Bændablaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 12
12
Bændabloðið
Þriðjudagur 8. júlí 2003
UmhverliO er okkar mál
Takhi þatt í að vernda
umhverfiO með okkur!
í þcssum síðasta pistli Ferðaþjónustu bænda og Hólaskóla í
tengslum við umhverfisstefnu Ferðaþjónustu bænda verður sjónum
beint að:
- samstarfi við sveitarfélög, önnur fyrirtæki og íbúa,
- lögum og reglugerðum,
- stöðugum úrbótum á sviði umhverfismála.
Samstarf við sveitarfélög, önnur
fyrirtœki og íbúa á svœðinu
Samstarf er lykilatriði í vinnu
að umhverfismálum. Það getur
verið mjög fjölbreytt en hér fyrir
neðan er að fmna dæmi um
mikilvæga samstarfsmöguleika.
Sveitarfélög
0 Mikilvægt er að sveita-
stjómir geri sér grein fyrir mikil-
vægi ferðaþjónustu á svæðinu og
því er tilvalið að bjóða sveitar-
stjómarmönnum í dagsferð til að
upplýsa þá um starfsemi ferða-
þjónustufyrirtækjanna á svæðinu.
#Umhverfisstarf sveitarfélaga
skiptir miklu máli, t.d. hvað varðar
ffárennslismál og sorpmál en
margir ferðaþjónustubændur
kvarta yfir því að ekki sé hægt að
flokka sorpið nógu mikið þar sem
sveitarfélög hafi ekki komið upp
fúllnægjandi sorpflokkun.
#Annar mikilvægur þáttur
sem skiptir miklu máli í
ferðaþjónustu er snyrtimennska og
þar geta sveitarfélög unnið mikil-
vægt starf, þ.e. sýnt gott fordæmi,
hvatt íbúa og fyrirtæki til þess að
leggja sitt af mörkum og veita
þeim aðstoð t.d. við að safna
saman drasli, koma upp moltu-
kassa o.s.ffv.
#Þá má einnig nefna frum-
kvæði sveitarfélagsins sem stuðla
ætti að góðri samvinnu innan
sveitarfélagsins. Samvinna á sviði
skipulagsmála fer nú stöðugt vax-
andi og í því sambandi má nefna
íbúaþing þar sem allir íbúar eru
velkomnir að taka þátt í að móta
eigin framtíð í sinni heimabyggð.
#Ferðaþjónustubændur og
aðrir sem áhuga hafa á umhverfis-
málum ættu að standa saman og
hvetja sitt sveitarfélag til dáða í
umhverfismálum og leggja til að
það vinni markvisst að Staðar-
dagskrá 21. Ef sveitarfélagið er að
gera góða hluti þá má ekki heldur
gleyma að minnast þess sem vel er
gert.
Önnur fyrirtœki
#Það má læra margt af því
sem aðrir eru að gera. Því er til-
valið að heimsækja önnur ferða-
þjónustufyrirtæki á svæðinu og
skoða hvemig "hinir" gera hlutina.
Það getur lagt grunninn að frekari
samvinnu.
#Önnur fyrirtæki en þau sem
koma beint að ferðaþjónustu geta
verið í samstarfi við ferða-
þjónustufyrirtæki, t.d. gróðurhúsa-
bændur, sauðfjárbændur, mjólkur-
samsölur, kjötvinnslur og ullar-
vinnslu-fyrirtæki. Afurðimar geta
verið á boðstólum hjá ferða-
þjónustubændum, en jafnframt
gætu gestir heimsótt fyrirtækið þar
sem varan er framleidd. Slík sam-
vinna getur stuðlað að markvissari
svæðisbundinni markaðssetningu
á hreinum íslenskum afúrðum.
#lbúar: Það er stórsniðugt að
hafa opið hús fyrir íbúa í sveitarfé-
laginu. Slíkt styrkir tengslin við
nágrannana auk þess sem það
getur verið góð auglýsing.
Lög og reglugerðir
Það er grundvallaratriði að
starfsemin uppfylli ákvæði laga og
reglugerða á öllum sviðum. Til
þess að vera fullgildur aðili innan
Ferðaþjónustu bænda þarf að upp-
fylla eftirfarandi skilyrði, sett af
opinbemm aðilum.
#Reglugerð samgönguráðu-
neytis um veitinga- og gististaði
#Leyfi sýslumanns/lög-
reglustjóra fyrir rekstrinum.
#Sýslumaður krefst umsagnar
ffá heilbrigðisfúlltrúa, byggingar-
fúlltrúa, eldvamareflirliti og
vinnueftirliti.
Nánari upplýsingar um ofan-
greind lög og reglugerðir er m.a.
að fmna á eftirfarandi heima-
síðum:
http ://www. samgonguraduney t i. is,
http://umhverfisraduneyti.is,
http://www.ust.is,
http://www.skipulag.is,
http://vinnueftirlit.is.
