Bændablaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 14
14 Bœndablaðið Þriðjudagur 18. mars 1997 Markaðsmál__________ Verðþróun á ýmsum búvörum 1981 -1995 Verð dl framleiðenda hefur lœkkað nm 18 - 34% frá '81 fil '96 Framleiðsluráð landbúnaðar- ins, hefur tekið saman upp- lýsingar um þróun smásölu- verðs á ýmsum búvörum á árunum 1981 til 1996 og borið saman við afurðaverð til fram- leiðenda á sama tímabili. Rétt er að undirstrika að þau smá- söluverð sem hér eru notuð eru fengin úr verðkönnunum Hagstofu íslands í nóvember ár hvert og birtast í nóvember- hefti Hagtíðinda. Verð til fram- leiðenda er hins vegar vegið meðalverð fyrir árið í heild samkvæmt verðmætaáætlun Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins. Meðfylgjandi myndir sýna þróun smásöluverðs á nokkr- um algengum vörutegundum á umræddu tímabili, á verðlagi ífebrúar 1997, umreiknað með vísitölu neysluverðs án hús- næðiskostnaðar (áður neyslu- vísitala), borið saman við þróun á verði til framleiðenda. Smásöluverð hefur lækkað Af þessum myndum og þeim talnagrunni sem að baki liggur sést að verð til framleiðenda hefur lækkað um 18% - 34% á tíma- bilinu, mælt á föstu verðlagi. Mest er verðlækkun til framleiðenda á nautakjöti (32%) og svínakjöti (34%) en minnst á mjólk og kjúk- lingum (18 -19%). I annan stað hefur smásöluverð farið lækkandi á nær öllum þeim vörum sem teknar voru til skoðunar. Mest lækka svínakótelettur (52%), egg (43%) og nautahakk (40%). Ut- söluverð nýmjólkur hafði lækkað um 17%, rjóma um 9% en var nær óbreytt á lambahrygg og verð á skyri var 7% hærra árið 1996 en það var árið 1981. Hertar kröfur um aukin gæði - aukinn kostnaður hjá bændum Margt hefiir að sjálfsögðu breyst á þeim tíma sem um ræðir og margþættar ástæður liggja að baki þeim verðlækkunum sem hér um ræðir. Verðlækkun á mjólk og lambakjöti til neytenda árið 1982 á t.d. rætur að rekja í hækkuðum niðurgreiðslum og árið 1985 var haustútsala á lambakjöti. Þá verður að hafa í huga að í sumum tilfell- um eins og t.d. hvað mjólkurvörur áhrærir, er vart um sambærilegar vörur að ræða, þar sem umbúðir og þó enn frekar geymsluþol varanna er gerólíkt því sem áður gerðist. Á móti koma hertar kröfur um gæði framleiðslunnar, sem kalla á auk- inn kostnað hjá bændum. Svínabændum hefur tekist að lækka framleiöslu- kostnaðinn Þróun á verði til framleiðenda á að hluta til rætur að rekja til þeirrar hagræðingar sem náðst hefur í landbúnaði á undaníömum ámm, en einnig til lækkaðs að- fangaverðs. Sem dæmi má taka svínaræktina en þar hafa bændur t.d. náð fram lækkun á fram- leiðslukostnaði með aukinni tækni við fóðrun og fóðurblöndun auk þess sem mikil afkastaaukning hefur orðið í stofninum. Svipaða sögu er að segja af fleiri búgreinum. Hvað aðfangahliðina áhrærir þá em verðlagsáhrif grunn- gjalds og sérstaks fóðurgjalds á innflutt kjamfóður og þar með framleiðslukostnað, nokkur einkum á fyrri hluta tímabilsins. Þann 1. janúar 1993 var sérstaka fóðurgjaldið þannig lækkað úr 80% í 55% og endurgreiðsla til framleiðenda breyttist úr 75/80 hlutum í 50/55. Sérstaka fóður- gjaldinu var síðan breytt í toll árið 1995 og endurgreiðslur til fram- leiðenda voru felldar niður á árinu 1996. Hvað grunngjaldið (sem rann beint í ríkissjóð) varðar var það lengi vel 50% en lækkaði í 25% í árslok 1990 og var síðan fellt niður frá og með 1.1.1995. Samdráttur í stuðningi hins opinbera Af öðmm mikilvægum breytingum á rekstrammhverfi landbúnaðarins á undanfomum ámm er fyrst að nefna þann mikla samdrátt sem orðið hefur á stuðn- ingi ríkisins við landbúnaðinn. Samkvæmt upplýsingum úr Hag- tölum landbúnaðarins 1996, námu ríkisútgjöld til landbúnaðar sem hlutfall af heildarútgjöldum ríkis- sjóðs, 9,3% árið 1988 en sambæri- leg tala fyrir árið 1996 (miðað við fjárlög) var 5,6%. Fleira mætti nefna s.s. minnkaða innflutnings- vemd. Einnig þær breytingar sem orðið hafa á verðlagningu búvara en eftir að “þjóðarsáttar samning- amir” voru gerðir þar sem m.a. var tekin upp svonefnd framleiðni- krafa við verðlagningu á afurðum sauðfjár og nautgripa. Tölur um afkomu bænda eink- um í nautgripa- og sauðfjárrækt (sjá niðurstöður úr uppgjöri bú- reikninga frá Hagþjónustu land- búnaðarins) síðustu ár sýna versn- andi afkomu á einstökum búum. Þá staðreynd ásamt því sem rakið er hér að framan hlýtur að þurfa að hafa í huga næst þegar spilin verða stokkuð upp á nýtt. /EB & ÓHE Kjúklingar m.v. verðlag í febrúar 1997 Krónur/kg Lambakjöt m.v. vcrðlag f febrúar 1997 Mjólkurvörur m.v. verðlag I febrúar 1997 Svínakótelettur m.v. verðlag í febrúar 1997 Krónur/kg Hve lengi er verið að vinna fyrir matnum? Miðað er við tímakaup landverkafólks innan vébanda ASÍ, með bónus í dagvinnu (vegið meðaltal allra starfsstétta) Mínútur á kg/ltr 240 -r 210 - 180 - 150 - 120 - Súpukjöt Lamba- Nautgripa- Svína- Kjúklingur Egg Nýmjólk Rjómi Smjör hryggur hakk kótelettur Myndin hér til hliðar sýnir hve langan tírna (i minútum) það hefur tekið landverkafólk innan ASI að vinna fyrir nokkrum algengum tegundum búvara, ó tímabilinu 1981 til 1995. Tímabilinu er skipt upp i þrjú fimm ára tímabil. Þróunin er allsstaðar íþá átt að það tekur landverkafólk nú skemmri tíma en áður að vinna fyrir þessum vörum. Rétt er að hafa í huga að nokkrar sveiflur hafa verið i þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna á þessu tímabili, og náði hann hámarki á árunum 1987 og 1988. Fullyrða má aö sú aukning sem varð á kaupmœtti ráðstöfunartekna árið 1987 haft að mestu leyti átt rœtur að rekja til óraunhœfirar hcekkunar á kauptöxt- um auk lengri vinnutíma, þó að hagvöxtur hafi einnig verið mikill það ár. Þennan yfirdrátt þurftu launþegar síðan að greiða á árun- um um og eftir 1990. Þegar þetta er skoðað í samhengi við þá stað- reynd að á tímabilinu 1991 til 1995 styttist enn sá tími sem það tekur launafólk að vinna fyrir inn- lendum búvörum þá sést vel hve lœgra verð á búvörum hefur bœtt hag launafólks á síðustu árum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.