Bændablaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið Miðvikudagur 28. febrúar 1996 Grundvallarverð, nautakjöt og skráð heildsöluverð Eru bændur að í síðasta tölublaði Bændablaðsins lagði ég áherslu á að bændur fylgdust vel með því að sláturleyfishafar greiddu skráð grundvallarverð fyrir nautgripakjöt eins og þeim ber að gera lögum samkvæmt. Ef sú er raun- in að einhverjir bændur fái ekki greitt skráð verð er þeim bent á að leita til skrifstofu Landssambands kúabænda eða snúa sér til lögfræðings ' og fá innheimtan mismuninn á útborguðu verði slátur- leyfishafans og skráðu grundvallarverði. Reyndar er það svo að nánast allir sláturleyfis- hafar hafa virt skráð verð frá því um mitt ár 1994 og fram að þessu, en fregnir herma að ein- staka aðili hafi nú tekið verð- lagninguna í sínar hendur. Afkoma nautgripaslátrunar hlýtur að versna Á síðustu mánuðum hefur tiltölulega lítið umframframboð nautakjöts valdið miklu róti á markaðnum. Þannig hefur afsláttur sem sláturleyfishafar veita kjötvinnslum aukist, sem þýðir að þeir fá minna upp í slátur- kostnað sinn. Undirboð einstakra slátur- leyfishafa leiðir yfirleitt ekki til neins annars en að sá sem hafði viðskiptin er gefinn kostur á að lækka sitt heildsöluverð og hann gerir það til að halda markaðshlutdeild sinni. Með þessu vinna menn ekkert, heldur tapa vegna þess að verð lækkar á heildsölustiginu og afkoman versnar í slátrun. Þetta er ótrúleg skammsýni og má spyrja hvort sláturleyfishöfum sé alveg sama um afkomuna? Reyndar er það svo að þeir gera allt sem þeir geta til að halda í “kúnnann” sinn, þora ekki að sitja eftir og verða því að fylgja markaðnum. Það eru alltaf fleiri og fleiri að selja kjöt en færri og færri sem kaupa. Bændur búa við samdrátt Það verður að segjast eins og er að bændur eru allt of djarfir að setja á kálfa til kjötframleiðslu og framleiða því meira en innlendur markaður þolir. Þeir búa við sam- drátt og eiga því margir mjög auð- velt með að framleiða meira magn. Á meðan svo er ríkir sífelld spenna og undirboð. En það er ljóst að bundin verðlagning fer mjög illa saman við frjálst fram- boð. Bændur þrýsta á sláturleyfis- hafann og nánast heimta slátrun - oft vegna hey- og plássleysis. Þeir skilja jafnvel ekkert í því af hverju þeir fá ekki gripum sínum slátrað þegar þeim hentar. Þeir sækjast því margir eftir að fá gripum sínum slátrað, taka kjötið út úr sláturhúsi og selja það sjálfir. Oftast eru þeir þó að selja undir skráðu heildsölu- verði og eru þar með að brjóta bú- vörulög og jafnframt að ofurselja Guðbjörn Árnason er landbúnaðarhag- frœðingur og framkvœmdastjóri Landssambands kúabcenda sig samkeppnislögum eins og nýjustu dæmin sýna. Maður spyr sig stundum af hverju verið er að berjast fyrir því að bændur fái greitt skráð verð fyr- ir afurðir sínar - þegar sumir þeirra eru að gera hið gagnstæða, þ.e. að undirbjóða stéttarbræður sína og eyðileggja fyrir þeim og sjálfum sér. Til hvers er þá barist? Eiga bændur ekki að vera ábyrgir gerða sinna og sjá til þess sjálfir að fá það verð sem þeim ber? Eða eiga þeir að geta framleitt eins og þá lystir og látið aðra sjá um að þeir fái fullt verð? Bændur verða að hafa vit fyrir sér sjálfir og hugsa um annað eiginn hag. Aðstæður á markaðnum og í landbúnaði eru þannig, að þær leyfa hvorki sérhagsmunapot eða skammsýni. Framtíðin skiptir máli. Er tilgangur með verðuppbótum fyrir slátraða ungkálfa? Verðuppbótum hefur oft verið beitt til að hvetja bændur til að slátra meira af kálfum en ella. Hefur það stjómtæki þótt nokkuð gott þar sem það hefur stuðlað að minna framboði nautakjöts og meiri stöðugleika