Stöðugar úrbœtur á sviði
umhverfismála
Það er mikilvægt að vinna
stöðugt að úrbótum í rekstri og
þjónustu til að draga úr skaðlegum
umhverfisáhrifúm. Það er undir
hverjum og einum komið hvað er
gert á hverjum tíma en nauðsyn-
legt er að setja niður verkefnalista,
forgangsraða honum og skrifa
niður raunhæf markmið. Að tíma-
setja markmið er mikilvægt, hvort
sem um er að ræða nokkra daga,
vikur eða ár og setja ný markmið
þegar öðrum hefúr verið náð.
Þess má geta að með því að
sækja um vottun á umhverfisstarfi
fyrirtækis skapast aðhald sem
stuðlar að því að fyrirtækið þarf
stöðugt að huga að úrbótum á sviði
umhverfismála. Slík vottun getur
ekki síður verið trygging fyrir
gæðum á vöru og þjónustu.
Hólaskóli og Ferðaþjónusta
bænda ætla ekki að láta sitt eftir
liggja í umhverfisstarfinu og
stefna að því að vera til fyrir-
myndar á sviði umhverfismála - í
samvinnu við ykkur hin!
Elín Berglind Viktorsdóttir er
gœðastjóri Ferðaþjónustu bœnda
og kennari við ferðamáladeild
Hólaskóla.
Netfang:
berglind
Cafiolar. is/bergluulafarmholidays. is
Bændablaðiö
Eins og undanfarin ár verður gert hlé á útgáfu
Bændablaðsins meðan starfsfólk fer í sumarleyfi.
Vinna hefst á nýjan leik um miðjan ágúst en fyrsta
blað eftir sumarleyfi er væntanlegt þriðjudaginn 2.
september.
Nýtl fjós að rísa á
Á bænum Hríshóli í
Eyjafjarðarsveit er að rísa 640
fermetra lausagöngufjós með 68
legubásum auk þriggja bása í
sjúkrastíu. Nýbyggingin verður
tengd eldra fjósi á bænum. Það
eru þau Sigurgeir B. Hreinsson
og Bylgja Sveinbjömsdóttir sem
búa á Hríshóli. Framleiðsluréttur
búsins er 190 þúsund lítrar og í
sauðfé eru 144 ærgildi.
Framkvæmdir hófúst í maí og
gert er ráð fyrir að kýmar flytji í
fjósið fyrir haustið. I fjósinu
verður mjaltari frá DeLaval, sem
einnig leggur til innréttingar og
lagði línur varðandi skipulag, en
byggingaþjónusta landbúnaðarins
hannar bygginguna að öðm leyti.
Skipulag fjóssins verður
áþekkt því sem er á
Lambastöðum á Mýrum og
Bændablaðið greindi ffá fyrr á
árinu. Hér er á ferð límtréshús
með yleiningum ffá Límtré á
Flúðum og er það væntanlegt
norður í lok júlí. "Við höfúm
skoðað mörg fjós og finnst
límtrésbyggingamar
skemmtilegri en stálgrindin.
Límtrésbyggingar em heldur
dýrari en hinar en nú þurfa menn
að fara að klæða af stálbita og
þegar það er búið þá tel ég að
munurinn sé hverfandi," sagði
Sigurgeir. Nýja húsið er nokkuð
breitt, eða 21 m, og því verða
settar súlur í það.
Uppeldi gripa verður í gamla
fjósinu sem er rúmlega 300
fermetrar og er ffá árinu 1973.
Næst nýja fjósinu verða
smákálfar. Munu þau hjón kaupa
meiri ffamleiðslurétt? Sigurgeir
sagði að verðlag á kvóta réði þar
stefnu en í fjósinu verður hægt að
framleiða yfir 400 þúsund lítra.
"Afúrðimar nú em yfir 6 þúsund
lítrar á kú og ég vil sjá þá tölu
hækka," sagði Sigurgeir.
Steypa í fjósið er og hefúr
verið hrærð af Sigurgeir og hans
mönnum en Sigurgeir sagði að
það væri mun ódýrara en ef
steypan hefði verið keypt hjá
steypustöð á Akureyri. "Auðvitað
tekur steypuvinnan eitthvað
lengri tíma þar sem við emm
ekki með aðkeypta vinnu við það
verk," sagði Sigurgeir.
Byggingameistarinn hefúr mætt á
svæðið ásamt sínum sveinum og
slegið upp veggjum en Sigurgeir,
sonurinn og tengdasonurinn hafa
þá tekið við ásamt vinum og
vandamönnum. Utreikningar
Sigurgeirs benda til þess að hver
rúmmetri í steypu kosti rétt rúmar
6000 krónur. Tilboð ffá
steypustöðvum á Akureyri, sem
sveitungar Sigurgeirs hafa
fengið, hljóða upp á rúmar 12
þúsund krónur.
Byggingarmeistari hússins er
Gunnlaugur Ingólfsson hjá
byggingarfyrirtækinu Timbm.
Múrarameistari er Hannes
Óskarsson. Heildarkostnaður er
áætlaður um 34 milljónir fyrir
utan vinnu heimamanna. 1
ffamangreindri tölu er ekki
heldur gert ráð fyrir eigin
vélavinnu.
F.v. Sigurgeir B. Hreinsson, Elmar
Garðarsson.
