Bændablaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 28. febrúar 1996 Bœndablaðið 7 Eftirlit með aðskotaefnum í sláturafurðum. Onnur grein. Loks skal getið ýmissa efna sem berast í dýrin úr umhverfinu svo sem þungmálma, PCB og geislavirkra efna. Hér á landi hafa Geislavamir ríkisins eftirlit með geislavirkum efnum. ÁSTANDIÐ HÉR Á LANDI Á íslandi eru góð skilyrði til að framleiða hreinar og ómengaðar afurðir. Algert bann er við notkun vaxtaraukandi hormóna og vaxtar- aukandi efna í fóðri. Lyfjalöggjöf er ströng og notkun lyfja einungis heimil í sam- ráði við dýralækna. Bann er við íblöndun lyfja í fóður nema til lækninga. Vatn er hreint og umhverfis- mengun er lítil enda er hér lítill efna- og þungaiðnaður. Aðbúnaður búfjár er hér góður, notkun vamarefna í landbúnaði lítil og gott rými á búfé í húsum og högum. Þess vegna hefur því ávallt verið haldið fram að íslenskt kjöt og sláturafurðir væm hreinar af- urðir þ.e. lausar við aðskotaefni og lyfjaleifar. Ástæða er þó til að viðhafa fyllstu aðgát í þessum efnum. Það er fyrst og fremst undir bændunum komið hvort lyfjaleifar finnast í kjöti og sláturafurðum. Þeir geta og verða að tryggja að búfé, sem hefur verið meðhöndlað með lyfjum séu ekki sent til slátrunar fyrr en tilskilinn tími er liðinn frá síðustu lyfjagjöf. Lyf umbrotna í líkama dýra og skiljast út með mjólk, saur og þvagi. Út- skolunartími lyfja er misjafnlega langur og dýralæknar geta upplýst bændur um hversu löngu eftir lyíjameðhöndlun má slátra dýmn- um. Markmiðið hlýtur að vera að viðhalda þeirri stöðu og þeirri ímynd að íslenskt kjöt sé hreint og laust við lyfjaleifar og aðskotaefni. BETA- AGÓNISTAR Á síðustu ámm hafa verið brögð að notkun svokallaðra b- agónista í dýr í kjötframleiðslu. Þessi efni em vel þekkt og notuð bæði í manna- og dýralækningum við meðferð á sjúkdómum í öndunarfæmm Séu þau gefin í stómm skömmtum auka þau vöðvamagnið þ.e. magurt kjöt. Eitthvað mun þetta þó koma niður á kjötgæðunum eða að minnsta kosti sumum gæðaeiginleikum þess eins og seigju eða mýkt kjötsins. Hvergi er leyfilegt að nota þessi efni við kjötframleiðslu, en í Evrópu- sambandinu, nema Danmörku ( og væntanlega Svíþjóð og Finnlandi), er áhtið, samkvæmt nokkuð nýlegri rannsókn, að talsvert sé um ólöglega notkun á þeim og dæmi em um að fólk hafi orðið fyrir eitmn vegna neyslu á kálfalifrum, sem innihéldu þessi efni í miklu magni. SÝKLALYF Sýklalyf geta einnig aukið vaxtarhraða dýra. Lyfjunum er þá blandað í fóðrið en ekki er alveg ljóst hvemig þau verka vaxtarauk- andi. Sýklalyf eru einnig notuð til að fyrirbyggja sjúkdóma og með notkun þeirra er oft á tíðum unnt Sigurður Örn Hansson dýra- lœknir hjá embætti yfirdýra- lœknis. að að auka þéttleika dýra í t.d. ali- fuglahúsum og svínahúsum. Sýklalyf hvort sem þau em notuð til eiginlegra lækninga, til að fyrirbyggja sjúkdóma eða til að auka vaxtarhraða, eru hættuleg af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi geta þau valdið ónæmi hjá ýmsum sýklum þannig að sýkingar geta orðið illviðráðanlegar og í öðm lagi em sýklalyf mjög ofnæmisvaldandi fólki. SNÍKLALYF oft hjá Af öðmm lyfjum sem notuð em til lækninga á dýmm skulu hér nefnd sníklalyf; lyf við inn- yflaormum í