Bændablaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 27. mars 2001 BÆNDABLAÐIÐ 17 Gin- og klaufaveiki Áskorun frá yfirdýralækni til bænda og annarra vegna gin-og kiaufaveikifaraldurs á Stóra-Bretlandi og víðar um heiminn Menn óttast að gin- og klaufaveiki geti borist til landsins með fóiki eðá varningi. Þetta er bráðsmitandi veirusjúkdómur, landlægur í Asíu, Afríku og S-Ameríku og hefur fundist í Evrópu annað kastið. Veiran er lífseig og getur lifað nógu lengi til að berast langar leiðir með ýmsu móti. Hættan fyrir okkur iiggur í því að smitefni, sem kemst inn fyrir landsteina frá fyrrnefndum svæðum eins og t.d. Bretlandi, berist í dýr hér á landi. Ef það gerist, er iiruggt að mjög alvarlegt ástand skapast og tjón verður mikið því að sjúkdómurinn hefur aldrei borist til landsins svo vitað sé. Allt veltur á því að veikin uppgötvist strax, svo að unnt verði að koma í veg fyrir útbreiðslu hcnnar á fyrstu stigurn. Best er þó vitanlega, að afstýra því að veikin berist inn í landið. Hættan er meiri en áður hefur verið vegna meiri samgangs og samskipta okkar við önnur lönd. Þess vegna þurfa allir að vita um smitleiðir og helstu einkenni veikinnar. Brýnt er að umráðamenn búfjár láti strax vita um öll grunsamleg einkenni til héraðsdýralæknis eða embættis yfirdýralæknis. Skvlda hvflir á dýralæknum og öllum einstaklingum í þessum efnum en þó mest á eigendum og umráðamönnum. Vakni grunur um gin- og klaufaveiki mun dýralæknir strax athuga aðstæður án kostnaðar fyrir eiganda. SMITLEIÐIR Veikin berst með ýmsu móti milli staða og landa, til dæmis með dýrum og dýraafurðum sem ekki hafa fengið næga hitameðhöndlun svo sem kjöti og mjólkurafurðum. Öll matvæli frá sýktum löndum eru varasöm. Veiran getur borist með fólki, einkum með skóm og hlífðarfötum, en fólk getur einnig borið veiruna í sér. Þeir sem verið hafa á smituðuin svæðum og andað veirunni að sér geta borið hana í nefinu og dreift smiti í allt að fimm daga. Vitað er að veiran hefur borist með fuglum og vindi milli bæja og jafnvel milli landa. Dýr sem sýkjast eru klaufdýr fyrst og fremst: Nautgripir, kindur, svín og geitur, villt klaufdýr (hreindýr) en einnig rottur. Sýkja má ýmis tilraunadýr. Hross sýkjast ekki. Gæludýr geta borið smit. Smituð dýr dreifa veirunni áður en þau veikjast sjálf. Fólk getur veikst en það er mjög sjaldgæft og er ekki alvarlegur sjúkdómur. Ruglið ekki þessari veiki saman við barnasjúkdóm með sama enska nafni. EINKENNI Byrjunareinkenni í nautgripum eru hár hiti, lystarleysi, devfð, stirðleiki í hreyfingum. Blöðrur mvndast í munni, á fótum, milli klaufna og við klauflivarf og oft á spenum. Froðukenndir slefutaumar fara frá munni. Hjá svínum ber mest á deyfð og lystarleysi, krömpum og skyndilegri helti. Blöðrur sjást oft á trýni. Hjá sauðfé og geitum ber mest á lystarleysi og helti. Einkenni hjá þeim geta verið mjög væg. Á því hafa ýmsir farið flatt í Bretlandi síðustu vikurnar og ekki tekið eftir einkennum í sauðfé. Veikin hefur þess vegna náð að breiðast út mun meira en ella og hefur nú (20. mars) fundist á um fjögur hundruð bæjurn, vítt og breitt um landið. Auk þess hefur veikin nú verið staðfest í Frakklandi, í HoIIandi og Irlandi og gæti fundist víðar. Blöðrur sjást ekki alltaf í munni kinda en finnast þá á bitgómi og stundum á tungu. Hjá hreindýrum er veikin enn vægari. Blöðrur sjist varla við klauflr þeirra. Tilkynnið allt sem gæti skiptir máli til að verjast veikinni. Nánari upplýsingar fást hjá undirrituðum. Sigurður Sigurðarson dýralæknir s: 852-1644, Sigurður Örn Hansson dýralæknir s: 560 9784. Ur Milraiinum Rannsðknastofnun- ar landbúnaOarins sumariO 2000 Fimmfi hluli: Sveppasjúkdúmur I korni I þessari grein er sagt frá tveimur tilraunum, gerðum sumarið 2000, með tiðun gegn sveppnum augn- flekk, en hann herjar á bygg bæði hérlendis og erlendis. Einnig er fjallað um tjón sem hann gæti valdið hérlendis og bent á leiðir til að verjast honum. Sjúkdómar í korni I grannlöndunum eru flestar kom- tegundir hinir mestu pestargeml- ingar og sjúkdómar koma víða við sögu í komrannsóknum. Hérlendis erum við að mestu laus við þessa vanheilsu og einungis einn sjúkdómur finnst sem veldur tjóni. Við höfum kosið að nefna hann augnflekk (norska; grá pjeflekk, sænska; sköldflacksjuka). Sjúkdómnum veldur sveppurinn Rynehosporium secale. Augnflekkur berst milli landa með sáðkorni Smit getur borist með sáðkorni og fer þá leið milli akra