Bændablaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 1
4. tölublað 2. árgangur Miðvikudagur 28. febrúar 1996 ISSN 1025-5621 Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri “Þegar litið er fram á við, efast ég um að núverandi skipan á leiðbeiningastarfinu sé vel til þess fallin að hjálpa atvinnu- greininni yfir þá erfiðleika sem hún nú stendur frammi fyrir. Viðhorfin til framleiðslu land- búnaðarvara, framleiðslustýr- ingar og markaðarins breytast mjög ört. í rauninni tel ég því, að samþætting alls þessa sé það sem leggja beri áherslu á og að marka þurfi stjórnsýslu og leiðbeiningarstarfi sess út frá því,” sagði Magnús Péturs- son, ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytingu í ræðu er hann flutti á ráðunautafundin- um sem haldinn var fyrir skömmu. Ný stjúrn Upplýsingaþjúnustu landbúnaðarins Aðalfundur Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins var haldinn fyrir skömmu. Kosin var ný stjóm sem er þannig skipuð: Sigurgeir Þorgeirsson, formaður og Gísli Karlsson, framkvæmda- stjóri Framleiðsluráðs landbúnað- arins, ritari. Aðrir í stjóm em þeir Sigurður Þráinsson, garðyrkju- bóndi í Reykjakoti, Óskar H. Gunnarsson forstjóri Osta- og Smjörsölunnar og Guðmundur Sigþórsson skrifstofustjóri í land- búnaðarráðuney tinu. Magnús sagði það álit margra að ekki væri hægt að mæta halla- rekstri ríkissjóðs með öðm móti en með niðurskurði útgjalda. Skatta- hækkanir kæmu naumast til álita. “Með það í huga, að bein afskipti stjómvalda af atvinnustarfsemi og einstökum atvinnugreinum em þverrandi, tel ég óraunhæft að reikna með því að fjárframlög til landbúnaðarins, þ.m.t. leið- beiningaþjónustunnar, muni vaxa á komandi ámm. Ég tel mun lík- legra að þau muni dragast saman.” Magnús varpaði því ffam til umhugsunar hvort flytja ætti til greinarinnar þá þætti leiðbeininga- þjónustunnar þar sem bændur hafa beinna hagsmuna að gæta. Íþví sambar di nefndi hann starf héraðs- dýralækna, héraðsráðunauta, kyn- bótastarf, starfsemi bændasamtak- anna að miklu leyti og vissar hag- nýtar rannsóknir, fræðslu og eftirlits- starf skólanna og RALA. “Gegn því að þessi verkefni flytjist til atvinnu- greinarinnar, ætti ríkisvaldið að leggja öðmm málum öflugt Uð, málum sem tengjast landbúnaði og skipulagsbreytingum í greininni.” Til að standa straum af kostnaði við leiðbeiningaþjónusmna nefndi ráðuneytisstjórinn þann möguleika að tvöfalda búnaðarmálasjóðsgjald- ið frá því sem nú er. Magnús sagðist telja leiðbeiningastarfið mun betur komið í höndum bænda en með þeim hætti sem nú er. “Þá tel ég að meiri sátt mundi nást við skatt- greiðendur ef þessir kostnaðarþættir yrðu bomir af atvinnugreininni.” Ræða Magnúsar verður væntan- lega birt í næsta tölublaði Freys. Bœndablaðsmynd/ÁÞ íslensk fegurð á sýningu hjá loðdýrabændum Á dögunum var haldin sýning á skinnum íslenskra loðdýrabœnda á Hótel Sögu. Alls sýndu 33 loðdýrabœndur framleiðslu sína en refa- bóndinn Tómas Jóhannesson frá Grenivík hlaut flest stig fyrir refa- skinn en Félagsbúið Engihlíð, Vopnafirði, fékk flest stig fyrir minkaskinn. Verslunin Pelsinn í Reykjavík sýndi loðfelda af öllum stœrðum og gerðum og má hér sjá unga, sunnlenska snót í einum þeirra.