Bændablaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 28. febrúar 1996 Bœndablaðið 5 Hvers vegna íslenskan landbúnað? Hvers vegna ekki að leggja þetta dýra og óhagkvæma bákn bara niður og flytja inn allar þær landbúnaðarvörur sem hugurinn gimist. Eins og Þorvaldur Gylfason sagði í einum af mörgum misfræð- andi þáttum hjá Ríkissjónvarpinu um landbúnaðarmál: Það er meira að segja hœgt að borðafranska osta íAlbaníu. Er hægt að neita mönnum um önnur eins mannréttindi? Nú, það er hægt að spara á fleiri sviðum: Hvers vegna ekki að leggja niður Háskóla Islands? Það er nefni- lega offramboð á menntamönnum á heimsmarkaðsverði frá Austan- tjaldslöndunum fyrrverandi og kaupkröfur þessa fólks eru í líkingu við innflutta kjúklinga án tolla. Ingi- björg! Þama væri hægt að stórspara launakostnað Ríkisspítalanna. Og til að auðvelda komu þessa fólks myndum við leggja niður ís- lensku og taka bara upp ensku, það tala hvort eð er svo fáir þetta mál. Þetta myndi spara alla íslensku- kennslu. Ykkur finnst þetta kannski orðið hálföfgakennt, en hvað er það að vera íslendingur? Er hagkvæmnin ofar öllu? Eigum við ekki að nota það sem við höfum og byggja þetta land fyrir okkur? Hvað hefur íslenskur landbúnaður að gefa? Við höfum landbúnaðarafurðir sem framleiddar em við þau náttúmvænstu og heilbrigðustu aðstæður sem þekkjast. Er þetta ekki það sem við viljum að börnin okkar neyti? Hvers vegna er sífellt vaxandi stuðningur við lífræna ræktun og krafa um að rányrkjubúskap sé hætt í hinum vestræna heimi og út- lendingar líta hingað öfundaraugum. Þessi ódýra landbúnaðarvara sem okkur býðst tilheyrir ekki þessum lífræna flokki og það langt frá að hún standist nokkum saman- burð. Samanburður Ég veit ekki hvort til em nokkrir staðlar yfir hvað við höfum í höndunum til að sýna svart á hvítu (EB er svo hrifið af stöðlum) hve heilnæma vöm er hér að fá og hve nærri við emm lífrænum búskap. Heilmiklar umræður hafa verið um Kfræna ræktun og ágæti hennar. En að svo komnu máli sýnist mér ís- lenskir neytendur ekki tilbúnir að borga lyrir þann aukakostnað sem lífrænni ræktun fylgir, og við emm á heldur norðlægri breiddargráðu til að geta sleppt tilbúnum áburði alveg í fóðuröflun, þó sé sú notkun sem hér er, aðeins brot af því sem notað er í hinni þéttbýlu Evrópu. Það er hægt að flokka allt kindakjöt og mjólkurafurðir sem vistvænar afurðir. Við vitum það og tökum því sem sjálfsögðum hlut, en í harðnandi samkeppni verðum við að geta sýnt fram á það. Hvað höfum vió? Finna þarf markaðsheiti á þessa vistvænu vöm okkar sem 90% bænda gætu látið á markaðinn á morgun. 1. í framleiðsluferlinu má ekki nota: a) vaxtaraukandi hormóna b) illgresiseyðandi eiturefni c) skordýraeitur (þar hjálpar kuldinn) 2. i) Reglur um notkun fúkkalyfja eru strangar, jafnvel hægt að lengja tímann frá notkun til slátrunar í samræmi við reglur um lífræna ræktun. ii) Banna notkun fúkkalyfja í fóður. 3. Virkt fóðureftirlit er þegar í gangi. Það mætti jafnvel auka kröfur svo að hægt sé að fullyrða um velferð húsdýranna. En strangar kröfur eru um rými og aðbúnað í lífrænum búskap. 4. Notkun tilbúins áburðar er okkur flestum nauðsynleg við fóðuröflun þar sem vaxtardagar á okkar norðlægu slóðum eru svo fáir. En búa þarf til ramma þar sem áburðarmagn á ha. kemur fram og er ásættanlegt innan þessa vistvæna ramma u.