Bændablaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 1
13. tölublað 9. árgangur
Þriðjudagur 8. júlí 2003
ISSN 1025-5621
Mahir og
menning á
Helgina 18. til 20. júlí verður
fjölskylduhátíðin MATUR OG
MENNING lialdin á Blönduósi í
fyrsta sinn. Markmið hátíðar-
innar er að festa í sessi ímynd
héraðsins sem matvælaframleið-
anda í hæsta gæðaflokki, þar
sem byggt er á hefðum, inn-
lendu hráefni og stöðugri ný-
sköpun í nýtingu og framleiðslu.
I matgæðingatjaldi verður boðið
upp á rétti framleidda úr af-
urðum af staðnum.
Margvíslegt verður til
skemmtunar, m.a. verður boðið
upp á vönduð og íjölbreytt leik-
tæki sem staðsett verða á lóð
grunnskólans, auk þess sem trúð-
ar, og aðrir bamvænir gleðigjafar
skemmta gestum og gangandi og
má þar nefna Afa gamla, leikinn
af Emi Amasyni, og Lalla töffa-
mann. Fyrir eldri gesti er meðal
annars boðið upp söng og lifandi
tónlist, harmonikkuleik og hag-
yrðingakvöld, dansleik í Félags-
heimilinu með hljómsveitinni
Landi og sonum, tónlistaratriði á
veitingastaðnum Við Árbakkann
auk fjölda annarra uppákoma.
LokaO vegna
sumarleyla
Skrifstofur Bændasamtaka
íslands verða lokaðar vegna
sumarleyfis starfsmanna
dagana 21. júlí til 1. ágúst.
Sí'órn Bísaniþykkir
tHlogu iim
úttiiúiiggsShiffall
A fundi stjórnar Bœndasamtaka
Islandsfyrir skömmu var lögð
fram áœtlun um framleiðslu,
ráðstöfun og birgðir kindakjöts
almanaksárið 2003. Birgðir
dilkakjöts 31. maí voru 3.110
tonn, en þar af voru óútflutt á
ábyrgð sláturleyfishafa og
Bændasamtakanna 436 tonn.
Gert er ráð fyrir að birgðir á
innanlandsmarkaði verði 1.200
tonn 1. september nk. Þannig
þarf útflutningshlutfallið nk.
haust að verða 30,8% til að halda
þeirri birgðastöðu en 36,6% til
að takast megi að lœkka
birgðirnar aftur i 800 tonn.
A fundinum var eftirfarandi
tillaga um útflutningshlutfall i
ágústmánuði samþykkt
samhljóða: “I samrœmi við
tillögu Markaðsráðs kindakjöts
um hlutfallslega skiptingu
útflutningsskyldu eftir árstimum
er lagt til að útflutningsskylda af
dilkakjöti verði 10% 3.-16. ágúst
og 17% 17.-31. ágúst 2003. ”
Þessi tillaga var send Guðna
Agústssyni,
landbúnaðarráðherra, sem tekur
endanlega ákvörðun um
útflutningshlutfallið.
um í
garðinum í
Reykjavík
Vaxandi áhugi
bænda á heima-
Aðalfundur Félags raforku-
bænda var haldinn fyrir skömmu
og mætti um 30 manns á fundinn.
Fyrir utan venjuleg aðalfundar-
störf voru flutt erindi á fundinum
á vegum vatnamælingasviðs
Orkustofnunar og einnig flutti
Kristján Haraldsson, forstjóri
Orkubús Vestfjarða, erindi.
Olafur Eggertsson, formaður Fé-
lags raforkubænda, segir að
þetta hafi verið mjög gagnlegur
upplýsingafundur og að
greinilega sé mikill hugur í
mönnum að koma sér upp
heimarafstöðvum.
„Eina vandamálið sem hægt er
að tala um er að vatnamælingasvið
Orkustofhunar kemst ekki yfir að
mæla samtímis hjá öllum þeim sem
þess óska. Sem dæmi má nefha að
um þessar mundir eru í gangi 23
vatnsmælingar á vegum vatna-
mælingasviðs Orkustofhunar bara á
Austurlandi og menn sækja um alls
staðar að af landinu," sagði Ólafur.
