Bændablaðið - 27.03.2001, Qupperneq 2

Bændablaðið - 27.03.2001, Qupperneq 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 27. mars 2001 Landbúnaðarkönnun Atla ð gagna til hagtöliigerðar um islenskan landbúnaO Hagstofa íslands fyrirhugar að gera könnun á meðal bænda á næstunni til að afla gagna til hag- tölugerðar um íslenskan land- búnað. Spurt er um framleiðslu- þætti búsins, þ.e. land, bústofn/ ræktun og vinnuafl. Könnunin er gerð í samráði við Bændasamtök Islands og tekur tillit til skuld- bindinga Islands um samræmda gagnaöflun í landbúnaði vegna aðildar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Framkvœmd Hagstofa Islands og Hag- þjónusta landbúnaðarins standa saman að framkvæmd könnunarinn- ar. Starfsfólk Hagþjónustunnar verður bændum til aðstoðar en Hagstofa Islands annast úrvinnslu gagna. Búnaðarsamböndin munu einnig aðstoða við útfyllingu á spumingalistum. Hverjir fá senda spurningalista? Fyrirhugað er að póstleggja spumingalista til allra bænda í landinu 6. apríl n.k. Útsend gögn verða póstlögð samkvæmt lögbýla- skrá. Miðað er við stærð jarðar sem er að lágmarki 2 ha, nema hvað varðar ylræktar- og garðyrkjubýli, þar sem miðað er við gróðurhúsa- aðstöðu að lágmarki 200m2 eða 2.000m2 stærð akurs. Alls verða um 90 spumingar í könnuninni, en ekki þarf að svara þeim öllum. I mörgum tilvikum þarf t.d. aðeins að velja úr nokkrum og krossa við á réttum stað. Uppsetning spumingalistans og skýringa sem honum fylgja var unnin með það fyrir augum að hún sé bæði skýr og einföld. Spurt er um framleiðsluþætti búsins, þ.e. um land, bústofn/ræktun og vinnuafl. Hvað varðar lýsingu jarðar er miðað við áramót, þ.e. stöðuna 31. desember 2000 en vinnuframlag miðast við árið 2000. Spurt ert.d. um umráð yfir jarðnæði, ræktun og nýtingu jarðarinnar, um tún, beitiland og engi. Þá er spurt um vinnuframlag heimilisfólks við bú- störfin, svo og vinnu óskylds fólks sem starfaði reglubundið eða tímabundið við búið á árinu 2000. Spurt er um fyrirkomulag búrekstr- ar, þ.e. hvort um er að ræða íjöl- skyldubú, félagsbú o.þ.h. Ennfremur eru spurningar um búpening og hvort önnur starfsemi fari fram á búinu en landbúnaður. Loks má geta kafla sem sérstaklega er ætlaður yl- ræktar- og grænmetisbúum. Skilafrestur er til 30. apríl Miðað er við að gögnin berist áður en vorverk hefjast og skila- frestur tekur mið af því að annir við sauðburð séu almennt ekki hafnar. I annan stað er tímaseting valin með hliðsjón af því að skammt er frá því að gengið var frá skattframtali ársins 2000. Bændur munu fá senda spumingalista ásamt almennum leiðbeiningum og árituðu umslagi sem leggja má ófrímerkt í póst. Mikilvægt er að fá svör hið fyrsta frá öllum forráðamönnum bújarða, óháð stærð þeirra eða umfangi bú- skapar. Þess er farið á leit að útfyllt eyðublaðið verði póstlagt eigi síðar en 30. apríl n.k. Trúnaðarupplýsingar Farið verður með upplýsing- amar sem trúnaðarmál. Þær verða einvörðungu nýttar í þágu hagtölu- gerðar um íslenskan landbúnað og birtar sem heildartölur fyrir landið, landshluta eða búgreinar. Gögn um einstakar jarðir verða þar af leiðandi ekki til birtingar, ekki látnar öðmm í té og eingöngu nýttar til hagskýrslu- gerðar. Gert er ráð fyrir að birta niður- stöður könnunarinnar í Bænda- blaðinu strax og þær liggja fyrir en búist er við að bráðabirgðatölur verði tilbúnar í haust. Fyrirhugað er að Hagstofa íslands muni endurtaka könnun af þessu tagi á tíu ára fresti. Næsta könnun verði