búfé t.d. Ivomec og lyf við útvortis sníkjudýmm, lús- um og kláðamaur t.d. Neocidol og Neguvon. Allt em þetta lyf sem notuð em í vemlegum mæli og þörf á að kanna hvort leifar em af í afurðunum. ÖNNUR EFNI Svo kölluð vamarefni, skor- dýraeitur og illgresislyf, sem notuð em við fóðurframleiðslu, geta borist í dýrin og þar með í sláturaf- urðir með fóðri og drykkjarvatni. Bændaferðir í sumar Uppselt er í fyrstu tvær ferðir ársins, en nokkur sæti eru enn laus í aðrar ferðir. Kanada og Bandaríki. Það eru 8 sæti laus í þessa ferð, sem hefst 11. júní og er til 25. júní. Farið verður um Nýja-ísland, vestur hluta Ontario, inn í Minnisota og um íslendingaslóðir í N.- Dakota. Dvalið í Winnipeg í lok ferðar. Verð 84.000 á mann. Mið-Evrópa. Frá 23. júní til 7. júlí. Farið verður til Norður-Ítalíu. Gist við Gardavatn í 6 nætur. Farið verður til Feneyja, Verona og Mílanó o.fl. staði. Það verður gist eina nótt í Innsbruck og 6 nætur í Kufstein í Tyrol. Margir staðir verða heimstóttir. Verð með 1/2 fæði alla daga er kr. 86.000 á mann. Mið-Evrópa. Frá 17. til 31. ágúst. Farið verður um Alsace í Frakklandi og Svartaskóg í Þýskalandi. Einnig verður ferðast um Tyrol í Austurríki og staðir eins og Salzburg, Achensee og Innsbruck heimsóttir. Þá verður gist í Bæjaralandi og farið til Prag og í lokin verður gist í Moseldalnum. Verð kr. 78.000 á mann. Verð miðast við gistingu í 2ja manna herbergi. Skattar og skoðanaferðir er innifalið. Hafið samband við Agnar eða Halldóru í síma 563 0300 ef þið óskið eftir nánari upplýsingum. Suðurland Búnaðarþingsfulltrúar boða til rabbfunda á Hótel Eddu í dag, miðvikudag kl. 13:30, að Hlíðarenda, Hvolsvelli kl. 21 í kvöld og á Hótel Selfossi á morgun kl. 13:30. Bændur Vantar þig duglegan starfskraft í sumar á aldrinum 18 til 25 ára? Ef svo er þá er NORDJOBB eitthvað sem þú getur nýtt þér. NORDJOBB er samnorrænt verkefni sem stuðlar að vinnumiðlun ungs fólks á Norðurlöndum og hafa hundruðir ungmenna komið hingað til lands í sumarvinnu sl. 10 ár. Hafðu samband við NORDJOBB hjá Norræna félaginu í síma 551 0165. S.D. líka fyrir hestinn okkar sem létt fyrir mig brokkar. Múkk í kjúkunni meiðir S.D. Hestasmyrsliö gott af sér leiðir. Kusu má ekki gleyma S.D. smyrsl má láta á reyna. Sár og nuddbletti virðist græða og kláða niöur kæfa. Viöurkennt af Hollustuvernd rikisins □D Sími 552-0790 - Fax: 552-0677 Strax á fax: Uppl. í S. 800-8222, bls. 3100 og 3101 Netfang: HTTP: // WWW spomet IS/SD Spenagúmmí og mjólkursigti fyrir Alfa-Laval mjaltakerfi - viðurkennd vara - HYGIA Spenagúmmí, sett (4), ein rauf/tvær raufar Mjólkursigti 320mm, 200 í pakka Mjólkursigti 620mm, 200 í pakka Kr. 1.299- Kr. 1.494- Kr. 2.506 - Spenadýfur Jugurhlífar Sýnikönnur Kla Mjaltastólar Sparkvarnir Kálfafötur Gaufaklippur Lambafötur Nasatangir Sogvarnir rartæki til áð gefa rafstuð (2 x 1,5V rafhlöður) Sjálfbrynningai ,Stuðari" til að i anaust\ Sími 562 2262 Borgartúni 26, Reykjavík . Bíldshöföa 14, Reykjavfk Skeifunni 5A, Reykjavík Bæjarhrauni 6, Hafnarfiröi MF 390 80 hö. 4x4 MF 390T 90 hö. 4x4 Voru að koma. Hafið samband við sölumenn okkar Ingvar Helgason hf. Sævarhöfði 2 Sími 525 8000 MA88EYFERQUBON

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.