Bændablaðið - 27.03.2001, Síða 22

Bændablaðið - 27.03.2001, Síða 22
22 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 27. mars 2001 Þehkingapselup í garðyHqu Það hefur lengi verið baráttumál íslenskra garðyrkjubænda að styrkja það faglega umhverfi sem fyrir er við Garðyrkjuskóla nkis- ins á Reykjum í Ölfusi. Þann 28. október 2000 var Garðyrkju- miðstöð Islands formlega stofnuð með undirritun samkomulags um starfsemi hennar. Samkomulagið var staðfest af land- búnaðarráðherra, Guðna Ágústs- syni. Að Garðyrkjumiðstöðinni, eins og hún er nefnd í daglegu tali, standa Bændasamtök íslands, Garðyrkjuskóli ríkisins og Samband garðyrkjubænda. Garðyrkjumiðstöðin hefur að- setur á Reykjum í húsnæði Garð- yrkjuskólans. Þar hefur verið byggð bráðabirgðaaðstaða fyrir þá starfsmenn sem fluttu skrif- stofur sínar um set. Um er að ræða Magnús Á. Ágústsson) ylræktarráðunaut og Garðar R. Ámason garðyrkjuráðunaut frá B.Í., Björn Gunnlaugsson til- raunastjóra Garðyrkjuskólans og Unnstein Eggertsson fram- kvæmdastjóra S.G. Skólameist- ari Garðyrkjuskólans, Sveinn Aðalsteinsson, hefur einnig skrif- stofu í þessum nýja áfanga. Starfsemi Garðyrkjumið- stöðvarinnar komst á fullt skrið um áramót og hefur samstarfið gengið í alla staði mjög vel. Með þvf að færa ólíka starfsemi undir sama hatt hefur skapast þverfag- legur grunnur sem nýtist öllum hlutaðeigandi aðilum vel í dag- legu starfi. Garðyrkjubændur hafa þannig kost á að nálgast ýmsa þjónustu á einum stað. Við greinum áhuga þeirra á þessari starfsemi í gegnum sameiginleg námskeið, erlendar ráðunauta- heimsóknir og fleira. Nú þegar hafa fyrirtæki í greininni leitað til miðstöðvarinnar með verkefni til úrlausnar. Starfsmenn hennar hafa einnig leitað sameiginlega til sjóða um tilrauna- og þróunar- verkefni. Ætlunin er að byggja við núverandi aðstöðu 425 fermetra byggingu á tveimur hæðum þar sem skrifstofur og móttaka verða á efri hæð og bókasafn og fyrir- lestrasalur á neðri hæð. Byggt verður við norðurgafl skólabygg- ingarinnar þar sem nú er hluti af bílastæðum skólans. Búið er að tryggja meginhluta þess fjár sem vantar til að Ijúka byggingunni og er vonast til að Alþingi veiti það fé sem á vantar á fjárlögum ársins 2002. Samband garðyrkju- bænda hefur lofað fjárframlagi til byggingarinnar sem er verkefn- inu mikill stuðningur. Þegar sú bygging verður tekin í notkun verður komin mjög góð vinnuaðstaða fyrir aðila Garð- yrkjumiðstöðvarinnar og hugsan- lega fleiri samtök eða stofnanir sem starfa í íslenskri garðyrkju og vilja vinna saman á þennan hátt. Bókasafnið mun þannig verða mjög vel útbúið og sömu- leiðis aðstaða fyrir fyrirlestra af ýmsu tagi. Til marks um þessa starfsemi munum við kappkosta að nýta okkar sterkasta miðil sem nær til allra bænda, Bændablaðið, með skrifum og tilkynningum í blaðið. Einnig munu ýmis námskeið og aðrir viðburðir sem tengjast ís- lenskri garðyrkju verða unnin æ meir á þessum samstarfsvett- vangi. Við hvetjum því íslenska garðyrkjubændur að fylgjast með og nýta sér þá þjónustu sem boðið er upp á hér í Garðyrkj- umiðstöðinni á Reykjum. Með grœnni kveðju, Sveinn Aðalsteinsson, skólameistari G.R. Unnsteinn Eggertsson, framkvœmdastjóri S.G. Úr Bændablaðinu 14. nóvember. ínómúsimu Nú fer sól hækkandi og plöntur að auka vatnsnotkun sína. Upptaka næringarefna eykst ekki að sama skapi og því fer að verða þörf á að lækka leiðni vökvunarvatns. Ráðlögð leiðni er 2,3- 2,5 yfir vetrartímann, háð ræktun, rótarbeðsefni og C02 gjöf. Ef gefið er C02 þarf leiðni vökvunarlausnar að vera hærri til að tryggja nægilega upptöku vegna minnkaðrar uppgufunar. Að sumri er hæfileg leiðni í vökvunarvatni frá 1,5-2 en mikilvægt er að fylgjast með leiðni og magni