Bændablaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 12
12 Bœndablaðið Þriðjudagur 18. mars 1997 Úr hjólhýsi í handverkshús rekstur markaðarins gengur alveg upp meðfram búskapnum. Við eig- um líka stálpuð börn sem hjálpa til þannig að þetta er JJölskyldu- samvinna, “ segir Helga. Aðspurð hversu mikið af hand- verkinu hún framleiði sjálf svarar hún að stefnan sé alltaf sú að hækka hlutfallið. „Eg prjóna bœði á vél og í höndunum, bœði þessar hefðbundnu lopapeysur og einnig aðrar vörur, “ segir hún. Vörur úr hreindýraleðri eru vinsælar á sölu- markaðnum enda kannski um að ræða framleiðsluvörur sem bera einkenni landsfjórðungsins. Þá segir hún þær vörur sem fram- leiddar eru úr steinum einnig vin- sælar. Stuðníngurinn breytir öllu Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, segir á góðum stað og það á kannski ekki síst við um marga handverksaðilana sem byggt hafa starfsemi sína upp, stig af stigi. Helga telur að stuðningur við nýsköpun af þessu tagi sé nokkuð góður og fyrirgreiðslan skipti sköpum um hvort hægt sé að hrinda hugmynd í fram- kvæmd eða ekki. „Eg fékk i upphafi styrk úr Smáverkefnasjóði og sennilega hefði ég aldrei farið af stað ef sá styrkur hefði ekki verið fáanlegur. Síðan kemur lika til stuðningur frá Framleiðnisjóði og frá Byggða- stofnun og í heild má segja að stuðningurinn geri að verkum að maður verður bjartsýnni á að takast á við þetta. Eg held að þetta vœri ekki hœgt án stuðnings þessara aðila, “ segir Helga. Nýja húsið er nú risið og þessa dagana er verið að ein- angra og klæða að innan. Helga segist vonast til að markaðurinn byggist upp í að standa undir ársverki og þegar frá líður væntir hún þess að fleira handverksfólk á svæðinu geti notfært sér vinnu- aðstöðuna sem þarna skapast yfir vetrarmánuðina. Framhald af bls. 8 Að komast að niður- stöðu Að viðhafa sanngirni er enn sem fyrr ákaflega mikilvœgt og þvi eigum við að taka grundvallaðar ákvarðanir, byggðar á frœðilegum grunni, ítarlegri úttekt, rökum og skynsemi. Við megum ekki fara offari og keyra í gegn einhverjar tillögur sem orka tvímœlis, en við megum heldur ekki láta stjórnast af tilfinningunum einum saman. Við þurfum að bœta rekstr- arskilyrði íslenskra mjólkurfram- leiðenda og ef sýnt er aó það verði best gert með innflutningi á út- lenskum kúm, þá það! Lokaorð Jœja, nú lœt ég þessu lokið - að sinni. Eg vil þó að síðustu efna það sem ég skrifaði framarlega í greininni, um það hvað bœndur vilja sjálfir í raun og veru. Nú geri ég það að tillögu minni að lýðrœðislega kjörnir menn, sem sitja í forsvari fyrir bœndur, láti gera skoóanakönnun meðal mjólkurframleiðenda um hvaða leiðir þeir vilji fara til að bœta rekstur mjólkurframleiðslunnar. Vilja bœndur innflutning eða vilja bœndur efla til muna innlenda rcektun eða vilja þeir kannski fara einhverjar aðrar leiðir til aó ná settu marki? Kostnaður vegna slíkrar skoðanakönnunar hlýtur að vera smámunir einir við hlið þeirra milljónatuga sem HUGS- ANLEGA verður varið til inn- flutnings á útlenskum kúakynum á komandi árum og kemur í öllu falli til með að gefa til kynna hugJjöld- ans, en ekki nokkurra einstaklinga. HAUGHUS FYRIR SVÍNA- & KÚABÚ Mykjugeymar í