á markaði. En með slíkum greiðslum er verið að verja töluverðum fjármunum til að greiða fyrir slátrun kálfa, sem fóru í sláturhús hvort eð er. Spurningin er því sú hvort þeim fjármunum væri ekki betur varið til markaðs- sóknar í einhverri mynd. Hvað vilja bændur? Með nýjum búvörusamningi í sauðfjárrækt er horfið frá fram- leiðslustýringu í þeirri grein og þar með er kjötframleiðsla í landinu gefin “frjáls”. Ef það er vilji kúa- bænda að virða ekki opinbera verðlagningu og láta samkeppni milli sláturleyfishafa um hylli kjötvinnslna og smásala ráða ferðinni er í reynd brostinn grund- völlur fyrir því að reyna að hafa áhrif á framleiðsluna og þar með verð til bænda. Bændur geta staðið saman að sölumálum sínum - en geri þeir það ekki stefna þeir beint hægt en markvisst til versnandi kjara, til ástands þar sem hnefarétturinn ræður. Afnám kjarn- Þegar menn ræða um að breyta eða fella niður kjarnfóðurtolla eru nokkrar leiðir sem að þeir hafa verið að velta fyrir sér. 1. Lágmarksverð Þessi aðferð felst í því að tollurinn verði afnuminn svo framar- lega sem að inn- flutningsverð á kjam- fóðri fari ekki niður fyr- ir ákveðið mark. Rökin fyrir þessari aðferð eru að innlend fóðurframleiðsla geti aldrei keppt við niður- greitt kjamfóður utan úr heimi. Því verði að tryggja að það kjarnfóður sem hingað er flutt sé ekki á verði sem að sé langt frá framleiðslukostnaði. Þessi rök vógu þungt þegar kjarnfóðurskatt- urinn var fyrst lagður á en um þessar mundir em þau ekki eins veigamikil þar sem framleiðsla komfóðurs hefur minkað á sama tíma og markaðir fyrir það eru að stækka. I sjálfu sér er allt í lagi að hafa lágmarksverð til þess að miða við, þannig að kjamfóðurtollar kæmu á ef að verðið á innfluttu kjamfóðri yrði óeðlilega lágt. Það væri hins vegar kostnaðarsamt og erfitt. Safna yrði upplýsingum um fóður- verð, þ.e. heimsmarkaðsverð annars vegar og svo innkaupsverð fóðurinnflytjenda hins vegar, til þess að sjá hvort þar væri ósam- ræmi á milli. Einnig yrði að ákveða hvaða verð væri óeðlilega lágt og það væri ekki mjög auð- veld ákvörðun. Búast mætti við að innflytjendur fæm að bjóða seljendum hærra verð fyrir fóðrið til þess að ekki kæmi til tolls. Allt þetta væri dýrt í framkvæmd og sá kostnaður yrði að leggjast ofan á fóðurverð, sem ekki væri til þess að styrkja stöðu bænda. 2. Lækka kjarnfóð- urtollinn og að öll upphæðin renni í Framleiðnisjóð Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefur fengið 5/55 hluta af kjamfóðurtollinum. Ef tollurinn verður tekinn af missir Framleiðni- sjóður spón úr aski sínum. Framleiðni- sjóður hefur gegnt veigamiklu hlutverki á undanfömum ámm. Sjóðurinn hefur styrkt mörg verkefni sem hafa skilað sér í bættum lífskjörum í dreifbýlinu. Hins vegar er mjög ósanngjarnt að taka gjald af innfluttu kjarnfóðri til þessara hluta. Bæði hefur það verið ósanngjamt gagnvart einstaka búgreinum og eins gagnvart hinum einstöku fram- leiðendum. Einnig er það óhagkvæmt að taka gjald til þessara hluta í upphafi fram- leiðsluferilsins. Slíkt gjald á að taka þegar varan er seld, því að annars leggst aukakostnaður á vömna og hún verður dýrari í framleiðslu en þörf er á. Til þess að vega upp á móti þeirri skerðingu sem Framleiðni- sjóður verður fyrir væri einfaldast og ódýrast að hækka Búnaðar- málasjóðsgjald í samræmi við það sem tapast. Þær búgreinar sem nota ekki kjarnfóður og hafa þar af leiðandi ekki borgað í Fram- leiðnisjóð yrðu þó undanskildar hækkuninni á sjóðagjöldunum til þess að þeirra staða breyttist ekki við þessa hagræðingaraðgerðir hjá þeim búgreinum sem að nota inn- flutt kjamfóður. Sverrir