þ.b. 100 kg./ha. í mínum huga er það rányrkja að taka gras ár eftir ár af túni og bera einungis skít á, en tilbúinn áburður er þyrnir í augum lífrænt hugsandi neytenda vegna óhófs og mengunar á þéttbýlum svæðum. 5. Heiðarlömb Lömbum væri slátrað svo gott sem beint af afrétt eða heiðarlöndum. Þá er um hálfvillta bráð að ræða. Eins og mönnum er kunnugt um úr fréttum höfðar þessi ósnerta framleiðsla til erlendra aðila og gæti verið lífæð íslensks sauðfjárbúskapar. En við erum svo góðu vön að við teljum þetta sjálfsagðan hlut. Það er ekki fyrr en að við sjáum yfirgengilega hluti að við forum að meta það sem við eigum. Ég kom á nautgripabú í Bret- landi þar sem gripimir voru aldir til slátrunar á hænsnaskít sem prótein- gjafa, blandaðan við vothey og hænsnalappimar stóðu upp úr á fóðurganginum. Langar ykkur ekki bara strax í nautasteik? Vaxtaraukandi hormónar em sagðir gefa 10% vaxtaraukningu og greinast ekki í kjöti ef rétt em notað- ir, þetta þýðir 10% lægra verð. Sláturhúsin em sum hver ekki upp á marga fiska þama í útlandinu jafnvel í sömu löndum og koma hér með miklar kröfur og staðla. Þetta er það sem gæti .beðið íslenskra neyt- enda ef þeir setja bændur upp við vegg og segja: Fijáls samkeppni lifi, "no matter what". Offramleiðsla er eitt af upp- áhalds orðum fjölmiðla. Vissulega er dilkakjötsframleiðsla 2000 tonn- um meiri en skráður innanlands- markaður. Já, skráð neysla. I þeirri tölu er heimtekið kjöt framleiðenda en ekki heimaslátrað kjöt sem aðeins má notast af heimilisfólki á lögbýlum. En við vitum öll að þar er pottur brotinn, sumir segja að aðeins sé um spmngu að ræða en aðrir vilja meina að potturinn sé í molum og að þetta sé alvarlegt vandamál. Vitna ég til viðtals í Ríkisút- varpinu (4/10) við Ragnheiði Héðinsdóttur matvælaffæðing sem vinnur hjá Samtökum iðnaðarins. Á þeim bæ vilja menn meina að fram- hjásalan sé ekki minni en 1000 tonn eða helmingur birgðavandans ógur- lega. Einnig kvartaði hún yfir því að aðeins væru til reglugerðir um við- urlög við sölu þessa kjöts en engin lög. Við getum aldrei stöðvað þessa svörtu niðumfsstarfsemi nema veru- lega hart sé tekið á þessum málum. Kæru þingmenn, ykkar er að koma lögunum í lag svo að hægt sé að taka fyrir þetta með hörðum viðurlögum og háum fjársektum. Til þess að hægt sé að stöðva þessa plágu verður að banna þessa heimaslátrun og sláturleyfishafar verða að koma til móts við bændur með sanngjömu, jafnvel niður- greiddu gjaldi fyrir heimtekið kjöt, þetta er jú líka þeim í hag. Hver ætti svo að sjá um eftirlitið? Kemur margt til greina en virkt yrði það að vera. Fjáreign í þéttbýli er einnig mjög viðkvæmt mál. Þetta em kvótalausir landlitlir/landlausir aðilar marglr hveijir með fjölda fjár á fóðmm. Hvað verður um kjötið? Hvers vegna má ekki takmarka fjáreign þessara aðila eins og bænda sem selja rétt sinn og verða að gangast undir að eiga aðeins 10 kindur samanber reglugerð 6:2 í bú- vömsamningnum. Ég er hrædd um að skattayfir- völdum þætti skrítið ef bóndi ræktaði marga ha. af kartöflum en engar væm tekjumar. Enginn er að þó fetta fingur út í kartöfluholu fyrir ijölskylduna. Hvað er til ráða? Það lítur út fyrir að fátt sé til ráða annað en að leggja árar í bát og gefast upp. Þetta minnir helst á þann tíma þegar Islendingar stóðu í fjöm- borðinu og