og milli landa. Sáðkorn sem er verslunar- vara er skoðað með tilliti til smits. Finnist smit að einhverju marki er sáðkornið dyftað (bæsað) með sveppaeitri. Eitt og eitt kom ber samt smitið og þannig er það alltaf á ferðinni. Ekkert sér á smitaðri plöntu meðan hún er í vexti en sveppþræðirnir váxa upp stöngul- inn og út í blöðin. Fljótt eftir skrið fara að koma blettir á blöð, svo stöngul og jafnvel títu. Blöðin visna smám sarnan og detta af. A þessu stigi dreifir sveppurinn gróum sínum yfir akurinn. Það á þó aðeins að geta gerst þegar sam- an fara votviðri og hlýindi. Þetta virðisl gerast árlega sunnanlands og vestan en sjaldnar og þá í smáurn stíl fyrir norðan. Byggyrki eru misnæm fyrir augnflekk. Sexraðabygg er að öllu jöfnu næmara en tvíraðabygg og Arve er til dæmis alveg varnar- laust. Það skýrir að hluta hvers vegna ekki er hægt að rækta sexraðabygg syðra. Erlendis hefur fundist ónæmi gegn sjúkdómi þes- sum. Norska sexraðayrkið Lavr- ans, sem hér hefur verið í tilraun- um í tvö ár, er að mestu ónæmt. Lavrans á því frekar erindi á Suðurland en önnur sexraðayrki. Hálmurinn smitar í akrinum Smitið lifir veturinn í hálmi í ökrum og safnast upp þegar kom er ræktað á sama stað ár eftir ár. Hve ört það gerist hér á landi er ekki vitað en vafalaust er mikill munur milli landshluta. Á Korpu varð akur til dærnis ekki full- smitaður fyrr en á fjórða ári. I sumar er leið voru gerðar Augnflekkur á byggblöðum. tvær tilraunir með úðun gegn augnflekk, fyrst og fremst til þess að meta það tjón sem hann getur valdið. Önnur var gerð á Þorvalds- eyri á fyrsta árs akri, sem því var ósmitaður, og hin á Korpu á fimmta árs akri þaulsmituðum. Á báðum stöðum fór smit um allt. Á Korpu smitaðist kornið sem smáplöntur af snertingu við hálm fyrra árs en á Þorvaldseyri smitaðist það ekki fyrr en gró fóru að fjúka seint í júlí. Smitunin á Þorvaldseyri virtist ekki gera korn- inu mein og úðun skipti þar ekki máli. Aðra sögu var hins vegar að segja frá Korpu. Tilraun á Korpu í smituðum akri I tilrauninni á Korpu voru fjögur yrki, öll næm fyrir augnflekk. Helmingur reitanna var úðaður fyrir skrið með kerfisvirku sveppa- eitri sem plantan tekur upp og drepur sveppþræði innan plöntunnar. Hinn helmingurinn var látinn ósnertur. Uppskerumæling- ar eru sýndar í 1. töflu. Um miðjan ágúst voru 70-80% af blöðum sviðnuð af plöntum í reitum sem ekki voru úðaðir en öll voru blöðin græn í úðuðum reitum. 1 síðustu viku ágúst gerðist svo nokkuð sem enginn átti von á. Þá gjörféll kornið í sýktu reitunum og leit út eins og það hefði lent undir valtara. Kom í úðuðum reitum stóð aftur á móti eins og ekkert hefði í skorist. Þetta sést á 2. mynd. Sveppþræðirnir í stönglin- um hafa skemmt hann innan frá og axið velt plöntunni um koll þegar það fór að þyngjast. í 1. töflu sést að úðun hefur skilað 15% uppskeruauka. Þetta er fyrsta mæling á tjóni af völdum augnflekks hérlendis. Hvar er hœtta á tjóni? Skilyrði til þess að sveppurinn dreifist eru fyrst og fremst fyrir hendi sunnanlands og vestan eins og áður segir. Samt sem áður ætti hann ekki að valda tjóni þai' sem korn er ræktað í sáðskiþjum við gras. Smit í ökrum hverfljif þegar hálmurinn rotnar. Augnflekkur gæti oráH&rfiður viðfangs þar sem korn erfæktað ár eftir ár á stómm svæðum. Þannig hagar til dæmis til í Vindþfiimum í Skagafirði og Miðgerði íj&yafirði. Þar hefur sveppurinn ieÓn ekki dreift sér að marki þótt Kann hafi fundist og má sjálfsagt þiÉíka það norðlensku þurrviðri. 1 Hvað er til varnu&fk í fyrsta lagi má eyða ■ með sáðskiptum. í öðru lagiaBjtdraga úr því með því að hirðafHpúnn. í þriðja lagi má úða gegn írappnum eins og jafnan er "%ert í grannlöndunum. Rétt er að draga eins lengi og hægt er að nota eitur- efni í kornrækt. Engu, að síður munum við gera tilraun rneð það á Korpu í sumar og munum eiga tilbúnar leiðbeiningar um úðun eft- ir ár. I fjórða lagi leggjum við kapp á að bæta ónæmi gegn augnflekk inn í nýjustu byggyrkin okkar. 1. tafla. Tilraun meö úöun gegn augnflekk á Korpu 2000. Uppskera, hkg þe/ha ekki úðað úðað Hlutfall, úðað/ekki úðaö Arve (6r) 27,4 35,3 129 Olsok (6r) 35,1 36,7 105 Súla (2r) 33,2 38,4 116 Filippa (2r) 31,8 36,5 115 Meðaltal 31,9 36,8 115 Úðunartilraun á Korpu haustið 2000. Reitirnir eru í fjórum röðum fyrir miðri mynd. Kornið stendur eins og ekkert hafi í skorist í úðuðum reitum en liggur marflatt i hinum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.