því gerð árið 2011. Myndband um Svina- vatns- hrepp Hreppsnefnd Svínavatnshrepps og Viggó Jónsson kvikmynda- tökumaður á Sauðárkróki vinna nú að gerð myndbands sem fjalla á um lífið í hreppnum og draga upp mynd af mannlífinu. Tilgangurinn er fyrst og fremst að skapa góða heimild. Ingvar Þorleifsson hreppstjóri Svínavatnshrepps segir þetta eiga að vera aldamótamynd þar sem sýnd eru býli, bændur, verklag og menning staðarins auk þess sem sýnt er frá Búrfellsvirkjun. Mikið var m.a. tekið af myndum í tengslum við verkefnið Fegurri sveitir í sumar. „Hugmyndin kom upphaflega frá hreppsnefndinni sem vildi skapa sögulega heimild um staðinn. T.d. gæti verið gaman fyrir fólk eftir 100 ár að skoða þetta myndband og það verklag sem við noturn nú.“ Að sögn Ingimars verða m.a. í myndinni fólk við störf, réttir og göngur, myndir frá skólanum á Húnavöllum, mjólkurstöðin, sláturhúsið og rnargt fleira. „Myndatakan hefur nú staðið í hátt á annað ár og stefnt er að því að búið verði að taka allar myndir í mars. Það er hins vegar ennþá óljóst hvenær myndbandið verður tilbúið.“ Ingimar segir að ekki sé búið að ákveða hvort myndbandið verði sett í ahnenna sölu. Hann segir hins vegar að þau myndskeið sem ekki komist á myndbandið verði geymd þannig að allir geti skoðað þau. Ljósm.Bbl./Arni Snæbjörnsson Guðmundur Snorri Sigfússon skoðar hvönn í Hvalseyjum. Mun hann í framtíðinni rannsaka eiginleika hvannar og fleiri jurta? Brúin yfip Strðngukvísl verður endurgerð Brúin yfir Ströngukvísl verður endurgerð í sumar en hún eyðilagðist í miklum flóðum seint á síðasta vetri. í vor verður brúargólfið endurnýjað og boðnar út framkvæmdir við hækkun brúarstöpla. Þær fram- kvæmdir munu væntanlega eiga sér stað seinni hluta sumars. Þetta kom fram í svari iðnaðar- ráðherra við fyrirspurn Jóns Bjarnasonar á Alþingi. Jón spurði iðnaðarráðherra hvers vegna Landsvirkjun hefði ekki staðið við samning sem þessi brú var hluti af og hljóðaði upp á bætt aðgengi að nýju landi vegna annars lands sem fór undir vatn við virkjunarframkvæmdir. Jón taldi að Landsvirkjun hefði sam- kvæmt samkomulaginu átt að standa fyrir því að þessi brú yrði endurgerð strax síðasta sumar. Þá vildi hann einnig vita hvort ráð- herra myndi beita sér fyrir því við Landsvirkjun að hún léti endurgera brúna strax í vor. Jón lýsti einnig yfir áhyggjum yfir því að samningaviðræður milli Landsvirkjunar og Vega- gerðar, þess efnis að Vegagerðin taki á sig þá ábyrgð af vegaframkvæmdum sem áður var hjá Landsvirkjun, myndu tefja enn frekar fyrir þessu máli. Þar vísar hann í samning frá 8. febrúar þar sem framkvæmdir eru bundnar þeim skilyrðum að samningar hafi náðst milli þessara aðila og sveitarfélaga um þessar vegaframkvæmdir. Jón innti ráð- herra einnig eftir því hvort við- ræðurnar yrðu til þess að tefja framkvæmdir enn frekar. I svari Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra kom fram að við vettvangsskoðun á brúnni sumarið 2000 hafi komið í ljós að gera þyrfti nýtt brúardekk auk þess sem ósk hafi komið frá heimamönnum um að hækka undirstöður. Sumar- ið hafi verið notað í að undirbúa framkvæmdir. Landsvirkjun gerði tvo samninga um afléttingu ábyrgðar á viðhaldi vega og girðinga. Annars vegar var samningur við sveitarfélög beggja vegna Blöndu, þess efnis að heimamenn taki yfir viðhald girðinga á viðkomandi af- réttum og á vegum að hluta. Hins vegar gerði Landsvirkjun samning við Vegagerðina um viðhald vega á heiðum. í síðarnefnda samningnum er ákvæði þess efnis að Vegagerðin endurnýji gólf brúarinnar yfir Ströngukvísl í vor og jafnframt verði boðnar út fram- kvæmdir við hækkun brúarstöpla. Sá hluti verður væntanlega unninn seinnipart sumars þegar fært verður á staðinn nauðsynlegum tækjum og vinnuvélum. