Bændablaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 12
Bændabkiðið BÚlJÖFUR Sími 588 7090 Valmet Einkarekin rðtninga- þjúnnsta fyrir bændur teknr Hlstaria Einkarekin ráðningaþjónusta fyrir bændur hefur tekið til starfa. Mun þjónustan fyrst og fremst einbeita sér að ráðningu fólks frá Norður- löndunum. Jafnframt er í undirbúningi að hefja rekstur afleysingaþjónustu, sem mun fyrst og fremst þjóna kúa- bændum á Suðurlandi. Ráðningaþjónustan Nínukoti er á Skeggjastöðum V. -Land- eyjum. Framkvæmdastjóri er Svanborg B. Óskarsdóttir. Ráðningaþjónustan mun aug- lýsa fyrir bændur eftir fólki í þau störf sem þá vantar menn í. Þeir sem hafa huga á að nýta sér þessa þjónustu eru hvattir til að athuga með ráðningar í tíma. Er hug- myndin að bændur geti beðið um afleysingafólk hvort sem um veikindi, frí, eða tímabundið ann- ríki er að ræða. Er vonast til að afleysingaþjónustan geti hafist í mars. Rösklega 20 eldisgpfsir íúðraðir í prjá mðnuði á þrenns- konar fúðri Á RALA er unnið að undirbúningi tilraunar þar sem tvær fitutegundir verða prófaðar í fóðri fyrir eldissvín. Tilgangur tilraunarinnar er að gera samanburð á fitutegundunum og meta hagnýtt gildi þeirra sem hráefni í fóðurblöndur fyrir eldissvín. Fyrri hluti tilraun- arinnar, sem hefst í byrjun mars, fer fram í rannsókna- stofu fyrir búfé á RALA og sér Fóðurdeild RALA um framkvæmd hans. Tuttugu og fjórir eldisgrísir verða fóðraðir í þrjá mánuði á þrennskonar fóðri; viðmiðunarblöndu, blöndu með hertu lýsi og blöndu með tólg. Áhrif fóðursins á vaxtarhraða, fóðurnýtingu og þrif eldisgrísanna verða könnuð. í seinni hluta tilraunarinnar, sem er í höndum Fæðudeildar RALA, verða áhrif fóðursins á gæði afurðanna könnuð með bragðprófunum o.fl. Samstarfsaðilar í verkefninu eru Svínaræktarfélag íslands og Mjólkurfélag Reykjavíkur. Að fjármögnun verkefnisins standa, auk framkvæmda- og sam- starfsaðila, Rannsóknaráð íslands og Framleiðnisjóður. /BB Alfa Laval Agri kálfafóstran Eðlileg mjólkurfóðrun og sogþörf kálfsins erfullnægt! Fóstran er einföld og hagkvæm í notkun. Verðlækkun. Nú kostar fóstran aðeins kr. 1386 án vsk. ▼ C L O B U S VELAVERf Lágmúla 5 Reykjavík • Sími 588 2600 IMIS5AN ívíííssan| Komið og reynsluakið Settu markið hærra á Terrano II 4x4 alvöru 7 manna jeppa samlæsing hiti í framsætum rafstýrðir útispeglar bílbeltastrekkjarar Nats þjófavörn útvarp og segulband brettakantar álfelgur stærri dekk fjarstýrðar læsingar Terrano II 4x4 Kr. 2.781.000.- SLX 2,4 7 manna 5 gíra vökva- og veltistýri bein fjölinnsprautun 12 ventla hátt og lágt drif 75% driflæsing sjálfvirkar driflokur að framan rafdrifnar rúður

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.