Bændablaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18. mars 1997 Bændablaðið 7 Er í lagi ao gefa eldisgrísum flskimjttl? Það skiptir miklu máli fyrir svínaræktina að grísir séu fóðraðir á réttan hátt frá goti til slátrunar. Sífellt þarf að hafa kjötgæðin í huga því að ánægðir kjötkaupend- ur eru ein af undirstöðum greinar- innar. Þetta þýðir að bóndinn á að taka ákveðna ábyrgð á afurðunum alveg þar til þær fara ofan í maga neytenda. Það er sem sagt ekki nóg að hugsa eingöngu um kjöt- matið í sláturhúsinu. Neytendur hafa kvartað yfir afurðum úr svína- kjöti t.d. vegna óbragðs af kjöti eða fitu. Hér á eftir verður ijallað um þann þátt sem hefúr mest áhrif á gæði afúrða en það er fitan, sér í lagi fita úr fiski. Svo að kjötmagnið verði sem mest á grísunum verður hlutfall orku og prótíns (eggjahvítuefnis) í fóðrinu að vera rétt. Grísir þurfa mikið og gott prótín, sérstaklega á fyrri hluta vaxtarskeiðs. Gott fiskimjöl er einn besti prótíngjafi sem völ er á. Sjálfsagt er að nýta þetta innlenda hráefni í réttu magni í fóðri grísanna. Á markaði hér- lendis er fiskimjöl úr margskonar fisktegundum og af ýmsum gæðum. Þegar keypt er fiskimjöl á að fylgja því innihaldslýsing þar sem m.a. kemur fram prótín- og fitumagn mjölsins en það er ein- mitt fitan í mjölinu sem ræður úr- slitum um áhrif þess á gæði afúrð- anna. Þar sem fitumagn fiskimjöls er mismunandi er æskilegt að miða við heildarmagn fiskifitu í fóðri. Þetta þýðir að umreikna þarf alla þá fitu sem ættuð er úr sjávarfangi yfir í g fiskifitu í kg þurrfóðurs. Rannsóknir á RALA hafa sýnt að fara þarf varlega í fiskimjöls- gjöf, sérstaklega handa grisum eftir 60 kg þunga. Kjöt af grísum sem fóðraðir hafa verið á mismun- andi fiskimjöli hefur verið bragð- prófað og gæðamælt. Helstu niðurstöður tilraunar sem nýlokið er á RALA sýna að í lagi er að nota 9% af 2,2% feitu fiskimjöli handa eldisgrísum allt til slátrunar. Þetta fiskimjölsmagn jafngildir 2 g af fiskifitu í kg þurrfóðurs. Gæði fersks kjöts af grísum sem voru á þessu fóðri voru í góðu lagi. Skynmatsniðurstöður eldri til- raunar, sem einnig var gerð á RALA, sýna að fóður með 12% af 5,6% feitu mjöli (jafngildir 7 g af fiskifitu í kg þurrfóðurs) hafði ekki neikvæð áhrif á bragðgæði fersks kjöts. Gæðamælingar á kjötinu úr sömu tilraun sýndu hins vegar að kjötfitan stóðst ekki gæðaviðmið- anir og var samkvæmt því óhæf til vinnslu á t.d. hrápylsum. Síðan þessi tilraun var gerð hefúr tækni við skynmat og úrvinnslu þess fleygt fram. Ofangreindar tilraunaniður- stöður eru í samræmi við erlendar niðurstöður en Norðmenn hafa t.d. fúndið að fiskimjölsnotkun sem svarar allt að 3 g fiskifitu í hverju kg þurrfóðurs ffarn að slátrun hefúr ekki neikvæð áhrif á kjöt- gæðin. Þeir hafa líka komist að því að fiskimjölsgjöf sem svarar allt að 5 g af fiskifitu í kg þurr- fóðurs ffarn að 60 kg þunga er í lagi ef alls engin fiskfita er gefin frá 60 kg og ffam að slátrun. Danir eru hins vegar það hræddir við slæm áhrif fiskimjöls á svína- kjötsafúrðir að þeir banna alfarið notkun fiskimjöls í fóður eftir að grísimir hafa náð 40 kg þunga, alveg óháð fitumagni fiskimjöls- ins. Það er ljóst að finna þarf hversu mikið fiskimjöl er óhætt að gefa eldisgrísum fram að slátrun án þess að það hafi neikvæð áhrif á bragð- og vinnslugæði afúrðanna. Á RALA er að fara af stað tilraun þar sem takmarkið er að finna þetta hámarksmagn af fiskifitu. í tilrauninni verða eldisgrísir fóðraðir á mismiklu fiskimjöli og verður heildarmagn fiskifitu á bilinu 0 til 9 g í kg þurrfóðurs. Þar til hámarksmagnið er fúndið er mælt með að takmarka heildarmagn af fiskifitu í fóðri eldisgrísa ffam að slátrun við 2-3 g í kg þurrfóðurs. Þetta þýðir að ef fiskimjölið sem nota á er 6% feitt er hægt að nota 5% af því. Það er alveg ljóst að þetta er verulega minna magn en margir svínabænd- ur nota í sínar blöndur en til að tryggja gæðin er ekki hægt að ráð- leggja annað í bili. Til að fúll- nægja prótínþörf dýranna getur hins vegar verið nauðsynlegt að bæta öðrum prótíngjöfúm í blönduna og er þá sojamjölið nær- tækast. Prótíneiningin af háprótín- sojamjöli er núna á u.