Bændablaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 12
12
Bændablaðið
Miðvikudagur 13. mars 1996
Garðyrkjan
Mikið hefur verið um fyrir-
spumir varðandi hita við ræktun
papriku, eftir útplöntun og framan
af ræktuninni. Ekki er auðvelt að
gefa upp staðlað hitaprógramm
sem myndi henta öllum hvar og
hvenær sem er. Við val á hita
verður ætíð að taka tillit til veðurs
og vaxtar plantnanna. Hafa ber
jafnframt í huga að ákveðin
breyting á hita, hvort heldur er til
hækkunar eða lækkunar, getur haft
áhrif á einn þátt en um leið nei-
kvæð áhrif á annan. Þar af leiðir að
oft verður að leitast við að ná
ákveðinni málamiðlun við val á
hita og gera verður ráð fyrir að
breyta þurfi út frá áður ákveðnum
hita þegar efla þarf ákveðinn þátt,
þó svo að það verði á kostnað ein-
hvers annars.
Útplöntun -
1 .frjóvgun
Mjög mikilvægt er að plöntur-
nar róti sig sem örast og best eftir
útplöntun. Ef ekki, þá hleypur
kyrkingur í plöntumar sem myndi
valda meiri eða minni erfiðleikum
síðar á ræktunarskeiðinu. í því
sambandi skiptir jarðvegshitinn
mjög miklu máli og verður að
tryggja að hann sé nægilega hár
við útplöntun. Auk þess að valda
kyrkingi í vexti plantnanna, eykur
of lágur jarðvegshiti hættuna á rót-
arsjúkdómum (t.d. Pythium).
Kjörjarðvegshiti er 20-22°C,
sem tryggir nægilegt orkustreymi
til rótanna og stuðlar þá um leið að
hraðari rótarvexti sem skilar sér í
skjótari og betri rótun. Því meira
sem jarðvegshitinn fer undir 20°C,
því meira dregur úr rótarvexti og
því meiri verður hættan á
rótarsjúkdómum. Plöntumar geta
þó sœtt sig við 18°C, en neðar ætti
jarðvegshitinn ekki að fara. Ef
hann er fulllágur er gott að vökva
með vel volgu vatni. Jarðvegs-
hitinn má þó ekki heldur vera of
hár, því þá verða rætumar veikari
og vaxtarbroddar þeirra drepast of
fljótt. Jarðvegshitinn ætti helst
ekki fara yfir 24°C og ekki vera
hærri en lofthitinn. Mjög æskilegt
væri því að vera með jarðvegs-
upphitun við ræktun papriku, sér-
staklega fyrstu 6-8 vikurnar eftir
útplöntun og er paprikan meðal
þeirra tegunda sem launa slíkt
hvað best.
Framan af ræktuninni eru
plöntumar of smáar til að bera
Kartöflubændyr skili
viflhorfskOnnun sem
allrafypst
Búið er að senda út við-
horfskönnun til allra kart-
öflubænda landsins. Til-
gangurinn er að fá fram
skýra mynd af viðhorfum
þeirra til ýmissa mála.
Stjórn Landsambands kart-
öflubænda vill skora á þátt-
takendur í könnuninni að
skila útfylltum eyðublöðum
sem allra fyrst eða í síðasta
lagi fyrir 20. mars n.k.
aldin og leggja ber því mikla
áherslu á að byggja upp sem
mestan blaðflöt og sem örast á um
fyrstu sex vikunum (4 til 8) eftir
útplöntun. Með stómm blaðfleti
geta plöntumar nýtt sér birtuna
betur og þar með myndað meiri
sykrur við ljóstillífun. Nauð-
synlegt er að fjarlægja fyrsta
blómið, því ef það fær að þroskast
áfram og mynda aldin myndi
aldinið taka það mikla orku til sín
að það myndi bitna mjög illa á
grænvextinum. Á þessu stigi annar
plantan ekki bæði að mynda aldin
og halda grænvexti áfram. Ef
plönturnar mynda aldin of fljótt
dregur úr rótarvexti og þar með
upptöku á kalsíum, sem myndi
m.a. auka hættuna á stflroti á
fyrstu aldinunum. Ef birtan er
mjög léleg kæmi jafnvel til greina
að fjarlægja annað blómið líka.
Lofthitinn verður því að vera
nægilega hár fyrstu vikumar.
Miðað mætti t.d. við að halda 22 -
23 °C dag og nótt fyrstu 2-3
dagana. Þá væri hitinn lækkaður
dálítið, þannig að haldið væri 21-
22°C meðalhita yfir sólarhringinn,
með tiltölulega litlum hitamun á
milli dags og nætur, t.d. 22-23°C
að degi og 20-21°C að nóttu,
a.m.k. þegar birtan er þokkaleg.
Loftrakinn þyrfti líka að vera
nægilega hár til að frumurnar geti
þanist sem örast út og náð hámarks
stærð. Lægri meðalhiti veldur því
að plöntumar mynda blóm of fljótt
og hærri hiti veldur óþarfa
orkueyðslu hjá plöntunum.
Ætíð verður að gæta þess að
samræmi sé á milli hita og birtu.
Hærri plöntuhiti táknar hraðari
brennslu sykra. Við snemm-
plöntun er birtan yfirleitt það lítil
að framleiðsla ljóstillífunarinnar er
mjög lítil. Þar sem forðanæring
lítillar plöntu er lítil getur of hár
hiti tekið of mikla orku til sín, sem
bitnar á vexti plöntunnar.
Frá og meó 1.
aldinmyndun.
