Bændablaðið - 24.03.1995, Page 12
Bændablaðið
Smáauglýsingar Bændablaðsins - sími 630300
Neyslaá lambakjöti dregst saman
Neysla á lambakjöti hefur
minnkað úr tæpum tíu þúsund
tonnum frá árinu 1980/81 í
rúm 7600 tonn á síðasta
verðlagsári. Þetta jafngildir
u.þ.b. 2% samdrætti á ári. Með
sömu þróun verður sala á
lambakjöti komin niður í um
7000 tonn um aldamótin. Kar-
Imenn 15-19 ára borða að
meðaltali 50 g af kindakjöti á
dag, sem er minna en 40% af
kjötneyslu þeirra, en sjötugur
karlmaður borðar 65 g af
kindakjöti á dag sem er
rúmlega 60% af heildarkjöt-
neyslu hans. Hjá kvenfólki er
svipaða sögu að segja.
Lambakjöt er þriðjungur af
kjötneyslu stúlkna á aldrinum
15-19 ára en er um helmingur
neyslu kvenna 50 ára og eldri.
Þegar athuguð er þróun kjöt-
neyslunnar kemur í ljós að lamba-
kjötsneysla, sem hlutfall af heild-
ameyslu, er 52,4% verðlagsárið
1989/90 og fer niður í 47,3% á
síðasta verðlagsári. Neysla nauta-
kjöts er um 19% af heild. Neysla
svínakjöts hefur vaxið frá 16,7%
verðlagsárið 1989/90 í 20,2% á
síðasta verðlagsári. Neysla svína-
kjöts er þar með orðin, í fyrsta
skipti, meiri en neysla nautakjöts.
Neysla alifuglakjöts hefur verið
um 9% þessi ár en neysla hrossa-
kjöts hefur dregist saman úr 4,1%
verðlagsárið 1989/90 í 3,7%.
Samdráttur var mun meiri í
sölu ærkjöts en dilkakjöts. Á verð-
lagsárinu 1982/83 nam sala á ær-
kjöti 2000 tonnum en á síðasta
verðlagsári seldust 919 tonn.
Heildarkjötneysla á íbúa hefur
minnkað verulega síðustu 10 árin.
Mestu munar um sölusamdrátt
lambakjöts. Verðlagsárið 1983/-
1984 neytti hver einstaklingur að
meðaltali 66,5 kg af kjöti á ári, en
á síðasta verðlagsári var neyslan
komin niður í 60 kg og hefur því
minnkað um u.þ.b. 10% á 10
árum. Samdráttur í sölu lamba-
kjöts er öllu meiri. Árið 1983 nam
neyslan 43 kg á mann en var 29 kg
á síðasta verðlagsári.
Osta- og smjörsalan
Reksturinn gekk vel
ð síðasle ári
"Sala afurðanna gekk allvel á
árinu og má það eflaust rekja
til stöðugs verðlags og
aukinnar notkunar afurðanna í
hverskonar matargerð," sagði
Óskar H. Gunnarsson, forstjóri
Osta- og smjörsölunnar á
aðalfundi fyrirtækisins sem
haldinn var fyrir skömmu. í
ræðu hans kom fram að rekst-
ur félagsins gekk vel á árinu
1994 og nam heildarsalan 2.9
milljörðum en þar af nam
útflutningur um 126 milljónum.
Fram kom á fundinum að
þróun í ostasölu var mjög jákvæð á
liðnu ári og nam aukningin um 4%
eða 138 tonnum.
Meðalneysla á íbúa árið 1994
var 12,9 kg en var 12,5 kg árið
1993. Heildarsala á ostum á
landinu öllu var 3.435 tonn. Lang-
mest var selt af Gauda 17%.
í máli Óskars kom fram að
viðbitssalan hefur einnig verið
mjög viðunandi enda hefur verð-
þróun í þeim vöruflokki verið
mjög hagstæð og er smjörverð nú
hvað hagstæðast hér miðað við ná-
grannalöndin. Heildarsala viðbits
nam 1716 tonnum á landinu eða
um 6.45 kg á hvem íbúa. Heild-
arsala á viðbiti hefur verið nánast
óbreytt síðustu fjögur ár eða um
6,3 til 6,4 kg á íbúa. Þar af er
smjörið með um 2,5 kg á íbúa árið
1994.
