Bændablaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 27. mars 2001 Bændablaðið - málgagn Bændasamtaka íslands Þjóðvegir eru ekki eign bænda Fulltrúar á búnaðarþingi samþykktu ályktun um veggirðingar og aðgerðir til að draga úr slysahættu á þjóðvegum - þar sem búfé á í hlut. Umræða og afgreiðsla þingsins á þessu máli kemur í eðlilegu framhaldi af niðurstöðu vegsvæðanefndar sem kynntar voru á þinginu og hafa hlotið mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Fáir fagna þvf meir en bændur þegar nýir vegir eru lagðir þó þeir séu ekki alltaf sammála vali á því vegastæði sem Vegagerðin ákveður á landi bóndans og tekur eignarnámi náist ekki samkomulag við landeiganda. Vegagerð veldur nú meira raski á búskaparháttum en fyrr þvi miklar breytingar hafa orðið á vegum og vegagerð bæði hvað varðar umfang og rask vegna gerðar nýrra vega og einnig vegna meiri og hraðari umferðar. Það er kunnara en frá þurfi að segja að nýir, breiðir og sléttir vegir eru hættulegir enda freistast ökumenn oft til að aka hraðar en lög mæla fyrir um - og aðstæður leyfa - en komist búfé á þjóðveg býður það hættunni heim. í ljósi þess að Vegagerðin hefur slegið eign sinni á það land sem fer undir vegi og ber ábyrgð á notagildi og öryggi veganna þá hlýtur að vera rökrétt að álykta að það sé nýs eiganda að verja þessa eign sína og bera þannig alla ábyrgð á henni. í stuttu máli að Vegagerðin girði af vegina og haldi þeim girðingum við. Þegar lausaganga búfjár og vandamál henni tengd hafa komið til umræðu í fjölmiðlum hefur þáttur eigenda veganna oft verið minni en ástæða er til. Þetta mætti að ósekju breytast enda vegir landsins eign hins opinbera - Vegagerðar ríksins - en líklega hefur þótt um margt einfaldara að beina spjótum að bændum landsins. Það var ekki að undra að búnaðarþing ræddi þetta mál og samþykkti ályktun um það, en búnaðarþing skoraði á ríkisstjómina að beita sér nú þegar fyrir breytingum á lögum og reglugerðum þannig að allur stofn- og viðhaldskostnaður við vegagirðingar verði alfarið á hendi veghaldara. Þingið taldi eðlilegt og sanngjarnt að öll mannvirki, þar með taldar merkingar og undirgöng, sem gerð eru til að friða vegsvæði stofn- og tengivega verði meðtalin í stofn- og viðhaldskostnaði þjóðvega og því fjármögnuð af ríkissjóði, en Vegagerðinni verði falin öll samræming og umsjón framkvæmda. Jafnframt verði komið á reglubundnu eftirliti með lausagöngufénaði á vegsvæðum í samvinnu við viðkomandi sveitarstjórnir og lögreglu. Matvælastefna Búnaðarþing beindi því til stjórnar Bændasamtaka Islands að hafa frumkvæði að því að móta skýra matvælastefnu er taki mið af bæði næringargildi og hollustu matvæla sem og af fæðuöryggi, umhverfisvemd og menningu. I greinargerð segir: "Undanfamar vikur hefur mikil umræða verið í þjóðfélaginu um innflutning matvæla, einkum landbúnaðarafurða og reglur sem gilda um slíkan innfiutning. Umræðan hefur sýnt að neytendur láta þessi mál sig miklu varða og vaknað hafa áleitnar spumingar um hversu ömggt það net eftirlits er sem á að tryggja neytendum holla, næringarríka og ömgga matvöru. Þetta gildir jafnt um innlenda sem innflutta matvöru. Islenskur landbúnaður nýtur nokkurrar sérstöðu hvaða varðar ímynd gæða og hreinleika landbúnaðarvara. Þá ímynd eða sérstöðu er mikilvægt að treysta, bæði með innri aðgerðum (gæðastýring) svo og með því að hvetja til opinberrar stefnumörkunar um matvælaöryggi. Mikilvægt er að Bændasamtök íslands hafi fmmkvæði að mótun matvælastefnu fyrir Islendinga, og fái til liðs við sig fieiri aðila sem málið varðar." Þessi samþykkt er athyglisverð en með henni vilja bændur hefja umræðu um matvælastefnu sem lítt eða ekkert hefur verið í umræðunni hér á landi, en hugtakið "manneldisstefna" hefur títt verið á vömm manna. Gallinn við manneldisstefnu Manneldsráðs er sú staðreynd að hún tekur ekki til allra þeirra þátta