Til að stuðla að kröftugum og
góðum blómum við fyrstu
fijóvgun er rétt að lækka hitann
dálítið 2 - 3 vikum áður en
blómgun hefst. Ágæt viðmiðun er
að halda um 20°C meðalhita, með
um 21 - 22°C að degi og 17 - 18°C
að nóttu, háð birtu. Ekki ætti að
lækka hitann meira en nauðsynlegt
er fyrir góða blómmyndun og
frjóvgun. Lægri næturhiti, allt
niður í 12-l5°C, skaðar ekki
plöntumar ef daghitinn er
samsvarandi hærri. Hætta er á
lélegri frjóvgun þegar plantað er út
snemma árs við léleg birtuskilyrði
og haldið er lágum hita til að koma
í veg fyrir að plönturnar trjónist
um of upp, sökum þess að ekki
berst næg orka til blómanna. Enn
fremur er mikil hætta á að blómin
detti af þegar haldið er of lágum
hita og grænvöxturinn jafnframt
lélegur.
Að lokinni 1. frjóvgun gæti
verið til bóta að hækka nætur-
hitann aftur svolítið um tíma, t.d.
um 1°C, sem myndi flýta
aldinmynduninni. Þegar aldinin
eru farin að tútna út er rétt að
lækka næturhitann á ný í 17 - 18°C
og halda 20 - 21°C að degi þannig
að meðalhitinn sé um 20°C, því
aldinin taka mikla orku til sín.
Tiltölulega lágur næturhiti gefur
lfka stærri aldin. Á þessum tíma er
birtan oft mjög takmarkandi þáttur
og ef hún er mjög léleg gæti þurft
að halda ívið lægri hita. Hins vegar
ætti meðalhitinn ekki vera lægri en
19,5°C, þar sem slíkt seinkar
þroska plantnanna um of.
Þegar aldinmyndunin er komin
vel af stað vilja menn stundum
kynda ívið meira til að efla
grænvöxt plantnanna. Gæta verður
þó hófs og taka verður fullt tillit til
birtunnar. Við of háan hita geta
plöntumar kastað aldinvísum af
sér, jafnvel geta þær kastað
aldinum af sér sem eru orðin 3-4
cm í þvermál. Eins og áður var
getið væri í flestum tilfellum
hæfilegt að miða við 20°C
meðalhita, sem á einkum við um
græn og rauð afbrigði en þau gulu
myndu gjaman kjósa um 1°C
hærri hita. Hafa ber einnig í huga
að því hærri sem hitinn er því
smærri verða aldinin og því fyrr ná
þau uppskeruhæfum þroska, t.d.
styttist vaxtartími aldinanna um 2-
3 daga við hverja 1°C hækkun
meðalhita. í Hollandi er algengt að
miða við að hækka hitann um 1°C
fyrir hverja 200 W/m2 birtu-
aukningu. Hitamunur dags og
nætur hefur áhrif á stærð aldin-
anna, því meiri sem munurinn er
því stærri verða aldinin. Hins veg-
ar þarf að hafa í huga að stór aldin
krefjast meiri orku og em við-
kvæmari fyrir korkrákum.
Garðar R. Árnason
garðyrkjuráðunautur
Bœndasamtaka íslands
Jarðir til leigu
Hjá jarðadeild landbúnaðarráðuneytislns eru
neðangreindar jarðir lausar til ábúðar frá komandi
fardögum:
1. Framnes, Kaldrananeshreppi, Strandasýslu; (á jörðinni
eru 15 ha. ræktun, íbúðarhús b. 1968, geymsla, fjárhús, 2
refahús).
2. Selá, Árskógshreppi, Eyjafjarðarsýslu, (á jörðinni er 42
ha ræktun, íbúðarhús b. 1937, fjós, fjárhús, 2 hlöður,
mjólkurhús, fjárhús).
3. Unaós, HJaltastaðahreppl, Norður-Múlasýslu; (á
jörðinni er24,3 ha. ræktun, íbúðarhús b. 1960, fjós, fjárhús,
3 hlööur, votheysturn, fjárhús m/áburðarkjallara).
Greiðslumark sauðfjár 196 ærg.
4. Arnhólsstaðir, Skrlðdalshreppl, Suður-Múlasýslu; (á
jörðinni er49,2 ha. ræktun, íbúðarhús b. 1936, 2 fjós,
fjárhús, 2 hlöður, votheysgryfja). Greiðslumark sauðfjár 234
ærg.
5. Kvíarhóll, Ölfushreppi, Árnessýslu; (á jörðinni er 21,1
ha. ræktun, íbúðarhús b. 1960, hlaða, tvö minkahús,
hesthús).
Jafnframt eru til leigu eyðijarðirnar Staður og Faxastaðlr,
Norður-ísafjarðarsýslu (áður Snæfjallahreppur),
Brekkusel í Tunguhreppl, Norður-Múlasýslu og
Brimnesgerðl í Fáskrúðsfjarðarhreppi, Suður-
Múlasýslu.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 560 9750.
Grænt símanúmer. 800 6800.
Umsóknareyðublöð fást hjá jarðadeild.
Umsóknir berist jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins,
Sölvhólsgötu 7,150 Reykjavík fyrir 25. mars nk.
Landbúnaðarráðuneytið, 27. febrúar 1996.
Skipulögð beit - Landvernd
rafgirðingavörur
• Vandaö efni
• Fjölbreytt úrval
Hagkvæmasta lausnin
er JÖTrafgirðing!
• Hagstætt verð
• Gerum efnis-
áætlanir og tilboð
Rafgirðing er raunabót
reynist vel en kostar Irtið.
Fénaði varnar vegsins rót
vænkast hagur minnkar str'rtið
Ártorgi 1 - 550 Sauöárkrókur
S: 455 4610 • F: 455 4611
• Leiöbeinum um
uppsetningu
UMBOÐSMENN
UM ALLT LAND
Leitið upplýsinga
og fálð sendan
bækllng og vörulista