 3,193 3,118
- Tekjur utan bús 236 226 307
16. Höfuðstóll í árslok 5,686 6,088 5,747
Höfuðstóll og skuldir 8,729 9,281 8,866
Eiginfjárhlutfall 0.65 0.66 0.65
0-búgreinar: Búgreinar með sjálfstæðum efnahags- og
rekstrarreikningi s.s. vörubifreið, smábátaútgerð o.s.frv.
Bóndi vikunnar
Þorlákur
Aðalsteinsson
Baldursheimi
Arnarneshreppi
Eyjafirði
Hversu lengi hefur þú starfað
sem bóndi?
“Hátt í aldarfjórðung. Ég hóf
búskap vorið 1971.”
Hvað starfaðir þú áður en þú
hófst búskap?
“Ég lagði stund á nám í
jámsmíði og starfaði við
skipaiðnað um tíma. Lauk þó
aldrei síðustu prófum í iðninni
því jörðin losnaði með litlum
fyrirvara og ég ákvað að slá til.”
Blundaði bóndinn í þe'r allt frá
bernsku?
“Ég get sagt bæði já og nei. Á
tímabili var ég tilbúinn að fara
aðra leið. En þegar foreldrar
mínir ákváðu að bregða búi þá
tók ég þessa ákvörðun. Taugin
til upprunans hefur því trúlega
verið nokkuð sterk.”
Hvað finnst þér skemmtilegast
að fást við á búinu?
“Heimflutning á heyi eftir
góðan þurrkdag með hjálp vina
og vandamanna. Þá nýtur mað-
ur ánægjunnar af góðu dags-
verki.”
Hver eru leiðinlegustu bústörfm ?
“Ætli það séu ekki fjós-
verkin á sunnudagsmorgni eftir
velheppnað þorrablót.”
Áttu þér einhvem uppáhalds
grip?
“Ég hef stundum sagt að ég
hafi upp úr kúnum, ærnar séu til
gamans og ég tapi á hrossunum.
Uppáhaldsgripurinn er þó sá
sem gerir það best á hveijum
tíma.”
Hvað gerirþú helst ífrítímum?
“Eftir því sem maður eldist
virðist tíminn líða hraðar og
minna verða afgangs til þess að
taka sér frí. Ég reyni að fara á
hestbak þegar ég á stund auk
þess sem ég á bát o§ hef gaman
af að skreppa á sjó. Ég komst þó
aðeins einu sinni á sjó síðastliðið
sumar og svo fór ég í eina viku til
útlanda um haustið.”
Hvar vildir þú helst eiga heima
annars staðar en á bújörðinni?
“Ég gæti hugsað mér að
eiga skika í Moseldalnum og
rækta vínvið.”
Finnst þér munur á að stunda
búskap nú og þegar þú byrj-
aðir?
“Já grundvallarmunur. Nú
verður að leggja alla áherslu á
hagkvæmnina í stað þess að
framleiða sem mest.”