Bændablaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 2
2 Bændáblaðið Miðvikudagur 28. febrúar 1996 Athyglisverð athugun á Hvanneyri vðrn gegn júgurbúlgu? Rannsóknir á áhrifum sogs milli kálfa hafa sýnt að kvígur sem hafa verið sognar sem kálfar eru oftar með júgur- bólgu, lokaða spena eða ónýta júgurhluta við fyrsta burð en þær sem ekki hafa verið sognar. Þrengsli í stíum auka einnig hættu á júgur- bólgu hjá kvígum við fyrsta burð, auk þess að draga úr frjósemi þeirra. Þetta kom fram hjá Jóhanni Magnús- syni, Bútæknideild Rala á ráðunautafundinum fyrir skömmu. Eldi smákálfa hefur ákveðna sérstöðu samanborið við eldi ung- viða annarra tegunda. I sauðfjár-, hrossa-, svína- og loðdýrarækt er það móðirin sem annast ungviðið til að byrja með. Kálfurinn er aftur á móti tekinn frá móðurinni á fyrstu dögum eftir fæðingu og kennt að drekka úr fötu í stað þess að sjúga móðurina og því fara kálfamir að svala sogþörf sinni á innréttingum og á hverjum öðrum. Þegar kálfamir hafa lært að sjúga aðra kálfa er erfitt að fá þá til að hætta því. Bútæknideild RALA gerði athugun á atferli smákálfa í fjósi bændaskólans á Hvanneyri veturinn 1994-1995. Kálfamir fengu sömu meðferð nema að helmingur þeirra fékk mjólk úr túttufötum en hinir úr opnum fötum. "Túttukálfar" em 1,5 til 3,0 sinnum lengur að drekka sama magn mjólkur en "fötukálfar". Þegar "túttukálfar" em búnir með mjólkina sjúga þeir túttuna í 5 til 20 mínútur til að fullnægja sogþörfinni, á sama hátt og kálfar sjúga móður þótt mjólkin sé búin. "Fötukálfar" aft- ur á móti sjúga og sleikja fötuna, milligerðir og hvem annan í allt að 20 mínútur þegar þeir em bún- ir með mjólkina til þess að full- nægja sogþörf sinni. Af atferli að dæma nær sogþörf hámarki við 10 til 15 daga aldur. Kálfar sem hafa frjálsan aðgang að mjólk hafa sýnt að sogþörf er óháð næringarþörf. Sog án næringar fullnægir sogþörfinni ekki eins vel og næringarsog. Aðferð mjólkurfóðrunar hefur meira að segja en magn mjólkur um næringarlaust sog. Vel fóðraður "fötukálfur" fullnægir sogþörf sinni með því að sjúga sjálfan sig, aðra kálfa eða innréttingar. Sog milli kálfa er meira fái þeir ekki næga orku og prótein úr fóðri. Þegar kálfur sýgur spena á öðmm kálfi komast sýklar auð- veldlega inn í þá. Umhverfi hópstíu hættir til að vera smitað af júgurbólgusýklum. I athuguninni á Hvanneyri kom m.a. í ljós að aldrei greindist sog milli "túttukálfanna". Á milli mála sugu þeir allir túttumar eitt- hvað. Kálfamir sem tóku þátt í tilrauninni em allir merktir og unnt að fylgjast með júgur- heilbrigði þeirra þegar þeir koma til mjólkurframleiðslu. Þegar mjólkurfóðrun "túttu- kálfanna" er hætt verða fötumar að vera hjá þeim í allt að mánuð, jafnvel lengur, því þó þeir hætti að fá mjólk er sogþörfin ennþá til staðar. Á næstunni mun koma út fjölrit frá RALA þar sem greint er frá kálfaeldi og júgurheilbrigði. Búnaðarsamband Eyjafjarðar Leiöheimngar M skrilstolum BðnaOarsam- handsms heim á bii m hmndanna “Það er stefna stjórnar og ráðunauta Búnaðarsambands Eyjafjarðar að færa leið- beiningar í enn meira mæli út af skrifstofum BSE heim á bú bændanna en verið hefur nú hin síðustu ár,” sagði Pétur Ó. Helgason í greinarkorni í Fréttum og fróðleik, blaði Búnaðarsambands Eyfjarðar. Pétur getur þess að haustið 1994 hafi verið farið út til bænda með niðurstöður búreikninga, bændum kynntar þær og rætt við þá um hlið hagfræðinnar í bú- rekstrinum. “Nú í haust hafa bændur verið heimsóttir með niðurstöður heyefnagreininga og þeim veittar fóðurleiðbeiningar. Það er trú stjómar BSE. og raunar vissa, að þetta sé það form á leið- beiningum sem bændur vilja fá og komi þeim að mestum notum.” Eyrnamaur í ref Bændur hvattir fil al vera á varfibergi Arnar Daðason (t.v.) byggingameistari og Sigurður Sigvaldason verk- frœðingur standa he'r í einni geldneytastíunni. Stóra-Ármót Á undanfömum árum hafa loðdýra- bændur í vaxandi mæli orðið varir við svo- kallaðan eymamaur í