Hann segir að þeir sem hafa
áhuga á að koma sér upp rafstöð og
óska eftir að Orkustofnun mæli hjá
þeim vatnið þurfa að útfylla
sérstakt umsóknareyðublað sem
þeir geta fengið hjá Orkustofhun.
Þar gefa menn upp grunnupplýs-
ingar sem Orkustofnun fer síðan
yfir og metur. I sumum tilfellum
dettur umsókn út við skoðun en í
öðrum tilfellum fer ffarn nánari
skoðun og síðan vatnsmæling ef
allt er í lagi.
Hver vatnsmæling kostar á
bilinu 200 til 300 þúsund krónur.
Af þeirri upphæð greiðir bóndinn
50 þúsund krónur en afgangurinn er
styrkur ffá ríkinu. Ólafur segir að
sökum þess hve margir hafa áhuga
á að byggja heimarafstöðvar sé
ljóst að það fjármagn sem ríkið
áætlaði til sfyrktar dugi ekki.
Áætlaðar voru 5 milljónir króna á
ári í fimm ár.
Ólafur Eggertsson segir að í
sumum tilfellum ætli menn að selja
afgangs raffnagn ffá heimastöðvum
inn á kerfi RARIK en í öðrum til-
fellum sé bara verið að hugsa um
heimarafstöð.
Bændasamtök Islands gefa út með
tveggja ára millibili bæklinginn Icelandic
Agricultural Statistics. Þar eru settar
fram helstu hagstærðir landbúnaðarins á
skýran hátt í máli og myndum.
Bæklingnum er m.a. dreift til
utanríkisþjónustunnar og til ferða- og
leiðsögumanna. Hagtölurnar eru notaðar
í erlendu samstarfi Bændasamtakanna og
gegna mikilvægu hlutverki við að kynna
íslenskan landbúnað á erlendri grund.
Þeir ferðaþjónustubændur sem vilja fá
bæklinginn sendan er vinsamlegast bent
á að hafa samband við útgáfu- og
kynningarsvið Bændasamtakanna í síma 563-0300 eða á netfangið
bbl@bondi.is.
Brn bndhdnadapsaiiniiwip fyrir
allar Upiaar M 2007?
Ari Teitsson, formaður
Bændasamtakanna, segir í við-
tali við Bændablaðið að afstaða
Guðna Ágústssonar land-
búnaðarráðherra til komandi
mjólkursamnings, sem fram
kom í viðtali við hann í síðasta
Bændablaði, þurfi ekki að koma
neinum á óvart. Hann hafl í
viðtalinu sagt það sama og á
aðalfundi Landssambands kúa-
bænda á Laugum í Sælingsdal
árið 2002.
Síðan ræðir Ari um mjólk-
ursamninginn og hátt verð á
mjólkurkvóta í ljósi þeirra
breytinga sem eru að verða
vegna nýrra alþjóðlegra
samninga og segir síðan:
"Ég hygg að rétt sé að velta
því fyrir sér hvort það breytta
umhverfi sem nú virðist fram-
undan, þar sem stuðningur við
bændur flyst meira yfir á jarðir
og umhverfi og frá fram-
leiðslunni, geri okkur ekki erfitt
fyrir um að gera sérstaka sam-
ninga fyrir einstakar búgreinar.
Ef stuðningurinn er í vaxandi
mæli fluttur yfir á jörðina, hvað
sem framleitt er, þá fellur það
illa að því að gera samning um
einstakar búgreinar. Því er e.t.v.
rétt að skoða þann möguleika
hvort skynsamlegt sé að gera
einungis mjólkursamning til
tveggja ára með heildarland-
búnaðarsamning í huga sem
tæki gildi árið 2007." Sjá viðtal
við Ara Teitsson á bls. 15.