Utflutningur á vegum Osta- og
smjörsölunnar var svo til eingöngu
smjör en af því flutti fyrirtækið út
um 457 tonn á árinu. Smjörið var
selt gegnum viðurkennda aðila
sem hafa sérhæft sig í slíkum við-
skiptum. Verð á smjöri hefur
hækkað á heimsmarkaði vegna
aukinnar eftirspumar. Um áramót
vom smjörbirgðir helstu fram-
leiðslulanda nánast uppumar.
Stofninn kom úr KelduM
"Við náðum í fé frá Hóli og Undirvegg í Kelduhverfi. Reyndar fómm við þrisvar sinnum og fengum að
velja úr það fé sem okkur leist vel á. Þetta var stofninn sem síðan hefur verið hér á bænum," sagði Guðmundur
Ámason fyrmrn bóndi á Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi en hann fór norður laust upp úr 1950 ásamt
bræðmm sínum Jóhanni og Ólafi. Allt frá þeim tíma hefur staðið yfir þrotlaus vinna við að rækta fjárstofninn
á Oddgeirshólum. Árangurinn er augljós þegar horft er yfir hópinn í fjárhúsinu, en alls em 220 ær á bænum.
Af þeim em 20 í eigu Guðmundar. Fjárstofninn á Oddgeirshólum er einn sá þekktasti í landinu og nær allir
sem við fjárrækt fást þekkja til hans.
Guðmundur hefur búið á Oddgeirshólum alla sína tíð. Hann tók við búinu ásamt Jóhanni og Ólafi árið
1936 og bjuggu þeir fyrst með móður sinni. Jóhann og Ólafur em nú fluttir til Selfoss. Oddgeirshólar em
hálfgert ættaróðal því foreldrar þeirra bræðra bjuggu þar einnig en þau hófu búskap á Oddgeirshólum 1906.
Guðmundur hefur dregið sig í hlé frá bústörfum og nú búa tveir synir hans félagsbúi á Oddgeirshólum.
Á síðasta áratug hefur orðið ör
þróun í notkun lýsingar í garð-
yrkju. Aðalbaráttumál garðyrkju-
bænda hefur verið lækkun
orkuverðs og má segja að sú
barátta hafi skilað því að ef litið er
á þróun raforkuverðs á landsvísu
hefur raunlækkun orðið sú sama
hjá þeim og öðmm notendum.
Hjá sumum notendum hefur
orðið vart við mikið spennufall og
hefur spennan mælst allt niður í
200 V við fullt álag. Eðlilega er
þetta mest áberandi þar sem
spennistöðvar em mikið lestaðar.
Eins og sést af meðfylgjandi
línuriti er ljósmagn frá lampanum
háð spennu að lampa en einnig
straumnotkuninni. Þannig sést að
ef spenna fellur um 10 % minnkar
ljósmagnið um 30 % og orku-
notkunin um 25 %.
Staðall um afhendingar-
skilmála rafveitna leyfir að í árslok
1995 sé spennan 230 V + 6% og -
10 %. Einstaka garðyrkjubændur
hafa sett upp hjá sér spenna til að
mæta spennufallinu enda ljóst að
miklir hagsmunir em í húfi.
Spennufall um 10 % þýðir að
fjölga þarf lömpum um 30 % ef ná
á sömu uppkeru og án spennufalls.
Stofnkostnaður við þá fjárfestingu
er ekki undir 1200 kr. á m2 auk
þess sem rekstrarkostnaður eykst
um rúm 30 %. Mikilvægt er í ljósi
þessa að garðyrkjubændur leiti
samninga um gæði raforku frá raf-
veitum.
Búnaðarþing um
garóyrkjuna
Boltiim er hjð
stjórnvöldum
Á Búnaðarþingi var fjallað um
erindi Sambands garðyrkjubænda
um rekstrarskilyrði garðyrkjunnar.
í ályktun þingsins segir að ljóst sé
að EES og GATT samningamir
munu þrengja stöðu garðyrkjunnar
vemlega umfram aðrar búgreinar.
"Búnaðarþing leggur áherslu á að
stjómvöld vinni að úrlausnum á
þeim málum sem mestu skipta um
hvort garðyrkja verði áfram
stunduð á íslandi. Garðyrkjan
kann að hafa líkt og aðrar bú-
greinar vaxtamöguleika tengda
sérstöðu landsins í orkumálum og
legu landsins," segir í ályktuninni.
i