sem nútíma samfélagi eru nauðsynlegir. Fram til þessa hefur manneldisstefnan eingöngu tekið tillit til næringarfræða, sem útaf fyrir sig eru alls góðs makleg, en matvælastefna er tekur til fieiri þátta. Nefna má aukaefni í matvælum. hollustu og matvælaöryggi. Matvælastefna á auk þessa að taka til innfluttra matvæla og áhættunnar sem l'ylgir innflutningi. Þá á hún að hafa skoðun á stórrekstri í landbúnaði en umræðan á meginlandi Evrópu bendir lil ; að almenningur gerist æ fráhverfari slíkum iðnaði. Matvælastefnan á i síðast en ekki sfst að fjalla urn tcngsl matvælaframleiðslu og þróun I byggðar. Orð eru til alls fyrst en hugmyndin að baki matvælastefnu | Islendinga kann að vera eitt dýrmætasta framlag nýlokins j búnaðarþings tii íslensks landbúnaðar. LyQaónæmi - noikun sýklalyfja - ábyrg stefna Lyfjaónæmi er vaxandi vandamál í heiminum á okkar tímum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur miklar áhyggjur af því að sjúkdómar sem hægt hefur verið að meðhöndla hingað til eru margir að verða ólækn- anlegir vegna lyfja- ónæmis. Sérfræðingar á þessu sviði telja lyfja- ónæmi eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Stofnunin og ýmsir sérfræðingar innan heilbrigðisgeirans hafa hvatt til bættrar um- gengni um sýklalyf og aðhalds í notkun þeirra, þar sem sýnt hefur verið fram á að árangurs- ríkasta leiðin í baráttu við lyfjaónæmi er tak- mörkun á notkun sýklalyfja og bættar umgengnisreglur um lyf. Þá hefur komið í ljós að lyfjaónæmi vex í beinu hlutfalli við aukna notkun sýklalyfja. Ymsir hafa fjallað sérstaklega um notkun sýklalyfja í landbúnaði, svo sem samnorræn nefnd um mjólkurgæði (NMSM) og aðrir. Árið 1997 var haldin sérstök ráðstefna um notkun sýklalyfja í júgurbólgumeðhöndl- un á vegum þessarar nefndar. Við þekkjum öll hversu víðtæk áhrif uppgötvun penisillíns hefur haft á líf fólks og þróun nútíma samfélags. Uppgötvunin, sem er einhver sú merkasta í sögu lækna- vísinda, hefur verið undirstaða framfara í læknavísindum eftir- stríðsára, bæði lyf- og skurð- lækninga. Ónœmir sýklastofnar valda usla Fréttir sem berast af því að upp séu komnir sýklastofnar sem hafa náð að mynda vörn gegn sýklalyfjum og eru þar með ónæmir valda því miklum áhyggjum. Lyfjaónæmi flyst milli baktería, bæði skyldra og óskyldra. Þannig getur til dæmis ónæmi hjá saklausri bakt- eríu í gripahúsi flust yfir í aðra bakteríu sem getur verið sjúk- dómsvaldur í mönnum og fyrir því eru dæmi. Af þessum sökum getur röng eða óhófleg notkun sýklalyfja á einum stað valdið gífurlegu tjóni í allt öðru samhengi síðar meir. Dæmi um vandamál vegna ónæmra sýkla eru fjölmörg og stöðugt berast fréttir af nýjum til- fellum sem geta verið lífshættuleg og alltaf er mjög kostnaðarsamt og erfitt að uppræta. Sem dæmi um bakteríustofna sem eru fjölónæmir má nefna berkla í fyrrverandi Sovétríkjum, sumar salmonellur, heila- himnubólgubakteríur og nú nýverið fjöl- ónæmar sjúkrahús- bakteríur sem urðu til þess að loka þurfti skurðdeild á Land- spítala - háskóla- sjúkrahúsi tíma- bundið, meðan deildin var dauðhreinsuð. Kostnaður samfélags- ins vegna slíkra til- fella er gífurlegur eins og hverjum má ljóst vera. Ein megin- ástæða þess að svona er komið er, eins og áður sagði, óhófieg og röng notkun sýklalyfja sem skapar bakteríum skilyrði til að mynda lyfjaónæmi og ógnar þar með heil- brigðisöryggi manna. Hertar reglur uin ávísun lyfja Afleiðing þessa hefur nú náð til íslenskra bænda og dýraeigenda þar sem heilbrigðisráðuneytið setti reglugerð á síðasta ári um heimild- ir dýralækna til að ávísa lyfjum. Reglugerðin þrengir heimildir dýralækna og ákvæði í henni um notkun sýklalyfja rniða að því að tryggja að sýklalyf séu eingöngu notuð þegar sjúkdómsgreining gef- ur til kynna að nauðsyn sé á notk- un þeirra. Eins og áður sagði er helsta leiðin til að sporna við ónæmi sú að nota minna af