______________________________________ Fæðudeild RALA gæðaverkefni fyrir matvæla- fyrirtæki og opinbera aðila Fæðudeild RAI.A hefur á undanförnum árum tekið að sér ýmis gæðaverkefni fyrir matvælafyrirtæki og opinbera aðila. Að sögn Guðjóns Þor- kelssonar deildarstjóra koma frumkvæði og óskir um slík verkefni í flestum tilvikum frá samstarfsaðilum og við- skiptavinum en starfsmenn fæðudeildarinnar hafa einnig frumkvæði að ákveðnum verk- efnum. Dæmi um verkefni eru meðal annars samning reglugerðar um vörulýsingar fyrir unnar kjötvörur í samvinnu við Hollustuvemd ríkisins, Samtök iðnaðarins, fag- fólk og framleiðendur. Fæðudeild- in vann einnig endurskoðun á reglum um gæðamat á kjöti fyrir landbúnaðarráðuneytið í sam- vinnu við bændur og afurðastöðvar og deildin hefur í nokkur ár starfað með Meistarafélagi kjötiðnaðar- manna að fagkeppni í kjötiðnaði. Dæmi um eitt af stærri verk- efnum sem fæðudeildin hefur tekið að sér er ráðgjöf og eftirlit með innkaupum eldhúss Rikis- spítalanna á kjötvömm og eggjum. Á bilinu 1200 til 1300 manns neyta matar frá þessu eld- húsi á hverjum degi og er því mikilvægt að vanda vel til inn- kaupa, bæði hvað hollustu og gæði varðar en einnig með hag- kvæmni fyrir augum. Þá hafa starfsmenn fæðudeildar unnið að útgáfu nokkurra rita sem tengjast gæðamálum. Má þar meðal annars nefna íslenskar næringarefnatöfl- ur, Islensku kjötbókina, kynning- arbæklinga um kjötmat og bækl- inga um lambakjöt vegna út- flutnings. Búnaðarþing hefst í næstu viku fjOlmörb vbwbni BÍM MNGHILLTRÚA Búnaðarþing hefst 4. mars nk. og sitja þingið 39 fulltrúar. Fjölmörg mál verða tekin til umræðu og má þar nefna afurðasölumálin og breytingar á lögum um Stofnlánadeild. Þá munu þingfulltrúar ræða um jarðræktarlög en á liðnum árum hafa þau ekki verið fram- kvæmd eins og gert er ráð fyrir og eins munu þeir fjalla um verkaskiptasamninga BÍ og búnaðarfélaganna. Á þinginu verður m.a. fjallað um stöðu afurðasölumála en Ari Teitsson, formaður BÍ, sagði þau í miklu uppnámi. “Sölufyriitækin eru of mörg og hið sama má segja um sláturhúsin,” sagði Ari og gat þess að fyrr í vetur hefðu búnaðar- þingsfulltrúar verið hvattir til að kanna hver í sínu héraði á hvaða hátt hægt væri að endurskipuleggja afurðasölumálin. Hvað varðar Stofnlánadeild þá er búið að skipa nefnd sem er ætlað að endurskoða starfsemi deildarinnar. Ari sagði nauðsynlegt að þoka þessu máli áfram enda væri ekki sátt um nú- verandi fyrirkomulag og inn- heimtumál Stofnlánadeildar gengju ekki sem skyldi og yllu fé- lagslegum vandræðum. Þá rekur sú staðreynd á eftir að stjórnvöld hafa í hyggju að gera Búnaðarbankann að hlutafélagi og skilja á milli hans og Stofnlánadeildarinnar. “Sá kafli jarðræktarlaga sem lýtur að stuðningi við fram- kvæmdir hefur verið óvirkur þrátt fyrir að vera í gildi,” sagði Ari. “Við munum m.a. ræða þetta atriði og leita lausna á því.” Að undanfömu hefur starfs- hópur unnið að stefnumörkun í málefnum vistræns landbúnaðar og sagðist Ari vænta að hægt yrði að leggja drög fyrir þingið. Verkaskiptasamningar Bænda- samtaka íslands og búnaðarfé- laganna verða teknir til umræðu á þinginu. Markmiðið með samning- num er að fá fram skýrari línur á milli aðila; gera starfsemi beggja skilvirkari. “Búnaðarþings bíða nú sem endranær mikilvæg verkefni. Ég vænti mikils af þinghaldinu enda skiptir afar miklu máli fyrir bændur og landsmenn alla að bændum takist að rétta úr kútnum. Fram undan em sóknarfæri en leiðin er síður en svo greið,” sagði Ari Teitsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.