Bændablaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 27. mars 2001 BÆNDABLAÐIÐ 25 Dorgveiði vinsœl meðal erlendra veiðimanna Augu fólks hafa verið að opnast fyrir nýjum leiðum til að auka nytjar af veiðivötnum. Ein er sú tegund veiði sem litla athygli hefur fengið en býður engu að síður upp á mikla möguleika; dorgveiði. Dorgveiði er vinsælt tómstunda- gaman í Norður-Evrópu og Ame- ríku og á sér ríka menningarhefð. Þrátt fyrir að hafa verið stunduð á Islandi hefur hún til skamms tíma haft tiltölulega takmarkaða út- breiðslu og ekki verið liður í skipulegri ferðaþjónustu. Kostir dorgveiði Dorgveiði hefur ýmsa kosti um- fram aðra veiði. Hún er stunduð utan hins hefðbundna og stutta sumarveiðitíma. Hægt er að ná árangri í veiði án flókinna eða dýrra veiðitækja. Vötn sem hafa gefið illa í stangveiði geta reynst ágætis dorgveiðivötn og síðast en ekki síst eiga veiðimenn á öllum aldri, böm sem fullorðnir, þess kost að gerast fengsælir veiðim- enn. Ýmis tækni og þekking gerir menn að góðum dorgveiði- mönnum en óreynt fólk með tiltölulega einfaldan búnað getur þó náð góðum árangri gagnstætt því sem á við í flestri annarri sport- veiði. Dorgveiði er einnig mjög Dorgveiði, góð viðbót við aðra vahianýdngu skemmtileg keppn- isgrein sem ungir og aldnir geta stundað. Það sem gerir dorg- veiðimönnum á Is- landi og þeint sem vilja gera út á ferðaþjónustu tengda dorgveiði helst erfítt fyrir, er sveiflukennt og ótraust veðurfar. A Islandi búum við ekki við vetrarstað- viðri líkt og í þeim löndum þar sem dorgveiði er hvað mest stunduð. A móti höfum við meiri fjölbreytni í veiðimöguleikum og ósnortna náttúru. Veiðibúnaður Dýrasti hluti veiðibúnaðar í dorg- veiði er ísborinn. Slík tæki þurfa þó ekki að kosta meira en um 12- 15.000 kr. og fleiri en einn geta sameinast um bor. Að öðru leyti geta veiðitæki verið svo einföld sem spýta, girnisspotti og öngull með beitu á, en hægt er að fá ýmsar gerðir ódýrra dorgveiðis- tanga. Það auðveldar einnig að- gengi að dorgveiði ef veiðimenn eiga þess kost að leigja eða fá lánaðan búnað hjá ferðaþjónustu- aðilum sem bjóða upp á slíka veiði. Þannig er hægt að koma nýjum veiðimönn- urn á bragðið. í dorgveiði eru notað- ar margvíslegar teg- undir beitu, bæði lif- andi og eftirlíkingar fæðudýra. Af lifandi beitu þykja maðkar fiskiflugu hvað best- ir en rækja og jafn- vel maísbaunir eru einnig notuð sem beita. Mikilvægt er að ekki sé neitt sem borið getur með sér sjúkdóma notað til beitu. Dæmi um slíkt væru laxahrogn eða aðrar leifar ferskvatnsfiska. Oryggismál Mikilvægt er að fyllsta öryggis sé gætt við dorgveiði. ís á vötnum verður að vera vel heldur og fylgj- ast þarf með veðrabrigðum þar sem það á við, sérstaklega ef veitt er fjarri alfaraleiðunt. Ef óvíst er að ís sé traustur er mikilvægt að veiðimenn fái upplýsingar hjá heimamönnum og séu ekki einir á ferð. Veðrabrigði eins og sólskin, rigning, snjókonra og rok geta á skömmum tíma breytt aðstæðum á ísnuin verulega. Langar setur á ís í köldu veðri þarfnast einnig viðeig- andi klæðnaðar. Sumir nota jafnvel stóla og tjöld til að láta fara betur urn sig. Dorgveiði, viðbót við aðrar veiðinytjar Dorgveiði hefur alla burði til að verða vinsæl fjölskylduíþrótt á árstíma þegar önnur sameiginleg útivera kann að vera í lágmarki. Hún hefur verið vinsæl á vötnum eins og Mývatni, Amarvatni stóra og Ölvesvatni á Skaga. Einnig hef- ur ferðamálabraut Hólaskóla haldið árlega dorgveiðikeppni á Vatnshlíðarvatni. Góð viðbrögð fólks, ekki síst bama sem hafa fjöl- mennt til að taka þátt í veiðinni á Vatnshlíðarvatni, sýna að dorg- veiði hefur alla burði til að eflast og verða góð viðbót við aðrar veiðinytjar. Bjarni Jónsson Norðurlandsdeild Veiðimála- stofnunar