sýkla- lyfjum og nota þau á réttan hátt. Nokkurs misskilnings virðist gæta meðal bænda í þeirri umræðu sem verið hefur unt þessar reglur að undanfömu, þar sem lagðar eru að jöfnu greining á bakteríutegund annars vegar og sjúkdómsgreining hins vegar. Itreka þarf að bakteríu- greining er ekki sjúkdómsgreining, heldur hjálpartæki við hina endan- legu greiningu. Margir aðrir þættir koma inn í sjúkdómsgreininguna og ákvörðun um meðhöndlun. Því er það andstætt meginmarkmiðum um ábyrga notkun sýklalyfja að af- henda og nota lyf á grundvelli bakteríugreiningar eingöngu. Einnig virðist gæta misskiln- ings á ástæðum þess að reglum um afhendingu dýralyfja var breytt. Jafnvel heyrist því fleygt að reglu- gerðin hafi verið sett til að gæta hags dýralækna. Hver sem veltir hlutunum aðeins fyrir sér og áttar sig á þeim verðmætum sem fólgin eru í því að halda virkni sýklalyfja óskertri um ókomna tíð gerir sér grein fyrir að hugmyndin er fjarstæðukennd. Reglugerðin er ekki heldur sett bændum til höfuðs eins og sumir virðast halda. Hún er sett til að bregðast við og fyrir- byggja að ónæmisvandinn verði óyfirstíganlegur, þ.e. hún er liður í baráttu við raunverulegt alþjóðlegt heilbrigðisvandamál. Hagur bænda, dýralækna og reyndar alls almennings fer saman í þessu máli. Því er það undarlegt þegar málum er stillt upp á þann hátt að hags- munir bænda og dýralækna á þessu sviði séu tveir andstæðir og ósættanlegir pólar, eins og því miður hefur borið á í umræðum um málið. Islenskar landbúnaðarvörur - hreinar og heilnœmar Með því að taka ónæmisvand- ann föstum tökum nýtast aðhalds- samar reglur um notkun lyíja einn- ig lil að efia þá jákvæðu ímynd sem íslenskar landbúnaðarvörur hafa um hreinleika og heilnæmi. Sú ímynd hefur styrkst að und- anförnu í þeirri umræðu sem verið hefur um dýrasjúkdóma í Evrópu, en er engu að síður brothætt og vandmeðfarin. Lítið þarf út af að bera til að sú umræða snúist við og fyrir því höfum við mörg innlend dæmi, svo sem kamfýlóbakter- mengun kjúklinga og hver áhrif hún hafði á sölu alifuglakjöts. Andstaða við reglumar virðist byggð á þeim misskilningi að lyfjaónæmi sé bændum óviðkom- andi. Hana má flokka sem gæslu skammtímahagsmuna á kostnað hagsmuna sem til lengri tíma litið eru mun mikilvægari fyrir bændur og þjóðfélagið í heild, þ.e. sterka gæðaímynd íslenskra afurða, heil- næmar vörur og virk sýklalyf. Ætíð tekur nokkurn tíma að aðlagast nýjum reglum og breytt- um áherslum. Bændur og dýra- læknar þurfa að vinna saman að því að laga sig að breyttu um- hverfi. Til að svo megi verða þurfa allir aðilar að gera sér grein fyrir að aðhaldssöm lyfjastefna er sam- eiginlegt hagsmunamál þjóðarinn- ar allrar og homsteinn þess að hægt verði til framtíðar að halda á lofti heilnæmi og hreinleika ís- lenskra landbúnaðarafurða. Ólafur Valsson héraðsdýralœknir og formaður Dýralœknafélags íslands. Kosið um verkaskiptasamning BÍ og LS Akveðið hefur verið að fram fari atkvæðagreiðsla meðal sauðfjárbænda um verkaskiptasamning Bændasamtaka íslands og Landssamtaka sauðfjárbænda. Kosningarétt hafa allir þeir sem eiga a.m.k. 50 kindur á vetrarfóðrum skv. forðagæsluskýrslum haustið 2000 og eru félagar í Bændasamtökum íslands. Rétturinn er óháður því, hvort félagsaðildin er í gegnum búnaðarfélag/- samband eða búgreinafélag. Framkvæmdin verður eins og hér segir: 1. Kjörskrá mun liggja frammi á skrifstofum búnaðarsambandanna dagana 2. -10. apríl, og þar verður hægt að kæra sig inn á hana. 2. Kjörseðlar verða sendir öllum, sem kosningarétt hafa, um 20. apríl ásamt samningnum, sem kjósa skal um. 3. Skilafrestur er til 10. maí. 4. Talið verður fyrir 20. maí. Atkvæðagreiðslan fer fram á sama hátt og atkvæðagreiðslan um sauðfjársamning á síðasta ári, þ.e. bændur fá atkvæðaseðii í pósti ásamt póststimpluðu umslagi. jilfíl 1. I I í

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.