Bændablaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 18. mars 1997 Bœndablaðið 5 Anders Hansen á Árbakka umræðuum hrossarækt Töluverðar umræður hafa undanfarið verið um hrossarækt í Qölmiðlum, bæði þeim er fyrst og ffemst fjalla um hesta og hestamennsku, en einnig í dagblöðum. Oft eru umræður þessar bæði gagnlegar og fróð- legar, en oftar en ekki eru þær of neikvæðar og uppfullar af sleggjudómum og persónu- legum ávirðingum í garð þeirra aðila sem standa að leiðbeiningaþjónustu og hafa þann vanþakkláta starfa að dæma og meta kyn- bótahross. Nú er það svo að umræða um kynbótahross hefur löngum verið hörð og óvægin á íslandi og það er ekki ný bóla að gusti um hrossaræktarráðunauta. Ég hygg þó að það sé nokkur nýlunda að sjá megi merki skipulegrar aðfarar að landsráðunauti í hrossarækt eins og mátt hefur greina undan- fama mánuði. Höggva þeir er hlífa skyldu Sem fyrr segir hafa störf hrossaræktar- ráðunauta löngum verið umdeild og mörg dæmi eru þess að eigendum kynbótahrossa hafi hitnað mjög í hamsi er dómsniðurstöður hafa verið birtar. Þessu hafa þeir allir þurft að mæta; Gunnar Bjamason, Þorkell Bjama- son og Kristinn Hugason. Allt orkar tví- mælis þá gert er og vafalaust hefur gagnrýni á störf hrossaræktarráðunauta stundum verið á rökum reist, annað hvort væri nú, ekki em þeir eða störf þeirra fúllkomin fremur en annarra. Það er hins vegar mikill munur á hvort menn em ósammála einum og einum dómi, eða hvort þeir telja að skipulega sé unnið að ranglátum dómum, þá hefur verið sett fram kenning um samsæri, sem er vitan- lega mun alvarlegra brot en meintar villur eða afglöp af og til, væri slíku til að dreifa. En samsæri er einmitt það sem Kristni Hugasyni hrossaræktarráðunaut hefúr verið borið á brýn af fjölskyldu forvera hans í starfi, þar sem hann er meðal annars sakaður um að gefa afkvæmum eins af hestum þeirra skipulega lægri einkunnir en þau verðskuldi. Engin rök hafa þó verið sett fram þessum fullyrðingum til stuðnings og ekkert hefúr komið fram sem bendir til að einkunnagjöf Kristins Hugasonar hafi verið með öðrum hætti en annarra dómara. Það er einnig athyglisvert að gagnrýni þessi órökstudd er sett fram á sama tíma og Kristinn Hugason og samverkamenn hans hafa dæmt hvert kynbótahrossið á fætur öðru úr ræktun fjöl- skyldu Þorkels Bjamasonar í efstu sæti. Þeir dómar urðu til dæmis til þess að umrædd fjölskylda var útnefnd til æðstu viður- kenningar fyrir hrossarækt árið 1996. Um- mæli þau sem til dæmis hafa fallið opin- berlega hjá Bjama Þorkelssyni um störf Kristins Hugasonar hljóta því að eiga sér einhverjar aðrar skýringar, hverjar svo sem þær kunna að vera. Það verður hins vegar að gera þær kröfur til Bjama að hann rökstyðji mál sitt betur ef taka á mark á honum, bæði vegna þess að hann er hrossaræktandi í fremstu röð, en einnig vegna þess að hann er sonur Þorkels Bjamasonar sem var hrossa- ræktarráðunautur lengur en nokkur annar maður. Þar á bæ vita menn nákvæmlega hvemig staðið er að hrossadómum og störf- um í dómnefndum. Þegar gagnrýni úr þessari átt er skoðuð verður manni ósjálfrátt hugsað: Höggva þeir er hlífa skyldu. Sögufölsun Bjami Þorkelsson og fleiri hafa haldið því fram að það sé einhver nýlunda að deilt sé á störf hrossaræktarráðunautar og að nú sé uppi eitthvert nýtt og áður óþekkt ástand í þeim efnum. Slíkt er hins vegar víðs fjarri sannleikanum og ekkert annað en sögu- folsun. Mörg dæmi eru um gagnrýni sem Gunnar Bjamason varð fyrir og hann hefur sjálfur lýst á myndrænan hátt, allt frá því að reiður hestseigandi hugðist slá hann með svipu til þess er framámenn í bændastétt kölluðu hann landráðamann vegna útflutn- ings kynbótahrossa. Mörg dæmi um harða gagnrýni á ferli Þorkels Bjamasonar mætti einnig nefna. Ekki skal hér lagður efnislegur dómur á þá gagnrýni, en þó má minna á að í minnsta kosti eitt skipti átti hún rétt á sér, en það var þegar Þorkell og samdómnefndar- menn hans hagræddu einkunnum stóðhesta á íjórðungsmóti á Vesturlandi með það mark- mið að þrír stóðhestar fengju sömu einkunn. Tölffæðilega er slík „tilviljun“ nær óhugs- andi. Þá em hestamenn að sjálfsögðu einnig vel minnugir þess að áratugum saman barð- ist Þorkell gegn útflutningi kynbótahrossa og átti vegna þess í langvinnum deilum við hrossabændur. Þá