kúabú Mykjugeymar í svínabú Mykjudælur Mykjuþeytarar Flórsköfur (keðjudrjfnar) Þökámykjugeyma. Vélaval-Varmahlíð hf SImi:453 8888 Fax:453 8828 3 nvir rðtGr frá 1944 Sláturfélag Suðurlands hefúr sett á markað 3 nýja rétti undir vöru- merki 1944. Nýju réttimir eru Chow mein, sem er austurlenskur réttur með nautakjöti og ekta kínverskum núðlum, grænmetislasagne með ekta ítalskri uppskrift með brokkóli, sveppum og þriggja osta sósu. Síðasti rétturinn er íslensk kjötsúpa með grænmeti. Með þessum nýju réttum vill SS höfða til þeirra, sem vilja meiri fjölbreytni og léttari mat. Handverkið Itefur þróast jöfnunt skrefum hér á landi á undanförnum árum og margt fólk í dreifhýli hefur náð að skapa sér kierkomnar tekjur með hand- verkinu á tímurn þegar hefð- bundnar greinar í landbúnaði hafa dregist santan. Markaðir fyrir handverk eru víða við þjóð- veginn og einn þeirra er sölu- markaóurinn Viðbót á Flúðum í Tunguhreppi á Fljótsdalshéraði. Helga Bragadóttir, húsfreyja á Flúðum, hefur rekið markaðinn þrjú síðastliðin sumur og hefur frá upphafi látið sér nœgja hjól- hýsi fyrir starfsemina. Nú er litla Jýrirtœkió að vinda upp á sig og i byrjun sumars tekur Helga í notkun nýtt 50 fermetra hús sem, auk þess að þjónu hlutverki sinu sem markaðurinn við þjóðveginn á sumrin, gœti orðið vinnuaó- staða handverksfólks á Héraði á veturna. Egilsstaði. „Ég er að selja hand- verksmuni í umboðssölu fyrir 60- 70 aðila héðan af Austurlandi, bœði af Héraði og fjörðunum, allt norður á Vopnajjörð. Þegar ég byrjaði á starfseminni hafði Bún- aðarsamband Austurlands rekið markað á Egilsstöðum í eitt ár og ég talaði við margt af því fólki sem þar seldi en síðan hafa sumir hœtt en aðrir komið nýir inn,“ segir Helga um það fólk sem leggur henni til vörur. - Er þetta fólk að hafa umtals- verðar tekjur af sölunni á mark- aðnum? „Já, sumir fá þarna töluverðar tekjur, “ segir Helga. Fullt starf yfir sumarmánuðina Markaðurinn er opinn í um tvo og hálfan mánuð yfir sumartím- ann, þ.e. frá miðjum júní fram í lok II ' l mi j , ; 11 * • r, T, í ■ M 1 j 14 f i p- úh j • f í í.j.j'! I'.K ■ ■ ' í L \ i f ■MjJR--- \ \ : i : Helga fyrir utan nýja húsið. „ Starfsemin hefur gengið mjög vel og markaðurinn hefur fengið góðar viðtökur," segir Helga í samtali við Bændblaðið en hún neitar því alfarið að það hái henni að vera utan þéttbýlisins en Viðbót er um 7 kílómetra fyrir norðan ágústmánaðar eða byrjun septem- ber. Opnunartíminn er milli kl. 13 og 19 alla daga vikunnar og segir Helga að þetta sé fullt starf meðan markaðurinn er opinn. „ Við erum með blandað bú hér á Flúðum þannig að það er nóg að gera en Námskeið vegna notkunar eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði, garðyrkju og við garðaúðun verður haldið dagana 17,- 18. apríl 1997. Námskeið vegna notkunar eiturefna og hættulegra efna fyrir meindýraeyða verður haldið dagana 21.