að Hólum Slegið á þráðinn til Gunnars á Þóroddsstöðum Þátttaka í skýrsluhaldi í sauð- fjðmekt hefur oft margborgað sig Á Þóroddsstöðum í Hrútafirði búa þau Gunnar Þórarinsson og Matthildur Hjálmarsdóttir, ásamt syni sínum, Pétri. Reyndar má geta þess að sá stutti kom á forsíðu Bændablaðsins í upphafi ársins og því má bæta við að hann fer undan í flæmingi þegar málið er rætt við hann. Gunnar og Matthildur em með 400 fjár á húsi í vetur en auk þess eiga þau nokkur hross. Gunnar hefur alla tíð átt heima á Þóroddsstöðum en þau hjón tóku ekki al- farið við stjórnartaumum fyrr en fyrir tveimur ámm. Gunnar var ráðunautur í 14 ár og vissulega viðloðandi búskap foreldra sinna í öll þau ár. Bændablaðið ræddi við Gunnar á dögunum og í upphafi var hann inntur eftir gæðastýringarþætti sauðfjársamningsins. „Eg held að í aðalatriðum sé gæðastýringarákvæðið í sauðfjársamningn- urn fremur jákvætt. Oft hefur verið rætt um sölumöguleika til útlanda en rekjanleikinn er einmitt einn af homsteinum þess að okk- ur takist að ná viðunandi árangri á erlend- um mörkuðum. Hvað sem öðra líður þá verða menn að gæta þess vel að gæðastýringin verði ekki að bákni. Margir bændur óttast það en ég er ekki sömu skoðunar enda era menn ákveðnir í að koma í veg fyrir nýtt bákn.“ - Nú er krafist skýrsluhalds... „Hvað varðar Hrútafjörðinn era flestir í skýrsluhaldi en til er þónokkur hópur sem hefur haldið sig utan þess. Sumir þeirra era að taka upp skýrsluhald enda er þátttaka í því forsenda þess að menn geti lifað með þennan nýja samning." Og Gunnar segir aðspurður að hann viti um fjölmörg dæmi þess að þátttaka í skýrsluhaldi í sauðfjárrækt hafi margborgað sig. „Með skýrsluhaldi sjá menn hvaða gripir það era í stofni sem skila of litlu. Þá þýðir ekkert annað en að grípa hnífinn og skera þá úr.“ Aðspurður segir Gunnar að hann sé þeirrar skoðunar að útflutningsskylda ætti að vera jöfn allt árið. „Ef hjálpa þarf innan- landsmarkaði er betra að nota fé af vaxta- og geymslugjaldinu til að styðja þá slátrun, en allir eiga að taka þátt í útflutningi.1' - Hvað segir þú um gagnið afbúrekstr- aráœtlunwn ? ..Rekstur bús er að sjálfsögðu ekkert annað en rekstur fyrirtækis. Þess vegna þurfa bændur að setja sér markmið með rekstri. Hvað ætla menn að fá út úr honum? Ef við tökum dæmi af búi sent er búið að vera í rekstri í nokkur ár þá hefur bóndinn mjög gott af því að skoða reksturinn. Hvemig gengur einmitt núna? Þannig verða menn að greina reksturinn og gera saman- burð við önnur bú. Það skiptir svo miklu máli að athuga raunverulegar tölur og sjá hvar viðkomandi gerir vel og hvar hann stendur sig illa. Þá fyrst er hægt að gera sér grein fyrir hvar hægt er að laga stöðuna - og gera um það áætlun hvernig best er að ná þeim markmiðum. Áætlunarforritið Búhagur og rekstrargreiningarforrit sem Bændasamtökin hafa látið gera eru mjög góð hjálpartæki við þessa vinnu. Ef ég tek dæmi úr eigin rekstri má geta þess að áður en við hjónin tókum við rekstri búsins þá vann ég áætlanir um rekst- ur þess. Fyrsta spumingin sem ég spurði var einfaldlega þessi: Er einhver möguleiki á að láta dæmið ganga upp? Sömuleiðis reyndi ég að átta mig á hve þungan skulda- bagga búið þyldi. Nú þekki ég best til í sauðfjárrækt og þvf skoðaði ég sérstaklega afurðasemi - frjósemi og mjólkurlagni. Þetta er það atriði sem sauðfjárbændur þurfa að hugsa um enda skiptir það mestu rnáli varðandi fjárhagslega útkomu. Segja ntá að það sé nokkuð sama hvað bóndinn gerir, ef það skilar sér í auknu og/eða verðmætara innleggi þá borgar það sig.