þ.b. 65 aura að meðaltali en það er sama verð og prótíneining af meðalfiskimjöli fæst á. Sojamjölið er þó ekki jafii góður prótíngjafi og fiskimjölið. Því er best að hámarka fiskimjölið í blöndunni og bæta svo sojamjöli við, eða jafnvel tilbúnum amínó- sýrum, til að uppfylla prótínþörf dýranna. Birna Baldursdóttir Fóðurdeild RALA Haugsugur, mykjudælur og mykjudreifarar Vel búin og vönduð tæki frá Irlandi Haugsugur, verðfrá: Kr: 530.000,- Staðalbúnaður; Yfirstærð á dekkjum, vökvatopplúga, vökvabremsur, áfylling báðum megin, dreifistútur og áfyllingarstútur að aftan, 6m x 6" barki, 8.000L dæla, sjónglös, drifskaft og fl. Haugdælur, verð frá; Kr: 332.500.- Staðalbúnaður; Hraðtengi fyrir 3tengibeisli, vökvayfirtengi, pallur, topploki, áfyllingarrör fyrir opna tanka, drifskaft og fl. Afköst eru 13.650 til 18.200 L/mín. Mykjudreifarar, verð frá: Kr: 430.000.- Yfirstærð af dekkjum, vökvalok, vökvabremsur, drifskaft og fl. VELARs ÞJéNUSTAHF Reykjavík og Akureyri. Símar 587-6500 & 461-4040 Niiaöai ffáttarvélai Ftá Véln ii kllnsti Gerö árgerö Stærö drff moksturt. Case 1294. 1984 62 hö 4x4 Rlko Case 1394. 1987 77 hö 4x4 Case IH 4240 XLA.cr. 1995 90 hö 4x4 Frambúnaöur Case IH 4240 XLA.fr. 1995 90 hö 4x4 FX16 Case IH 4240 XLA.ps. 1995 90 hö 4x4 Case IH 485 XL 1988 52 hö 2x4 Case IH 585 XL 1988 60 hö 2x4 Case IH 595 L 1992 60 hö 2x4 Case IH 595 L 1991 60 hö 2x4 Case IH 685 XL,ps. 1987 70 hö 2x4 Case IH 695 XL,ps 1991 70 hö 2x4 Case IH 795 XL 1991 77 hö 2x4 Case IH 795 XLA.ps. 1990 77 hö 4x4 TR1420 Case IH 885 XLA.ps 1989 82 hö 4x4 FX15 Case IH 885 XLA.ps 1988 82 hö 4x4 TR 1640 Case IH 895 XL,ps. 1992 82 hö 2x4 Case IH 995 XU,fr. 1992 90 hö 4x4 FX 15 Case IH 995 XLA.fr. 1994 90 hö 4x4 FX 16 Case IH 995 XLA.ps. 1991 90 hö 4x4 TR 1620 Fiat 80-90 1987 80 hö 4x4 Fiat 80-90 1991 80 hö 4x4 FX 15 Fiat 80-90 1991 80 hö 4x4 AIÖ640 Fiat 85-90 1992 85 hö 4x4 Ford 2000 1968 37 hö 2x4 Ford 4600 1978 52 hö 2x4 Ford 4630 1991 64 hö 2x4 Ford 5000 1974 100 hö 4x4 IH 585 XL ps 1982 60 hö 2x4 IH 585 XLA.ps. 1984 60 hö 4x4 IH lönaöarvél 1967 70 hö 2x4 IMT 567 1985 60 hö 4x4 MF 390T 1990 90 hö 4x4 Trima 1640 MF135 1974 47 hö 2x4 MF 3070 1988 93 hö 4x4 Trima 1620 MF355 1989 53 hö 2x4 MF50A 1966 65 hö 2x4 mokstt. MF699 1985 100 hö 4x4 TR.1620 Steyr 8070 1987 70 hö 2x4 URSUS 1014 1990 100 hö 4x4 frambeysli URSUS 1014 1985 100 hö 4x4 URSUS C385A 1979 85 hö 4x4 Zetor 4911 1979 47 hö 2x4 Zetor 5011 1983 47 hö 2x4 Zetor5211 1988 47 hö 2x4 nei Zetor 5211 1984 47 hö 2x4 nel Zetor 5245 1986 47 hö 4x4 nei Zetor 7211 1986 65 hö 2x4 nei Zetor7211 1990 65 hö 2x4 nel Zetor 7340 1995 78 hö 4x4 Alö 620 Zetor 7745 1992 70 hö 4x4 Alö 540 VÉLAR& ÞJéNUSTAHF Jámhálsi 2,110 Reykjavík, Síml 587-6500, fax 567 4274 BYGG A ISLANDI Nýr valkostur í fóðuröflun Ráðstefna á Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholti 21. mars 1997 Dagskrá 11:00 Landsfundur kornbænda Matarhlé 13:30 Ávarp Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra 13:40 Rannsóknaverkefnið „Nýir valkostir í fóðurframleiðslu“ Áslaug Helgadóttir, deildarstjóri jarðræktardeildar RALA 13:55 Kornrækt og kynbætur Jónatan Hermannsson, tilraunastjóri á Korpu 14:30 Yrkisréttur og útsæðisræktun Þorsteinn Tómasson, forstjóri RALA 14:50 Fyrirspurnir og umræður 15:10 Þróun kornræktar í íslenskum búskap Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri 15:25 Kornrækt, vinnsla og markaðsmál Magnús Finnbogason, bóndi á Lágafelli 15:40 Kynntar niðurstöður af landsfundi kornbænda Formaður samtakanna 15:55 Fyrirspurnir og umræður 16:10 Korn í alþjóðlegu samhengi - Ráðstefnuslit Björn Sigurbjörnsson, ráðuneytisstjóri I landbúnaðarráðuneytinu 16:30 Léttar veitingar í boði landbúnaðarráðherra Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Skráning I síma 577-1010.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.