alirefum. Eymamaur (Otode- ctes cynotis) er örsmátt kvikindi sem hefst við í eymagöngunum (hlust- inni). Maurinn sést ekki með bemm augum en við skinnaverkun sjá menn oft brúnleitar, vaxkenndar skófir í eyrunum og er það ömgg vísbending um að eymamaur sé til staðar. Maurinn sést auð- veldlega í smásjá (sjá mynd). Maurinn getur verið dýmnum til nokkurs ama. Maurinn veldur kláða, óþægindum og óróleika og getur orðið til þess að læðumar sinni ekki hvolpunum sem skyldi. Stundum getur eymamaur valdið ofsa- kláða hjá hvolpum á haustin og valdið því að þeir stórskemma á sér feldinn. Við innflutning á refum hefur verið lögð áhersla á að dýrin væm laus við þennan ófögnuð. Það hefur reynst erfitt þar sem maurinn er mjög algengur erlendis en er haldið niðri með reglubundinni lyfja- gjöf. Það er erfitt að varast hann. Eymarmaur fannst x silfurref sem vur fluttur inn 1983. Var gerð tilraun til að útrýma honum á meðan dýrin vom í sóttkví og var talið að það hefði tekist. Ekki er loku fyrir það skotið að hann hafi einnig borist með einhverjum öðmm innfluttum dýmm án þess að þess hafi orðið vart. Eymarmaur hefur fundist í villtum ref hér á landi á vissum landssvæðum og einnig er rétt að vekja athygli á að eymarmaur er mjög algengur í köttum hér á landi. Hann hefur einnig fundist í hundum. Það skal tekið fram að maurinn leggst ekki á fólk. Þó ekki sé ljóst hvemig maurinn hefur borist í alirefi þá er alla vega víst að hann hefur verið að dreifast og magnast undanfarin ár. Ekki er vitað hversu útbreiddur hann er en mér þykir þó rétt að vekja athygli refabænda á þessu sníkjudýri svo að þeir geti verið á varðbergi. Maurinn berst helst á milli dýra við snertingu. Aðalsmitdreifing er við pömn og frá læðum til hvolpa. Víða erlendis er því alvanalegt að meðhöndla öll dýr fyrir pömn og má þá halda maumum í skefjum þó að ekki takist kannski að uppræta hann alveg. Á síðustu ámm hefur sníkla- lyfið ivermectin (Ivomec®) verið notað í baráttunni gegn eyma- maumum og hefur það reynst mjög vel. Sem kunnugt er hefur þetta lyf verið notað hér á landi undanfarin ár gegn kláða í sauðfé í stað hefðbundinnar böðunar. Við meðhöndlun gegn eymamaur em allir refir í búinu sprautaðir með 0,3 ml undir húð helst tvisvar sinnum með 8 til 10 daga millibili. Lyfið er einnig virkt gegn innyflaormum og lirfum og má því segja að verið sé að slá, ekki bara tvær flugur, heldur mörg kvikindi í einu höggi. Refabændur em hvattir til að huga að þessu máli og hafa sam- band við dýralækni ef þeir sjá ástæðu til að grípa til lyfjagjafar. Á bóndadaginn var tekið í notkun nýtt geldneytafjós á til- raunabúinu á Stóra-Armóti í Hraungerðishreppi. Húsið er byggt við hlið tilraunafjóssins og er stærð þess u.þ.b. 160 fermetrar með haugkjallara. Það er steinsteypt og ein- angrað að utan og klætt með lituðu bárustáli. I fjósinu eru bæði básar og stíur fyrir kálfa og geldneyti. Húsið teiknuðu þeir Magnús Sigsteinsson og Sigurður Sig- valdason hjá Byggingaþjónustu Bændasamtaka íslands. Bygginga- meistari var Amar Daðason í Vesturkoti á Skciðum. Innrétting- ar vom einnig allar teiknaðar hjá B.B.I. en um smíði þeirra sá Vél- smiðja Valdimars Friðrikssonar á Selfossi. Smíði húss og innréttinga var boðin út og áttu þessir aðilar lægstu tilboðin. Fyrstu kálfarnir komnir á bása. Framhlið básanna er stiílanleg eftir stœrð gripanna. Hrossabændur rðða markaðsíulltrúa Nýlega auglýsti Félag hrossa- bænda nýtt starf markaðs- fulltrúa félagsins. Alls sóttu 23 um starfið. Hulda G. Geirsdóttir var ráðin og verður í hlutastarfi frá 1. mars til 1. júlí en frá og með þeim tíma í fullu starfi. Aðsetur Huldu verður í Bændahöllinni. Hulda er með BA próf í fjöl- miðlafræði og sagnfræði firá Colorado State University í Banda- ríkjunum. Þar tók hún einnig nokk- ur aukafög er tengjast hestum. Eggert Gunnarsson, dýralœknir á Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafrœði, Keldum I J

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.