umframvökvunar. Nauðsynlegt er að um- framvökvurí sé aím.k. 20%, þ.e. ef vökvun er einn lítri sé umframvökvun 200 ml. Þeir sem rækta í jarðvegi ættu gjarna að skola hann úl með góðri vökvun með hreinu vatni. Nægi- legt vatnsmagn til útskolunar er a.m.k. fjórir lítrar á m2. I lok útskolunar er síðan gefin áburðarlausn. Norski ráðunauturinn Magne Berland ráðleggur einnig að skola út í vikri og steinul! nokkrum sinnum á ári. Á þann hátt er skolað út söltum sem plantan nær ekki að nýta en sem byggja upp falska leiðni. Utskolun hefur ekki verið talin góð latína sfðan áburðarsalar fóru að gefa ráð, enda enginn áburður í hreinu vatni. í heimsókn sinni í vetur taldi Magne að of víða væri hitastigi haldið of háu miðað við birtu og afbrigði. Norðmenn sem eiga í harðri samkeppni við innfluttar rósir frá Afríku reyna nú að framleiða gæði en ekki magn. Það gera þeir fyrst og fremst með því að tak- marka hita en ekki lýsingu. Hann t'aldi þáð sama eiga við hér, til að fá margar rósir á m2 í búntasölu eigum við að vera með afbrigði sem framleiða margar rósir en stuttar. Ekki skal reyna að ná slíku magni út úr afbrigðum sem framleiða fáar rósir en langar með því að keyra upp hita. Slikt þýðir einfaldlega mikið af lélegum rósum. Annað sem Magne talaði um var hve víða vantaði gólfrör í gróðurhús. Gólfrör eru afar mikilvæg. Ef rétt notuð auka þau lofthreyf- ingu og skapa þannig betra loftslag í beðinu, jafnari raka og hita, aukinn aðgang að C02 og meiri útgufun. Einnig hafa þau áhrif á hitastig í rótarbeði. I nokkrum garðyrkjustöðvum eru gólfrör tengd þannig að hægt er að hafa stöðugt hita á þeim en hækka og lækka hann eftir þörfum með loftslagsstýritölvu. Því miður eru gólfrör enn tengd þannig hjá flest- um að þau taka við vatni af lofti og veggjum og eru því aldrei með þeim hita sem þarf þeg- ar á reynir. Afar mikilvægt er því að garðyrkjubændur lagfæri þetta ef þeir vilja geta keppt við innfluttar garðyrkjuafurðir í gæðum. Með hækkandi sóí eykst loftun í gróðurhúsum en það takmarkar aftur þann tíma sem hægt er að gefa kolsýru. Ef kolsýra er leidd inn í beðin er hægt að gefa þó að gluggar séu alltað 20-30% opnir án þess að teljandi kolsýra sleppi út. Slíkt getur skilað sér, sérstaklega á lygnum sólardögum. Magnús Á. Ágústsson Sameiginleg norræn ræktun 2004 Norræn ræktunarsamvinna kemst i höp hinna störu moO ylir 1000 pröfuö naut ö öri Nautgriparæktin á Norðurlöndun- um er þekkt fyrir umfangsmikil ræktunarmarkmið sem leggja mikla áherslu á eiginleika á borð við júgurheilbrigði, frjósemi og burðareiginleika. Heildarfjöldi mjólkurkúa í hverju Norðurland- anna fyrir sig er þó of lítill til að hægt sé að reka árangursríka ræktunarstarfsemi, og ræktunar- samtök í löndunum eru smá á heimsvísu. Þess vegna hafa nautgripa- ræktarfélög í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi haftð náið samstarf með norrænt ræktun- arfélag 2004 að markmiði. Við 'sííká sám’vinhií V&rða p'rófuð u'.þ.b.' 1.000 naut á ári; samtökin þar með orðin ein af þeim stærstu í heimi. Náin samvinna eykurframfarir Hámarks afköst ræktunar krefjast að lágmarki 500.000 kúa og hver í sínu lagi er enginn hinna norrænu stofna nógu stór til að ná því markmiði. A sama tíma er hörð samkeppni frá erlendum mjólkurframleiðendum sem vilja inn á norræna markaði með sínar vörur. Þetta eru veigamestu ástæður þess að norræn samtök hafa valið að vinna saman. Samvinnan nær yfir öll naut fædd eftir 1. janúar 1999. Þegar þéssi' naút fá kýnbótámht árið 2004, hafa Norðurlöndin fjögur ráðstöfunarrétt yfir nautunum í hlutfalli við tjölda ungnauta. Hver einstakur bóndi fær þá tækifæri til að nota fyrsta flokks naut frá löndunum öllum á lágu verði. Aðalmarkmiðið með þessu er að styrkja