Bændablaðið - 27.03.2001, Qupperneq 11
Þriðjudagur 27. mars 2001
BÆNDABLAÐIÐ
11
Þorsteinn Snædal
ullan daginn og fór svo í fjárhúsin
milli klukkan tíu og tólf á kvöldin.
Við vorum hér yfirleitt tveir-fjórir
að gaufa en það þurfti að skreppa í
gegningar og annað. Stebbi Ola,
skólabílstjóri hérna, þurfti alltaf að
skjótast annað slagið og keyra
börnum. Og Páll á Hákon-
arstöðum, hann skaust alltaf og
gaf og kom svo aftur. En allt gekk
þetta nú upp.‘‘
Var engum vandkvœðum
bundið að fá leyfi fyrir skemmt-
anahaldi ífjárhúsum?
„I upphafi var talað um það að
það væri útilokað að ætla sér að
halda samkomu hér með lilskyld-
um leyfum og þess vegna urðum
við staðráðnari í að gera þetta af
alvöru. T.d. skelltum við 90 m2 af
parketi á dansgólfið bara upp á
grín. Á endanum fengum við öll
leyfi sem við þurftum. Við feng-
um meira að segja leyfi frá bruna-
Baldri (slökkviliðsstjóra) sem er
nú ekki venjan. Þetta er kannski í
fyrsta skipti í sögunni sem bændur
á Skjöldólfsstöðum hafa leyfi fyrir
öllu sem þeir gera!“
.“Ég verð að fá að enda á að
syngja nefndarvísuna sem samin
var um mig:
Eg lieiti Lalli og er lagari
Með bóndanum er ég slagari
Hvar sem ég um sveitirfer
Allt lagast íhöndunum á mér
Ég hef gert við alltfrá eylandsljá
upp í rakstrarvé! sem raka má
en helst vil konunni sofa hjá
og barna ef ég má. “
Sukkstjórinn
Kári Ólason, athafnamaður
og bóndi á Árbakka í Hróars-
tungu, var titlaður sukkstjóri
þessarar sérstæðu skemmtunar.
Hvaðfólst í þessum titli?
Varst þú aðalmaðurinn á bak
við þetta?
„Ekki veit ég það en þeir
sögðu að ég hefði verið upp-
hafsmaðurinn.“
Hvernig datt þér í hug að
halda þorrablót ífjárhúsum?
„Ég sá bara að það vantaði hús
á Jökuldal til að halda þorrablót í
og vildi ekki láta það falla niður.
Þessi hugmynd kviknaði þegar við
vorum að byggja héma og það var
verið að kvarta yfir því að ekkert
húsnæði væri til á Jökuldal og það
yrði að halda sameiginlegt þorra-
blót. Ég sá að það væri ekkert mál
að halda blót hérna í húsunum,
það yrði aldrei búið að setja féð í
þau hvort sem væri. Það yrði bara
að klæða þau og svo væri hægt að
halda blótið hér.“
Gekk ekkert illa að fá fólk til
að taka þátt iþessu með þér?
„Jú. í upphafi áttu þetta bara
að vera brottfluttir Jökuldælingar
en það var nú í þeim hópi eins og
hjá litlu gulu hænunni, allir vildu
borða brauðið en enginn vildi
baka það. Svo var farið á stúfana
og auðvitað fundust menn sem
vildu taka þátt í þessu. Þeir segja
hérna að þetta hafi verið burtflutt-
ir, tilfærðir og afsettir
Jökuldælingar. Margir lögðu góðu
mátefni lið, enda um einstaka
skemmtun að ræða.“ /IS
Hjálmar Guðjónsson og Þórey Helgadóttir í fjósinu á Tunguhálsi II í
Skagafirði. mynd Örn. ___________
Kýrnar á Tunguhálsi II
mjölkuflu mesl i Skagafirði
Kýrnar á Tunguhálsi II (áður
Lýtingsstaðahreppi) voru að
jafnaði afurðahæstu kýr í Skaga-
firði árið 2000. Þær skiluðu
6.179 lítrum hver á því ári.
