Bændablaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 8. júlí 2003 9 Fjörutíu ára útskriftarafmœli Þann 28. maí sl. fóru nokkrir búfræðikandidatar, sem útskrifuðust frá Hvanneyri árið 1963, ásamt mökum í ferð til Desenzano við Gardavatn á Ítalíu i tilefni þessara tímamóta. Ekki áttu þó allir þeir sem útskrifuðust 1963 heimangengt. Ferðin tókst vel og sneri hópurinn heim 2. júni sl. Hópurinn hefur haft þá venju að hittast einu sinni á vetri þegar haldinn er ráðunautafundur og á fimm til tiu ára fresti hefur hann hist að sumarlagi hjá einhverjum félaganna viðsvegar um land. Á myndinni eru ferða- langarnir, taldirfrá vinstri, Magnús B. Jónsson, Steinunn Ingólfsdóttir, Ól- afur Guðmundsson, Jón Snæbjörnsson, Lilja Ólafsdóttir, Erlendur Danielsson og Gréta Jónsdóttir. Ferfiir i heimsleika íslenska hestsins Löngum hefur verið vinsælt meðal hestamanna að fylgja íslenska landsliðinu í hestaíþróttum til keppni erlendis. Nú í sumar fer heimsmeistaramót í hestaíþróttum fram hjá frændum okkar Dönum og stendur það yfir dagana 29. júlí nk. ti! 3. ágúst. Fjöldi íslendinga hyggst fara á mótið enda auðvelt að ferðast til Danmerkur og margt áhugavert að sjá og gera. Mótið fer ffam í Heming á Jótlandi, en þaðan er stutt t.d. í Legoland og fleiri skemmtilega staði fyrir fjölskyldufólk. íslenska landsliðið þykir sterkt í ár eins og svo oft áður og án efa munu íslensku knapamir berjast til sigurs í hverri grein. Liðið hefur ekki verið fúllskipað ennþá, en Sigurður Sæmundsson í Holtsmúla sem stýrir liðinu mun hnýta síðustu hnútana í þeim efnum nú í vikunni. Fyrir þá sem áhuga hafa á því að heimsækja Danaveldi og styðja íslenska landsliðið má benda á að ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn býður upp á ferðir á mótið í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga, auk þess sem hægt er að fljúga til Billund eða Kaupmannahafnar og ferðast þaðan á eigin vegum. Þeir sem vilja kynna sér dagskrá mótsins o.s.ffv. geta kíkt á heimasíðu mótshaldara sem er að finna á slóðinni www.vm2003.dk 58 REITIR A HLAfl- BORfll Á VATNSNESI Fjölmcnni var samankomið við Hamarsbúð í Húnaþingi vestra þegar Húsfreyjurnar á Vatnsnesi (gamla Kirkjuhvammshreppi) efndu til veislu fyrir skömmu. Þessi samkoma sem kallast Fjöruhlað- borðið var nú haldin i níunda skipti, tilgangurinn er að fólk komi saman eina kvöldstund og blandi geði og einnig að kynna og viðhalda áratuga gamalli matarhefð. Að þessu sinni voru 58 réttir á boð- stólum og meðal drykkjarfanga var að sjálfsögðu mysa. Af skemmtiatriðum má nefna böggla- uppboð og kvæðamenn af Vatns- nesi kváðu stemmur. I lokin var svo stiginn dans. Þessi samkoma er einn liður í Björtum nóttum sem eru í raun nokkrar skemmti- og menningarsamkomur sem Vestur- Húnvetningar hafa haldið víðsveg- ar um sveitarfélagið síðan árið 1994. „Hátíðin hefiar verið með svipuðu sniði ffá upphafi þó réttum á hlað- borðinu fari alltaf fjölgandi. Við höfiim reynt að vera með einhvem nýjan rétt árlega þ.e. sem ekki hefiir áður verið á boðstólum. Nú vorum við t.d. með sauðaábiystir og grafið kjöt. Við em með sjávarfang s.s. selkjöt reykt og nýtt með spiki, súra selshreifa, höffungakjöt,reyktan og grafinn fisk og að sjálfsögðu hákarl og harðfisk. Einnig sauðahangi- kjöt,lambakjöt og súra sviðasultu. Líka má nefna súrsuð egg og blóð- pönnukökur. Auk margra annarra rétta er margs konar brauðmeti með áleggi. Svo er boðið upp á ábrysti, fjallagrasamjólk og heimagert skyr. Úndirbúningur að hátíðinni hefst eiginlega í sláturtíðinni á haustin. A Hvammstanga býr Bjöm Þ. Sig- urðsson, hann er okkur afar hjálpleg- ur, verkar hákarlinn, grásleppuna og harðfiskinn o.fl. Allur undirbún- ingurinn krefst mikillar skipulagning- ar og við Húsffeyjumar vinnum vel saman, það er góð samstaða í hópnum. Okkur finnst nokkurs virði að halda í jjessar gömlu matarhefðir og fólki líkar þetta vel, a.m.k. heyrum við ekki annað á þeim sem koma til okkar, "sagðiKristínGuðjónsdóttirá Húsfreyjurnar á Vatnsnesi sem stóðu að Fjöruhlaðborðinu í þetta skipið. Frá vinstri. Guðlaug á Bergsstööum, Þóra á Sauðadalsá, Andrea á Neðra-Vatnshorni. Kristin á Ásbjarnarstöðum. Helga i Helguhvammi. Stella i Gröf. Sigríð- ur á Svalbarði. Kristín á Þorgríms- stööum.Katharina í Galtanesi og Aðalheiður á Sauðá. Bændablaðið/Öm If . % BÆNDU R i Til afgreiðslu strax NÝJA 548 RÚLLUBINDIVÉLIN FRÁ NEW HOLLAND • Sópvinda, 2 mtr. • Mötunarvals • Netbindikerfi • Flotdekk • Smurkerfi • Baggasparkari • Tvöfaldur hjöruliður á drifskafti ^ HAGSTÆÐUSTU KAUPIN ERU í NEW HOLLAND RÚLLUBINDIVÉL VELAVERf Lágmúli 7 Reykjavík Sími: 588 2600 • Akureyri Sími 461 4007 • www.velaver.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.