-22. apríl 1997. Námskeiðin eru einkum ætluð þeim sem vilja öðlast réttindi til þess að mega kaupa og nota efni í X og A hættuflokkum og/eða starfa við garðaúðun eða meindýraeyðingar. Þátttaka í eiturefnanámskeiði veitir ekki sjálfkrafa rétt á leyfisskírteini til kaupa á efnum í X og A hættuflokkum og verður að sækja um það sérstaklega. Einnig verður að sækja sérstaklega um leyfi til að starfa við garðaúðun eða sem meindýraeyðir. Þátttökugjald er kr. 9.500 fyrir hvort námskeið. Námskeiðin verða haldin hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti, Reykjavík. Tilkynna skal þátttöku sem fyrst og eigi síðar en 4. apríl 1997 til Hollustuverndar ríkisins í síma 568-8848. Hollustuvernd ríkisins Rannsóknastofnun landbúnaðarins Vinnueftirlit ríkisins Til sölu Til sölu Massey Ferguson 3060 árg. ‘88 4wd ekin 2500 t m/Trima 1420 ámoksturstækjum. Dekk 75%. Verðhugmynd kr. 1.750.000. Case 580 G traktorsgrafa árg. ‘87 ekin 6550 14 wd opnanl. frams. hraðt. á skóflur aftan/framan, ribber, 3.5 m3 snjóskófla, keðjur, nýr dekkjagangur, tvöföld dekk aftan, ný sprautuð, lekafríir tjakkar. Vél í toppstandi. Verðh. kr. 1.900.000 (rúllugreip geturfylgt). International 574 Hydro dráttarvél 72 hö, árg. 1978 vökvaskiptur með húsi og ámoksturstækjum (árg. 85) mótor yfirfarinn í janúar 97 (legur, hringir, spíssar, pakkdósir, tími: ekinn 5000 vst. Dekk 30% (er á garðyrkjudekkjum) Verðh. kr. 550.000. Massey Ferguson 590 árg. 1978 ekinn 500 t m/multi power, vökvadælur síðan 1995 dekk ca 60%. Ljósabúnaöur nýr. Verðh. 500.000. Kverneland M plógur 12” 5 skera með nýjum slitflötum. Verð 200.000. Valtari 4.5 m breiður heimasmíðaður ‘96 efnisþykkt 10 mm þvermál 96 cm ásamt flutningavagni. Verð 250.000. Steinbock gaslyftari, 2.5 t. lyftigeta árg. 1976. Verð 150.000. Snúningur á lyftara. Verð 70.000. Alfa Laval kálfafóstra tölvustýrð fyrir allt aó 35 kálfa í einu. Hugbúnaðurfylgir til að stjórna sjálfvirkri kjarnfóðurgjöf handa kúm. Verðhugmynd kr. 750.000. Dronningborg D900 þreskivél árg. ‘74 7 feta sláttuborö sjálfkeyrandi “köreklar”. Verð kr. 600.000. Flutningavagn tveggja hásinga 8 hjóla (VOLVO 88) palllengd 8.5 m ber 20 rúllur í tveimur lögum. Verð 250.000. Nordsteen KORNSÁÐVÉL m/grasfræbúnaði og tölvu vbr. 3 m árg. ‘91 verð kr. 270.000. Kverneland/Underhaug rúllupökkunarvél, staðbundin, sjálfvirk með infrarauðri fjarstýringu (stjórnað úr mokstursvél) 50 cm filma notuð á u.þ.b.12.500 bagga. Verð kr. 210.000. Ávinnsluherfi gamalt vbr. 3 m. Verð kr. 7.000. Handsnittitæki fyrir rör 3/8“ - 1 'A“ verð kr. 5.000. Bútasnitti fyrir snittivél 3/8“ -1 %“ verö kr. 7.000. Postulínshandlaugar (nýjar) grátt/hvítt. Verð kr. 4.000 pr. stk. Símstöð ATEA frá Pósti og síma f. 5 bæjarlínur og 16 tæki. Verð kr. 8.000 (18 tæki og stöðin). Gamall Wolf slípirokkur. Verö kr. 2.000. Statíf fyrir borvél (AEG METABO) verð kr. 2.000. Varahlutir í MF 65 árg. ‘64 (mótor, gírkassa, stýri). Varahlutir í Ford 4000 (mótor, gírkassa, stýri, drif). Loftdæla á aflúrtak dráttavéla. Verð kr. 6.000. IH ýtuherfi 48 diska. Verð kr. 40.000. Hesthúsajötur lengd 1 m. Verð kr. 900 pr. stk. Ávinnsluherfi vbr. 3 m. Verð kr. 7.000 Dreifibúnaður á Bögballe áburðardreifara B500/700. Verð kr. 3000. Ath. öll verð án VSK. Upplýsingar í síma 463- 1246 Benedikt. Píril sölu mjög vel I meöfarinn | Pöttinger 36 m1 | heyvagn með ■ mötunarbúnaði. ! Skipti möguleg á ' eldri vagni. I Upplýsingarí | sima 433 8970 I________________

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.