Bjartmarz hagfrœðingur Bcendasamtaka íslands í fyrrahaust samþykkti auka- búnaðarþing að 600 tonn af kindakjöti færu á innlendan markað með sértækum markaðsaðgerðum. Hvert kíló kjöts var niðurgreitt um rétt röskar 100 krónur. Kjötið var frá því í sláturtíð 1994. Strax í upphafi var ákveðið að bjóða neytendum upp á tvo möguleika. Annars vegar var um að ræða poka með ósnyrtu kjöti og hins vegar poka með snyrtu kjöti. Sú ákvörðun að hafa tilboð á ósnyrtu kjöti var tekin vegna eindreginna tilmæla sláturleyfis- hafa og smásala. Þeir héldu fast við þá skoðun sína að sölumagn vömnnar væri nánast eingöngu háð verði hennar. Raunin varð sú að megnið af kjötinu var selt ósnyrt. Megin- ástæða þess var sú að ekki hafði átakið fyrr hafist en það upphófst mikið verðstríð á milli smásala, í ósnyrta kjötinu, sem leiddi til þess að sláturleyfishafar höfðu ekki undan við að saga það niður. Á sama tíma og mikill þrýstingur, af hálfu kaupmanna, var á slátur- leyfishafa að afhenda ósnyrt kjöt þá var lítil eftirspurn eftir því snyrta og því sat það á hakanum þar til undir lokin þegar öldumar tók að lægja. Verðlœkkanir utan sértœkra markaðsaðgerða Auk hinna sértæku markaðs- aðgerða sem fyrr vom nefndar vom í gangi aðrar verðlækkanir á birgðum kjöts frá hausti 1994. Þær vom annars vegar 15% niðurgreiðsla á 480 tonn af DIA í heilum skrokkum og grófhlutuðu. Hins vegar var 10% niðurgreiðsla á alla aðra flokka en DIA sem nam rúmum 600 tonnum. Útflutningur ekki fýsilegur Hvað um útflutning á þessum 1.100 tonnum sem seldust utan hinna sértæku markaðsaðgerða? 1. febrúar 1996 vom um 500 tonn eftir af kjöti í birgðum frá 1994. Erfitt væri að sitja einnig uppi með þessi 1.100 tonn því þá væm 1.600 tonna birgðir sem enn þyrfti að finna erlenda markaði fyrir. Ákaflega lágt verð fæst fyrir þessar birgðir á erlendum mörkuðum og því hefði tæplega verið til fjármagn til að styrkja allan þann útflutning sem þessi 1.100 tonn hefðu kallað á aukalega. Auk þess var búist við enn lægra útflutningsverði framan af því lengi vel var útlit fyrir að aðeins mundi fást einn dollar fyrir kflóið en ekki tæpir tveir dollarar eins og raun varð á. Kjötið væri enn í geymslum Þá má einnig nefna að stór hluti þess kjöts sem var niðurgreitt í DIA flokki upp á 15% var grólhlutaður, og því nánast ógerlegt að finna markað fyrir það erlendis. Stór hluti jjessara 1.100 tonna væri enn í frystigeymslum ef þessar niður- greiðslur hefðu ekki komið til, með öllum þeim vaxta- og geymslu- kostnaði og vandamálum sem að það hefði haft í för með sér./KK 3. Fella niður tol! á hráefni en hafa (lægri?) toll á innfluttum fóðurblöndum Þessari leið er ætlað að vemda fóðuriðnað á Islandi. Þessi leið væri til mikilla bóta frá því sem nú er, en hún kemur ekki öllum að gagni. Kjúklingabændur geta til dæmis eklci blandað sitt fóður sjálfir og yrðu því af þeirri lækkun sem að kæmi fram hjá öðmm. Samkeppni kæmist ekki á í verslun með blöndur, en það er einmitt forsenda þess að fóðurverð lækki hér á landi. Hér hefur verið útskýrt í stuttu máli að réttasta leiðin er að fella niður kjamfóðurtolla með öllu, en til þess að tryggja Framleiðnisjóði Landbúnaðarins óbreyttar tekjur þá verði búnaðarmálasjóðsgjald hækkað til samræmis við tekju- tapið. Aðrar leiðir em hugsanleg- ar, en þær skila bændum ekki há- markságóða af því að fella tollinn niður. Bændum finnst sjálfsagt nóg um sjóðagjöldin nú þegar en sú hækkun sem hér er um að ræða (yrði á bilinu 0,3 til 0,4%) verður miklu minni en ávinningurinn sem þeir fá þegar kjamfóðurtollurinn verður felldur niður.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.