efnahag mjólkurframleið- enda með árangursríku, alþjóðlegu og samkeppnishæfu kynbótastarfi. Verkefni unnin ísamvinnu Til að ná sem bestum árangri í kynbótastarfinu er mikilvægt að ekki séu unnir tvíverknaðir. Sam- vinnan verður því að byggjast á samkomulagi um rannsóknir og þróun, þannig að verkefni séu samhæfð milli landa. I augnablik- inu rannsaka t.d. danskir vísinda- menn DNA í svartskjöldóttum stofnum. Utflutningsdeildir land- anna fjögurra, sem selja sæði og fósturvísa, eru líka inni í sam- komulaginu; eftirleiðis skulu þær standa að markaðssetningu nor- ræns erfðaefnis sem ein heild. Sameiginlegt kynbótamat frá 2002 Lykilatriði til að samvinnan megi heppnast vel er að í löndunum fjórtim sé metið á‘sáma hátt. Af þeim sökum er hafið samstaif með jiað að augnamiði að taka upp samræmt norrænt kynbótamat. Eins og málin standa nú. metur hveil Jand naut og kýr fyrir sig en markmiðið er að útreikningarnir fari fram í einu lagi yfir öll löndin. Danmörk og Finnland hafa greint möguleika á að hrinda í framkvæmd samræmdu norrænu kynbótamati fyrir afurðaeiginleika í svartskjöldóttum og rauðum stofnum. Niðurstöður lofa mjög góðu og vonast er til að hægt verði að hefja slíka útreikninga fyrir löndin öll 2002. Enn nánari samvinna Enn sem komið er snýst samvinn- an aðeins um svartskjöldóttar og rauðar kýr. I þeim eru flest gen sameiginleg í löndunum fjórum og þetta eru ennfremur þeir tveir stofnar hverra sæði er mest nýtt milli Norðurlandanna. Á komandi árum mun sam- vinnan án efa ná lil holdanauta og kúa af Jersey-kyni. Auk þess má líta á þetta samstarf sem stórt upphafsskref í átt að markmiðinu; árangursríkri og samkeppni.shæfri norrænni mjólkurframleTðslú. /SS Landssamband kúabænda Aðalfundir aðildarfélaga LK Um þessar mundir standa yfir aðalfundir flestra aðildarfélaga LK. Upplýsingar um fundina og nýja trúnaðarmenn viðkomandi félaga er að finna á veraldar- vefnum (bondi.is/wpp/bondi.nsf/ pages/lskuab). Nýjar upplýsingar frá aðildarfélögunum eru settar inn á vefinn jafnharðan og þær berast. Afleysingasjóður kúabœnda Minnt er á að allir kúabændur, sem fengið hafa afleysingumann/-konu, geta fengið styrk í allt að 14 daga. Styrkurinn nemur allt að 40% af útlögðum kostnaði, þó háð hámarki. Umsóknarfrestur um afleysingastyrki fyrir fyrsta ársíjórðung þessa árs er 20. apríl nk. og verður úthlutað úr sjóðnum í fyrstu viku í maí. Nánari upplýsingar um sjóðinn, hvaða gögn þurfi að senda ásamt umsóknareyðublaði, er að finna á veraldarvefnum (bondi.is/wpp/ bondi.nsf/pages/lskuab). Þeim sem ekki hafa aðgengi að veraldarvefnum er bent á að hafa samband við héraðsráðunaut viðkomandi svæðis. Ungfrú Gateway 2001 Nú er lokið forkeppni í Ungfrú Gateway 2001. Umsóknir komu frá fleiri en 50 bændum og eru kýr í undankeppninni hátt í 70. Frá og með þriðjudeginum 27. mars er hægt_að skoða myndir^if þeim kúm sem komust í úrslitakeppnina. Þar er einnig hægt að kjósa um hver þeirra hljóti fyrstu verðlaun. Val netverja mun gilda til helminga á móti dómnefndinni. Hægt er að skoða kýrnar á vef ACO (aco.is), sem er umboðsaðili Gateway tölva á Islandi. Bœklingur um smitgát Þessa dagana er bæklingur sem kallast Smitgát á kúabúum að berast öllum kúabændum. Samstarfsnefnd LK og Embættis yfirdýralæknis gerði þennan bækling en hann er þýðing á sambærilegum sænskum bæklingi. Aftan á bæklingnum er vísað til heimasíðu LK (naut.is), en þess ber þó að geta að síðan verður ekki opnuð fyrr en 4. apríl nk. Skrifstofa LK Ef þig vantar ráðgjöf, aðstoð eða upplýsingar er einfaldast að hringja í síma 896-1995, senda tölvupóst á lk@naut.is eða senda bréftilLK (Pósthólf 1085. Hvanneyri. 311 Borgarnesi).

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.