“ - Þú heldur því sem sagtfram að bœndur geti beinlínis hagnast á gerð búrekstraráœtlana ? „Já, það er hægt að færa rök fyrir því. Að minnsta kosti fá þeir góða lýsingu á rekstrarstöðu búsins og hvað muni líklega gerast á næstu mánuðum og árum. Þessi vitneskja gerir bændum auðveldara að bregðast við á réttan hátt. Bændur geta fengið aðstoð við þetta verk hjá búnaðarsamböndum en auðvitað geta þeir leitað annað. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að ráðunautamir séu bestir til að framkvæma verkið. Búrekstraráætlan- ir eru forsenda þess að menn geti fengið lán hjá Lánasjóði landbúnaðarins - og ég er því sammála að setja slík skilyrði. Ég er undr- andi ef bankastofnanir eru hins vegar að lána mönnum peninga án þess að þeir geti gert viðhlítandi grein fyrir því hvemig rekstur og staða búsins er.“ - Gunnar, það er ekki nóg að aðfram- leiða... „Nei, það er rétt, það þarf að selja af- urðirnar. Til þess að við bændur höldum okkar á innanlandsmarkaði verðurn við að tryggja gæðin - og þar verða afurðastöðvar að vinna með okkur. Neytendur verða að vera vissir um að vörur okkar séu fyrsta flokks." .... og þá komum við aftur að rekjan- leika vörunnar. „Markaðsmenn segja okkur að þetta sé neytendum mikils virði. Ég er í sjálfu sér sammála því. Það get- ur skipt máli að geta sannað hvaðan varan kemur og bændur hafa ekkert að óttast í þessu sambandi." Þú nefnir af- urðastöðvar. Málefni þeirra hér hafa mikið verið til umrœðu og ekki úr vegi að spyrja hvort sameining og samvinna þeirra sé jákvœð að þi'nu mati? „Sjálfsagt er það nauðsynlegt að það séu stór og sterk fyr- irtæki í þessari atvinnugrein. Hins vegar fannst mér það nokkuð öfugsnúið þegar talað var um að sameiningin ætti skila hagræðingu - jafnt til bænda og neytenda - að Goði skyldi ekki hækka verð til bænda í takt við almenna verðlagsþróun og að Goði og SS skyldu greiða lægsta verðið til bænda sl. haust á meðan rninni fyrirtækin fylgdu flest verðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda eða greiddu yfirverð. Það er sérkennilegt að hagræðingin skyldi bitna á bændum. Ann- ars verða afurðastöðvarnar að minnast þess að bændur hafa nú meira val en áður um það hvar þeir láta slátra. Betri samgöngur gera það að verkum að þeir fjötrar sem áður bundu bændur við ákveðnar afurðastöðvar eru nú brostnir." Ábúendur á Þóroddsstöðum taka þátt í afkvæntarannsókn seni er á vegum sauðfjársæðingar- stöðvarinnar á Vesturlandi og Bændasamtakanna. Fjórir hrútar voru fengnir á nágrannabæjum og settir í fjárhús á Þóroddsstöðum. Næsta haust verða mælingar og stigun á lömbunum og útfrá því metið hvernig hrútarnir hafa staðið sig. Hrútar á Þóroddsstöðum verða svo með í rannsókninni til saman- burðar. Komi einhver þessara hrúta vel út verða þeir teknir inn á sæðingarstöð. Gunnar sagði að fyrst og fremst væri verið að leita að hrútum sem gæfu af sér afkvæmi með mikla vöðva en litla Fitu. „Mér sýnist að þetta sé að þokast í rétta átt með þeim aðferðum sem beitt hefur verið undanfarin ár,“ sagði Gunnar. „Tekist hefur að auka hlutfall vöðva í skrokknum á kostnað fitu og beina.“ Fyrir nokkrum árum, þegar Gunnar starfaði sem ráðunautur, beitti hann sér mjög fyrir því að sauðfjárbændur störfuðu mark- visst að kynbótum. Að sögn Jóns Viðars Jónmundssonar sauðfjárræktarráðunauts hjá BÍ leiddi þetta til þess að bændur í Kirkjuhvammshreppi og víðar í V-Hún. náðu umtalsverðum árangri. „Á þessum tíma voru í gangi afkvæmarannsóknir sem beindust að hluta til a.m.k. að sama marki, en við tókum öll lömb sem fóru í sláturhús og mældum á þeim fituna á síðunni ! og gáfum stig m.a. fyrir lærabygg- ingu. Fljótt kom í Ijós bvsna mik- ; ill munur á milli hrúta sem við nýttum síðan í ræktunarstartinu til að bæta byggingarlag og minnka fitu. Menn fóru mismun- andi leiðir en mörgum tókst að ná árangri,“ sagði Gunnar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.