Sigurgeirsson og Stefán Elvar
#
Að fyrri slætti loknum vaknar sú spuming hvort
ástæða sé til þess að bera áburð á tún á milli siátta.
Þegar vel árar og spretta er góð, eins verið hefúr
undanfarin ár, ásamt því að flestir eiga nægjanlega
stór tún, þá virðist við fyrstu sýn lítil ástæða til þess að
bæta við fóðurforðann með viðbótaráburði. Einnig
skal hafl í huga að víða em fymingar umtalsverðar og
er það vemlegt umhugsunarefni hvað leggja eigi í
mikinn kostnað vegna þeirra (sjá grein Bjama Guð-
mundssonar í Bbl. 29. apríl
2003), þótt hæfilegar fym-
ingar séu nauðsynlegar af
öryggisástæðum.
En fleira kemur til.
Þegar vel árar og snemma
er borið á og tún em tví- og
þríslegin eða beitt síð-
sumars þarf að hafa í huga
að væntanlega hefúr gengið
á köfnunarefnisforða jarð-
vegsins. Þar sem 'nægjan-
legt köfnunarefni er undir-
staða þess að pró-
teininnihald uppskemnnar
verði sem mest getur því
verið nauðsynlegt að bera á
köfnunarefni á milli slátta.
Þetta á sérstaklega við ef
nota á hána fyrir mjólkurkýr eða til beitar fyrir
sláturlömb. Hver kannast ekki við það að sláturlömb
fitna við túnbeit að hausti í stað þess að vöðvamir vaxi
eða að hámjólka kýr mjólka minna en skyldi við beit
eða fóðmn með há? Úr þessu má bæta með viðbótar
köfnunarefni á milli slátta, t.d. 20 - 30 kg/ha af N eða
sem svarar 75 - 150 kg á hektara af algengum
köfnunarefnisáburði. Á markaði er áburðarkalk sem
jafnframt inniheldur 5% N (köfiiunarefni). Þar sem
bæta þarf kalsíumástand jarðvegsins reynist mörgum
vel að bera þennan áburð á tún á milli slátta. Þá er
hæfilegt að nota 400 - 600 kg/ha (samsvarar 20 - 30
kg/ha af N). Hins vegar skal skýrt tekið ffam að þótt
með þessu fáist, auk köfnunarefnisins, æskileg
kalsíumviðbót (Ca) á túnin, þá er þetta ekki fúll-
nægjandi til þess að hækka sýmstig, pH, nema mjög
lítið. Því telst þetta ekki kölkun í þeim skilningi að um
rétt á framlagi sé að ræða, til þess þarf að lágmarki 2
tonn á hektara af kalki. Kalkið getur hins vegar komið
sér afar vel ef Ca - tölur í jarðvegi og uppskeru hafa
við mælingar reynst lágar.
Það villir ofl um fyrir mönnum að spretta getur
verið góð þótt próteininnihald grasanna sé ffemur lágt.
Því er ekki nægjanlegt að líta eingöngu til sprettunnar
ef nýta á uppskemna til bötunar sláturlamba eða fyrir
hámjólka kýr. Við ákvörðun á þvi hvort bera skuli á
köfnunarefni á milli slátta, verður að taka tillit til þess
hversu mikið köfnunarefni var borið á að vori og gæta
þess að heildar N - magnið verði ekki alltof hátt.
Einnig skal hafa í huga
hvort um ffjósaman jarð-
veg er að ræða, sem hefúr
fengið ríkulegan skammt
af búfjáráburði undanfar-
in ár, eða hvort jarðvegur-
inn er rýr. Reynsla kal-
áranna sýndi að mikill
köfnunarefhisáburður jók
líkur á kali. Mild vetrar-
veðrátta undanfarin ár
veldur því að e.t.v óttast
menn síður kal í þeim
mæli sem áður þekktist,
en um veðurfar komandi
vetrar verður aldrei
fúllyrt fyrirffam. Þá skal
bent á að ef ráðlagður
skammtur steinefna er
borinn á að vori þá er óþarfi að bera þau á vegna
háarsprettu.
Reynslan hefúr sýnt að próteinmagn í há er afar
breytilegt. Því er mikilvægt að taka sýni til efha-
greiningar, sérstaklega ef háin er slegin, því að þá má
haga fóðmn eftir niðurstöðunum. Þótt háin sé beitt og
niðurstöður efhagreininga liggi ekki fyrir fyrr en eftir
nýtingu, þá geta niðurstöðumar verið mikilvægar við
ákvörðun á áburðargjöf næsta árs.
Víða reynist vel að dreifa vatnsblandaðri kúa-
mykju á tún á milli slátta, en þá er best að gera það
strax eftir slátt til þess að grösin brennist síður. Hafa
skal í huga að nái búfjáráburðurinn ekki að ganga
nógu vel ofan í svörðinn þá getur uppskeran verið
blönduð búfjáráburði sem er afar óæskilegt. Þá færist
það í vöxt að bera búfjáráburð á tún síðsumars eða
snemma að hausti og láta margir vel af því þótt óvissa
um nýtingu hans að vori verði meiri miðað við það að
bera búfjáráburðinn á snemma vors.
/Árni Snæbjörnsson