horfðu á Norðmenn moka upp sfldinni fýrir framan nefið á þeim! Én hvað gátum við gert, við áttum enga báta. Eftirfarandi sagði nýráðinn ffamkvæmdastjóri hinna nýju Bændasamtaka á morgunverðar- fundi hjá Verslunarráði hér um daginn: "Að píslarganga Jóhannesar vinar síns í Bónus væri ekkert miðað við markaðssókn fyrir íslenska lambakjötið" Hvar væmm við í dag ef ís- lensku fiskútflutningsfyrirtækin hefðu ekki lagt land undir fót og hellt sér í markaðsuppbyggingu í þessum sömu löndum. Sambandið heitið stofhaði meira að segja fyrirtækið "Icelandic Sea- food" í Bandaríkjunum til að komast inn á markaðinn þar. Einnig er þrotlaust starf í markaðssetningu á saltfiski í Suður-Evrópu. Hvemig stendur á þessu aula- lega klúðri sem æ ofan í æ á sér stað í sölu á kjöti héðan. 1) Rangt stilltar vogir. 2) Ekki næg kæling á kjöti. 3) Ekki nægilega hreint kjöt. 4) Ekki til kjöt á markað sem loksins er búið að finna í allri þessari offramframleiðslu. Hveijir standa á bak við þessa eyðileggingarstarfsemi? Er þetta hreinn aulagangur eða hvað? Hvers vegna vildi Framleiðnisjóður land- búnaðarins ekki styrkja kaupfélag Skagfirðinga um 30 milljónir í markaðsuppbyggingu í Banda- ríkjunum í samvinnu við Islenskar sjávarafurðir, þeir em þó með réttar vogir og hafa kynnt sér reglugerð um kælingu á þeirri hágæðavöm sem þeir flytja snurðulaust um allan heim. Það er til markaður fyrir kjötið en hann kemur ekki hlaupandi til okkar, það þarf að finna hann. Finna markaðshópa og byrja þar Hvað með alla þá íslensk-ættuðu Ameríkubúa sem ferðamálaráð er að fara að draga til Islands í samstarfi með hinum Norðurlöndunum undir slagorðinu "Home to Roots"? Þar er giskað á að um 100,000 manns séu af íslensku bergi brotnir. Hvað væri hægt að fá marga þeirra til að borða íslenska kjötsúpu á Leifs Eiríkssonar degi? Eða Is- lendingar á Norðurlöndum, hvað myndu margir þeirra ekki kaupa hangilæri fyrir jólin ef það væri til þar. Em þetta kannski of smáir markaðir til að hinir "stórhuga" út- flytjendur líti við þeim. I hveiju er framleiðsla okkar sérstæð, hvað er það sem við höfum sem menn em að sækja í, sem menn hafa sýnt áhuga? Það leikur enginn vafi á að það er þetta heilnæma og ósnortna sem einkennir afurðir okkar. Stefna okk- ar verður að styrkja náttúmvænan landbúnað. í nágrannalöndunum er peningum dælt í það. Við megum ekki fóma fjöl- skyldubúum á kostnað skammtíma gróðasjónarmiða þ.e.a.s. hag- kvæmari og stærri eininga sem þetta heitir á hagffæðimáli en er ekkert annað en verksmiðjubú sem hinn vestræni heimur er loks að skilja að gefur ekki afurð sem er eins heil- næm. Veijum íslenska ffamleiðslu, stöndum saman. Við emm smá en samt rík. Hugleiðing Guðrúnar Stefánsdóttur, bónda í Hlíðarendakoti, í Fljótshlíð. Bestu kaupin Besta verðið Eftirtaldar vélar fást nú á sér- stöku tilboðsverdi Zetor 7211,65 hö, árg. 1987. Verð kr. 390.000 án VSK Zetor 7211,65 hö, árg. 1986 m/ámoksturstækjum, Veto F12 Verð kr. 580.000 án VSK Zetor 7245, 65 hö, árg. 1988 m/ámoksturstækjum, Alö 3301 Verð kr. 750.000 án VSK Zetor 7245, 65 hö, árg. 1989. Verö kr. 590.000 án VSK Zetor 7745, 70 hö, árg. 1991. Verð kr. 730.000 án VSK IH 484.52 hö, árg. 1980 m/ámoksturstækjum Verð kr. 350.000 án VSK Glóbus Vélaver hf. Lágmúla 5 Reykjavík Sími 588 2600

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.