átti hann oft í hörðum deilum við kunnustu hrossaræktendur lands- ins, svo sem þá Sigurð Haraldsson í Kirkju- bæ og Svein Guðmundsson á Sauðárkróki. Hér skal ekki hirt um að nefha fleiri dæmi frá ferli Þorkels, en af nógu er að taka ef um það verður beðið. Störf ráðunauta eru ekki og eiga ekki að vera hafm yfir gagnrýni. Það veltur hins vegar á framsetningu gagnrýn- innar hvort hún verður tekin alvarlega eða ekki, hvort hún er svara verð eða hvort hún fellur dauð og ómerk eins og gagnrýni Bjama Þorkelssonar. Eða hvemig á að vera unnt að ræða eða svara „gagnrýni" eins og þessari, sem Bjami lét falla í Eiðfaxa: „Ráðunauturinn fær munnherkjur í hvert sinn sem hann neyðist til að nefna Anga frá Laugarvatni“. Þá hafa einnig vakið nokkra athygli og fúrðu ummæli, sem höfð em eftir Bjama í bókinni Hestar og menn 1996, en öll hníga þau í þá átt að núverandi kynbótadómarar séu ýmist hlutdrægir eða ekki starfi sínu vaxnir og sönnun þess er að Laugarvatns- hrossin hafi verið dæmd of hart fyrir geðs- lag! Það dugði ekki að Laugarvatnshrossin Angi, Frami, Hamur og Glíma væm efst í sínum flokkum á árinu 1996 og önnur ffam- arlega á sýningum, samt var beitt fanta- brögðum gegn þessum hrossum að mati Bjama Þorkelssonar! Bókin er raunar sérstakur kapítuli útaf fyrir sig og verðskuldar að mínu mati alls ekki að geta kallast „árbók hestamanna“ eins og efnistök hafa verið. Bókin er einhvers konar hraðsuða á efni sem betur ætti heima í tímaritum, væri betur til þess vandað. Rit- stjórar virðast ekki leggja metnað í að bókin birti tæmandi skrá yfir met, einkunnir og dóma hvers árs. Þá orka ummæli manna í bókinni oft tvímælis svo ekki sé meira sagt, og höfúndar ættu að gera sér betur grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir ritun bókar. Um- mæli á bók koma til með að standa um aldur og ævi, án þess að leiðréttingum eða athuga- semdum megi koma að. Því væri kostur að höfundar og viðmælendur í bókum gættu meira hófs og sanngimi í dómum um sam- ferðamenn heldur en gert er í blöðum og tímaritum, þar sem umræða getur farið fram og skiptast má á skoðunum. Á það skortir verulega í þessari bók. Gerum umræðuna gagnlega Verst er hve umræða af því tagi sem hér hefur verið gerð að umtalsefni er gagns- og tilgangslaus. Ekkert jákvætt er lagt til umræðunnar, ekkert stendur eftir sem máli skiptir, enga lærdóma má draga af umræðunni. Nýtt dæmi þar um er undar- leg grein sem nýlega birtist frá stjórn Fé- lags tamningamanna. Hin neikvæða um- ræða um hesta og menn, sem lengi hefur tíðkast meðal hestamanna, má raunar teljast stéttarósómi og væri vel ef menn tækju sig til og breyttu því. Nóg er af mikilvægum málefnum sem þarfnast umræðu og mörgu mætti þoka áleiðis og til framfara, legðu hestamenn orku sína í slíkt. Væri til dæmis ekki full þörf á að fjalla meira um útbreiðslu hesta og hestamennsku hér heima og erlendis? Það þarf að fara fram frjó umræða um breytingar á fyrirkomulagi hestamóta. Kynbótamálin hljóta alltaf að vera til umræðu: Hvað um sköpulagsdóma, má ekki festa einkunnir meira en nú er? Þarf að koma upp einhverju æðra dómstigi í kynbótadómum, hver á staða hrossa- ræktarráðunauta að verða í framtíðinni? Hvað er hægt að gera til að samræma dóma á íslenskum hrossum hér heima og erlendis? - Af nógu er að taka og æskilegt er að stöðug umræða og gerjun fari fram sem víðast. En því aðeins verður umræðan gagnleg að hún fari fram af sanngirni og velvilja í garð málefnisins. Markist um- ræðan af sleggjudómum, níði eða nei- kvæðum athugasemdum eingöngu er hún skaðleg eða í besta falli gagnslaus. mmsmn nmmmi VELAVERf Lágmúla 7, 108 Reykjavík Simi: 588 2600, fax: 588 2601 Silotite hvítt plast 500 mm x 1 SOO m kr. 3.670 án vsk hver rúlla Sílotite hvítt plast 750 mm x i 500 m kr. 4.600 án vsk hver rúlla Þessi verð gilda aðeins fyrir pantanir sem gerðar eru fyrir 1 O apríl nk. Vegna hagstæðra samninga við Bonar Polythene Films, einn stærsta og þekktasta framleiðanda á rúllubaggaplasti, getum við boðið eftirfarandi: Verð á rúlluplasti frá okkur hefur aldrei verið hagstæðara en einmitt um þessar mundir. Gerið hagkvæm innkaup og hafið samband við okkur eða umboðsmenn okkar um land allt. HIIER TJEKIFM Tll SH SEM MBST/EB IHmilPI

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.