Næstu bú hvað meðalnyt varðar
voru Ytri-Mælifellsá (Lýting-
staðahr.) 6.093 lítrar, Garðakot í
Hjaltadal 6.048 lítrar, Stóru-
Akrar I í Akrahreppi 5.958
lítrar, Ytri-Hofdalir í Viðvíkur-
sveit 5.928 lítrar og Varmaland
(Staðarhr.) með 5.899 lítra. Ef
búunum væri raðað eftir meðal-
talsframleiðslu af samanlögðum
efnum mjólkurfitu og mjólkur-
próteins væri Ytri-Mælifellsá
efst með 473, Tunguháls II næst
með 455 og Stóru-Akrar II þar á
eftir með 452.
Á Tunguhálsi II búa hjónin
Hjálmar Guðjónsson og Þórey
Helgadóttir. Þegar Hjálmar var
spurður hver væri helsta ástæðan
fyrir þessari góðu útkomu sagði
hann að ástæðan væri margþætt,
ekki síst sérlega gott árferði sem
jafnframt hefði átt þátt í að hey var
með besta móti. Hann sagðist
ávallt byrja heyskap tímanlega og
slá mest af túnunum tvisvar. Einn-
ig sagði hann að þau væru mjög
ströng á að vera með góðar kýr og
létu kýr sem ekki skiluðu nægum
afurðum að þeirra mati hiklaust
fara. Svo hefði ræktun kúnna ef-
laust eitthvað að segja. Þau væru
með talsvert af kúm útaf nautinu
Lýtingi og þær hefðu reynst vel.
Hjálmar sagðist alltaf byrja
snemma að gefa kúnum með beit-
inni á haustin en láta þær út eins
lengi og hægt væri og gefa þeim
rúllur úti í gjafagrindur. Þau hjón
lögðu áherslu á að síðast en ekki
síst væri það umhirðan um gripina
sem máli skipti ef ná ætti miklum
afurðum. Þá er það skoðun þeirra
að kúabúskapur eigi fyrst og
fremst að vera fjölskyldubúrekst-
ur, þ.e. ekki umfangsmeiri en svo
að fjölskyldan nái að mestu að
sinna honum sjálf. Einnig telja þau
að íslensku kýrnar mjólki alveg
nægilega mikið þannig að ekki sé
nein þörf á að blanda aðkomu-
stofnum saman við þann íslenska.
ÖÞ
Merki sem þú
getur treyst!
Varahlutir
MASSEY FERGUSOIM
Varahlutir
4pTRIMA
Varahlutir
Kverneland
Varahlutir
FISHER
Brynningartæki
og varahlutir
ZWEEGERS
Varahlutir
Varahlutir
Varahlutir
Varahlutir
mm
Industrial
Varahlutir
œaaiai
Klippur og
varahlutir
<4 :>
CMflS <
Varahlutir
1
Varahlutir
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2, sími 525 8000
Vélavarahlutir, sími 525 8040
Sparaðu fé og fyrirhöfn
01 Iráttarvéladekk /
01 1 ey vinnu véladekk /
01 /örubíladekk /
eppadekk /
01 :ólksbíladekk /
Hjd Gúmmívinnslunni
fœrð þú allt á einum stað!
Felaur
Rafgeymar
Keðjur
Básamottur
• •
Oryggishellur
Kannaðu málið á www.gv.is
Sendum um allt land -
Frír flutningur til Reykjavíkur
Haltu
mo
þeim á
ttunni!
Gúmmívinnslan hf.
Réttarhvammi 1 • Akureyri
Hringið og fáið frekari upplýsingar
Sími 461 2600 *Fax 461 2196.
V/SA
(D
Þýsku básamotturnar frá Gúmmívinnslunni
má nota jafnt undir hesta, kýr, svín og fleiri dýr
Eigum á lager 100,110 og 120 cm breiðar mottur í ýmsum
iengdum, einnig dregla og mottur í kerrur og pallbíla.