Bændablaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 3

Bændablaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 18. mars 1997 Bændablaðið 3 80 ðp síflan bændur stolnuflu Mjðlkurífllng Reykjavfkur Aðalfundur Mjólkurfélag Reykjavíkur verð- ur 80 ára 28. mars næstkom- andi. Tildrög að stofnun þess var mikið öngþveiti sem skap- ast hafði í sölu mjólkur í Reykjavík. Bændur á svæðinu vestan Hellisheiðar og sunnan Skarðsheiðar tóku sig því saman og stofnuðu til félags- skapar um dreifingu mjólkur í höfuðborginni. Fyrsta mjólkurstöð félagsins var á horni Lindargötu og Vatns- stígs í Reykjavík, þar sem unnið var að gerilsneiðingu mjólkur og framleiðslu skyrs og rjóma. Árið 1930 reisti félagið fullkomna mjólkurstöð við þann hluta Hring- brautar sem nú heitir Snorrabraut en með afurðasölulögunum 1934 var komið á víðtækri samvinnu um vinnslu og dreifmgu mjólkuraf- urða og snéri Mjólkurfélag Reykjavíkur sér þá að annarri starfsemi. Sala á fóðurvörum og öðrum rekstrarvörum til landbúnaðar hefur einkennt starfsemi Mjólkur- félags Reykjavíkur allt frá stofnun. Fyrst í Hafnarstræti 5 og síðar við Laugaveg 164. Nú hefur félagið aðsetur við Komgarð í Sundahöfn en félagið er frumkvöðull á þeim hluta hafnarsvæðis Reykjavíkur- borgar og er nú annar af tveimur rekstraraðilum Komhlöðunnar. Á síðari árum hefur orðið ákveðinn samdráttur í sölu á fóð- urvörum er rekja má til samdráttar í landbúnaði og aukinnar innlendr- ar fóðuröflunar. Mjólkurfélag Reykjavíkur hefur því að hluta haldið inn á nýjar brautir og annast nú meðal annars innflutning og sölu á margvíslegum búnaði til bú- starfa, einkum er varðar alifugla- og svínarækt. Nánar verður sagt frá starfsemi Mjólkurfélags Reykjavíkur í næsta tölublaði Bændablaðsins. Búnaðarsamband Vestfjarða AQalfundur í lok júní Á stjórnarfundi B.S.V. sem haldinn var þann 4. mars var ákveðið að halda aðalfund sambandsins 20. og 21. júní. og er fyrirhugað að halda hann að Birkimel á Barðaströnd. Á fundinum var ákveðið að kosning fulltrúa B.S.V. til setu á næsta kjörtímabili Búnaðarþings, fari fram á aðalfundi, nema fram komi krafa um almennar kosningar eigi síðar en en 6 vikum fyrir aðalfund og þurfa þá að lágmarki annaðhvort 10 % eða 40 félagsmenn sem atkvæðisrétt hafa hjá B.S.V. að undirrita þá kröfu. Taka skal fram að aðeins einn núverandi fulltrúi, Hilmar Össur- arson, Kollsvík, gefur kost á sér til endurkjörs. Kjörskrá til kosninganna liggur frammi á skrifstofu B.S.V. Sindragötu 2, ísafirði og hjá formönnum búnaðarfélaganna, fyrir viðkomandi félag, frá 15. mars 1997. Skriflegar athuga- semdir við kjörskrá skulu sendast til stjómar B.S.V. eigi síðar en 15. apríl nk. Kaupfélags Eyfirðinga Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri laugardaginn 5. apríl n.k. og hefst kl. 10.00. Dagskrá: 1. Fundarsetning. 2. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna fundarins. 3. Skýrsla stjórnar. 4. Skýrsla kaupfélagsstjóra. Reikningarfélagsins. Umsögn endurskoðenda. Tillögur félagsstjórnar um ráðstöfun eftirstöðva o.fl. 5. Afgreiðsla reikninga og tillagna félagsstjórnar. 6. Skýrsla stjórnar Menningarsjóðs KEA. 7. Erindi deilda. 8. Þóknun stjórnar og endurskoðenda. 9. Samþykktabreytingar. Lögð verðurfram tillaga um hækkun heimildartil útgáfu B- deildar hlutabréfa. Einnig verða lagðar fram tillögur um breytingar er varða inngangseyri, fjölda aðalfundarfulltrúa og fjölda stjórnarmanna. 10. Kosningar. 11. Önnur mál, sem heyra undir aðalfund skv. félagssamþykktum. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga V J Ólafur Dýrmundsson eftir norrænan fund um lífrænan landbúnað w “Við erum allt að áratug á eftir hinum Norðurlöndunum í þróun, lífræns landbúnaðar”, segir Ólafur R. Dýrmundsson. “Við getum lært margt af þeim, sérstaklega af Dönum, sem hafa rennt styrkari stoðum undir lífrænan búskap en al- mennt gerist. Þetta er ekki lengur eingöngu áhugamál grasrótarhreyfinga. Opinberir aðilar taka eflingu lífræns landbúnaðar föstum tökum, setja markmið og tengja saman hagsmuni bænda, vinnslustöðva og neytenda”, segir Ólafur. Níels Ámi Lund, landbúnaðar- ráðuneytinu, og Ólafur R. Dýr- mundsson, Bændasamtökum ís- lands, sátu á dögunum fund um líf- rænan landbúnað á Honne ráð- stefnumiðstöðinni við Mjosavatn í Noregi, um 150 km norðan við Ósló. Fundinn sóttu 25 fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Ólafur R. Dýrmundsson, flutti erindi um stöðu og horfur í lífrænum búskap hér á landi. Þeir Ólafur og Níels Árni munu leggja fram ákveðnar til- lögur um eflingu lífræns búskapar með hliðsjón af niðurstöðum fund- arins. Mikil gróska er í lífrænum búskap á öllum hinum Norður- löndunum og er ljóst að með til- komu aðlögunarstyrkja og fram- kvæmdaáætlana, sem fela í sér ríkulegar opinberar fjárveitingartil rannsókna, kennslu, leiðbeininga, markaðsþróunar og neytenda- fræðslu, hefur lífrænt vottuð fram- leiðsla aukist mikið. Samt er eftir- spumin meiri en framboðið. Neyt- endur eru greinilega tilbúnir að greiða nokkuð hærra verð fyrir vörurnar sem þeir telja hollari en hefðbundnar landbúnaðarafurðir, og auk þess meta margir að verð- leikum þá umhverfis- og búfjár- vemd sem felst í viðurkenndum lífrænum búskaparháttum. Á dagskrá fundarins voru einkum þau mál er varða þátt stjómvalda og annarra opinberra aðila í þróun lífræns landbúnaðar á Norðurlöndunum en fúndurinn var haldinn á vegum Norrænu ráð- herranefndarinnar og skipulagður í Bændablaðsmynd/ÓRD Kýr á lifrœnt vottuðu búi i Noregi. norska landbúnaðarráðuneytinu. Meðal helstu efnisþátta var yfirlit um þróunina síðustu árin, mögu- leika og annmarka, reglur Evrópu- sambandsins, norræna samvinnu í framtíðinni og sambandið á milli framleiðenda og neytenda með áherslu á gæði vottunarþjónustu og notkun lífrænna vörumerkja.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.