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fóru 6.495 eintök í dreifingu hjá Islandspósti í lok nóvember. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 4.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.000. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 - Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) - Beinn sími ritstjóra: 563 0375 - Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason - Beinn sfmi auglýsingastjóra: 563 0303 Blaöamaður: Hallgrímur Indriðason. - Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. - Netfang: bbl@bondi.is - Umbrot: Þrentsnið - Þrentun: ísafoldarprentsmiðja - Nr. 131 - ISSN 1025-5621 / stuttu máli Gæðaátak í hesta- tengdri ferðaþjónustu Hestamiðstöð íslands, Samtök ferðaþjónustunnar og Hólaskóli hafa hrundið af stað rannsóknar- og þróunarverk- efninu Gæðaátak í Hesta- tengdri ferðaþjónustu. Fyrri hluti verkefnisins felst í að kanna hugmyndir rekstr- araðila og viðskiptavina um gæði í hestatengdri ferða- þjónustu og rekstrarform fyrirtækja í greininni. Á grund- velli þeirra upplýsinga verður í seinni hluta verkefnisins unnið að þvi að þróa og taka upp gæðaviðmið í hestatengdri ferðaþjónustu. Með þessu framtaki er stefnt að því að skapa arðvænlegri og öruggari at- vinnugrein. Verkefnisáætlun er tilbúin og hófst rannsókn á rekstrl fyrirtækja innan hesta- tengdrar ferðaþjónustu í þriðju viku marsmánaðar. Stór könnun verður gerð á þörfum, væntingum og löngun- um viðskiptavina hestatengdr- ar ferðaþjónustu, ásamt því að farið verður í gegnum rekstur og stjórnun fyrírtækja í grein- inni. Verkefnið er langtíma- verkefni þar sem endanlegar niðurstöður verða ekki tilbúnar fyrr en árið 2004. Þátttakendur eru rekstraraðilar í hesta- tengdri ferðaþjónustu. Guðrún Helgadóttir í Hólaskóla er verkefnastjóri og mun Harpa Hlín Þórðardóttir starfa að verkefninu. Hægt er að hafa samband við Hörpu Hlín á netfanginu harpa7@ya- hoo.com eða í síma 863-5160. Vinir Hellisheiöar Undirskriftalistar þar sem um fímm þúsund einstaklingar rituðu nöfn sín til stuðnlngs vegabótum, lýsingu og breikkun á Suðurlandsvegi um Hellisheiði og Þrengsli, voru afhentir samgönguráðherra í síðustu viku. Undirskrifta- listarnir lágu frammi á bensínstöðvum á Suðurlandi auk þess sem fólk gat skráð nöfn sín á heimasíðu „Vina Hellisheiðar." Val á erfðaefni í garðrækt Val á erfðaefni í garðrækt er yfirskrift á námskeiði sem Garðyrkjuskóli ríkisins á Reykjum í Ölfusi stendur fyrir mánudaginn 2. apríl frá kl. 09:00 til 16:00 í húsakynnum skólans. Allir okkar helstu sérfræðingar á þessu sviði verða með erindi á námskeiðinu en það eru þau Auður I. Ottesen og Aðalsteinn Sigurgeirsson hjá Rannsóknarstöðinni á Mógilsá, Valgerður Jónsdóttir hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga, Ólafur S. Njálsson t Nátthaga í Ölfusi og Þorsteinn Tómasson forstöðumaður hjá RALA. Upplýsingar og skráning á námskeiðið fer fram á skrifstofu Garðyrkjuskólans alla virka daga eða í gegnum netfangið mhh@reykir.is Árshátíð sunnlenskra kúabænda Á laugardag verður árshátíð Félags kúabænda á Suðurlandi í Hótel Örk, Hveragerði. Húsið opnar kl. 19.30.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.