Bændablaðið - 27.03.2001, Síða 7
Þriðjudagur 27. mars 2001
BÆNDABLAÐIÐ
7
Réttur jarða til sjávarnytja
Eigenúur sjávarjarða
undirbúa stofnun samtaka
Á undanfömum árum hefur mikil
umræða átt sér stað um svokallað
kvótakerfi í sjávarútvegi og þá mis-
munun og óréttlæti sem ýmsum
finnst það hafa í för með sér. Með
núverandi fiskveiðistjómunarkerfi
em ekki leyfðar veiðar á til dæmis
þorski og hrognkelsum nema
viðkomandi hafí tilskilin leyfi, þó er
leyfllegt að veiða sér til matar/eigin
nota. Frá sjávarjörðum um allt land
var löngum sótt björg í bú með því
að róa til fiskjar, ekki einungis til
heimanota heldur til að afla tekna.
Utræði frá sjávarjörðum var víða
undirstaða byggðar og búsetu. Þeg-
ar núverandi lög og reglur um stjóm
fiskveiða vom settar vom sjávar-
jarðir allt í kringum landið sviptar
þeim eignarréttarbundnu atvinn-
uréttindum að stunda fiskveiðar frá
jörðunum í atvinnuskyni. Svo langt
var gengið að kvótabundnar tegund-
ir má heldur ekki veiða innan net-
laga (í eigin landi) í atvinnuskyni.
Bent hefur verið á að þegar réttur til
veiða var tekinn frá sjávarjörðum
komu engar bætur fyrir, þ.e. lögum
um eignamám var ekki beitt. Því líta
eigendur/ábúendur sjávarjarða svo á
að þeir hafi aðeins tímabundið verið
sviptir þessum rétti og að hann beri
að endurheimta. Minna má á að
Búnaðarþing 1999 ályktaði í þessu
máli á þann veg að „leita leiða til að
fá útræðisrétt strandjarða virtan á ný
og staðfestan í fiskveiðilögum.“ Þar
með hafa Bændasamtök Islands
markað skýra stefnu í málinu.
Eigendur og ábúendur sjávar-
jarða hafa í nokkur ár rætt hvaða
leiðir væm vænlegastar til þess að
endurheimta réttinn til sjávarins,
þ.e. að virt yrðu eignarréttindi
sjávarjarða innan netlaga sem og til-
töluleg eignarhlutdeild í sjávar-
auðlindinni í heild. Ein leið að því
marki hefur verið að kynna málið.
Sú kynning hefur aðallega verið í
formi viðræðna við stjómmála-
menn, fulltrúa ráðuneyta og
stjómskipaðar nefndir, ásamt um-
fjöllun í blöðum og heima í héraði.
Mikilvægt er að kynna málið þann-
ig að almennur skilningur skapist.
Vorfundur dýralækna á Selfossi
„Áhersla Iðgð á
sjúkdömavarnir"
sagði sænshi dýralæhnipinn Tnrhel Ehman
Á vorfundi dýralækna, sem
haldinn var á Selfossi á dögun-
um, ræddi sænski dýraiæknir-
inn Torkel Ekman, sem starfar
hjá Samtökum afurðastöðva í
Svíþjóð, um jtígurbólgulækning-
ar í Svíþjóð. Torkel var einn
frummælenda á vorfundinum.
Hann sagði skvlt í Svíþjóð að
dýralæknir hæfi lækningu á
mjólkurkúm. Hann lagði
áherslu á að verið sé að lækna
dýr til matvælaframleiðslu og
einkum nefndi hann að leið
mjólkur frá kú til neytanda er
nijög stutt. „Það á að ieggja alla
áherslu á að verjast sjúkdómum
því að ef þarf að lækna er maður
orðinn of seinn,“ sagði Torkel og
bætti við að skráning á allri
meðferð á búinu og eftirfylgni
væri nauðsynleg, þar sem
bændur gætu ekki haft yfirsýn
yfir kýrnar á stöðugt stækkandi
búum.
Sérstakt átak, Friskko, er í
gangi í Svíþjóð þar sem bóndi og
dýralæknir semja um aðgerðaplan
um sjúkdóma- og júgurbólgufor-
vamir og frjósemisaðgerðir. Slíkir
samningar fá opinberan styrk til að
byrja með.
Hvað varðar júgurbójgu er
mikilvægt hafa í huga að stök
júgurbólgutilfel 1 i koma áíitaf upþ
en tíðar S. aureussýkingar eru
vandamál. Forvarnir eru mikil-
vægar, sagði Torkel, og til dæmis
leggur hann áherslu á mjaltaröð.
að kúm með langvinná júgurbólgu
sé slátrað, að mjólka sýkta júgur-
hluta oftar, að sýktir spenar séu
þurrkaðir upp og að tekið sé tillit
til júgurbólgu í naugriparæktun.
Ekki eigi að gefa kálfum frumuháa
mjólk því að hún getur dreift
júgurbólgusýklum í umhverfí
þeirra.
Torkel sagði réttlætanlegt að
meðhöndla bráða júgurbólgu en
það skilaði litlum eða engum
árangri að meðhöndla væga
Handverksbækur og gömul munstur
• Endurútgefnar gamlar íslenskar hannyrða- og
jurtalitunarbækur (sú elsta frá 1886).
• Milliverk, hekluð og með Harðangurssaumi.
gömul munstur og fjölbreyttar stafagerðir.
• Munstur fyrir útskurð og gömlu góðu
útsögunarmunstrin úr Familie Journal í úrvali.
Tilvaldar tœkifœrisgjafir
Jenný Karlsdótlir
Síini: 462-5869 og 860-4933
Enn sem komið er hefur dómstóla-
leiðin ekki verið reynd þótt ýmsir
hafi hugleitt þann möguleika. Fram-
angreind kynning hefur verið bund-
in við áhuga einstaka manna, en að
fenginni reynslu er samstaða um að
næsta skref sé að stofna samtök eig-
enda/ábúenda sjávarjarða (og
áhugamanna) til þess að vinna að
ofangreindu réttindamáli. Föstudag-
inn 9. mars sl. hittist hópur áhuga-
manna í Bændahöllinni í Reykjavík
og fjallaði um stofnun slíkra sam-
taka. Fundurinn kaus fjögurra
manna nefnd til að undirbúa og
boða til stofnfundar samtaka sjávar-
réttareigenda og er að því stefnt að
það gerist í maí á þessu ári. Þá
verður verkefni nefndarinnar að
vinna skrá yfir þær tæplega 1100
jarðir sem skráðar eru í Hlunninda-
bók Lárusar Ág. Gíslasonar með
útræði og finna jafnframt hverjir eru
eigendur/ábúendur þeirra. Slík skrá
er grunnur að því að skilgreina og
ná til allra þeirra sem málið varðar.
Leitað hefur verið til Bændasam-
taka íslands með þessa gmnnvinnu.
Stofnfundurinn verður boðaður
skriflega eftir því sem tök verða á.
Auk þess verður hann auglýstur í
Bændablaðinu og öðmm fjöl-
miðlum. Áhugasömum skal bent á
að fylgjast með fundarboði. Þá tek-
ur formaður undirbúningsnefndar
við nöfnum þeirra sem vilja gerast
stofnfélagar og þarf þá að senda
honum bréf með nafni, kennitölu og
heimilisfangi og hvaða jörð þeir
eiga/nytja ef þeir sitja ekki viðkom-
andijörð.
Formaður undirbúningsnefndar
er Ómar Antonsson (Homi), Hlíðar-
túni 15, 780 Homafirði. (Netfang:
omar.a@ishoIf.is) Ámi Snæ-
björnsson, hlunnindaráðunautur BÍ
júgurbólgu á miðju mjaltaskeiði.
Þegar meðferð hefst er mikilvægt
að taka sýni til sýklaræktunar.
Geldstöðumeðferð skilar árangri.
Athuganir benda ekki til þess að
kýr með lága frumutölu séu
viðkvæmari fyrir júgurbólgu. Ekk-
ert bendir til samhengis á milli
mikillar notkunar á sýklalyfjum og
lágrar frumutölu í einstökum
löndum.
I almennum umræðum kom
fram að með markvissum vinnu-
brögðum er hægt að draga úr
sýklalyfjanotkun í íslenskum
landbúnaði og þar með hættu á
sýklalyfjaónæmi. Fram kom að
íslendingar eru ekki í slæmum
málum, en brýnt sé að halda vel ut-
an um alla notkun á lyfjum og
hefja ntarkvissa skráningu og
upplýsingaöflun um lyfjanotkun
hér á landi. Þar eru Islendingar
áratugum á eftir hinum
Norðurlöndunum. /Þ
LANDSTÚLP11»:»
- Fjós eru okkar fag -
• Weelink fóðrunarkerfi
• Gjafatækni
- fjölbreytt tækni til fóðrunar við ýmsar aðstæður.
• Artex innréttingar
- leiðandi í þróun innréttinga.
• Pasture Mat básadýnur
- ath! bæði í legubásafjós og básafiós.
• Steinrimlar og flórsköfukerfí í gripahús
• Nýbyggingar - viðbyggingar - breytingar
Veitum aðstoð og ráðgjöf við hönnun og skipulag fjósa
- hafið samband, við mætum á staðinn!
• Loftræstingar
Sérhæfðir í loftræstilausnum - ný og gömul íjós
- sníðum loftræstinguna að aðstæðum á hverjum stað.
Lárus
sími: 437 0023
fax: 437 0023
gsm: 869 4275
Email: larpet@aknel.is
Arnar Bjarni
sími: 486 5656
fax: 486 5655
gsm: 898 9190
Email: amarbi'Æ'islandia.is
Búnaðarsamband
Suður Þingeyinga
Aðalfundur Búnaðarsambands Suður Þingeyinga verður
haldinn í Skjólbrekku Mývatnssveit laugardaginn 7. apríl
næstkomandi og hefst kl 10.
TILBOÐ-TILBOÐ-TILBOÐ
FELGUR & DEKK UNDAN NÝJUM BíLUM
4 STK ÁLFELGllR 16X7 &DEKK 245/70R16
PASSAR Á: ISU2U TROOPER.CREW CAP, UA2DA B2SOO PICK UP.PAJER0, FAI.ILY. MUSSO,
TOYOTA HILUX 4RUNNER.LANDCRUSER 90. NISSAN TERRA.NO II.PICK UP
VERÐ KR 25.000,-
4 STK JÁRNFELGUR 16X7 & DEKK 205R16
PASSARÁ ISU2U CREW CAP7ROOP6R, NISSAN TERANO.PlCK UP, MUSSO,
, FAMILY, MA21)A B260O. PICK UP 10Y01A HILUX.HlACHE 4X4.
VERD KR 20.000,-
LADA SPORT 4 STK DEKK & FELGUR
VERÐ KR 15.000,-
VEGMÚLI 2
S:588-9747
NYJAR FELGUR
Á GÓDU VERDI 1 I
FLATVAGNAR
Verð kr 590.000,-
með virðisaukaskatti
Burðargeta 12 tonn
Stærð palis = 2,55x9,Om
H. Hauksson ehf.
Suðurlandsbraut 48
Sími: 588-1130. Fax. 588-1131.
Heimasími: 567-1880